Morgunblaðið - 02.12.2020, Qupperneq 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
71%
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
HÖRKUSPENNANDI MYND
BYGGÐI Á SANNRI SÖGU.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SPLÚNKUNÝ GR ÍNMYND
Dagur íslenskrar tónlistar var
haldinn hátíðlegur í gær og voru
að venju veittar viðurkenningar
velunnurum íslenskrar tónlistar.
Afhendingin fór fram í Iðnó og að
henni lokinni voru þrjár íslenskar
dægurperlur fluttar.
Jónatan Garðarsson fjölmiðla-
maður hlaut heiðursverðlaun
dagsins, Lítinn fugl, fyrir fram-
úrskarandi störf í þágu íslenskrar
tónlistar í gegnum tíðina og þá
meðal annars vandaða og metn-
aðarfulla dagskrárgerð í útvarpi
og sjónvarpi. „Jónatan hóf að
skrifa um popptónlist í dagblöð ár-
ið 1977 og um líkt leyti byrjaði
hann að gera útvarpsþætti um
tónlist. Seinna bættist sjónvarps-
og heimildarþáttagerð við. Hann
var einn af stofnendum Jazzvakn-
ingar og formaður þess félags á
upphafsárunum. Hann vann við
hljómplötuútgáfu frá 1978 til 1987
og var formaður Sambands flytj-
enda og hljómplötuframleiðenda
lengi vel. Jónatan hefur gegnt for-
mennsku hjá Tónlistarsjóði og
verið framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra hljómplötuútgefenda. Jón-
atan hefur komið að íslenskri tón-
list á margvíslegan hátt í rúma
fjóra áratugi. Hann var lengi far-
arstjóri íslenska Eurovision-
hópsins, hefur skrifað fjölmargar
greinar um tónlistarmenn, hljóm-
plötur og íslenskt tónlistarlíf,
komið að bókarskrifum um ís-
lenska tónlist, kennt rokksögu í
Tónlistarskóla FÍH og Mennta-
skóla í tónlist og haldið fyrirlestra
um íslenska tónlist um árabil.
Hann tók þátt í að setja Rokksafn
Íslands á laggirnar og skrifaði all-
an texta safnsins. Undanfarin ár
hefur hann starfað hjá Rík-
isútvarpinu meðal annars við
þáttagerð,“ segir í tilkynningu.
Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands hlaut hvatningarverðlaun
Dags íslenskrar tónlistar fyrir
„öfluga og metnaðarfulla dagskrá
undanfarin ár, m.a. kvikmynda-
rtónlistarverkefnið Sinfon-
iaNord“, eins og segir í tilkynn-
ingu og voru það stofnendur
SinfoNord-verkefnisins, tón-
skáldin Þorvaldur Bjarni Þor-
valdsson og Atli Örvarsson, sem
veittu viðurkenningunni viðtöku.
Fyrir aukna innlenda dag-
skrárgerð, miðlun tónlistar í
samkomubanni og atfylgi við ís-
lenska tónlist í sjónvarpi hlaut
Sjónvarp Símans viðurkenn-
inguna Gluggann og Íslenska
bylgjan hlaut nýsköpunarverð-
laun Dags íslenskrar tónlistar.
Boðið var upp á tónlistaratriði
sem hæfðu tilefninu og voru
þrjár söngperlur fluttar í dag-
skránni auk þess sem grunn-
skólabörn, fyrir tilstilli tón-
menntakennara um allt land,
tóku þátt í því og sungu með.
Söngperlurnar þrjár voru „Esj-
an“ með Bríeti Ísis Elfar,
„Tunglið, tunglið taktu mig“, við
ljóð Theodóru Thoroddsen, sem
Diddú og Ljósin í bænum gerðu
vinsælt árið 1978, og „Lítill fugl“
eftir Sigfús Halldórsson.
Ljósmyndir/Hörður Sveinsson
Heiðraður Jónatan Garðarsson hlaut Lítinn fugl við hátíðlega athöfn.
Jónatan hlaut Lítinn fugl
Viðurkenningar veittar á Degi íslenskrar tónlistar
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hlaut hvatningarverðlaun
Ánægðir Atli Örvarsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tóku við hvatn-
ingarverðlaunum sem Sinfónuhljómsveit Norðurlands hlaut að þessu sinni.
Góðar minningar og vitnis-burður um líf í góðu jafn-vægi er rauði þráðurinn íbókinni Raddir – Annir og
efri ár sem nýlega er komin út. Þar
segja 28 manns, gjarnan þekkt fólk
og mikilsvirtir borgarar, frá ævi sinni
og störfum og hvernig tilveran kemur
þeim fyrir sjónir á efri árum. Kafl-
arnir eru gjarnan skrifaðir af fólkinu
sjálfu, en þau sem leggja orð í belg
eru á aldrinum 69-103 ára. Hafa öll
lifað tímana tvenna, eiga ólíka
reynslu að baki og sjá veröldina hvert
með sínum augum. Að því leyti er
bókin merkilegur vitnisburður um
samfélagsþróun á 20. öld.
„Ef tala mætti um einhverja niður-
stöðu af þessum 28 köflum er hún
kannski þessi; að eiga góða elli er
hluti af því að lifa góðu lífi,“ segir
Ólafur Páll Jónsson heimspekingur í
formála bókarinnar. Þar fjallar hann
vítt og breitt um um þann tíma í lífi
fólks sem er oft kallaður þriðja ævi-
skeiðið. Tímabil
þar sem fólk er
ofast laust undan
oki brauðstrits eða
annarra skyldu-
starfa og hefur
frjálsar hendur.
Lýsa má köfl-
unum í Röddum
sem litlum ævisög-
um þar sem fólk fer yfir megindrætt-
ina á lífsins leið. Segir undan og ofan
frá störfum sínum og viðfangsefnum,
eftirminnilegu samferðafólki og fleiru
slíku. Þá segja margir höfundar líka
frá tómstundastörfum sínum og fé-
lagsmálum á efri árum, kórsöng,
sundlaugaferðum, bóklestri og brasi í
húsfélagsstjórn. Og ekki má gleyma
sjúkrahússögunum, sem margir hafa
svo undursamlega gaman af því að
segja og alltaf er nokkur áhugi fyrir.
Allt er þetta gott og blessað. Hins
vegar skortir nokkuð á skýrt inntak
eða boðskap í hverjum kafla. Að frá-
sagnirnar verði með skýru móti leið-
arvísir um hvernig gera má efri árin
að innihaldsríku æviskeiði. Ræðst
þetta sjálfsagt að nokkru af því að
hver og einn sögumaður skrifar yfir-
leitt kaflann sinn – og fyrir vikið
vantar fókus. Og svona almennt tal-
að; það er alltaf gaman að rabba við
og fræðast um fólk og líf þess og
störf. Í Röddum eru fínar frásagnir
en í heildina er bókin fremur bragð-
lítil.
Ritstjórar Kristín Aðalsteinsdóttir og Jón Hjartarson ritstýra bókinni þar
sem 28 manns segja frá ævi og störfum í „litlum ævisögum“.
Ævisögur
Raddir – Annir og efri ár bbbnn
Ritstjórar eru Jón Hjartarson og Kristín
Aðalsteinsdóttir.
Skrudda, 2020. Innbundin, 362 bls.
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
BÆKUR
Orð í belg