Morgunblaðið - 02.12.2020, Side 10

Morgunblaðið - 02.12.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Eftir langt þref er loks komið fram frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð, en óvíst er að það renni ljúflega í gegnum þingið. Samstarfsflokkar vinstrigrænna gera miklar athugasemdir við það og stjórnarandstaðan misuppveðr- uð. Sigurður Ingi Jóhannsson, for- maður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra, gaf út ítarlega yfirlýsingu í gær með sjö svo veigamiklum fyr- irvörum við frumvarpið, að flokk- urinn virðist ekki telja málið tilbúið inn á Alþingi og afgreiðsla á þessu þingi hæpin. Það eigi ekki síst við „samtalið“ við íbúa næst þjóðgarð- inum, sem Framsókn segir að verði að viðurkenna að hafi mistekist. Meðal fyrirvaranna má nefna stærðarafmörkun þjóðgarðsins, sem þyrfti að vera háð samþykki hvers sveitarfélags; valdsvið umdæmis- ráða; fjármögnun þjóðgarðsins, þar sem taka yrði tillit núverandi starf- semi og nytja; samgöngur; og orku- nýtingu óháð þjóðgarðsmörkum. Óvíst að málið klárist Haraldur Benediktsson, oddviti sjálfstæðismanna í Norðvesturkjör- dæmi, segir þingflokk sinn hafa marga fyrirvara um framvarpið, en telur jafnframt að stjórnarflokkarn- ir séu ásáttir um hvað þarfnist helst umræðu í þinginu. „Málið hefur tek- ið heilmiklum breytingum, en ætli flestir þingmenn míns flokks standi ekki að baki fyrirvörum Vilhjálms Árnasonar; stærð garðsins, skipu- lagsvaldi sveitarfélaganna, orku- vinnslu og nýtingaráætlunum,“ seg- ir Haraldur. „Við erum ekki á móti þjóðgarðs- stofnun, en áttum okkur samt ekki alveg á tilganginum, helstu mark- miðunum má ná með einfaldari leið- um.“ Hann segir rétt að láta reyna á málið í þinginu, en óvíst hvort það klárist, það sé fullseint fram komið. Óskynsamlegt að flýta sér Bergþór Ólason, þingmaður Mið- flokksins í Norðvesturkjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngu- nefndar, telur að menn kunni að hafa farið fram úr sér í vinnu við frumvarpið; þótt lausn einstakra at- riða hafi skýrst séu meginmarkmið- in óljósari. „Þetta er flókið og við- kvæmt mál, sem menn eiga að flýta sér hægt með. Mér finnst ekki skyn- samlegt að koma með það inn á síð- asta þingvetri í einhverjum asa.“ Hann telur fyrri gagnrýni standa óhaggaða. „Uppgefnum markmið- um má vel ná með öðrum leiðum, sumum hefur jafnvel þegar verið náð eða eru í farvegi. Hið eina sem munar um er að þarna er komin lúmsk leið til þess að fyrirbyggja síðari tíma orkunýtingu, að eiga við rammaáætlunina hinum megin frá. Og engar þær breytingar á frum- varpinu síðan í fyrra sem gera það að verkum að þeir sem voru á móti því þá hafi skipt um skoðun.“ Miklir fyrirvarar gerðir við há- lendisþjóðgarð  Frumvarpið þykir seint fram komið  Mikið ber á milli stjórnarflokkanna Morgunblaðið/RAX Hálendið Skiptar skoðanir eru á stjórnarfrumvarpi um þjóðgarð. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Skýrmæli og að finna rétta raddblæinn sem er í anda efnisins eru mikilvæg atriði við upplestur. Þetta segir Þórunn Hjartardóttir sem í gær fékk viðurkenningu Hljóðbókasafns Íslands fyrir að hafa lesið alls 500 bækur fyrir safnið, sem sinnir þörfum blindra og sjón- skertra og annara sem ekki geta nýtt sér prentað letur. Sérstök áhersla er lögð á námsbækur en jafnframt að bókakostur sé fjöl- breyttur. Tilfinningin komist til skila Fyrir safnið starfa að jafnaði um 30 lesarar í verktöku og hefur Þór- unn verið í þeirra hópi frá árinu 1992. Á þeim tíma hefur hún lesið til upptöku bækur af ýmsum toga; skáldverk, ljóð, ævisögur, náms- bækur og svo mætti lengi telja. Upplesturinn fer fram í húsakynn- um Hljóðbókasafnsins í Kópavogi, þar sem eru fjórar hljóðstofur og fullkominn upptökubúnaður. „Sérhver bók er ákveðin ögrun og koma þarf réttu skilaboðunum og tilfinningunni til skila. Námsbækur, til dæmis í raungreinum, geta verið vandasamar þegar þarf að segja frá alls konar táknum og myndrænum atriðum. Samt tekst þetta allt að lokum,“ segir Þórunn sem hefur ný- lokið lestri á 500. bókinni sem er Nýsköpun og frumkvöðlafræði eftir Óttar Ólafsson. „Ég var ung stúlka þegar ég las fyrst fyrir Ríkisútvarpið, þar sem