Morgunblaðið - 04.12.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Gjafakort Einstökjólagjöf
Upp á síðkastið hef-
ur mátt sjá í sjónvarps-
fréttum og öðrum fjöl-
miðlum ömurlegan
aðbúnað og illt hald
minka m.a. hjá íslensk-
um minkabændum. Bú-
in hér munu vera níu og
hvolpaframleiðslan
90.000 dýr á ári.
Ekki búrekstur
heldur kvalrækt
Eiginlega er ekki hægt að nota
orðið „bóndi“ eða „búrekstur“ um
þessa ljótu iðju, svo mikið og hörmu-
legt dýraníð er hér á ferð. Kvalrækt
eða kvalhald myndi lýsa þessari óiðju
betur.
Víða sæta dýrin illri meðferð í hin-
um svokallaða matvælaiðnaði og oft
er farið óblíðum höndum um þau við
hald þeirra, rekstur, í sláturhúsum
og ekki síður í flutningi þangað.
Verst allra „búgreina“ með tilliti til
kvalræðis dýranna er þó fyrir und-
irrituðum loðdýraræktin. Þar er
kvalræðið vitað, fullvel þekkt og tek-
ið með í reikninginn frá byrjun.
Náttúrulegur hluti af lífríkinu
Minkar eru lífverur sem við eðli-
legar eða náttúrulegar aðstæður
þurfa lífssvæði upp á 10-20 ferkíló-
metra þar sem þær geta ráfað um
frjálsar, merkt sín svæði, grafið,
klifrað, synt og aflað sér lífsvið-
urværis. Lifað sínu lífi eins og aðrar
lífverur. Slík var ráðstöfun skap-
arans, en minkar sköpuðu sig auðvit-
að ekki sjálfir.
Kvalræði frá fæðingu til dauða
Í loðdýraræktinni er þessum líf-
verum troðið inn í vírnetsbúr, 30x70
cm, þar sem þær eru látnar dúsa og
þjást ævilangt. Búklengd með skotti
dýranna slagar upp í lengd búranna.
Fætur hvíla nánast stöðugt á beittum
járnvírum. 2,4 mm skulu þeir vera,
en þykkari ekki, svo úrgangur úr
dýrunum falli greiðlega í gegn, en
hann hrúgast svo oft upp undir búr-
um og leggur þá af honum hinn
versta ódaun og stækju. Þefnæmum
dýrunum auðvitað til mikils ama.
Hvolpar kæfðir
Þegar hvolpar eru sex mánaða
kemur að slátrun. Þá er þeim troðið
inn í lokaðan kassa og útblástur
bensíndráttarvélar tengdur við,
dráttarvél gangsett og keyrð þangað
til að allir hvolparnir eru kafnaðir;
dauðir úr gaseitrun!
Nú kunna minkar vel að kafa, geta
haldið niðri í sér andanum, og má
ætla að þeir berjist um, reyni að
halda anda niðri og halda frá sér eit-
urloftinu jafnlengi og lungu leyfa.
Hér kann því að eiga sér stað heift-
arlegt dauðastríð mínútum saman.
Hverjir stunda þessa kvalrækt?
Fyrir mér er óskiljanlegt að „góðir
og gegnir bændur“ skuli hafa lagt
þessa hræðilegu „búgrein“ fyrir sig.
Úr ýmsu öðru má velja ef menn vilja
byggja sveitir landsins og enginn er
bundinn þar. Var það gróðavonin
sem keyrði menn í þetta? Ekki var
það velvild til dýranna!
Ráðherrar og ríkisstjórn styðja
ósómann – með almannafé
Hér á Íslandi hefur lífinu verið
haldið í þessari „búgrein“ ár eftir ár
með fjármunum úr sjóðum almenn-
ings. Eftir því sem ég man lagði ríkið
þessum bændum minnst 100 millj-
ónir króna til í fyrra, en krafa þeirra
var þá litlar 300 milljónir.
Nú í sumar/haust fengu níu loð-
dýrabændur 160 milljónir króna úr
sjóðum landsmanna til að dekka sinn
taprekstur og halda áfram sinni mis-
kunnarlausu kvalrækt; fyrir tilstilli
ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.
