Morgunblaðið - 04.12.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.12.2020, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020 Í Morgunblaðinu í gær birtist nokkuð ótrúleg grein frá fram- kvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um baráttu íslensks land- búnaðar fyrir heil- brigðu samkeppn- isumhverfi og ber að svara henni. Hefur FA farið mikinn í gagnrýni á landbúnaðinn og jafn- vel gert lítið úr þeim vanda sem greinin stendur frammi fyrir í ljósi minnkandi markaðar vegna Covid og síaukinna tollkvóta fyrir búvörur frá ESB undanfarin ár. Fallið frá nýrri útboðsleið tollkvóta Allflestar þjóðir heims standa vörð um innlenda framleiðslu og verð- mætasköpun, eðlilega. Víða erlendis hafa stjórnvöld gripið til aðgerða vegna Covid til að styðja markað með landbúnaðarvörur, sbr. geymslu- styrki og tímabundna undanþágu frá samkeppnisreglum ESB vegna fram- leiðslu ýmissa búvara, auk almennra aðgerða fyrir bændur, s.s. hagstæðra lána og beinna styrkja. Hérlendis hefur slíku ekki verið til að dreifa fram að þessu en forsvars- menn landbúnaðarins hafa m.a. lagt til að fallið yrði frá þeirri útboðsleið tollkvóta sem tekin var upp fyrr á þessu ári og hafði t.d. í för með sér 40% lækkun á verði tollkvóta fyrir nautgripakjöt. Er nú komið fram frumvarp þess eðlis á Alþingi og bíð- ur afgreiðslu. Framkvæmdastjóri FA kveinkar sér mikið yfir frum- varpinu þrátt fyrir að í umsögn FA við núverandi fyrirkomulag hafi fé- lagið dregið þá leið mjög í efa sem og að í grein sem birtist í lok september sl. hafi hann sagt að ný útboðsleið virkaði í báðar áttir og gert lítið úr gagnrýni bænda. Ég hins vegar fagna frumvarpinu og vona að það verði samþykkt og þar með tekið skref í rétta átt. Vandinn er raunverulegur Íslenskur landbúnaður á sann- anlega í vök að verjast þessi misserin. Samdráttur í sölu og aukin hlutdeild innfluttra búvara á markaði hefur leitt til verðfalls til bænda fyrir sínar af- urðir. Birgðir safnast upp og verð til kúa- bænda frá afurðastöðv- um fyrir nautgripi hef- ur lækkað um allt að 30% frá ársbyrjun 2020. Framleiðslukostnaður hefur hækkað með verðhækkunum á að- föngum, hærri launa- kostnaði og hærri kostnaði fyrir aðkeypta þjónustu. Það er því gengið á launalið bónd- ans úr báðum áttum. Á sama tíma hefur rekstur kjötafurðastöðva verið þungur eins og kom fram í skýrslu KPMG sem gerð var fyrir atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytið árið 2018 en sú staða sem þar er lýst hef- ur síst batnað og raunar versnað mjög á tímum Covid. Heimild til samstarfs til hagsbóta fyrir neytendur Einhverjir kynnu þá að segja að það þurfi bara að hagræða meira í framleiðslunni og er það einmitt það sem forsvarsmenn bænda hafa lagt til með því að vilja að kjötafurða- stöðvum sé veitt heimild til að sam- einast og hafa með sér samstarf, líkt og þekkist m.a. í mjólkuriðnaðinum. Hins vegar fer FA gegn þeim til- lögum, svo ótrúlegt sem það er. Heimildin sem mjólkuriðnaðinum var veitt árið 2004 hefur skilað sér í um 3 milljarða króna hagræðingu á árs- grundvelli sem skilar sér bæði í lægra verði til neytenda og hærra verði til bænda. Hvernig er hægt að vera á móti því? Er það í hag neyt- enda? Svarið er augljóslega nei. Með heimild til sameiningar og samstarfs kjötafurðastöðva er áætlað að sparist að lágmarki um tveir millj- arðar króna á ársgrundvelli. Sem dæmi um mun á starfsumhverfinu hérlendis og erlendis má nefna að eitt sláturhús í Danmörku slátrar jafn- mörgum nautgripum á um fimm vik- um og slátrað er á öllu Íslandi á heilu ári í sjö húsum. Hagræðingin sem