Morgunblaðið - 02.12.2020, Page 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020
Undankeppni EM kvenna
E-RIÐILL:
Ungverjaland – Ísland..............................0:1
Slóvakía – Svíþjóð .....................................0:6
Lokastaðan: Svíþjóð 22 stig, Ísland 19, Sló-
vakía 10, Ungverjaland 7, Lettland 0.
A-RIÐILL:
Tyrkland – Rússland................................ 1:2
Slóvenía – Eistland................................... 2:0
Holland – Kósóvó ..................................... 6:0
Staðan: Holland 30, Rússland 24,
Slóvenía 15, Kósóvó 10, Tyrkland 5, Eist-
land 1.
B-RIÐILL:
Georgía – Bosnía ...................................... 0:3
Ísrael – Malta............................................ 0:2
Danmörk – Ítalía ...................................... 0:0
Staðan: Danmörk 28 stig, Ítalía 22, Bosnía
18, Malta 10, Ísrael 7, Georgía 0.
C-RIÐILL:
N-Írland – Færeyjar ............................... 5:1
Wales – Hvíta-Rússland ......................... 3:0
Staðan: Noregur 18 stig, N-Írland 14 stig,
Wales 14 stig, Hvíta-Rússland 6 stig, Fær-
eyjar 0 stig.
D-RIÐILL:
Tékkland – Moldóva................................. 7:0
Staðan: Spánn 16 stig, Tékkland 16, Pól-
land 14, Moldóva 3, Azerbaijan 0.
E-RIÐILL:
Portúgal – Albanía ................................... 1:0
Skotland – Finnland................................. 0:1
Staðan: Finnland 16 stig, Portúgal 16 stig,
Skotland 9 stig, Albanía 6 stig, Kýpur 0
stig.
G-RIÐILL:
Austurríki – Serbía .................................. 1:0
Frakkland – Kasakstan ......................... 12:0
Lokastaðan: Frakkland 22 stig, Austurríki
19 stig, Serbía 12 stig, N-Makedónía 6 stig,
Kasakstan 0 stig.
H-RIÐILL:
Belgía – Sviss ............................................ 4:0
Staðan: Belgía 21 stig, Sviss 19 stig, Rúm-
enía 9 stig, Króatiá 7 stig, Litháen 0 stig.
I-RIÐILL:
Írland – Þýskaland................................... 1:3
Úkraína – Svartfjallaland........................ 2:1
Staðan: Þýskaland 24 stig, Úkraína 15 stig,
Írland 13 stig, Grikkland 7 stig, Svartfjalla-
land 0 stig.
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL:
Lokomotiv Moskva – RB Salzburg......... 1:3
Atlético Madríd – Bayern München....... 1:1
Staðan: Bayern München 13 stig, Atlético
Madríd 6 stig, Salzburg 4 stig, Lokomotiv
Moskva 3 stig.
B-RIÐILL:
Shakhtar Donetsk – Real Madríd........... 2:0
Gladbach – Inter........................................ 23
Staðan: Gladbach 8 stig, Shakhtar Donetsk
7 stig, Real Madríd 7 stig, Inter 5 stig.
C-RIÐILL:
Marseille – Olympiacos........................... 0:1
Ögmundur Kristinssson var ekki í leik-
mannahóp Olympiacos.
Portó – Manchester City ......................... 0:0
Staðan: Manchester City 13 stig, Portó 10
stig, Olympiacos 3 stig, Marseille 3 stig.,
D-RIÐILL:
Atalanta – Midtjylland............................ 1:1
Mikael Anderson lék allan leikinn með
Midtjylland.
Liverpool – Ajax ....................................... 1:0
Staðan: Liverpool 12 stig, Atalanta 8 stig,
Ajax 7 stig, Midtjylland 1 stig.
England
C-deild:
Blackpool – Portsmouth......................... 1:0
Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann
á varamannabekknum hjá Blackpool.
Evrópudeild karla
Kristianstad – Presov ......................... 32:25
Teitur Örn Einarsson skoraði fimm
mörk og gaf sjö stoðsendingar fyrir Kristi-
anstad, Ólafur Andrés Guðmundsson var
ekki í hóp.
Montpellier – Alingsås.........................32:21
Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark
og gaf tvær stoðsendingar fyrirAlingsås.
Nexe – Magdeburg.............................. 24:32
Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur
mörk, gaf fimm stoðsendingar og stal
tveimur boltum fyrir Magdeburg og Gísli
Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk.
Danmörk
Skanderborg – Skjern ........................ 27:29
Elvar Örn Jónsson gaf tvær stoðsend-
ingar fyrir Skjern.
