Morgunblaðið - 02.12.2020, Page 17

Morgunblaðið - 02.12.2020, Page 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 ✝ Óskar ÞorgeirÞorgeirsson Kemp fæddist í Vestmannaeyjum 12. september 1926, hann lést á Hrafnistu Sléttu- vegi, Reykjavík, 23. október 2020. Foreldrar Ósk- ars voru Ragnhild- ur Bjarnadóttir, fædd 18. apríl 1893, dáin 9. nóvember 1986 og Þorgeir Daníel Lúðvíksson Kemp, fæddur 27. júlí 1900, dáinn 3. mars 1967. 1985 og Ariel Pétursson, f. 1987. 2) Kolbrún Ósk Ósk- arsdóttir píanókennari, f. 24. desember 1953, dóttir hennar er Ásrún Hildur Kolbrún- ardóttir, f. 1981. 3) Sigurbjörg Ása Óskarsdóttir fjármálastjóri, f. 20. febrúar 1958, gift Krist- mundi Rafnssyni bifvélavirkja, sonur þeirra er Baldur Már Kristmundsson, f. 1980. Í barnæsku bjó Óskar á Sela- læk og síðar í Höfnum, en flutti síðan til Reykjavíkur árið 1939 þar sem hann bjó eftir það. Hann stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni. Hann starfaði við verslunar- og sölustörf lengi og var m.a. verslunarstjóri hjá Mál og menningu. Óskar var með heild- verslun og flutti inn timbur síð- ustu 35 ár starfsævinnar. Útförin fór fram í kyrrþey. Óskar átti 10 systkini. Óskar giftist Ás- björgu Helgadóttur Kemp, fulltrúa hjá TR, 31. maí 1952. Ásbjörg er fædd 23. ágúst 1932. Dætur þeirra eru: 1) Helga Ragnheið- ur Óskarsdóttir fiðlukennari, f. 26. október 1951, börn hennar eru Jóhanna Dögg Pét- ursdóttir, f. 1970, Búi Baldvins- son, f. 1975, Ragnar Pétursson, f. 1983, Gunnar Pétursson, f. Ásbjörg frænka mín og vinkona fór að vinna í fyrirtæki Ásbjarnar Ólafssonar þegar hún var 16 ára. Þar var margt ungt fólk, meðal annars unnu þrír ungir menn í húsgagnaversluninni á Hverfis- götu og kom ég nokkrum sinnum með henni þangað. Þeir voru kátir og skemmtilegir og ég vissi að hún var skotin í einhverjum þeirra, en trúði mér ekki fyrir hver það væri. Það kom þó í ljós ári seinna þegar Óskar flutti inn á heimili þeirra. Þá kynntist ég Óskari og ég er þakk- lát fyrir að hafa átt hann að vini í 70 ár. Óskar var fyrst og fremst góður maður sem vildi öllum vel og mátti ekkert aumt sjá. Hann hafði orðið fyrir lífsreynslu sem hlýtur að hafa haft mikil áhrif á hann. Hann horfði á húsið sem hann átti heima í brenna, móður hans var bjargað út en stjúpi hans og systir brunnu inni, ekki tókst að bjarga þeim. Allt sem Óskar gerði gerði hann vel, hann hafði gott verksvit og gat sagt manni hvernig væri best að standa að hverju verki. Hann kunni á mörgu góð skil, var vel að sér í bókmenntum, sögu og tækni, en tónlist var þó aðaláhugamál hans og hann spilaði á píanó. Hann sagði manni hvernig mörg verk gömlu meistaranna urðu til og gat sagt sögur af þeim. Ásbjörg og Óskar bjuggu á heimili foreldra hennar í sex eða sjö ár og þar fæddust þeim þrjár efnilegar dætur, Helga Ragnheið- ur, Kolbrún Ósk og Sigurbjörg Ása. Þær hlutu allar útgeislun pabba síns og eru hver annarri yndislegri. Ein af mínum kæru minningum er þegar Ásbjörg og Óskar giftu sig og létu jafnframt skíra Helgu Ragnheiði. Ég fór með þeim heim til séra Jakobs Jónssonar á laugardaginn fyrir hvítasunnu árið 1952 og passaði Helgu meðan þau voru gefin sam- an. Þetta var mjög yndisleg stund sem ég er þakklát fyrir. Það var Óskari