Morgunblaðið - 04.12.2020, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020
✝ Hans HelgiStefánsson
fæddist í Reykjavík
15. október 1963.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans hinn 22. nóv-
ember 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
jana Ragnars-
dóttir, f. 24. októ-
ber 1930, d. 6. maí
1990, og Stefán Guðmundsson,
f. 6. ágúst 1927, d. 19. október
2003. Systkini Hansa eru Svein-
björn, f. 1948, maki Ásta B. Eð-
varðsdóttir, f. 1948. Arnþór, f.
1949, maki Sigurrós, f. 1961.
Ragnheiður, f. 1951. Anna Jó-
hanna, f. 1953, maki Ólafur J.
Pálsson, f. 1958. Erna Dagbjört,
f. 1956. Guðmundur Birgir, f.
1957, maki Nanna Björk Bene-
Hansi fæddist í Reykjavík og
ólst upp í Bústaðahverfinu. Eft-
ir hefðbundna skólagöngu lærði
hann á Hótel Holti og lauk mat-
reiðslunámi frá Hótel- og veit-
ingaskóla Íslands. Hansi var
matreiðslumaður og starfaði í
Varmárskóla frá árinu 2007 og
í hlutastarfi á Grillvagninum.
Fjölskyldan fluttist í
Mosfellsbæ árið 1999 og hefur
búið þar síðan.
Hansi hafði gaman af veiði
og fór á hverju ári í Veiðivötn
með veiðihópnum Nó Hóp.
Hann var mikill knattspyrnu-
unnandi og á yngri árum æfði
hann með Víkingi Reykjavík.
Hélt hann alla tíð upp á Man-
chester United.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 4. desember
2020, og hefst athöfnin klukkan
11. Vegna aðstæðna verða að-
eins nánustu aðstandendur við-
staddir en útförinni verður jafn-
framt streymt á youtubesíðu
Afturelding TV, stytt slóð:
https://tinyurl.com/y2fyadzt
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á https://www.mbl.is/andlat
diktz, f. 1959. Stef-
án Hinrik, f. 1959,
maki Salvör Guð-
mundsdóttir, f.
1959. Hólmfríður,
f. 1964. Hrafnhild-
ur, f. 1966.
Hinn 24. desem-
ber 2008 giftist
Hans Öldu Ægis-
dóttur, f. 18. ágúst
1963. Börn þeirra
eru Eva Rut Helga-
dóttir, f. 7. desember 1991, og
Patrekur Helgason, f. 2. nóv-
ember 1996, maki Unnur Ósk
Burknadóttir, f. 10. nóvember
1996. Fyrir átti Hansi dótturina
Sigríði Diljá Blöndal, f. 9. júlí
1990, maki Þorsteinn Hallsson,
f. 13. janúar 1988, og synir
þeirra eru Viktor Elí, f. 16. júlí
2012, og Hallur Frank, f. 7.
október 2015.
Elsku pabbi og besti vinur
minn, það tekur mig svo sárt að
horfa á eftir þér í hina síðustu
hvílu.
Þín verður sárt saknað en
minning þín varir að eilífu. Ég
mun ávallt lifa lífinu þannig að
reyna að vera betri maður en ég
var í gær eins og þú gerðir. Ef ég
næ einungis að vera brotabrot af
þeim manni sem þú varst hef ég
gert eitthvað rétt.
Þú varst góðhjartaður og alltaf
tilbúinn til að gefa af þér, t.d.
varstu kokkurinn í skólanum en
gafst þér samt tíma til þess að
sækja krakka sem áttu erfitt til að
koma þeim í skólann og stytta
þeim stundir í skólanum, enda-
laust af þessum sögum er til um
þig og hvað þú varst indæll og
góður maður.
Þú einkenndist algjörlega af
þínum húmor og þinni lífsham-
ingju hvert sem þú fórst. Húm-
orinn þinn hafðir þú alltaf með í
för frá fyrsta til þíns síðasta dags,
þar má nefna hvernig þú tókst við
fréttum af veikindunum og hvern-
ig þú tilkynntir okkur það með því
að segja okkur að það yrði
krabbasalat í jólamat og þú værir
með afslátt af krabbakjöti. Ég er
svo heppinn að hafa átt þig að og
geta deilt húmornum með þér,
það voru ófáar stundir sem við
hlógum saman.