Evrópudeildin
Barcelona – Valencia ........................ 90:100
Martin Hermannsson meiddist strax á 4.
mínútu og skoraði ekki fyrir Valencia.
UNDANKEPPNI EM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ísland lauk keppni í undankeppni
EM kvenna í knattspyrnu með 1:0-
sigri í Ungverjalandi í gær og ár-
angur liðsins tryggir því keppnisrétt
í lokakeppni EM. Ísland keppir á
EM sumarið 2022 en lokakeppninni
var frestað um eitt ár þegar dagskrá
Knattspyrnusambands Evrópu tók
að riðlast vegna heimsfaraldursins.
Ísland komst í lokakeppnina í fyrsta
skipti árið 2009 og hefur fylgt því
eftir þrívegis því Ísland var einnig
með 2013 og 2017. Svíþjóð vann F-
riðil Íslands í undankeppninni en Ís-
land hafnaði í 2. sæti og rakaði sam-
an 19 stigum í átta leikjum. Þau lið
sem unnu sína riðla fara beint í loka-
keppnina og þrjú þeirra liða sem
höfnuðu í 2. sæti. Þegar árangur
þeirra níu liða sem hafna eða geta
hafnað í 2. sæti í riðlakeppninni er
borinn saman er öruggt að Ísland er
eitt þriggja liða með bestan árangur.
Skagamaðurinn Jón Þór Hauks-
son hefur lent í alls kyns mótvindi
eftir að hann tók við starfi landsliðs-
þjálfara en þó sérstaklega vegna
kórónuveirunnar. Hann stóðst próf-
ið og skilar liðinu í lokakeppnina en
með brotinn fingur og mögulega há-
an blóðþrýsting vegna spennunnar á
hliðarlínunni. Jón Þór sýndi vissan
kjark þegar hann setti unga leik-
menn í byrjunarliðið í haust. Með
þessu hugsaði hann ef til vill ein-
hverja leiki fram í tímann því nú er
eitt og hálft ár í lokakeppnina. Á
þeim tíma geta leikmenn í kringum
tvítugt tekið miklum framförum.
Leikmennirnir úr Breiðabliki voru
til dæmis frekar litlar í sér gegn
París St. Germain fyrir ári en hafa
styrkt sig töluvert líkamlega á einu
ári. Hversu góðar verða Sveindís,
Alexandra, Agla María, Hlín, Karól-
ína Lea og fleiri orðnar eftir eitt og
hálft ár?
Íslenska landsliðið gerði það sem
þurfti til að vinna leikinn í Ung-
verjalandi í gær en leikurinn reynd-
ist ekki auðveldur fyrir íslenska lið-
ið. Lið Íslands er sannarlega
sterkara en lið Ungverjalands en
ungverska liðið nálgaðist leikinn
skynsamlega. Liðið var agað og
skipulagið nokkuð gott sem gerði
það að verkum að íslenska liðið
þurfti að hafa verulega fyrir því að
skora.
Hafa þurfti fyrir sigrinum
Íslenska landsliðið hefur verið í
þeirri stöðu í rúman áratug að vera
fyrir fram sterkari aðilinn í leikjum
sem þessum, þar sem andstæðing-
urinn er í lægri styrkleikaflokki.
Leikir þar sem til þess er ætlast að
Ísland vinni. Takist það ekki er
strembið að komast í lokakeppni
EM eins og liðið hefur ítrekað gert.
Stundum er bara meira en að segja
það að landa sigri í slíkum leikjum
og leikurinn í gær var dæmi um það.
Þar spilar sjálfsagt margt inn í.
Leikmenn á Íslandi hafa ekki getað
æft með eða spilað í langan tíma ef
frá er talin tímabundin undanþága
sem Valur fékk. Leikið var í miklum
kulda í gær sem gæti hafa haft áhrif
en svo hefur spennan sagt til sín þar
sem úrslitin í riðlakeppninni voru
um það bil að ráðast. Við þessar að-
stæður er ágætt að geta teflt fram
leikmönnum úr sömu liðunum. Leik-
menn sem þekkjast það vel að það
vegur aðeins upp á móti skorti á
leikæfingu. Fjórar úr Blikum tóku
þátt í leiknum og fimm úr Val auk
þess sem Berglind Björg lék með
þeim í Breiðabliki fyrr í sumar.