mikils virði að þær syst- urnar fóru allar í tónlistarnám og tvær af þeim höfðu tónlist að ævi- starfi. Ásbjörg og Óskar ferðuðust mikið um landið og eftir að þau eignuðust Land Rover-jeppa eyddu þau öllum fríum í óbyggð- um og notuðu þjóðvegina sem minnst. Þegar þau heimsóttu mig til Húsavíkur komu þau yfir há- lendið, enda höfðu þau enga ánægju af að ferðast í ryki og um- ferð. Þessar heimsóknir fjölskyld- unnar voru mjög ánægjulegar og ég man sérstaklega eftir hvað ég var montin af þessum frænkum mínum þegar systurnar fóru í gönguferð um bæinn. Söknuður Ásbjargar eftir 70 ára samleið hlýtur að vera sár og dæturnar misstu mikið við fráfall föður síns. Ég sendi þeim innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Óskars Þorgeirs. Helga Karlsdóttir. Kæra fjölskylda. Það er sárt að sitja hérna megin hnattar og geta ekki verið með ykkur að kveðja hann elsku Óskar afa, en ég get þó huggað mig við að við lifum á þannig tímum að ég get verið með ykkur, þó ekki sé nema á skjánum og í anda. Ég man eftir gráhærð- um kolli, þykkum gleraugum og vinalegum róm í hvert skipti sem ég hitti afa. Þétt faðmlag tók alltaf á móti mér og ekkert nema góð- mennskan sem hann sýndi okkur barnabörnunum. Ótal stundir í Goðheimum og síðar meir í Sól- túninu, og núna síðast á Landa- kotsspítala þegar ég kvaddi hann í síðasta skipti sitja eftir í minn- ingunni, og alltaf er það brosið hans sem ljómaði í hvert skipti sem ég sá hann. Þannig þekkti ég afa, og þannig mun ég alltaf muna eftir honum. Það skrýtna við að vera barna- barn einhvers er að maður þekkir ekki alltaf manneskjuna í þaula, en einhvern veginn var hann alltaf það sem ég ímyndaði mér að afi gæti verið. Hlýlegur, fullur af alls konar fróðleik og lífreynslusög- um, og umfram allt bara góður kall við mig og bræðurna. Þannig vil ég muna eftir honum, og þann- ig mun ég halda áfram að lýsa honum fyrir mínum eigin börnum. Afa á ég margt að þakka, og þá sérstaklega fyrir mömmu – því án hans hlutverks í að búa hana til hefðum við systkinin aldrei orðið. Það er því partur af afa í mér og mínum börnum, og sá partur mun halda áfram um ókomna tíð. Elsku afi, ég er svo þakklátur fyrir að hafa náð að kveðja þig í janúar, og ég er svo þakklátur fyrir lífið sem þú lifðir. Í dag er sorgardagur, en jafnframt á sama tíma lít ég á þetta sem tilefni til að fagna þér og lífinu. Eða eins og Alfaðirinn mælti: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Takk fyrir allt elsku afi minn, hvar sem þú ert. Gunnar Pétursson, Björn Tómas, Chiara Ingibjörg og Bianca, Sydney, Ástralíu. Óskar Þorgeirsson Kemp ✝ Rakel Ólafs-dóttir fæddist í Arnarfirði 29. maí 1936. Hún lést á Landspítalanum 23. október 2020. For- eldrar hennar voru Berta Björnsdóttir, f. 23.04. 1929, d. 01.03. 1996, og Ólaf- ur Jónsson, f. 03.07. 1908, d. 06.07.2000. Systkini Rakelar eru Gunnhildur, Sjöfn, Ólöf, Kjartan og Edda sem er látin og tvær hálfsystur, Jónína og Lára. Rakel giftist Ásgeiri Magn- ússyni, f. 22.09. 1933, d. 11.05. 2007. Börn þeirra eru: 1) Bertha Kolbrún, f. 09.03. 1955, 2) Magn- ús Ómar, f. 11.08. 1957, 3) Ólafur Hrafn, f. 03.09. 1962 og 4) Ásgeir Brynjar, f. 15.03. 