Þér þótti fátt skemmtilegra en
að fela þig á skrítnustu stöðum til
þess eins að geta hoppað fram og
gert manni bylt við og þar er til
dæmi þar sem einn vinur þinn
hljóp út úr byggingunni því hon-
um brá svo mikið. Ég heiti því hér
elsku besti vinur að ég mun taka
við keflinu og halda þínum húmor
á lofti og þinni lífshamingju sem
þú varst þekktur fyrir.
Ef á bjátaði þá varst þú alltaf
fyrstur til staðar til þess að styðja
við bakið á mér. Hvort sem ég var
leiður, sár eða einfaldlega vantaði
bara smá klapp á bakið þá varst
þú þar og verður þar eflaust enn.
Að lokum vil ég þakka þér fyrir
allar þær minningar og góðu
stundir sem við eigum saman
hvort sem það er í ferðunum okk-
ar á leiki í enska boltanum þar
sem ég leyfði þér aldrei að klára
einn einast bjór þar sem ég var
svo ofvirkur og vildi bara fara af
stað, held að þú hafir í okkar
fyrstu ferð náð einum bjór yfir
alla ferðina ef við tökum allt sam-
an. Síðan eru allar veiðiferðirnar
okkar saman, verð ég þér ævin-
lega þakklátur fyrir að fá að læra
af þeim besta hvernig skal setja
stöngina saman og kasta henni út
í, við áttum óteljandi góðar stund-
ir og þá helst í Veiðivötnum. Síðan
var alltaf æðislegt að sitja með
þér inni í stofu og horfa á sjón-
varpið og þá aðallega fótbolta, þar
gastu nú mikið tuðað yfir Man-
chester United og hvernig hlut-
irnir voru gerðir hjá Ferguson en
eru ekki núna.
Ég er ekki tilbúinn til þess að
koma núna en ég kem til þín einn
daginn, elsku pabbi.
Eins og ég hef oft sagt, það
geta allir verið feður en það geta
ekki allir verið pabbar, þú varst
svo sannarlega pabbi.
Við sjáumst síðar minn besti
vinur, ég bið að heilsa ömmu og
afa.
Þinn stolti og þakkláti sonur,
Patrekur Helgason.
Yndislegi tengdapabbi minn og
góði vinur.
Það er svo óréttlátt og sárt að
þurfa að kveðja þig en á sama
tíma minnist maður þín, rifjar upp
góðar minningar og heyrir
skemmtilegar minningar um ein-
stakan mann.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið þig inn í líf mitt og fyrir all-
ar góðu minningarnar sem við átt-
um saman. Þú varst einstaklega
góður maður, mikill húmoristi,
vinnusamur, vinamargur og
þrjóskur á köflum. Persónuleik-
inn þinn var einstakur og náðir þú
með lífsgleði þinni og húmor að
gleðja og styðja við alla þá sem þú
hittir. Þú þekktir marga, passaðir
upp á að halda góðum tengslum
við þá sem þér þótti vænt um og
hjálpaðir öllum þeim sem þú gast.
Þú kenndir mér svo ótrúlega
margt, m.a. að maður eigi að nýta
sér öll sambönd og að hjálpa þeim
sem þurfa á að halda. Þú stóðst
þig eins og hetja í baráttu þinni og
gafst aldrei upp, með húmor að
leiðarljósi og verður alltaf hetja í
mínum augum.
Þú hefur verið mjög stór part-
ur af lífi mínu síðastliðin ár og átt-
um við mjög gott samband. Þú
áttir alltaf svolítinn part í mér og
sagðir það oft sjálfur. Þú talaðir
við alla sem jafningja hvort sem
það voru börn eða fullorðnir og tel
ég það vera stóran þátt í því hve
góður vinur barnanna þinna þú
varst. Það var alltaf svo gott að
leita til þín, gafst góð ráð og varst
alltaf til staðar. Ég hafði mikið
gaman af þér og höfum við hlegið
mikið saman. Þú hafðir sérstak-
lega gaman af því að stríða mér,
gera mig vandræðalega og að láta
mér bregða alveg frá fyrstu kynn-
um. Það hætti aldrei og mjög
stuttu áður en þú fórst frá okkur
þóttist þú vera sofandi í miðjum
samræðum, beiðst þangað til ég
kæmi alveg að þér og öskraðir
hátt og skýrt svo mér brygði nógu
mikið. Ég veit að þú munt halda
áfram að stríða mér á þinn hátt á
himnum og veit að þú fylgist vel
með okkur og passar upp á okkur.