Markið létti pressunni
Íslenska liðið hefur oft leikið betri
knattspyrnu en að þessu sinni. Um
það verður örugglega ekki deilt en
liðið hafði þó völdin á vellinum. Þeg-
ar fyrsta markið lét bíða eftir sér
fannst manni örla á óþolinmæði og
taugaspenna jókst. Ekki hafði svo
sem gripið um sig örvænting en
maður gat lesið út úr látbragði leik-
manna að pirringurinn var að
aukast. Við þær aðstæður var af-
skaplega gott að fá mark frá Berg-
lindi Björgu og það létti pressunni
mjög af leikmönnum Íslands sem
sumar hverjar eru ekki mjög sjóað-
ar í alþjóðlegum keppnum.
Berglind afgreiddi boltann í netið
af fagmennsku. Boltinn barst óvænt
til hennar. Þegar boltinn skoppaði
fyrir framan hana er ég nokkuð viss
um að Berglind hafi í fyrstu ætlað að
taka hann á lofti og hamra á markið.
En með varnarmann í sér tók hún
boltann þess í stað niður og skoraði
með góðu skoti.
Berglind hefur víkkað sjóndeild-
arhringinn sem knattspyrnukona og
leikið á Ítalíu og í Frakklandi. Mun
það örugglega koma sér vel fyrir
landsliðið. Þegar hún var hjá AC
Milan síðasta vetur bárust af því
fréttir með vorinu að hún hefði æft í
bílakjallara í fjölbýlishúsinu þar sem
hún bjó á meðan útgöngubann var í
landinu. Eigum við ekki bara að
segja að stífar æfingar Berglindar í
bílakjallara í Mílanó hafi skilað sér
fyrir Ísland í gær?
Sæti á EM
tryggt í
fjórða sinn
Berglind Björg skoraði sigurmarkið gegn Ungverjalandi
Ísland eitt þeirra þriggja liða í 2. sæti sem komust áfram
Martin Hermannsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, gat lítið
beitt sér gegn stórliði Barcelona í
ACB-deildinni spænsku í gær. Hann
fór úr lið á fingri strax á fjórðu
mínútu leiksins. Martin kom ekki
meira við sögu en gat þó fagnað
frábærum úrslitum með liðs-
félögum sínum því Valencia vann
100:90 en leikurinn var í Barcelona.
Martin reyndi að hita aftur upp í
hálfleik en ljóst var að hann var
ekki leikfær. Er þetta í þriðja skipti
sem sami fingurinn fer úr lið hjá
Martin. kris@mbl.is
Martin fór úr lið
gegn stórliðinu
Morgunblaðið/Hari
Úr lið Martin var seinheppinn í gær
og engin áhætta var tekin.
Selfyssingurinn Teitur Örn Ein-
arsson átti mjög góðan leik þegar
lið hans, Kristianstad, lagði hið
slóvakíska Tatran Presov í Evrópu-
deildinni í handknattleik karla í
gær. Teitur Örn skoraði fimm mörk
úr skyttustöðunni hægra megin og
gaf sjö stoðsendingar á samherja
sína í öruggum 32:25-sigri.
Eftir sigurinn er Kristianstad í
öðru sæti B-riðils Evrópudeild-
arinnar með sex stig eftir fimm
leiki, en hefur þó spilað fleiri leiki
en öll hin liðin í riðlinum til þessa.
gunnaregill@mbl.is
Teitur átti þátt í
tólf mörkum
Ljósmynd/Kristianstad
Atkvæðamikill Teitur Örn
Einarsson átti góðan leik.
UNGVERJALAND – ÍSLAND 0:1
0:1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 65.
Ungverjaland: (4-3-3) Mark: Réka Szöcs. Vörn: Barbara Tóth (Virág Nagy 86),
Boglárka Horti, Hanna Németh, Evelin Mosdóczi. Miðja: Petra Kocsán, Diána
Csányi (Sára Pusztai 65), Anna Csiki. Sókn: Fanni Vágó, Bernadett Zagor.
Ísland: (4-5-1) Mark: Sandra Sigurðardóttir. Vörn: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir,
Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir.
Miðja: Agla María Albertsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 61, Hlín Eiríksdóttir
77), Sara Björk Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen (Rakel Hönnudóttir 61), Alex-
andra Jóhannsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir (Barbára Sól Gísladóttir 90). Sókn:
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
M
Sandra Sigurðardóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Rautt spjald: Engin.
Dómari: Iuliana Demetrescu, Rúmen-
íu.
Áhorfendur: Ekki leyfðir.
Barbára Sól Gísladóttir, leikmaður
Selfoss, lék sinn fyrsta A-landsleik í
gær þegar hún kom inn á sem vara-
maður seint í leiknum.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skor-
aði sjötta mark sitt fyrir A-landsliðið í
gær en hún hefur leikið 48 A-lands-
leiki.
Frekari staðreyndir um leikinn – sjá
mbl.is/sport/fotbolti.