1969. Barna- börnin eru 14 og barna- barnabörnin 15. Rakel átti heima á Patreks- firði til fimm ára aldurs. Fjöl- skyldan flutti þá til Reykjavíkur og gekk hún í Laug- arnesskóla til 15 ára aldurs en þá fluttu þau í Álfsnes á Kjalarnesi og gekk þá Rakel í Skógarskóla. Rakel kynntist Ásgeiri manni sín- um þegar hún var 17 ára gömul og hófu þau búskap sinn í Reykjavík. Árið 1970 flutti fjölskyldan til Svíþjóðar. Rakel fór þar í nám og lærði hjúkrun og svo síðar meir lærði hún fótaaðgerðafræði og setti upp sína eigin stofu. Rakel flutti svo aftur til Íslands árið 2004. Rakel var virk í eldriborg- arastarfi og stundaði línudans og lærði útskurð. Einnig var hún í leikfélagi eldri borgara, Snúði og Snældu. Útför Rakelar fór fram 6. nóv- ember, frá Fossvogskapellu, í kyrrþey. Elsku mamma. Mikið er erfitt að horfa á eftir þér þar sem þú varst okkar stoð og stytta, sama hvað bjátaði á. Nú er gott að staldra við og hugsa um okkar dýrmætu stundir saman. Þú gafst okkur gott veganesti inn í lífið enda mikil fyrirmynd. Þú tókst alltaf hagsmuni annarra fram yfir þína og vildir hjálpa þeim sem minna mega sín. Þú varst mikil húsmóðir, snillingur í eldhúsinu og sérstaklega hand- lagin. Allt var heimasaumað hvort sem það voru fermingarföt eða skátabúningar. Fyrir nokkrum árum ákvaðst þú að læra útskurð og gerðir það auðvitað með glæsi- brag. Þú skarst út fallegar gesta- bækur sem þú gafst okkur ásamt mörgum öðrum fallegum hlutum og er það mjög dýrmætt að eiga það núna. Þú varst mikil fé- lagsvera og tókst upp á því, á gamals aldri, að ganga í leikfélag eldri borgara og taka þátt í leik- sýningu. Þú elskaðir að dansa og var það línudansinn sem heillaði þig síð- ustu árin. Þú varst sterkur karakter og sagðir svo skemmtilega frá, þeir sem kynntust þér gleyma þér aldrei. Þú varðir ófáum stundum með barnabörnunum og munu þau sakna skemmtilegu, fínu, flottu og síungu ömmu sinnar. Elsku mamma okkar, við sökn- um þín sárt en minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Bertha, Magnús, Ólafur og Ásgeir. Rakel og ég vorum systradæt- ur og varð hún mín allra besta vin- kona við sex ára aldur. Rakel var glæsileg, hjartahlý og dugleg. Þessir mannkostir Rakelar einkenndu allt hennar líf. Þegar kveðjustundin er komin er mér efst í huga þakklæti fyrir vin- skap og trygglyndi Rakelar. Vin- átta sem gerði líf mitt betra og auðugra. Börnum Rakelar og öðrum að- standendum bið ég og fjölskylda mín blessunar guðs. Ég veit að minning um góða móður og elsku- lega konu lifir áfram í hjörtum allra þeirra sem kynntust henni. Anna Sigríður Valgasdóttir. Við kveðjum nú góða vinkonu og viljum þakka henni fyrir góðan vinskap sem hefur haldist síðan upp úr 1960 þegar báðar fjöl- skyldurnar bjuggu í vesturbæ Kópavogs og einnig síðar þegar þær fluttu báðar árið 1970 til Sví- þjóðar, á sömu götu í Malmö. Rakel og Geiri urðu áfram í Sví- þjóð þegar við fluttum heim aftur en gott samband hélst öll þessi ár. Rakel kaus að búa á Íslandi eftir að Geiri féll frá og hafði hún Óla son sinn sér til halds og trausts hér á landi. Rakel var glæsileg kona og góð. Hún var alltaf vel til- höfð. Hún var mjög heiðarleg og vildi aldrei skulda neinum neitt og gat verið svolítið föst á sínu hvað það varðaði en var svo innilega þakklát þegar henni var greiði gerður. Hún