Morgunblaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það er mjög mikið í húfi ogmeira en nokkru sinnifyrr,“ segir Heiðrún LindMarteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi, um möguleika á loðnuvertíð í vetur. Fjögur veiðiskip fara á næstunni til loðnuleitar og -mælinga og eru samtökin tilbúin að leggja Hafrannsóknastofnun til jafn- virði 65 milljóna króna í verkefnið. Styrknum er ætlað að greiða að fullu fyrir úthald fjögurra mæliskipa í allt að 24 daga, kvörðun þeirra og vinnu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar. 30 milljarða tekjur „Það er von SFS að með veru- lega auknum fjármunum og þunga í loðnuleit og -mælingu megi enn bet- ur tryggja kröftuga viðspyrnu upp úr þeirri efnahagslægð sem kórónu- veirufaraldurinn hefur valdið,“ segir í frétt frá samtökunum. Góð loðnu- vertíð getur að líkindum aukið út- flutningstekjur um 30 milljarða króna og margföldunaráhrif í hag- kerfinu öllu eru að líkindum tvöföld eða þreföld, líkt og með auknum tekjum starfsmanna sjávarútvegsfyr- irtækja, sveitarfélaga og þjónustuað- ila sjávarútvegs, segir í fréttinni. Heiðrún segir að upplýsingar frá skipum um göngur hrygning- arloðnu úti fyrir Norðurlandi í haust hafi leitt til þess að útgerðirnar hafi sent eitt skip til leitar og sýnatöku í nóvember í samráði við Hafrann- sóknastofnun. Endanlegar niður- stöður séu ekki komnar en góðar torfur hafi sést og sterkar vísbend- ingar séu um að kynþroska loðnu sé að finna austar heldur en síðustu ár á þessum tíma. „Það er því vilji okkar að fara í frekari leit og mælingu í desember í stað þess að bíða fram í janúar. Bið fram í janúar eykur hættu á að við missum af loðnunni. Tíminn verður of naumur og veður á þessum tíma válynd. Ef einhverjar líkur eru á að það náist góð mæling í desember er til mikils að vinna,“ segir Heiðrún Lind, en hefðbundinn loðnuleiðangur Hafrannsóknastofnunar hefst í byrj- un janúar. Heiðrún Lind bendir á að tvo síðustu vetur hafi ekki verið heimilt að veiða loðnu. Mikilvægt sé að sinna mörkuðum fyrir loðnuafurðir og í ljósi þess að þeir séu uppþurrkaðir eftir tvöfaldan loðnubrest fáist vænt- anlega meiri verðmæti fyrir afurðir heldur en áður. Mikið mál þjóðhagslega Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir að ýmislegt kalli á að farið verði til loðnuleitar á næst- unni. Hann nefnir ungloðnumælingu í fyrrahaust, sem hafi gefið góðar von- ir um vertíð í vetur, „hellingsfréttir“ frá veiðiskipum úti fyrir Norðurlandi í haust og síðast en ekki síst leit á Polar Amaroq í síðustu viku. „Mér finnst það vera mikið mál þjóðhagslega að sinna þessu og reyna að ná utan um stærð stofnsins þannig að við getum veitt hann á ver- tíðinni. Ég hef áhyggjur að því að það verði of seint þegar kemur fram í janúar því þegar loðnan er komin austur fyrir land er hún á mun stærra svæði. Þá krefst ný aflaregla enn meiri nákvæmni í mælingum en áður var, þannig að ég held að það verði að nýta þau tækifæri sem við höfum til að mæla með nákvæmum hætti“ segir Gunnþór. Hann segir ekki ljóst hvenær verði farið af stað í verkefnið. Eftir sé að finna hvaða skip séu tiltæk, síð- an þurfi að kvarða þau og skipu- leggja verkefnið með Hafrannsókna- stofnun. Síðast en ekki síst þurfi veðurspá að vera hagstæð. Mikið í húfi og meira en nokkru sinni fyrr Jan Mayen Scoresbysund GRÆNLAND ÍSLAND Ammassalik FÆREYJAR Hrygningarstöðvar fyrir norðan land Hrygningarstöðvar fyrir vestan og sunnan land Útbreiðsla loðnu og hrygningar- stöðvar Fæðusvæði fullorðinnar loðnu Dreifi ng ungloðnu Fæðugöngur loðnu Göngur loðnu til baka frá fæðusvæðum Hrygningargöngur Hrygningarstöðvar Heimild: Hafró Heiðrún Lind Marteinsdóttir Gunnþór Ingvason 12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn erreglu-bundið verið að tala um að samningar Breta við ESB vegna útgöngu þeirra séu komnir í öngstræti. Þó