næðist með sameiningu kæmi aug- ljóslega fram í lægri framleiðslu- kostnaði auk þess að hraða tækni- væðingu með tilheyrandi framleiðniaukningu. Undir þessi sjónarmið hefur stjórnmálafólk tekið og í endurskoðunarákvæði lífs- kjarasamninganna segir að rík- isstjórnin muni „kanna sérstaklega hagkvæmni og skilvirkni í mat- vælaframleiðslu“, líkt og fram- kvæmdastjóri FA kemur inn á í grein sinni. Öfugt viðFA fagna ég þeim áherslum ríkisstjórnarinnar mjög. Endurskoðun samnings við ESB Þá hafa forsvarsmenn bænda einn- ig gagnrýnt mjög tollasamning Ís- lands og ESB þar sem forsendur hans eru með öllu brostnar. Samn- ingurinn var reyndar frá upphafi mjög slæmur og sem dæmi má nefna að tollkvótar fyrir nautgripakjöt sjö- faldast á 31 mánaðar tímabili og sex- faldast fyrir ost. Bretland er ekki lengur hluti af samningnum og ferða- mannafjöldinn hefur hríðfallið en samkvæmt samtökum ferðaþjónust- unnar gæti það tekið um fjögur ár að ná jafnvægi í þeirri grein eftir krepp- una sem ríður yfir. Hefur stjórn- málafólk í auknum mæli tekið undir þessi orð bænda, í mikilli óþökk FA að því er virðist. Samstaða gegn atlögunni Bændur eru ekki í matvælafram- leiðslu einungis sér til yndisauka. Þetta er grunnatvinnugrein með 3.000 framleiðendur og um 10.000 af- leidd störf. Að tala um erfiða stöðu greinarinnar sem sérvandamál þröngs hóps er einföldun og skamm- sýni. Við þurfum að ná einhverri sátt um hvar línan um heilbrigt sam- keppnisumhverfi liggur. Við viljum að vöruúrval sé gott og við viljum að íslensk framleiðsla standi sig í sam- keppni, en það umhverfi sem henni er búið þarf þá að vera á þann hátt að af- koman sé viðunandi. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að það sé vilji verslunarinnar, neytenda, launþega og annarra. Eftir Margréti Gísladóttur » Afurðaverð til bænda hefur lækkað og framleiðslukostnaður hækkað. Það er því gengið á launalið bænda úr báðum áttum. Margrét Gísladóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Aðför að innlendri framleiðslu Þessi fyrirsögn blasti við í Frétta- blaðinu hinn 18.11. síð- astliðinn og segir þar að meirihluti stórnot- enda raforku á Íslandi starfi ekki á fullum af- köstum og raforku- kaup gagnavera hafi dregist töluvert saman frá árinu 2018. Undirritaður sér ekki betur en þetta kunni að vera góðar fréttir fyrir landið okkar í heild. Við höfum þá hugsanlega einhverja raforku til að selja okkar frábæru gróðurhúsum og grænmetisframleiðendum og get- um þar með nýtt gróðurhúsin til bjargar heimi okkar frá hinum slæmu og ógnvekjandi gróðurhúsa- áhrifum sem eru að setja efnahag ís- lensku þjóðarinnar á kaldan klaka með minnkandi loðnuafla og hlýn- andi veðurfari. Við skulum fagna því að geta boðið okkar frá- bæru framleiðendum grænmetis- raforku á kjörum sem hugsanlega geta bjargað efnahag okkar og hugs- anlega gert afkomuna betri í landinu okkar góða með aukinni sölu á ódýrri orku til hollrar og heil- brigðrar framleiðslu sem koma mun allri jörðinni til bjargar á þessum viðsjárverðu tímum. Dregur úr kaupum á raforku Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon »Við höfum þá hugsanlega einhverja raf- orku til að selja okkar frábæru gróðurhúsum og grænmetis- framleiðend- um. