Morgunblaðið - 04.12.2020, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.12.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020 ar sem aldrei ætla að enda. En þannig er það eflaust hjá mörgum þeim er Hansa þekktu; óþrjótandi minningar, gleðistundir sem áfram streyma og taka mann með í tilfinningalegt ferðalag um allar þær ánægjustundir og staði sem maður átti með honum. Einhvers staðar stendur: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Það er nákvæmlega þannig sem ég held að Hansi hefði viljað láta minnast sín, fyrir gleði og manngæsku. Að vera hvers manns hugljúfi er ekki auðvelt, held ég. Fyrir mér og öðrum er það kannski meira hlutverk eða starf en honum var það eðlislægt. Þar sem ég náði ekki að kveðja þig eins og ég hefði viljað, kæri vinur, hef ég reynt að gera það hér með þessum fátæklegu orð- um, orðum sem segja kannski ekki nógu margt um þig sem ein- stakling en lýsa kannski betur þeim góðu áhrifum sem þú hafðir á samferðamenn þína. Þakka þér fyrir vináttuna, Hansi minn, þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar, þakka þér fyrir að hafa ver- ið vinur minn. Hvíldu í friði kæri vinur. Andrés Ellert Ólafsson. Sunnudaginn 22. nóvember kvaddi Hansi vinur okkar þetta jarðlíf, aðeins 57 ára, eftir erfið veikindi sem hann hafði barist við síðastliðin tvö ár. Ekki hefði okk- ur grunað að Hansi, sem var yngstur í hópnum, færi fyrstur af okkur. Hann tókst á við veikindin af æðruleysi, ákveðinn í að leysa þetta verkefni fyrir vorið svo hann gæti farið með okkur strák- unum í Vötnin. Og honum tókst það á einhvern undraverðan hátt, ekki bara einu sinni heldur tvisv- ar. Í 31 ár höfum við félagarnir í veiðiklúbbnum Nó Hóp farið sam- an hinn 20. júní í Veiðivötn. Þegar komið var á áfangastað og veiði- menn búnir að koma sér fyrir í Nýbergi var ávallt skálað. Og allt- af sagði Hansi skælbrosandi „gleðileg jól, nú eru jólin komin“ því hann, eins og við, leit á Vötnin sem sinn hátíðarstað. Síðan var sest niður og spilaður kani í góðan klukkutíma. Hansi var límið sem hélt hópnum saman og heimilið hans var bækistöð okkar þar sem öll tæki og tól voru geymd milli ára. Allir tengdumst við Hansa á einhverjum tíma sem vinnufélag- ar. Hann átti auðvelt með að tengjast öðrum og alls staðar þar sem hann var sóttist fólk eftir því að vera í návist við hann. Húm- orinn hans var einstakur en hann sá ávallt spaugilegu hliðarnar sem léttu okkur hinum lundina þegar illa gekk í lífinu eða í veið- inni. Það ríkti ávallt glens og gam- an í kringum Hansa, sem gat ver- ið stríðinn á sinn góðlátlega hátt eins og til dæmis þegar hann setti beitu í samloku eins veiðifélagans sem vakti að sjálfsögðu kátínu allra. Það er sagt að besti vinur veiðimannsins sé þolinmæði og af henni átti Hansi nóg. Eitt aðal- markmið hans var að enginn færi fisklaus heim. Hansi lærði matreiðslu á Hótel Holti og starfaði sem matreiðslu- maður upp frá því. Fáir höfðu aðra eins starfsorku og hann, sem sjaldnast lét einn vinnustað duga. Hann var handlaginn og vand- virkur í öllu sem hann tók sér fyr- ir hendur hvort sem það var fyrir sjálfan sig eða aðra. Það var ávallt gott