Þín verður sárt saknað og
minning þín mun lifa í hjarta mínu
um ókomna tíð.
Þín tengdadóttir og vinkona,
Unnur Ósk.
Með söknuði kveð ég kæran
bróður minn. Það er margs að
minnast. Allar skemmtilegu
stundirnar okkar í Ásgarði, þar
var oft líf og fjör. Fjölskyldan
stór, tíu systkini, ég elstur og
Hansi þriðji yngstur. Hansi var
skemmtilegur drengur, kátur og
glaður og svolítið stríðinn. Við átt-
um meira sameiginlegt þegar við
urðum eldri, vorum í góðum fé-
lagsskap með góðum félögum í
veiðihópnum NÓ HÓP sem
stormaði í Veiðivötn. Ég á eftir að
sakna kveðjunnar: Hvað segirðu,
bangsi bróðir? Við Hansi áttum
góðar stundir undanfarna mán-
uði, ýmislegt rabbað og rifjað
upp, stundir sem ég mun geyma í
huga mínum. Ég mun ávallt
hugsa til þín með gleði, kæri bróð-
ir.
Við viljum gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afar góð
við munum þín alltaf sakna.
Elsku Hansi, ég kveð þig með
sorg í hjarta. Þú varst nú bara
tveggja ára hnokki með ljósa
lokka þegar ég kom í fjölskylduna
og mér tekið opnum örmum. Milli
mín og ykkar systkinanna var al-
laf sérstakt samband, ég sem átti
ekki yngri systkini eignaðist nú
níu systkin í einu vetfangi. Eldri
börnin okkar Sveinbjarnar voru á
líkum aldri og yngri systkinin,
samband ykkar krakka svo gott.
Mamma ykkar var alltaf svo róleg
og þolinmóð með allan þennan
fjölda í kringum sig, hún kenndi
mér ýmislegt um barnauppeldi
elsku Kidda sem fór alltof fljótt
frá okkur eins og þú.
Þökk fyrir allt sem þið gerðuð í
þessum erfiðu aðstæðum. Hugs-
um til ykkar, elsku Alda, Diljá og
Steini, Eva Rut, Patti og Unnur.
Sveinbjörn og Ásta.
Elsku Hansi farinn frá okkur
langt fyrir aldur fram, og sorgin
er mikil.
Hansi var móðurbróðir minn
en ég leit meira á hann sem stóra
bróður þar sem við ólumst upp
saman og passaði hann alltaf vel
upp á litlu frænku. Hann var mik-
ill húmoristi, stríðinn, góðhjartað-
ur og meistarakokkur sem gerði
bestu og flottustu brauðtertur í
heimi sem voru frægar í boðum
hjá fjölskyldunni. Margar góðar
minningar hafa streymt fram síð-
ustu daga. Ég vann hjá Hansa á
Gauk á Stöng í tvö ár og var
skemmtilegast þegar Hansi og
Smári voru saman á vaktinni, það
sem þeir gátu bullað og fíflast
saman, það var með gleði í hjarta
sem maður skottaðist á þær vakt-
ir. Við Hansi og Alda bjuggum
hlið við hlið þegar við eignuðumst
börn með 6 daga millibili og þá
var samgangurinn mikill, þá var
hist á hverjum degi í kaffi og
Daníel og Eva Rut nánast alin
upp eins og tvíburar. Við héld-
umst líka í hendur þegar næstu
tvö börn fæddust en þá voru þrír
mánuðir á milli strákanna okkar
og gleymi ég því seint þegar þú
hringdir í mig á afmælisdaginn
minn og tilkynntir að ég hefði
fengið lítinn frænda í afmælisgjöf,
þvílík gjöf. Hansi vildi allt fyrir
alla gera og þegar veislu skyldi
halda þá var iðulega hringt í
frænda og beðið um greiða eða
ráð og svaraði hann alltaf „ekkert
mál, Eygló mín, ég redda þessu
fyrir þig“. Elsku frændi, þín verð-
ur sárt saknað.
