Morgunblaðið - 02.12.2020, Side 11

Morgunblaðið - 02.12.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Að minnsta kosti fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum mannþröng á fjölfarinni verslunargötu í borginni Trier í suðvesturhluta Þýskalands um eftirmiðdaginn í gær. Náði bíll- inn að keyra á ofsahraða um eins kílómetra leið áður en lögreglan gat neytt hann til að stöðva. Ökumaður bílsins var handtekinn á staðnum, en hann er sagður 51 árs gamall Þjóð- verji sem búi í nágrenni borgarinnar. Staðarfjölmiðlar í Trier greindu frá því í gær að a.m.k. 15 hefðu slas- ast, en lögreglan sagði einungis að „fjölmargir“ hefðu slasast og „nokkrir“ látist við ofsaaksturinn. Þá taldi lögreglan ekki hægt að segja að svo komnu máli hvort um hryðjuverk hefði verið að ræða, en heimildarmenn AFP-fréttastofunn- ar töldu ólíklegt að stjórnmálaskoð- anir lægju að baki ódæðinu og ná- granni mannsins sagði að hann hefði átt við geðræn vandamál að stríða. Að sögn lögreglunnar var maður- inn einn í bíl sínum, silfurgráum jepplingi, og hættan væri liðin hjá. Engu að síður var fólk hvatt til þess að halda sig fjarri miðborginni, en þar var lögregla enn að störfum við rannsókn málsins. Lítil stúlka meðal fórnarlamba Wolfram Leibe, borgarstjóri Trier, sagði hins vegar að svo virtist sem hinn grunaði hefði ákveðið að ganga berserksgang. Leibe táraðist á blaðamannafundi sínum. Hann staðfesti að barnung stúlka hefði verið á meðal hinna látnu og sjónar- vottar sögðu að bílnum hefði meðal annars verið ekið á barnavagn, sem hefði henst í loft upp. „Þetta er hryll- ingur,“ sagði Leibe um atvikið og bætti við að margir hefðu orðið vitni að því og bæru nú ör á sálinni vegna þessa. Stúlkan var níu mánaða. Steffen Seibert, talsmaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara, sagði að atvikið væri hræðilegt og þjóðin öll hugsaði nú til ættingja hinna látnu, þeirra mörgu sem slösuðust og til þeirra sem væru að sinna þeim. Malu Dreyer, forsætisráðherra sambandslandsins Rínarlands-Pfalz, sagði við fjölmiðla að þetta væri hræðilegur dagur, ekki síst vegna ungbarnsins sem hefði látist í hinni grimmilegu árás. Mildi að ekki voru fleiri á ferð Sjónarvottar sögðu við AFP- fréttastofuna að tiltölulega margir hefðu verið á ferli í miðborginni að sinna fyrstu jólainnkaupum sínum, en þó hefðu mun færri verið á ferð- inni en búast hefði mátt við vegna kórónuveirunnar. Þannig hefði formlegum jólamarkaði verið lokað vegna sóttvarna og mætti það teljast mikil mildi. AFP Hryllileg aðkoma Að minnsta kosti tveir létust þegar bíl var ekið niður fjölfarna verslunargötu í borginni Trier. „Þetta er hryllingur“  Að minnsta kosti fjórir látnir og fimmtán slasaðir eftir að bíl var ekið í gegnum mannþröng í Trier  Talið ólíklegt að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða Grimmdarverk Lögreglan í Trier hafði í ýmsu að snúast á vettvangi. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandaríski lyfjarisinn Pfizer og þýska líftæknifyrirtæknið BioNTech tilkynntu í gær að þau hefðu sótt um leyfi hjá Evrópusambandinu fyrir bóluefni sínu, og mun heilbrigðis- stofnun sambandsins taka afstöðu til umsóknarinnar fyrir 29. desember næstkomandi. Stofnunin hyggst taka afstöðu til bóluefnis Moderna, og verður það gert fyrir 12. janúar. Samþykki stofnunin notkun bólu- efnanna þykir víst að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins muni heimila dreifingu þeirra svo fljótt sem auðið er. Frönsk stjórnvöld greindu frá því í gær að þau stefndu að almennu bólusetningarátaki frá og með næsta apríl, eða eftir að búið væri að bólu- setja viðkvæmustu hópana fyrir kór- ónuveirunni. Bóluefnin glæða vonir Í gær var liðið ár frá fyrsta stað- festa tilfelli Covid-19, veikinnar sem kórónuveiran veldur, en á þeim tíma hafa rúmlega 63,4 milljónir manna smitast af henni og um 1,47 milljónir manna látist af völdum hennar. Þá eru ekki meðtalin þau efnahagslegu áhrif sem veikin og sóttvarna- ráðstafanir gegn henni hafa valdið. Hin væntanlegu bóluefni hafa hins vegar glætt vonir um að heimurinn sjái senn á bak faraldrinum, og til- kynnti OECD í gær að líklegt væri að hagkerfi heimsins myndi aftur ná fyrri styrk fyrir lok næsta árs. Hag- vöxtur gæti þó orðið sveiflukenndur. Sagði Laurence Boone, aðalhag- fræðingur OECD, að leiðin fram undan væri bjartari en áður, en að hún væri sömuleiðis þrungin áskor- unum fyrir ríki heims. Efnið samþykkt fyrir árslok?  OECD segir bjartara fram undan AFP Bóluefni Tilvonandi bóluefni hefur glætt vonir um horfur næsta árs. Twitter tilkynnti í gærmorgun að fyrirtækið hygðist ekki fjarlægja sviðsetta ljósmynd, sem talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins setti á embættissíðu sína, þar sem veist var að Áströlum vegna meintra stríðsglæpa sem ástralskir hermenn eru sagðir hafa framið í Afganistan á árunum 2005-2006. Ákvað Twitter að setja viðvör- unarmerki við myndina um að þar væri um „viðkvæmt efni“ að ræða, en sagði að pólitískar deilur væru almennt ekki í trássi við reglur samfélagsmiðilsins. Frakkar og Nýsjálendingar höfðu einnig for- dæmt myndbirtingu Kínverja, en þeir sögðu í gær enga ástæðu til að fjarlægja myndina. ÁSTRALÍA AFP Twitter Myndbirtingin hefur valdið hneykslan í Ástralíu og víðar. Twitter hyggst ekki fjarlægja tístið Scott Atlas, einn af helstu ráð- gjöfum Donalds Trumps Banda- ríkjaforseta í kórónuveiru- faraldrinum, sagði af sér í fyrrinótt. Atlas hefur verið um- deildur, en hann hefur m.a. lagst hart gegn því að fólki verði gert skylt að nota andlitsgrímu. Samkvæmt Fox-fréttastöðinni átti ráðningarsamningur Atlas að renna út í næstu viku, en ólíklegt þótti að Joe Biden, verðandi forseti, hefði viljað endurnýja hann. Þakk- aði Atlas í uppsagnarbréfi sínu Trump fyrir heiðurinn og óskaði Biden góðs gengis í baráttunni við heimsfaraldurinn. BANDARÍKIN Umdeildur Atlas lætur af störfum Scott Atlas

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.