að leita til hans og það var honum mikilvægt að hjálpa öðr- um. Ef einhver bað hann um ráð- leggingar um veiðistaði miðlaði hann af sinni þekkingu og dró ekkert undan. Það sama átti við ef leitað var til hans um mat og mat- argerð. Nú kveðjum við einstakan vin með söknuði og óskum þess að al- mættið veiti fjölskyldu hans styrk á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði kæri vinur og veiðifélagi. Birgir, Heimir, Kristján, Sigmar og Úlfar. ✝ Helga Páls-dóttir fæddist í Reykjavík 18. sept- ember 1936. Hún lést 12. nóvember 2020. Foreldrar hennar voru Páll Ólafsson múrari, f. 1907, d. 1992, og Ólöf Einarsdóttir verkakona, f. 1907, d. 1997, þau skildu. Helga var yngst þriggja systkina, eldri voru þau Auður, f. 1928, d. 1947, og Pét- ur, f. 1931, d. 1979. Helga giftist Ingvari Ingvars- syni 25. desember 1954. For- eldrar hans voru Sigríður Ólafs- dóttir og Ingvar Gunnlaugsson. Börn þeirra eru: 1) Gunnlaugur, f. 1955, börn hans eru a) Jó- hanna, f. 1977, b) Steinunn, f. 1983, c) Líf, f. 1984, d) Tinna, f. 1985, e) Birkir Ívar, f. 1994, f) Sara, f. 2005. Fósturdóttir Gunnlaugs er Hlíf, f. 1980. Eig- inkona Gunnlaugs er Guðrún Edda Andradóttir en dætur hennar eru Ísabella, f. 1984, og Belinda, f. 1986. 2) Ingvar, f. 1957, d. 2019, hans börn eru a) Sigrún Lena, f. 1979, b) Helga Vala, f. 1985, c) Ingvar, f. 1997, d) Reuben, f. 2003. 3) Auður, f. 1960, hennar synir a) Ari og b) Orri, f. 1983. 4) Mímir, f. 1962, hann hafði sest að „í mýrinni“ á skika úr landi Stóra-Fljóts. Þar byggði hann upp gróðrarstöð- ina Birkilund og bjuggu þau þar öll sín hjónabandsár. Helsta starf hennar snerist um uppeldi barna og heimilishald. Hún tók virkan þátt í félagsstarfi sveit- arinnar. Ingvar lést af slysför- um árið 1980 og hélt Helga áfram heimili í Birkilundi með yngstu börnunum. Um 12 ára skeið var hún í sambúð með Ás- birni Österby. Eftir að börnin stálpuðust kenndi Helga í leik- og grunn- skóla og starfaði við umönnun eldri borgara. Hún flutti alfarin úr Birkilundi 1990 og dvaldi í nokkur ár í Svíþjóð og menntaði sig þar í Rudolf Steiner-uppeld- isfræðum. Þegar til Reykjavík- ur var komið söng hún um ára- bil í kórum og var virk í lesklúbbum. Var félagskona í MFÍK um margra ára skeið og einnig í Félagi hernaðar- andstæðinga, var virk í mót- mælum og fastagestur í Frið- arhúsi. Umhverfismál voru henni einnig hjartfólgin og barðist hún t.d. gegn Kára- hnjúkavirkjun. Útför Helgu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 4. desember 2020, klukkan 15. Streymt verður frá útför á beint.is/streymi/helgapalsdottir Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat sambýliskona hans er Erna Magnús- dóttir, börn hans eru a) Einar Páll, f. 1978, b) Sunna Ösp, f. 1986, c) Sóley Auður, f. 1991, d) Katla Björk, f. 1997, e) Lilja María, f. 2000, f) Lísa, f. 2005. 5) Kjartan, f. 1966, sambýliskona hans er Nathalie Simon og eru þeirra börn a) Kveldúlfur, f. 1999, b) Elvar, f. 2001, c) Tinna, f. 2003, áður átti Kjartan dótturina d) Töru Kristínu, f. 1992. 6) Sig- urður Ólafur, f. 1968, börn hans eru a) Fannar Þór, f. 1991, b) Hanna Lára, f. 1997. 