Frumkvöðlarnir að styrkjunum
Frumkvöðlar að enn einum
styrknum til loð-
dýrabænda eru, skv.
frétt Morgunblaðsins
26. júní sl., landbún-
aðarráðherra, sam-
göngu- og sveitar-
stjórnarráðherra og
umhverfisráðherra,
sem á að vera grænn þó
að þess gæti engan veg-
inn hjá honum í dýra-
vernd, en ríkisstjórnin
mun hafa fjallað um
málið 24. júní sl. og lagt
blessun sína yfir það.
Ber hún því öll ábyrgð.
Hreinlyndi og hreinskiptni
VG ekki til fyrirmyndar
Sjálfstæðismenn og Framsókn-
armenn virðast margir hverjir hafa
litla tilfinningu fyrir dýrum og nátt-
úru – lífríki þessarar jarðar – og
kemur því tilfinningalaus og köld
framganga þeirra ekki á óvart, en
stuðningur Vinstri-grænna, sem hafa
þóst vera málsvarar og baráttumenn
fyrir dýravernd og dýravelferð, er þó
enn eitt áfallið og hnekkir fyrir
þeirra pólitíska hreinlyndi og hrein-
skiptni.
Aðrar evrópskar þjóðir
banna loðdýrarækt
Nánast allar aðrar siðmenntaðar
þjóðir eru búnar að banna, eða eru að
banna, loðdýrarækt, og má þar nefna
Bretland, Austurríki, Lúxemborg,
Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Her-
segóvínu, Serbíu, Makedóníu, Sviss,
Tékkland, Þýskaland, Belgíu, Hol-
land, Noreg og Slóvakíu. ESB er að
vinna að slíku banni fyrir öll hin
ESB-ríkin. Má reikna með að alls-
herjarbann gildi í síðasta lagi frá
2025.
Alla vega verður það að teljast fá-
ránlegt og óviðunandi af íslenskum
stjórnvöldum að þau séu ár eftir ár
að styrkja „búgrein“ sem allar aðrar
siðmenntaðar þjóðir eru að banna
vegna dýraníðs með hundraða millj-
óna framlagi af almannafé.
Stóraukin Covid-hætta í
uppsiglingu?
Nú kemur það svo upp í Dan-
mörku að þessi viðkvæmu dýr geta
smitast af Covid og að síðan geti veir-
an stökkbreyst í dýrunum og farið í
öðru og kannski enn óviðráðanlegra
formi aftur í menn.
Er talið að veiran í upphafi kunni
að hafa orðið til með þessum hætti; í
þröngu og illu dýrahaldi í Kína.
Þarna virðist vera mikil hætta á
ferð og ákvað danska ríkisstjórnin að
láta aflífa alla minka sem eru í haldi í
Danmörku, 17 milljónir dýra.
Talaði forsætisráðherra Dana um
„gríðarlega alvarlegt mál“ enda lok-
uðu Bretar svo í hvelli á ferðamenn
frá Danmörku vegna þessarar nýju
og auknu smithættu.
Þetta er væntanlega endapunkt-
urinn á þeirri andstyggð sem þessi
starfsemi er í Danmörku, en Bretar
voru löngu búnir að banna loð-
dýrahald.
Sennilega ljótasti kaflinn í
okkar búrekstrarsögu
Það væri því vel við hæfi að rík-
isstjórn Katrínar Jakobsdóttur beitti
sér nú fyrir því að loðdýrabændur
yrðu styrktir til að aflífa öll sín loðdýr
– að láta af þessum hörmulega „bú-
skap“ sem kann nú líka að vera alvar-
leg hætta fyrir heilsu og heilbrigði
landsmanna.
Prísund frá
fæðingu til dauða
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
» Fáránlegt og óviðun-
andi að íslensk
stjórnvöld styrki ár eftir
ár „búgrein“ sem allar
aðrar siðmenntaðar
þjóðir eru að banna
vegna dýraníðs.
Ole Anton
Bieltved
Höfundur er stofnandi og formaður
Jarðarvina.
Undanfarin ár hafa
átt sér stað töluverðar
skipulagsbreytingar
innan þjóðkirkjunnar,
sem leiddar hafa verið
af biskupi Íslands.
Með ákvörðunum
kirkjuþings hafa fjöl-
mörg prestaköll verið
sameinuð auk þess
sem prófastsdæmi
hafa verið látin renna
saman og þeim fækkað
að sama skapi. Umræddum skipu-
lagsbreytingum hefur mörgum, ef
ekki flestum, verið mótmælt af
heimafólki og það jafnvel kröft-
uglega. Þá er erfitt að sjá nokkurt
hagræði skila sér með umræddum
breytingum en hins vegar sjást
merki þess að kirkjan færist fjær
fólki og verði ópersónulegri.