er komið að ögurstund og það raunar fyrir nokkru. Almennt séð er það heldur lakara og stundum miklu verra þegar samband aðila brestur, og þá auðvitað ekki síst þegar ríkar tilfinningar spila inn í og ætlað var að tryggja sambúð sem héldi. Þegar slíkt samband endar með hatrömmum skilnaði þeirra sem fyrrum áttu sam- leið er ekki óþekkt að aðilar, jafnvel þeir sem heitast unn- ust áður, leitist við að gera hver öðrum sem mestan miska. Og þegar verst gegnir virðast slík markmið stundum lenda efst á óskalista aðila og jafnvel þeirra beggja. Heil- brigð skynsemi ætti þó að draga langt til skilnings á því að báðir hljóta skaða af slíku. Iðulega er það síðbúin heift sem tilfinning um svik, óheil- indi og brotin fyrirheit kyndir undir. Tilfinningaþrungnar ástæður af slíku tagi ættu ekki að geta verið skýringin á augljósri hörku og stífni í við- ræðum ESB og Breta. Og sú óbilgirni verður eingöngu skrifuð á reikning Evrópu- sambandsins. ESB er ekki með þeirri framgöngu sinni að eiga við viðsemjandann. Búrókrat- arnir eru að tala við baklandið sitt, hin aðildarlöndin sem þeir umboðslausu óttast að kynnu að fara að hugsa sér til hreyfings um útgöngu ef Bretar mæti lágmarkssann- girni. Aðildarlöndin hafa með löngum aðdraganda getað ákveðið útgöngu sína úr ESB, og var oft hamrað á að þetta væri grundvallarréttur þeirra og um leið helsta sanninda- merki þess að fullveldið hyrfi ekki smám saman. Vera eða útganga hlyti að vera helgur réttur þjóðanna og sam- bandið gæti aldrei leyft sér að leggja stein í götu þjóðar sem vildi fara samkvæmt ákvörð- un sem þjóðin sjálf hefði tekið eins og í tilviki Breta. Sá veruleiki, sem hefur sést glitta í að undanförnu, ætti að hafa kennt þeim mikla sögu sem hafa viljað að Ísland seldi sig inn í ESB. En vandinn er sá að þeir sömu eru margir komnir handan við þau mörk að geta nokkuð lært. En það er sérlega athyglisvert fyrir Íslendinga sem fylgjast með togstreitu Breta við Brussel að sjá hvaða mál dúkkar reglulega upp efst á síð- urnar um það sem harðast er deilt um. Það eru fisk- veiðiréttindi þjóð- anna. Edward Heath og Macmillan á undan honum veifuðu fiskveiðirétt- indum framan í meginlands- þjóðirnar. Á heimavelli þótt- ist hvorugur kannast við að þeir væru að selja hagsmuni fiskveiðanna fyrir lítið, og voru þeir hagsmunir þó smá- mál miðað við þá íslensku. Einkum var framganga Edwards Heaths honum til ævarandi skammar. Og það var ekki laust við að forsætis- ráðherrann viðurkenndi það fyrir sjálfum sér, því að hann lét 30 ára þagnarreglu gilda um allar samningaviðræður sem lutu að fiskveiðum þegar vélað var um aðild. Enda kom á daginn að þau vinnubrögð þoldu ekki dagsins ljós. Þegar Jóhanna og Stein- grímur höfðu ákveðið svika- leiðangurinn inn í ESB, í krafti þess að þjóðin væri hnípin í vanda sínum eftir fall bankanna, þá voru fengnir menn í „samningaviðræður“ við ESB. Á daginn kom að engar „viðræður“ fóru þó í gang. „Samningamenn Ís- lands“ mættu fyrir búrókrat- ana, sem settu þeim fyrir hvar og hvernig bæri að laga reglur að því sem gilti í ESB og næsta fund á eftir var mætt, eins og börn fyrir kennara sína, og fengin (ESB)stjarna í kladdann og klapp á bak. Þessir gervi- viðsemjendur hafa aldrei þor- að að sýna hvar þeir voru staddir varðandi sjávarútveg- inn í landinu þegar botninn datt úr bröltinu þegar hratt fjaraði undan hreinu vinstri- stjórninni, sem þessir höfðu gerst hlaupastrákar fyrir. En gauragangurinn út af sjávarútvegnum nú, þegar Bretar eru að fylgja eftir ákvörðun um brottför, segir mikla sögu. Þó liggur í augum uppi að þegar Bretar fara út þá gengur það til baka sem þeir neyddust til að borga með sér. Hitt er annað mál, að sagan af þeim Macmillan og Edward Heath áréttar að stjórnmálamönnum og dipl- ómötum er illa treystandi í samskiptum við þetta sam- band. En það er sjálfsagt að fylgj- ast með, þótt