7) Ólöf Vala, f. 1971, gift Helga Grét- arssyni og eiga þau samtals sex börn, þau eru a) Edda, f. 1996, b) Guðmundur, f. 1997, c) Mías, f. 1999 (börn Ólafar); d) Lilja, f. 1999 (dóttir Helga), e) Helga Steina, f. 2004, f) Ásthildur, f. 2006. Barnabörn Helgu eru mörg komin með eigin fjölskyldu og afkomendahópurinn því orðinn stór. Vorið 1954 réð Helga sig til starfa austur í Biskupstungur og þar kynntist hún Ingvari, verðandi eiginmanni sínum, en Elsku hjartans mamma mín. Það er mér mjög sárt að kveðja þig hinstu kveðju. Þú áttir svo sannarlega viðburðaríka og fal- lega en stundum erfiða ævi. Þótt þú værir fíngerð og smá varstu samt alltaf svo stór í sniðum. Það gustaði af þér hvar sem þú fórst, þú varst stórveldið H.P. Þú varst mamman mín, alltaf svo falleg og stór þáttur í lífi mínu allt frá því ég man fyrst eft- ir mér. Í lífinu okkar saman, pabba og systkina minna og fólksins þíns alls saman í blíðu og stríðu og allt til hinsta dags er við systkinahópurinn sátum með þér á spitalanum síðla sumars og nú fram á haust og áttum þá með þér dýrmætar stundir allt þar til lokakallið kom og við öll kvödd- um þig með þakklæti og tárum á dánarbeði þínum að kvöldi 12. nóvember. Ein af fallegu æskuminning- unum um þig kemur nú upp í hugann frá því ég var snáði og þú kannski 25 ára og varst valin til þess að vera íslenska fjallkonan á hátíðarsamkomu á sjálfan þjóð- hátíðardaginn þann 17. júní í fé- lagsheimili sveitarinnar Ara- tungu. Þjóðhátíðardagurinn var á þessum árum einhver stærsta samkoma sveitarinnar, þar sem allir mættu til að fagna sjálfstæð- inu. Hápunktur hátíðarinnar var þegar þú móðir mín, fjallkonan Helga Pálsdóttir, steigst upp á sviðið í bláhvítum þjóðhátíðar- skautbúningi. Ég man að það fór eftirvæntingarkliður um salinn, sem svo steinþagnaði þegar þú í öllu þínu veldi eins og gyðja leist tíguleg og hnarreist fram í salinn og fluttir „Íslands minni“ af skör- ungsskap og mildri en heitri þjóðerniskennd sem þér einni var lagið. Æskuminningarnar frá Birki- lundi og sveitinni okkar fögru eru líka alltaf ofarlega í minning- unni. Þar byggðuð þið pabbi saman upp sælureitinn Birkilund þar sem þið náttúrubörnin plöntuðuð trjám og gróðri af mikilli ástríðu sem varð að stórum skógi, sannkallaður æv- intýraheimur okkar systkinanna og annarra barna og unglinga úr sveitinni og ættingja sem komu að sunnan. Þið voruð ein af frum- kvöðlum garðyrkjunnar í Reyk- holtshverfi, en mér eru líka minnisstæðir hinir góðu og hjálp- sömu nágrannar og vinir okkar í hverfinu og sveitinni allri. Það var gríðarlegt högg og áfall fyrir þig og okkur systkinin er við misstum föður okkar Ingv- ar í eldsvoða sem varð í Birki- lundi 1980. Það var erfitt fyrir þig og systkinin mín yngri sem voru heima og enn á barnsaldri að halda lífinu áfram í sveitinni og vinna úr áfallinu og reyna að hefja uppbyggingu að nýju. Með dugnaði, eljusemi og hjálpsemi góðra vina tókst þér að koma öllum börnunum á legg í sveitinni, en svo seldirðu Birki- lund og fluttir þaðan. Lengst af bjóstu á Vesturgötunni í túnjaðri ættaróðalsins Ívarssels þar sem amma bjó til hinsta dags. Margs er að minnast hjá okk- ur börnunum þínum