Má taka tvö dæmi af Vesturlandi,
þar sem greinarhöfundur þekkir
hvað best til af vettvangi þjóðkirkj-
unnar. Þar var í mikilli óþökk
heimamanna samþykkt á kirkju-
þingi sameining Snæfells- og Da-
laprófastsdæmis við Borgarfjarð-
arprófastsdæmi. Hefur enginn
merkjanlegur ávinningur hlotist af
þeirri sameiningu auk þess sem sjá
má á fundarsókn hvernig áhugi
heimafólks hefur minnkað með ári
hverju. Þá var tillaga um niðurlagn-
ingu Saurbæjarprestakalls fyr-
irvaralaust sett á dagskrá kirkju-
þings 2018 án þess að komið hefði til
umfjöllunar heimafólks auk þess
sem sú tillaga fékk aldrei umfjöllun
biskupafundar, eins og lög gera ráð
fyrir.
Fleiri dæmi mætti tiltaka en
greinarhöfundur leyfir sér að full-
yrða að almennt hafi breytingarnar
á landsvísu orðið til að færa kirkj-
una fjær fólki en ekki nær og verður
að telja það umhugsunarvert þar
sem stjórnskipulag þjóðkirkjunnar
byggist á lýðræði þar sem sóknir
landsins eru grundvallareiningar.
Ættu skipulagsbreytingar því frem-
ur að vera til að auka lýðræðisþátt-
töku en draga úr henni. Einnig
þyrfti miðlun frétta og upplýsinga
innan þjóðkirkjunnar að gjörbreyt-
ast svo hægt yrði að tala um hana
sem virkan lýðræðisvettvang en sí-
fellt fjölgar þeim dæmum þar sem
mál eru afgreidd án eðlilegrar um-
fjöllunar.
Viðbrögð samskiptastjórans
Í nýlegum svörum samskipta-
stjóra þjóðkirkjunnar, Péturs G.
Markan, við spurningum um ástand-
ið innan þjóðkirkjunnar, sem send
voru Morgunblaðinu, reynir hann að
leggja áherslu á lýðræðið innan
þjóðkirkjunnar, sem hann kallar
„kirkju fólksins“.
„Þjóðkirkjan er lýð-
ræðisleg fjöldahreyf-
ing,“ segir hann og
bendir á að áður en
lagðar séu fram til-
lögur að „veigamiklum
breytingum“ innan
þjóðkirkjunnar, svo
sem á prestaköllum,
séu „tillögur ávallt
sendar heim í hérað til
umsagnar og þær birt-
ar í samráðsgátt á vef
kirkjunnar“.
Þó samskiptastjórinn setji svör
sín skýrt og einarðlega fram má
ljóst vera að með þeim er í besta
falli reynt að slá ryki í augu fólk.
Sannleikurinn er sá að hvað eftir
annað hefur lýðræðið innan þjóð-
kirkjunnar verið fótum troðið. Hef-
ur það m.a. gerst á þann hátt að
kirkjuþing hefur ítrekað gengið
gegn skýrum og vel rökstuddum
vilja heimafólks, sem fyrir vikið
finnur rödd sína lítilsvirta. Einnig
hefur lýðræðið verið sniðgengið á
þann hátt að lög og reglur hafa vís-
vitandi verið brotnar. Á það sér m.a.
þær skýringar að á kirkjuþingi hef-
ur orðið til sá misskilningur að þing-
ið sé ekki bundið af landslögum við
ákvarðanatökur heldur geti það gert
nánast hvað sem er. Er þó skýrt í
núgildandi þjóðkirkjulögum að
kirkjuþingi er ætlað að starfa innan
lögmæltra marka.
Valdalaus biskup?
Í svörunum til Morgunblaðsins
gerir samskiptastjórinn mikið úr
valdaleysi biskups Íslands á kirkju-
þingi og segir það til marks um vægi
grasrótarinnar: „Það segir merki-
lega sögu um lýðræðið innan kirkj-
unnar að biskup Íslands hefur ekki
atkvæðarétt á kirkjuþingi, æðsta
vettvangi þjóðkirkjunnar. Það er
einmitt til marks um grasrótina sem
stýrir för kirkjunnar og tryggir að
þjóðkirkjan er ekki biskupakirkja
með alvald, heldur virk lýðræð-
isstofnun,“ segir hann.