úr fjarlægð sé, hvernig þessi mál kunna að þróast núna, enda verður snú- ið upp á hendur fulltrúa bresku þjóðarinnar svo lengi sem þeir una því. Sjálfsagt er að Ís- lendingar fylgist vel með umbrotunum í Brussel vegna útgöngu Breta} Brögðum beitt og bolast M ikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Ísland varð fullvalda ríki 1. desember 1918. Þá eftir ára- tuga baráttu framsækinna Ís- lendinga sem skildu mikilvægi þess að þjóðin réði eigin málum. Baráttan fyrir heimastjórn, stjórnarskrá, fullveldi og síðar lýð- veldi var háð með lagarökum og staðfestu. Full- veldið markar tilveru ríkisins þar sem Íslend- ingar réðu meira um sín mál. Um leið var lagður grunnur að stofnun lýðveldisins tuttugu og sex árum síðar. Það var ekki sjálfgefið að fá fullveldi og geta síðar stofnað lýðveldi enda sjáum við nú, rúmum hundrað árum frá fullveldinu, að aðrar þjóðir eru enn að berjast fyrir sínu fullveldi og sjálfstæði. Íslendingar hafa alla tíð gert sér grein fyrir mikilvægi þess að eiga góð samskipti við önnur ríki og taka þátt í alþjóðasamstarfi. Þátttakan hefur oftast tekið mið af hagsmunum fullveldisins þar sem horft er til alþjóðalaga og samninga, s.s. Hafréttarsáttmálans. Afstaða okkar í utanrík- ismálum hefur þá einnig tekið mið af mikilvægi þess að virða fullveldið, alþjóðasamninga og landamæri ríkja. Undantekn- ingar frá þeirri meginreglu að afsala ekki fullveldinu eða hluta þess eru vissulega til en engin með jafn afdrifaríkum afleiðingum og þátttaka okkar í EES-samstarfinu. Engin ein ákvörðun hefur haft í för með sér jafn mikið framsal fullveldis og til þess var stofnað fyrst og fremst á við- skipalegum hagsmunum enda samningurinn fyrst og fremst viðskiptasamningur þótt á honum hangi ýmislegt annað. Því miður nálgast sumir stjórnmálamenn fullveldið líkt og það sé einhvers konar vara sem skipta megi milli alþjóðlegra stofnana í von um viðskipti og/eða ímynduð völd. Aðrir telja það nánast skyldu Íslendinga að ganga til liðs við yfirþjóðlegt vald og vera þannig „þjóð með- al þjóða“. Ekkert vinnur meir gegn fullveldi þjóðar en að fela öðrum að taka ákvarðanir fyr- ir sig líkt og ESB stendur fyrir. EES-samstarfið hefur verið Íslendingum já- kvætt á ýmsan hátt, sérstaklega þegar kemur að því að keppa á viðskiptalegum forsendum innan Evrópu. En samstarfið hefur í raun þróast á þann veg að fullveldi Íslands má líkja við salamipylsu þar sem ein sneið er skorin í einu og snædd af ESB. Orkupakkarnir eru dæmi um þetta og Sjálf- stæðisflokkurinn ber ábyrgð á því að innleiða orkustefnu ESB á Íslandi. Ég og margir aðrir vöruðum sterklega við því að þetta yrði gert því með því væri verið að undirbúa jarðveg fyrir næsta orkupakka sem er á fullri ferð innan samþykktarferlis ESB. Þeir orkupakkar sem á eftir koma munu miða að því að miðstýra m.a. ákvörðunarvaldi um verðlagningu og hvernig farið verður með orku sem verður til á Íslandi enda lítur ESB á orku sem hverja aðra vöru. Á þessari sneið pylsunnar bera utanríkis- og ferðamála- ráðherra ábyrgð. gunnarbragi@althingi.is Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Sneitt af fullveldinu Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og formaður þingflokks Miðflokksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Mælingar á stærð veiðistofns loðnu hófust haustið 1978. Út- breiðslan hefur breyst frá síð- ustu aldamótum og eru um- hverfisbreytingar helsta skýringin. Fæðusvæði fullorð- innar loðnu hefur nú færst vest- ar og norðar. Loðnan er mikilvæg fæðuteg- und fyrir þorsk og fleiri fiskteg- undir, en einnig mikilvæg fyrir íslenska þjóðarbúið. Loðnu- brestur var bæði 2019 og 2020, en um 300 þúsund tonn veidd- ust bæði 2017 og 2018. Á ní- unda og tíunda áratugnum fór aflinn oft yfir milljón tonn. Breytingar í hafinu ÚTBREIÐSLA OG GÖNGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.