Elsku Alda, Diljá, Eva Rut og
Patti, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur, missir ykkar er mikill.
Eygló Ólöf Birgisdóttir.
Elsku Hansi minn.
Við vitum aldrei hvenær fólkið
okkar kveður en stundum gerist
það allt of fljótt. Það er sárt að þú
sért farinn en ljúfar eru minning-
arnar sem þú skilur eftir. Þú hafð-
ir einstaka nærveru og alltaf var
stutt í hrekkjóttan húmorinn. Ég
mun sakna þess hvernig þú gast
gert einföldustu umræður
skemmtilegar og snúið þeim í al-
gjöra vitleysu sem við hlógum að.
Ég horfi til baka og hugsa um
allt það góða sem einkenndi þig.
Þú hefur verið mér mikil fyrir-
mynd í gegnum lífið. Góðhjartað-
ur, duglegur, léttur í lund, frábær
kokkur, mikill veiðimaður og góð-
ur frændi en fyrst og fremst dýr-
mætur vinur.
Þú varst vinur vina þinna og
áttir þá í hverju horni. Marga
þeirra dróstu með þér til Veiði-
vatna í ævintýri hálendisins.
Ósjaldan stóðstu bak við félagana
við vötnin og horfðir á þá með
stöng í hendi. Þú sagðir mér
reglulega hversu mikilvægt væri
að allir fengju fisk og þér virtist
sama hvort þú sjálfur næðir afla
því þú hafðir veitt vel öll þessi ár.
Þú settir ánægju okkar hinna í
fyrsta sæti og einlægnin skein í
gegn. Samvera og gleði með vin-
um gaf þér mikið og Veiðivötnin
áttu hug þinn allan þegar sumar
nálgaðist. Ágústferðin okkar í
sumar var engri lík og mikið grín-
ast, hlegið, spilað og veitt. Það
féllu tár þegar við héldum til
byggða og innst inni vissum við
allir að þetta væri mögulega síð-
asta veiðiferðin. Þú og pabbi áttuð
saman veiðina og deilduð henni
með okkur börnunum frá því við
vorum krakkar. Fyrir það verð ég
ævinlega þakklátur.
Ég fæ sting í hjartað í hvert
skipti sem ég hugsa til þess að
kveðjustundin sé komin. Þú ert
svo sannarlega með okkur í anda
og verður það um ókomna tíð.
Sofðu rótt frændi minn,
Helgi Þór Guðmundsson.
Hnyttinn, brosmildur og kátur,
þannig hugsum við til þín og mun-
um þig elsku frændi og vinur. Við
vorum bæði svo heppin að vinna
með þér á Hótel Holti sem og ann-
ars staðar. Alltaf var stutt í hlát-
urinn, glensið og brandarana; þó
að nóg væri að gera hjá okkur öll-
um var alltaf hægt að skjóta inn
einhverju gríni.
Þú varst mikill vinnuþjarkur,
ötull, duglegur og alltaf stutt í
góða skapið. Þetta er skrýtið, sárt
og svo sorglegt að horfa á eftir
þér alltof snemma en veikindin
höfðu betur á endanum.
Við hjónin sátum um daginn að
rifja upp gamla tíma og talið berst
að þér, Hansi, eins og það hefur
gert svo mikið síðustu mánuðina.
Við hugsum til þín og ræðum um
þig. Á meðan kemur lag með
Queen; Who wants to live forever
í útvarpinu. Ég segi þá hversu
skrýtið þetta sé, að oft í gegnum
árin þegar ég heyri lög með
Queen verði mér hugsað til þín og
skemmtilegar minningar skjóta
upp kollinum. Þá sérstaklega úr
Ásgarðinum hjá ömmu og afa.
Þegar við vorum yngri man ég
svo vel að við frænkurnar Haddý,
Hoffa og Eygló vorum að læðast
niður í kjallara í Ásgarðinum og
njósna um þig eins og við gerðum
líka við Stebba og Bigga. Þegar
þeir fluttu að heiman fékkst þú
kjallarapartíherbergið. Okkur
fannst þetta svo spennandi; öll
flottu blikkdiskóljósin og tónlistin
í botni. Við gætum talið upp
margar góðar og skemmtilegar
minningar um stundir sem við
höfum átt með þér en við eigum
þær og gleymum ekki.