Þó samskiptastjórinn hermi það
rétt að biskup Íslands hafi ekki at-
kvæðarétt á kirkjuþingi þá er þess
að geta að hann er í einstakri að-
stöðu í krafti embættisins til að hafa
áhrif á störf þingsins auk þess sem
hann hefur þar vígslubiskupana tvo
sér við hlið en á meðal þeirra hefur
skapast sá skilningur að vígslubisk-
upar séu ekki sjálfstæðir embætt-
ismenn heldur heyri þeir beint undir
biskup Íslands. Er um nýjan skiln-
ing að ræða, sem ekki var til staðar
fyrst eftir gildistöku þjóðkirkjulag-
anna.
Þá dregur það síður en svo úr
áhrifum biskups Íslands á kirkju-
þingi þegar prestar, sem beinlínis
heyra undir hann í störfum sínum,
og starfsmenn Biskupsstofu, eiga
sæti á kirkjuþingi. Sama gildir um
áhrif biskups í kirkjuráði, þar sem
hann er forseti, eigi undirmenn hans
þar sæti. Til viðbótar er á það að
benda að kirkjuþingsfulltrúar, eink-
um óbreyttir leikmenn, eru oftar en
ekki mataðir á upplýsingum og túlk-
unum þeirra sem daglega starfa að
málefnum kirkjunnar. Eru leikmenn
á kirkjuþingi að mörgu leyti of-
urseldir viðhorfum og afstöðu hinna
lærðu - biskupanna ekki hvað síst –
sem þeir eðlilega leggja traust sitt
á. Þá er einnig til í dæminu að
fulltrúar á kirkjuþingi tengist bisk-
upum nánum fjölskylduböndum.
Ástæða þess að þetta er dregið
hér fram er að lýðræðið innan þjóð-
kirkjunnar er brothætt fjöregg, sem
grundvallast á heiðarleika og
gagnsæi. Ef leikreglurnar eru virtar
að vettugi er hætt við að lýðræðið
umbreytist í sýndarlýðræði.
Biskupakirkja
Áhersla samskiptastjórans á að
þjóðkirkjan sé ekki biskupakirkja er
svo allrar athygli verð í ljósi þess að
lögð hafa verið fyrir dóms-
málaráðherra drög að nýjum þjóð-
kirkjulögum þar sem markmiðið
virðist einmitt vera að færa biskupi
Íslands aukin völd. Er í frumvarps-
drögunum gert ráð fyrir að æðsta
vald innan þjóðkirkjunnar sé í hönd-
um kirkjuþings, auk þess sem gert
er ráð fyrir að biskup Íslands hafi
með höndum það sama vald, sem er
nýmæli. Þá er gert ráð fyrir að öll
yfirstjórn þjóðkirkjunnar verði í
höndum biskups og er hvergi
minnst á kirkjuráð í því sambandi,
en það fer nú með æðsta fram-
kvæmdavald innan kirkjunnar. Má
ljóst vera að með umræddum drög-
um að nýjum þjóðkirkjulögum verða
biskupi Íslands færð mikil lagaleg
völd umfram þau sem hann nú hef-
ur.
Þess má svo að lokum geta að um-
rædd frumvarpsdrög hafa nú þegar
fengið umfjöllun og samþykki á
kirkjuþingi en hins vegar hafa þau
ekki fengið neina umfjöllun á öðrum
vettvangi þjóðkirkjunnar, svo sem á
safnaðarfundum, héraðsfundum eða
félagsfundum presta. Segja þau
vinnubrögð allt sem segja þarf um
lýðræðið innan þjóðkirkjunnar og
virðinguna sem borin er fyrir því.
Er ástæða til að biðja bæði ráðherra
dómsmála sem og Alþingi um að
staldra við þessa staðreynd og bíða
með frekari meðferð málsins þangað
til réttilega hefur verið um það
fjallað á lýðræðisvettvangi þjóð-
kirkjunnar.
Lýðræðið í meðförum
kirkjuyfirvalda
Eftir Kristin Jens
Sigurþórsson
»Ef leikreglurnar
eru virtar að vettugi
er hætt við að lýðræðið
umbreytist í sýndar-
lýðræði.
Kristinn Jens
Sigurþórsson
Höfundur er síðasti sóknar-
presturinn sem sat Saurbæ
á Hvalfjarðarströnd.
kristinnjens@icloud.com
Fasteignir