og stórfjöl- skyldunni allri frá menningar- legu heimili þínu þar og svo síðar á Snorrabrautinni. Heimili þitt var alltaf öllum opið, eilífur gestagangur vina og ættingja, þar sem rætt var um lífið, listir og tilveruna. Við Edda kveðjum þig með söknuði, elsku mamma, takk fyr- ir lífið, fjallkonan fríð. Minningin lifir. Þinn sonur Gunnlaugur (Gulli). Hver er uppskriftin að ham- ingjuríku lífi? Ég veit ekki svarið við þessari spurningu en hvort sem einstaklingur hefur lifað hamingjuríku lífi eða óhamingju- sömu kemur alltaf að því að ævin rennur sitt skeið á enda. Nú þeg- ar tengdamóðir mín, Helga Páls- dóttir, hefur gengið á vit feðra sinna veit ég að hún lifði ham- ingjuríku lífi. Tja, hvernig veit ég það? Af öllum þeim manneskjum sem ég hef kynnst á minni ævi hygg ég að enginn hafi elskað líf- ið jafn heitt og Helga. Ég held að hún skilji eftir sig arfleifð mann- gæsku, þolinmæði og þraut- seigju. Að láta sér leiðast var ekki til í hennar orðabók. Hún var í senn mannvinur og töffari. Sama hvað gekk á gat Helga allt- af fundið leið til að njóta lífsins. Nærvera Helgu var hlý og hún var afbragðs hlustandi. Það var því gott að leita ráða hjá Helgu um vandmeðfarin viðfangsefni. Hún skildi annað fólk með því að lifa sig inn í aðstæður þess. Sam- verustundir með Helgu minntu mann á mikilvægi þess að lífið er núna og að festast í leiðindahugs- unum og umræðuefnum um nei- kvæða hluti gerir engum gott. Helga var ótrúlega félagslynd, heimili hennar, hvar svo sem það var á hverjum tíma, var oft kallað umferðarmiðstöð, svo tíðar voru heimsóknir til hennar. Alltaf var gott að leita í smiðju hennar, hún sá jafnan það jákvæða og fyndna í öllum aðstæðum. Fjarri var það hennar gildum að sökkva sér í niðurrifshugsanir eða tala illa um annað fólk. Um síðastnefnda atriðið sagði hún oft brandara sem hljóðar um það bil svo: Fyrr á árum var prestur nokkur kunnur að því að tala aldrei illa um annað fólk og svo þegar klerkurinn var beðinn að láta uppi afstöðu sína til djöf- ulsins stóð ekki á svarinu: „Hann er ekki jafn slæmur og af er lát- ið!“ Rödd Helgu heyrði ég fyrst í síma. Man enn eftir raddblæn- um, enda stóð hið leikræna henni ávallt nærri; hún gat beitt rödd sinni á fjölbreyttan hátt, líkt og leikari. Ekki voru augu hennar síðri, svo stór og flott! Tignarleg var hún jafnan í sínum skraut- lega fatnaði, hvort sem það var í hlébarðamunstruðum kjól eða þegar hún bar ýmiss konar höf- uðskraut, svo sem rauðu alpahúf- una. Ekki má heldur gleyma áróðursbolunum, svo sem eins og Ísland úr Nató herinn burt eða þá Friður, við höfum sagt allt. Við Helga brölluðum ýmislegt saman í gegnum tíðina, m.a. vegna þess að ég sá um fjármál hennar um langt skeið. Það var áhugavert að fara með Helgu til ýmissa stofnana til að rétta henn- ar hlut, hún var alltaf góða lögg- an en ég sú slæma. Bros hennar bræddi afgreiðslufólk á meðan það hlustaði á upplýsingagjöf mína eða varnarræðu. Niður- staða hverrar ferðar var nánast alltaf ávinningur fyrir hagsmuni Helgu – saman náðum við ár- angri! Helga var mikil manneskja sem kunni þá list að þakka fyrir lífið og sýna auðmýkt fyrir örlæti þess. Hún