var ung í anda og gaman að tala við hana um nánast allt enda fylgdist hún mjög vel með öllu sem var í gangi á hverj- um tíma og hafði sínar skoðanir en hún þoldi illa óréttlæti. Hún var mjög listræn, hafði gaman af útskurði og gerði fallega hluti, sem dæmi má nefna klukk- ur og gestabækur sem prýða nú veggi hjá afkomendum. Hún hafði gaman af að tala um andleg mál- efni enda mjög næm og maður gat alveg gleymt sér í þeirri umræðu við hana. Rakel og Geiri skilja eft- ir sig stóran og fallegan afkom- endahóp bæði hér heima og í Sví- þjóð. Elsku Berta, Maggi, Óli, Ás- geir, makar og afkomendur, við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Megi minning um góða konu lifa. Þórir, Álfheiður, Gerður og Brynjólfur. Rakel Ólafsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR ANDRÉSDÓTTIR, Ystu-Görðum, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. nóvember. Útförin fer fram föstudaginn 4. desember klukkan 14 frá Borgarneskirkju að viðstöddum nánustu aðstandendum. Streymt verður frá útförinni á slóðinni: http://kvikborg.is. Sérstakar þakkir til HERU og líknardeildar fyrir hlýju og góða umönnun. Ölver Benjamínsson Óskar Ölversson Þórunn Sigríður Þorsteinsd. Benjamín Ölversson Andrés Ölversson Þóra Sif Kópsdóttir Björk Ben Ölversdóttir Björgvin Ölversson Margrét Kolbeinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, HELGA PÁLSDÓTTIR, Snorrabraut 56B, eitt sinn búsett í Birkilundi í Biskupstungum, lést 12. nóvember og fer útförin fram í Dómkirkjunni í Reykjavík 4. desember klukkan 15. Vegna aðstæðna verður einungis nánasta fjölskylda viðstödd. Athöfnin verður í streymi á beint.is/streymi/helgapalsdottir sem og á www.mbl.is/andlat. Aðstandendur vilja þakka starfsfólki Landspítalans fyrir hlýja og góða umönnun. Gunnlaugur Ingvarsson Guðrún Edda Andradóttir Auður Ingvarsdóttir Mímir Ingvarsson Erna Bára Magnúsdóttir Kjartan Ingvarsson Nathalie Simon Sigurður Óli Ingvarsson Ólöf Vala Ingvarsdóttir Helgi Áss Grétarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ÞORMAR VIGNIR GUNNARSSON, húsasmiður og ljósmyndari, lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. nóvember. Útför fer fram frá Langholtskirkju 3. desember klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Útför verður streymt á https://www.youtube.com/channel/UCUsCZTV81rk5AYsiZd1C xxg. Helena Benjamínsdóttir Sólrún Líf Guðrún Von Telma Rut Mikael Bjarki Gunnar Þórisson Vilborg Þorgeirsdóttir Þórir Gunnarsson Okkar kæri SIGURGEIR HÖSKULDSSON, Selfossi II, Selfossi, lést 22. nóvember á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 4. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir en athöfninni verður streymt á selfosskirkja.is. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Kirkjuhvols og 13G Landspítala fyrir einstaklega hlýlegt viðmót og frábæra umönnun. Ragnheiður, Arna Viktoría og Valdís Elskulegur sonur okkar og bróðir, HELGI JÓHANNESSON Lautarvegi 16, Reykjavík varð bráðkvaddur föstudaginn 27. nóvember. Jóhannes Ingimundarson Silvia Bök Marta María Jónasdóttir Páll Winkel Fanney Jóhannesdóttir Hreinn Bergs Kolbeinn Ari Jóhannesson Guðný Kristín Winkel Katrín Pála Winkel

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.