Morgunblaðið - 04.12.2020, Side 4

Morgunblaðið - 04.12.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika Sími 555 3100 www.donna.is Heildsöludreifing Type II 3ja laga medical andlitsgríma FFP3 Respirator Comfort andlitsgríma með ventli FFP3 High-Risk andlitsgríma Andlitshlíf móðufrí C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma Fást í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 MÓTORHAUSA sögur Veronika Steinunn Magnúsdóttir Ómar Friðriksson Skrifa á undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer um kaup á bóluefni gegn kórónuveir- unni í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu heilbrigðisráðuneyt- isins í gær. Þar segir að vonir standi til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desem- ber þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. „Ísland hefur þegar gert samning við fyrirtækið AstraZeneca um kaup á bóluefni sem dugir fyrir 115.000 ein- staklinga,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að gert sé ráð fyrir að Lyfjastofnun Evrópu ljúki um- fjöllun sinni í janúar um bóluefni AstraZeneka og að 12. janúar verði fjallað um leyfi fyrir Moderna. Tryggjum okkur nægt magn „Vonir vakna um að við sjáum ljósið við endann á göngunum. Á fundi Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar nú 26. nóvember var greint frá því að samtals 47 bóluefni væru í ferli, fjögur þeirra komin lengst og talin veita 70-95% vörn,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra í munnlegri skýrslu um sóttvarnaráðstafanir og bólu- setningar á Alþingi í gær. Svandís sagði að af Íslands hálfu lægi fyrir samningur við Astra- Zeneca og samningur við Pfizer væri langt kominn. Samningurinn við AstraZeneca fæli í sér kaup á tæp- lega 230.000 skömmtum sem dugi fyrir um 115.000 einstaklinga. „Frá Pfizer eigum við kauprétt á 170.000 skömmtum sem duga fyrir 85.000 einstaklinga og með fleiri samn- ingum sem eru í undirbúningi tryggjum við okkur nægt magn bóluefna,“ sagði ráðherrann. Fram kom í máli hennar að fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins semji um heildarmagn frá hverjum framleiðanda og ákveði hvernig það skiptist á milli hlutaðeigandi þjóða en hver þjóð geri jafnframt beinan samning við þá framleiðendur sem hún hyggst kaupa af bóluefni. Á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ótíma- bært að gera ráð fyrir því að bólu- setning hefjist fljótlega eftir áramót. Hvetur hann til raunhæfrar bjart- sýni í þeim efnum. Sagði hann jafn- framt að skammtar frá Pfizer og Moderna dygðu ekki til að bólusetja alla þjóðina. Því þurfi að fá bóluefni frá AstraZeneca eða öðrum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugs- dóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði heilbrigðisráðherra á fundi Alþingis í gær hvenær raunverulega væri von á bóluefni, þar sem útlit væri fyrir að ekki lægi ljóst fyrir hvenær bólu- setningar myndu hefjast, í ljósi um- mæla sóttvarnalæknis. Svaraði Svandís því til að bólusetning myndi hefjast á fyrsta ársfjórðungi 2021. ,,Tilefni spurningarinnar var vita- skuld sú staðreynd að efnahagsbati helst mjög í hendur við árangur gegn þessari heilbrigðisvá – og það hvenær bólusetning hefst. Vænt- ingar um endurreisn efnahagslífsins hafa sömuleiðis mikið að segja, eins og sást á sterkum viðbrögðum á hlutabréfamarkaði þegar tíðindi af bóluefni komu fyrst fram,“ segir Þorbjörg um þessa fyrirspurn í sam- tali við Morgunblaðið. Kom fram í máli heilbrigðis- ráðherra á þingfundinum í gær að til þess að vinna bug á veirunni þurfi hjarðónæmi að nást, þ.e.a.s. 60 til 70% einstaklinga þyrftu að hafa ónæmi gegn veirunni. „Hjarðónæmi næst vart fyrr en í lok fyrsta fjórð- ungs fyrsta árs og mögulega síðar,“ sagði Svandís. 14 smit greindust 14 einstaklingar greindust með kórónuveirusmit innanlands í fyrra- dag og var aðeins einn þeirra ekki í sóttkví. Alls voru þá 205 í einangrun og fjölgaði um einn á milli daga. Af þeim sem voru í einangrun eru 176 búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Skrifað undir samninga um bóluefni í næstu viku  Fyrstu skammtar til landsins fljótlega eftir að leyfi fæst Nýgengi innanlands: 45,5 nýtt smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 14 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 100 80 60 40 20 0 205 eru með virkt smit og í einangrun júlí ágúst september október nóvember Fjöldi inn an lands- smita frá 30. júní Heimild: covid.is 75 1416 99 86 21 Svandís Svavarsdóttir Þórólfur Guðnason „Við fylgjumst grannt með þróun mála og erum tilbúin í flutninga um leið og dreifing lyfjanna getur hafist,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. Þess er skammt að bíða að dreifing bóluefnis gegn kórónuveirunni geti hafist, sem kallar á umfangs- mikla flutninga lyfja til heilbrigð- isstofnana frá birgjum. Þeir