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 NICOLA samfestingur frá PAPER LABEL Geggjaður fyrir kósýkvöldin Stærðir XS-XL Verð 13.590,- Inga Sæland, Guð- mundur Ingi Krist- insson og Flokkur fólksins vilja afnema samtryggingu sjóð- félaga í lífeyrissjóðum verkalýðshreyfing- arinnar. Inga Sæland kynnir í pistli í Mbl. 24.11. sl. þingsálykt- unartillögu sem þau hafa lagt fram á Al- þingi um að skora á fjármálaráðherra að leggja fram frumvarp, sem feli í sér eftirtaldar breytingar: A. „Í fyrsta lagi sé það tryggt að fólk geti valið á milli þess að greiða skyldubundinn lífeyr- issparnað í sjóð sem veitir hlutfalls- lega réttindaávinnslu eða að greiða inn á sérgreindan reikning þar sem hægt er að velja hvernig lífeyrir er ávaxtaður.“ B. „Í öðru lagi viljum við að lífeyrisréttindi gangi að erfð- um til lögerfingja að fullu þegar líf- eyrisþeginn fellur frá. Erfingjar geti valið hvort lífeyrir verði greidd- ur út til þeirra beint eða hvort rétt- indin flytjist til erfingja innan kerf- isins.“ Eðlisbreyting á lífeyrissjóðunum Samþykki Alþingi breytingar á lögum um lífeyrissjóði samkvæmt þessum tillögum þarf jafnframt að fella niður samtryggingu sjóðfélaga í lífeyrissjóðunum. Við það yrði al- ger eðlisbreyting á starfsemi lífeyr- issjóðanna sem þá væru orðnir ein- göngu vörslustofnanir sparifjár til greiðslu ellilífeyris á meðan greidd iðgjöld sjóðfélagans entust. Mjög mikilvægum öryggisþætti í kjörum launafólks væri eytt. Gegn hagsmunum launafólks Tillaga Ingu Sæland, Guðmundar Inga og Flokks fólksins beinist því gegn hagsmunum launafólks sem verður fyrir áföllum og þarf að njóta þeirrar tryggingar sem felst í örorku- og maka- og barnalífeyri líf- eyrissjóðanna. Það er launafólkið sem þau og flokkurinn þykjast bera fyrir brjósti. Tillögurnar eru líklega settar fram vegna þess að þau sem samið hafa þær og greinargerðina fyrir þeim fjalla í fljótfærni um mál sem þau virðast ekki hafa þekkingu á, auk þess að vera illa haldin af ranghugmyndum um lífeyrissjóðina og starfsemi þeirra. Inga Sæland og ónefndir verkalýðs- leiðtogar hafa lengi alið á tortryggi um starf- semi lífeyrissjóðanna og dreift þannig um þá ósannindum. Rangar fullyrðingar Það sem Inga Sæ- land skrifar í ofan- greindum pistli er að hluta til samhljóða greinargerðinni með þingsályktun- artillögunni, sem reyndar inniheldur, eins og pistill- inn, rangfærslur og ósannindi, m.a. eftirfarandi: „Stjórnir lífeyrissjóða ráða ferðinni. Kaldhæðnislegt en satt að stjórnirnar eru að meirihluta skipaðar fulltrúum atvinnurek- enda.“ Þetta er rangt og sýnir hve litla þekkingu höfundurinn hefur á því sem hún fjallar um. Stjórnir al- mennu lífeyrissjóðanna eru til jafns skipaðar fulltrúum verkalýðsfélaga sem aðild eiga að viðkomandi lífeyr- issjóði og fulltrúum atvinnurekenda. Þannig hefur það verið frá 1970 og gefist vel. Rétt er að geta þess að almennt greiðir fólk í lífeyrissjóði sem veita hlutfallslega réttindaá- vinnslu miðað við greidd iðgjöld og hefur verið svo frá upphafi. Það er engin nýjung í tillögu Ingu Sæland um að tryggja að fólk greiði í þann- ig lífeyrissjóð. Varðandi þann hluta tillögu Ingu sem snýr að greiðslu ið- gjalda inn á sérgreindan reikning, sem hægt væri að velja um hvernig iðgjöld væru ávöxtuð, er það ljóst að mjög væri aukið á áhættu sjóð- félaga um ávöxtun iðgjalda sinna frá því sem nú er. Fjármálafyrirtæki myndu keppast við að auglýsa ým- iss konar ávöxtunarmöguleika sem oft stæðust ekki skoðun og væru að- allega í þágu fjármálabraskara. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna myndi stóraukast. Þessi hluti tillögu Ingu er því sniðinn fyrir fjár- sýslubraskara en ekki hagsmuni sjóðfélaganna. Inga vill afnema samtrygginguna Eftir Árna Þormóðsson Árni Þormóðsson » Inga Sæland og ónefndir verkalýðs- leiðtogar hafa alið á tor- tryggni um lífeyrissjóð- ina og dreift um þá ósannindum. Höfundur er eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.