Morgunblaðið - 02.12.2020, Side 23

Morgunblaðið - 02.12.2020, Side 23
Ljósmynd/Szilvia Micheller Mikilvægt Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur eftir að Berglind kom boltanum í netið í gær. Reyndist það eina mark leiksins. ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020  Heimsmeistarinn og ökuþórinn Lewis Hamilton er með kórónuveiruna og mun því ekki geta tekið þátt í Grand Prix-keppninni í Barein um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Formúlu 1-kappakstrinum.Segir í til- kynningunni að Hamilton sé í ein- angrun og yfirstjórn keppninnar muni tryggja að áhrifa veikindanna muni ekki gæta á keppni helgarinnar.  Sara Björk Gunnarsdóttir, lands- liðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, kem- ur til greina í lið ársins hjá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Sara átti afar gott ár og varð m.a. Evr- ópumeistari með franska liðinu Lyon eftir að hún gekk í raðir þess frá Wolfsburg. Sara er ein af fimmtán miðjumönnum sem koma til greina en kosningin fer fram á heimasíðu UEFA. Sara vann þýsku deildina og bikarinn með Wolfsburg og hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik Meistaradeild- arinnar en skoraði svo gegn því í úr- slitaleiknum með Lyon. Hægt er að kjósa Söru með því að fara inn á vef UEFA.  Handknattleikssamband Íslands og Körfuknattleikssambandið tilkynntu í gær að ekki verði leikið á Íslandsmót- unum í greinunum á nýjan leik fyrr en á næsta ári vegna þeirra aðgerða sem í gangi eru í baráttunni við kórónuveir- una. Nánari dagsetningar verða til- kynntar síðar.  Ásmundur Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari Kára á Akranesi sem leikur í c-deild Íslandsmótsins í knatt- spyrnu. Gunnar Einarsson gegndi starfinu í sumar en réð sig til Víkings í Ólafsvík eins og greint var frá á dög- unum. Þá hefur KV tryggt sér starfs- krafta Sigurvins Ólafssonar áfram sem þjálfara liðsins sem einnig verður í c-deild á næsta ári.  Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústs- dóttir var atkvæðamest hjá Ball State Cardinals er liðið mátti þola 49:73-tap fyrir IUPUI í bandaríska háskólabolt- anum. Annan leikinn í röð var Thelma besti leikmaður Ball State og skoraði 10 stig, tók 10 fráköst, gaf þrjár stoð- sendingar og stal einum bolta.Thelma er 22 ára og lék sína fyrstu leiki með Keflavík aðeins 15 ára gömul. Varð hún einu sinni Íslandsmeistari með Kefla- vík og tvisvar bikarmeistari. Þá var hún valin besti leikmaður Dominos- deildarinnar árið 2017.  Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá knattspyrnufélaginu AIK í sænsku úr- valsdeildinni þegar leiktímabilinu þar í landi lýkur. Kolbeinn samdi við AIK í mars árið 2019 og átti sá samningur að gilda út tímabilið 2021. Samkvæmt sænska dagblaðinu Expressen var frammistöðuákvæði í samningnum þar sem AIK er gert kleift að rifta samningnum fyrr og hefur liðið ákveð- ið að nýta sér ákvæðið. Kolbeinn getur því nú þegar hafið leit að nýju liði og samið við það frá og með janúar á næsta ári. Kolbeinn hefur spilað 18 leiki í sænsku úrvalsdeildinni á tíma- bilinu, flesta eftir að hafa komið inn á sem varamað- ur, og ekki enn náð að skora. Á síðasta tímabili skoraði hann þrjú mörk í 17 leikjum. Tíma- bilinu í sænsku úr- valsdeildinni lýkur um næstu helgi. Eitt ogannað UNDANKEPPNI EM Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is „Þetta er bara geggjuð tilfinning. Þessi undankeppni er búin að taka sinn tíma. Eftir leikinn í dag hefði verið skemmtilegt að fagna en við þurftum að bíða í nokkra tíma þannig að við fögnum í kvöld.“ Þetta sagði Sara Björk Gunnars- dóttir, fyrirliði íslenska kvennalands- liðsins í knattspyrnu, eftir að það var orðið ljóst í gærkvöldi að liðið færi á sitt fjórða Evrópumót í röð. Sara Björk hefur tekið þátt í öllum þremur Evrópumótunum til þessa og vill gera betur á því fjórða. „Við erum búnar að fara þrisvar áður á EM og í þetta skiptið viljum við ná ein- hverjum alvörumarkmiðum og gera eitthvað almennilegt á mótinu,“ sagði hún og bætti því við að þau markmið væru ekki endanlega orðin ljós. Farið yrði yfir þau í góðu tómi en að nú yrði fagnað. EM kvenna á Englandi var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufarald- ursins og fer því fram sumarið 2022. Sara Björk sagði að leikmenn lands- liðsins settu það ekki fyrir sig. „Það er löng bið en þetta eru bara kringumstæðurnar í heiminum í dag. Ég tel að við höfum verið með ótrú- lega sterkan hóp í þessari undan- keppni og við tökum næsta ár í góðan undirbúning.“ Hún sagði leikmenn mjög spennta fyrir mótinu á Englandi og það væri spennandi tilhugsun að spila á sögu- frægum leikvöngum á Englandi. „Ég held að þetta verði geggjað mót,“ sagði Sara Björk að lokum. Erfiður leikur Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður landsliðsins, var ánægð með sigurinn sem varð á endanum til þess að liðið tryggði sér sæti á EM. „Ég er rosalega glöð með það að við náðum að sækja þessi stig af því að þær gerðu okkur erfitt fyrir,“ sagði hún að leiknum loknum. „Þær voru rosalega agaðar og skipulagðar, vörðust mjög vel og við þurftum alltaf að vera á tánum. Það var erfitt að brjóta þær á bak aftur. Svo hittum við greinilega ekki alveg á okkar besta dag þannig að ég er mjög sátt með að við skyldum vinna þennan leik. Það var það sem við lögðum upp með,“ sagði Hallbera einnig. Vilja ná alvörumarkmiðum  Sara Björk á leið á sitt fjórða Evrópumót  Góður tími til undirbúnings Liverpool er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla eftir 1:0-sigur gegn Ajax á Anfield í gær. Eina mark leiksins skoraði hinn 19 ára gamli Curtis Jones á 58. mínútu leiksins. Sigurinn þýðir að Liver- pool er búið að vinna D-riðil Meist- aradeildarinnar þegar einni um- ferð er ólokið. Sigursælasta lið í sögu keppn- innar, Real Madríd, þarf að hafa fyrir því að komast áfram en liðið tapaði í gær í annað sinn fyrir Shakhtar Donetsk. Liverpool áfram í 16-liða úrslitin AFP Efnilegur Curtis Jones skorar eina markið í leiknum í gærkvöldi. Mikael Anderson, landsliðsmaður í knattspyrnu, lék allan leikinn með Midtjylland þegar danska liðið náði flottum úrslitum í Meistaradeild Evrópu á Ítalíu í gærkvöld. Midtjylland gerði 1:1-jafntefli gegn Atalanta í D-riðli keppninnar og náði í sitt fyrsta stig í keppninni en ein umferð af sex er eftir í riðla- keppninni. Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, kom Midt- jylland yfir á 13. mínútu en Cristian Romero jafnaði fyrir Atalanta á 79. mínútu. kris@mbl.is Merkileg reynsla fyrir Mikael AFP Á Ítalíu Þessari skemmtilegu mynd af Mikael í leiknum náði AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.