hafa verið í sam- bandi við flug- félög, enda þótt litlar upplýsingar séu gefnar og forsendur þess hvernig staðið verður að málum því enn að mestu óljósar. Meðal framleiðenda lyfja gegn kór- ónuveirunni eru BioNTech og Pfizer. Frá síðarnefnda fyrirtækinu hefur heyrst að 1.000 skammtar af bóluefni verði í hverjum 40 kílóa kassa. Sam- kvæmt því má ljóst vera að ummál varningsins sem flytja skal er í raun ekki mikið, þótt bólusetja skuli þorra Íslendinga. „Spurningarnar sem við höfum eru fremur varðandi flutninginn, til dæm- is ef flytja þarf lyfin í þurrís. Skv. reglum má aðeins ákveðið magn af þeim kælimiðli vera um borð í flugvél í einu. Við höfum því óskað eftir frek- ari upplýsingum,“ segir Gunnar Már. Síðastliðið vor, í upphafi Covid-far- aldursins, sinnti Icelandair Cargo flutningum milli Sjanghæ í Kína og München í Þýskalandi. Flognir voru tugir ferða þarna á milli, meðal ann- ars með lækningavörur. Gunnar Már segir allt eins mega búast við fleiri verkefnum af þessum toga þegar bóluefnið kemur á markað. Fyrir- spurnir hafi borist þó ekkert sé fast í hendi. Hjá félaginu séu tiltækar vélar í svona verkefni. Verkefnið núna sé að undirbúa það sem hægt er út frá takmörkuðum upplýsingum, en stökkva svo af stað um leið og kallið kemur. Reikna má með því að fyrstu mark- aðsleyfin fyrir bóluefni verði veitt Ís- landi fyrir áramót og afhending bólu- efna geti þá hafist strax á nýju ári. Náðst hefur samningur milli Íslands og AstraZeneca og felur hann í sér kaup á tæplega 230 þúsund skömmt- um sem duga fyrir um 115 þúsund manns, sagði Svandís Svavardóttir heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Frakt Starfsemi Icelandair Cargo er umfangsmikil, en félagið gerir út nokkrar þotur sem fljúga frá Íslandi til og frá Bandaríkjunum og Evrópu. Eru undirbúin í flug með bóluefni  Óljósar upplýsingar, segir Icelandair Cargo  Dreifing hefst eftir áramótin Gunnar Már Sigurfinnsson Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrver- andi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur fengið réttarstöðu sakborn- ings í rannsókn héraðssaksókn- ara á embættis- færslu hans þar suður með sjó. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins lýtur rannsóknin að gagnaleka, en auk Ólafs Helga hafa tveir aðrir starfsmenn emb- ættisins hlotið sömu réttarstöðu. Gagnalekinn mun snúa að birt- ingu bréfs sem Ólafur sendi dóms- málaráðuneytinu í sumar, en var jafnframt lekið til Fréttablaðsins. Í bréfinu, sem var sent áður en Ólaf- ur náði samkomulagi við ráðuneytið um framtíð sína, fór hann meðal annars fram á rannsókn á veikinda- leyfi tveggja yfirmannanna við embættið, en honum þóttu samtíma veikindi beggja ósennileg í ljósi ill- deilna þeirra við sig. Óstaðfestar heimildir bera að fleiri sakargiftir hafi verið tilkynnt- ar til saksóknara, en óvíst er hvort annað sé rannsóknar en hinn meinti gagnaleki. Nefnt var að athygli hefði verið vakin á greiðslu á verk- takareikningi fyrir almannatengsl, sem Ólafur Helgi óskaði eftir, en áhöld hefðu verið um heimildina til þess. Fjármálastjóri embættisins neitaði að greiða reikninginn, en uppskar áminningu lögreglustjór- ans þáverandi fyrir og var reikning- urinn greiddur. Settur lögreglu- stjóri í stað Ólafs Helga afturkallaði áminninguna skömmu síðar. Þær Súsanna Fróðadóttir sak- sóknari og Hulda Oddsdóttir, skjalastjóri hjá embættinu á Suð- urnesjum, hafa einnig fengið rétt- arstöðu sakborninga í rannsókn- inni. Þær voru sendar í leyfi frá störfum í síðustu viku og var sam- starfsfólki tilkynnt um það. Ólafur Helgi mun sömuleiðis hafa verið sendur í leyfi, líkt og reglan er ef fólk fær stöðu sakbornings við sakamálarannsókn. andres@mbl.is Með réttarstöðu sakbornings  Ólafur í leyfi  Gagnaleki í rannsókn Ólafur Helgi Kjartansson Samþykkt var á Alþingi í gær, að til- lögu frá efnahags- og viðskipta- nefnd, að hækka sóknargjöld frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpi næsta árs. Meirihluti nefndarinnar lagði til að föst krónutala sóknargjalda myndi hækka í 1.080 krónur á mán- uði á næsta ári fyrir hvern ein- stakling 16 ára og eldri og var það samþykkt. Gert hafði verið ráð fyrir að krónutalan yrði 980 kr. á hvern einstakling. Áætlað er að þessi hækkun sókn- argjalda auki framlögin til þjóð- kirkjusafnaða og skráðra trúfélaga um 280 milljónir króna á næsta ári umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir í upphaflegu fjárlagafrumvarpi. Eins og fram hefur komið hafa forsvarsmennn þjóðkirkjunnar gagnrýnt að til stæði að skerða sókn- argjöldin þrettánda árið í röð. Halda þeir því fram að sóknar- gjöldin ættu með réttu að vera 1.815 kr. á hvern einstakling ef lögum væri framfylgt. omfr@mbl.is Sóknargjöld hækka um 280 milljónir kr. Neskirkja Söfnuðir munu fá hækkun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.