faðir minn starfaði. Það verkefni átti heldur betur eftir að vinda upp á sig,“ segir Þórunn, sem auk þess að vinna fyrir Hljóðbókasafnið starfar einnig fyrir Storytel og Hljóðbók. Er myndlistarmaður að mennt og segir þá skólagöngu og störf sín fara vel saman. „Allt snýst þetta um að vinna úr ákveðnum efnivið og búa til myndir úr málinu, þótt með ólíkum hætti sé,“ segir upplesarinn snjalli. Nær 14 þúsund virkir lánþegar Virkir og skráðir lánþegar hjá Hljóðbókasafni Íslands eru í dag 13.722. Ítarleg skilyrði gilda um út- lán hjá safninu, sem aðeins fólk sem ekki getur lesið eða haldið á bókum nýtur. Þarna geta átt í hlut blindir, lesblindir eða fólk með aðrar fatl- anir. Verður að skila inn sérstöku vottorði til safnsins til að komast í hóp lánþega og fá þjónustu. Stofn- unin hét lengi Blindrabókasafn Ís- lands en nafninu var breytt fyrir nokkrum árum. „Safnkosturinn er fjölbreyttur og það sem er vinsælast hér er mjög svipað og á öðrum söfnum landsins,“ segir Marín Guðrún Hrafnsdóttir sem tók við sem forstöðumaður fyrr á þessu ári. „Stafræn þjónusta hjá okkur færist mjög í vöxt og um 85% allra útlána hjá okkur eru yfir netið. Sú tækniþróun leiðir til þess að við kaupum í ríkari mæli hljóðbækur frá útgefendum og setjum í útlán. Það er svo einkum elsta fólkið í hópi lánþega sem fær bækur lánaðar sem geisladiska. Sú breyting að fá hljóð- bækurnar frá útgefendum ræður því að við hér á safninu getum aftur sett meiri kraft í til dæmis námsbækur.“ Nýjar bækur komnar Og jólabækurnar eru komnar í Hljóðbókasafn Íslands og þar nefnir Marín nýjar skáldsögur Ragnars Jónassonar, Yrsu Sigurðardóttur, Stefáns Mána og Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Þá eru barnabækur eftir hjónin Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttur einnig komnar á safn- ið og í útlán. Ljósmynd/Marinó Flóvent Lestur Þórunn Hjartardóttir, til vinstri, og Marín Guðrún Hrafnsdóttir, forstöðumaður Hjóðbókasafns Íslands. Upplesarinn býr til myndir úr málinu  Þórunn á 500 hljóðbókum  Skýrmæli og réttur blær Orð vantaði Orð vantaði í setningu í greininni „Þekking á beislun jarðhitans nýtist vel“ sem birtist í blaðinu 28. nóv- ember sl. Textinn átti að vera svona: „Framlög til orku-, loftslags- og umhverfisáætlunarinnar í Póllandi á tímabilinu 2014-2021 eru þau mestu sem Ísland og Noregur veita innan EES til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Gert er ráð fyrir að vegna hennar minnki losun CO2 um 600.000 tonn á ári þegar verkefnin verða komin í framkvæmd.“ Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti frumvarp sitt um hálend- isþjóðgarð á blaðamannafundi í gær. Þar er gert ráð fyrir að þjóð- lendur í sameign þjóðarinnar innan miðhálendislínu verði gerðar að þjóðgarði. Gert er ráð fyrir að hálendisþjóðgarður nái yfir um 30% af Íslandi, en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Hálendis- þjóðgarður STJÓRNARFRUMVARP Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra er bjartsýnn á að frumvarp um stofn- un hálendisþjóðgarðs verði sam- þykkt á Alþingi og segir að þing- menn og fólk hvaðanæva af landinu sé hlynnt frumvarpinu. „Að baki þessu frumvarpi liggur vinna þverpólitískrar nefndar allra flokka sem eiga fólk á þingi og með fulltrúum sveitarfélaganna. Við kynntum drög að frumvarpinu í samráðsgátt fyrir um ári og við höfum unnið úr athugasemdum og gert ýmsar breytingar eftir ítarlegt samtal við m.a. sveitarfélögin, sér- lega er snýr að skipulagsvaldinu.“ Guðmundur telur að hálendis- þjóðgarður gæti verið lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna í heild. „Ekki síst í endurreisn hennar eftir kór- ónuveirufarald- urinn, því fólk vill heimsækja land sem tekur jafn djarfa ákvörðun og að taka 30% af landinu undir þjóðgarð til þess að vernda þar náttúruna og búa til atvinnutæki- færi á svæðunum í sátt við náttúr- una,“ segir Guðmundur. Hann telur að sveitarfélögin sem liggja að þjóðgarðinum séu mun jákvæðari fyrir frumvarpinu nú en þegar drög að því komu fyrst fram. ragnhild- ur@mbl.is Býst við samþykkt frumvarpsins  Umhverfisráðherra segist bjartsýnn Guðmundur Ingi Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.