Við kveðjum þig með trega og
söknuði. Megi eilífðarsól á þig
skína.
Elsku Alda, Eva Rut, Patti,
Diljá og fjölskylda, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Kristjana (Kiddý) og Óðinn.
„Hvernig ferðu eiginlega að því
að halda veislur?“ spurði ein góð
vinkona mín þegar ég sagði henni
frá andláti míns góða vinar,
Hansa, eins og hann var jafnan
kallaður. Leiðir okkar lágu fyrst
saman þegar hann sá um ferm-
ingarveislu dóttur minnar, Ás-
laugar Örnu, vorið 2003. Fórst
honum það einkar vel úr hendi og
var upphafið að samstarfi okkar
og vináttu. Hansi átti eftir að sjá
um alls konar veislur fyrir okkur,
bæði stórar og smáar. En það sem
varð til þess að úr varð traust vin-
átta var sú snilldarhugmynd að fá
Hansa til að vera trúss og kokkur
í hestaferðum. Þar naut Hansi sín
vel og nutum við þess að rifja upp
skemmtileg atvik úr þessum ferð-
um. Hansi sagði mér að þessar
ferðir væru eitthvað það
skemmtilegasta sem hann hefði
gert. Fyrsta ferðin var 2006
kringum Langjökul, 2007 í Land-
eyjum, 2008 í Þingeyjarsýslum,
2009 um fjallabak syðra, 2013 um
fjallabak nyrðra og 2014 norður
Kjöl. Trússinn og kokkurinn
gegna lykilhlutverki í hestaferð-
um því til þess að ferðin heppnist
vel er afar dýrmætt að geta treyst
á það að tilbúinn sé veislumatur
að lokinni langri dagleið þegar
hestar og menn koma þreyttir í
áfangastað. Þreyttur knapi er
sjaldnast góður kokkur. Í einni
ferðinni tók Hansi vin sinn með
sér til aðstoðar, sá reyndist vera
reyndur þjónn og var það í fyrsta
og eina skiptið sem bæði hefur
verið kokkur og þjónn með í
hestaferð. Ég man ekki til þess að
ein einasta máltíð hafi brugðist
hjá Hansa og í öllum aðstæðum
var hægt að treysta á hann og
hans ljúfu og tryggu lund. Í þess-
um ferðum myndaðist líka einstök
vinátta milli Kristínar minnar
heitinnar og Hansa, ekki síst
vegna þess að hún kaus stundum
að hvíla sig á reiðmennskunni og
vera í trússinum og talaði hún oft
um að það væri ekkert síður
skemmtilegt að vera með Hansa í
trússinum en að ríða alla dagleið-
ina á hestunum. Eftir að Kristín
féll frá 2012 reyndist Hansi betri
en enginn. Sérstaklega er mér
minnisstætt atvik frá jólum 2012
þegar ég stóð frammi fyrir því í
fyrsta sinn að elda jólamatinn
einn míns liðs og þótt það séu víst
engin geimvísindi að elda ham-
borgarhrygg ákvað ég samt að
hafa samband við Hansa og fá ráð
hjá honum. Það var að sjálfsögðu
auðsótt en þegar á samtalið leið
tók Hansi af skarið sagði að það
væri best að hann kæmi heim til
mín og eldaði fyrir mig jólamáltíð-
ina sem hann gerði. Þessu vinar-
bragði mun ég og börnin mín
aldrei gleyma. Ef orðið „hjálpar-
kokkur“ hefur einhvern tíma átt
við um einhvern þá var það Hansi.
Það kom svo að því að kynna
Hansa fyrir nýrri konu sem hafði
komið inn í líf mitt. Hann tók Hlíf
strax opnum örmum og vinabönd-
in treystust og hann hélt áfram að
græja veislur og trússa okkur í
hestaferðum. Þetta toppaði Hansi
svo með því að sjá um matinn í
brúðkaupi okkar Hlífar í Kjósinni
á fögrum sumardegi 2018. Voru
allir gestir sammála um að ein-
staklega vel hefði til tekist með
veislumatinn og ekki má gleyma
kjötsúpunni sem hann útbjó dag-
inn eftir sem var ógleymanleg öll-
um og til mikillar heilsubótar eftir
mikinn gleðidag. Við Hlíf vorum
svo lánsöm að ná Hansa í mat til
okkar í Brekkuskála föstudaginn
30. október sl. og áttum við þar
góða kvöldstund yfir góðum mat
og nutum við öll kvöldsins við að
ræða málin og rifja upp góðar
minningar frá góðum stundum,
ekki síst úr hestaferðum. Á slík-
um stundum gerir maður sér ekki
grein fyrir að um síðustu sam-
verustund sé að ræða, sem kennir
okkur, og minnir okkur á að njóta
stundarinnar, njóta hvers dags,
minnug þess að hann kemur
aldrei aftur.
Sigurbjörn Magnússon.
Ef spurt var hvað er að frétta
var svarið frá Hansa iðulega: allt
frábært og því fylgdi leiftrandi
bros. Hansi kom til starfa við
Varmárskóla 2008 og varð strax
hluti af órjúfanlegri heild í sam-
heldnum starfsmannahópi. Hann
var alltaf til í að leggja sitt af
mörkum og taka þátt í glensi og
kátínu. Hann hikaði t.d. ekki við
að klæða sig upp á á öskudag til að
vekja kátínu meðal nemenda og
samstarfsmanna.
Hann var virkur í starfsmanna-
félaginu og kom að fjölmörgum
viðburðum en hæst ber í minning-
unni matarkvöld þar sem ýmsir
dýrindisréttir voru eldaðir með
starfsmönnum og þeim kennd
kokkalistin. Hansi sá hlutina aldr-
ei sem vandamál heldur sem
verkefni og vá hvað hann þurfti
oft að hugsa í lausnum í skóla sem
óx um 30% á þessum árum sem
hann starfaði. Hann keyrði út
matinn, heilsaði upp á fólkið á
starfsstöðvunum og var ótrúlega
duglegur að byggja upp jákvæðan
anda í kringum sig. Þetta var líka
lýsandi fyrir hann á veikindatíma-
bilinu, alltaf bar hann sig vel.
Það var því reiðarslag að fá
þær fréttir rétt fyrir jól árið 2018
að hann hefði greinst með mein.
Við vorum samt öll svo sannfærð
um að þetta yrði eitt af þessum
verkefnum sem Hansi myndi
klára og koma fljótlega til okkar.
Það var samt ekki raunin, en
Hansi tókst á við verkefnið af
mikilli seiglu og jákvæðni. Hann
átti erfiðast með að fá ekki að
vinna því hann lifði fyrir það að
hafa nóg að gera og vera innan
um skarkalann, hláturinn og ann-
ríkið sem fylgir hans starfi.
Við samstarfsfólk hans minn-
umst frábærs félaga og einstaks
gleðigjafa, manns sem gaf af sér
og styrkti umhverfið í kringum
sig og er hans sárt saknað í okkar
hóp. Börnunum hans og fjöl-
skyldu sendum við okkar dýpstu
samúðarkveðjur og biðjum Guð
að styrkja þau á þessum erfiðu
tímum.
Fyrir hönd starfsfólks Var-
márskóla,
Þórhildur og Þóranna.
Hvernig skrifar maður minn-
ingargrein um mann eins og
Hansa? Eru til nógu mörg orð til
að lýsa þessum hugljúfa manni
sem vildi allt fyrir alla gera, allt-
af? Maður sem var ávallt til reiðu,
alltaf tilbúinn og aldrei var nokk-
ur skapaður hlutur eitthvert mál
fyrir honum. Hann lét alls staðar
gott af sér leiða, dreifði um sig
gleði og markaði djúp spor í líf
þeirra sem honum kynntust. Þeg-
ar maður hugsar til baka og reyn-
ir að finna þessi orð sem leitað er
að þá kemur alltaf upp í hugann
„hvers manns hugljúfi“. Já, það er
akkúrat það sem hann var, hvers
manns hugljúfi. Ég tel mig vera
einn af þessum heppnu mönnum
sem geta sagt: „Hansi var vinur
minn“, og verður alla tíð þó svo að
dvalarstaður hans hafi breyst.
„Það sést af vinum þínum hversu
ríkur maður þú ert,“ sagði amma
mín og hver sá sem átti Hansa
fyrir vin var svo sannarlega ríkur
maður.
Ég á í miklum erfiðleikum með
að skrifa þessa grein þar sem tár-
in streyma niður eins og minning-
Hans Helgi
Stefánsson