snerti marga og sýndi fram á, með verkum sínum, að þótt við öll deyjum er það þess virði að láta hamingju og gleði ráða för á meðan við lifum. Helgi Áss Grétarsson. Nánast frá fæðingu hefur Helga amma leikið stórt hlutverk í okkar lífi. Hennar heimili var eiginlega okkar líka, svo mikið vorum við hjá henni. Hlýja henn- ar færði okkur öryggi og kær- leika. Það er margs að minnast. Þegar amma var með okkur var erfitt að láta sér leiðast enda vildi hún alltaf hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni, svo sem að spila á spil, syngja, semja ljóð, baka pönnukökur og margt fleira. Amma kenndi okkur mörg spennandi spil eins og gaur, marías og kasínu sem enginn jafnaldri okkar kunni. Hún tók oft upp gítarinn og sungum við t.d. Sóleyjarkvæðið saman og jafnvel dönsuðum ballett við kvæðið. Hjá ömmu var alltaf líf og fjör. Ættingjar og vinir streymdu oft að til að heimsækja ömmu, hún var alltaf svo félagslynd og fjörug. Amma eyddi flestum jól- um með okkur og voru því henn- ar jólahefðir í öndvegi. Hún skipaði okkur að ganga í kringum jólatréð og syngja jóla- lög áður en við fengjum að opna jólapakkana. Stundum sögðum við systkinin í gríni að jólin væru sannarlega gengin í garð þegar amma og pabbi væru farin að ríf- ast um pólitík. Um hver áramót var amma hrókur alls fagnaðar og hélt oft uppi fjörinu, einnig þegar veikindin voru farin að hrjá hana. Amma var róttæklingur í stjórnmálum, friðar- og umhverf- issinni og mannvinur. Hún tók okkur oft með á kertafleytinguna við Tjörnina í Reykjavík til að minnast fórnarlamba kjarnorku- árásanna í Hiroshima og Naga- saki. Væru friðarsamkomur haldnar og einhverju mótmælt með útifundi var amma jafnan mætt, eftir atvikum með ein- hverju okkar. Fatastíll ömmu Helgu var ógleymanlegur og sást hún oft með rauðu alpahúfuna, klædd í hlébarðamunstur og með áber- andi hálsmen. Hún hafði mjög gaman af tónleikum og fórum við stundum með henni á djassinn á Jómfrúnni og ballett- og leiksýn- ingar. Amma kenndi okkur svo ótrúlega margt sem við munum búa að í framtíðinni. Amma var lífleg og skemmtileg kona sem verður sárt saknað. Við vitum, kæra amma, að þinn tími var kominn því þú varst orðin veik og kvalin, en núna ertu pottþétt komin á einhvern falleg- an stað þar sem lækirnir hjala, reynitrén blómstra, fuglarnir syngja og þú situr í góðra vina hópi með gítarinn og heldur uppi stuðinu. Takk fyrir allt, elsku amma, þín barnabörn. Edda, Guðmundur, Mías, Lilja, Helga Steina og Ásthildur. Ég vil minnast elsku ömmu minnar, Helgu Pálsdóttur, með örfáum orðum. Hún amma mín var alveg einstök. Það var enginn eins og hún amma. Hún var ljúf og falleg sál, eins og engill sem alltaf var hægt að líta til, bæði þegar eitthvað bjátaði á eða er mann vantaði leiðbeiningar um lífið. Hún hvorki dæmdi né gerði lítið úr. Þegar ég gerði mistök eða þegar eitthvað slæmt hafði gerst sagði hún alltaf við mig: „Það rætist úr þessu Birkir minn! Hafðu ekki áhyggjur.“ Hún sagði þetta af svo mikilli einlægni og trú að ég gat ekki annað en glaðst þegar hún sagði mér að hlutirnir yrðu betri. Ég á margar minningar um hana ömmu frá því er hún bjó á Vesturgötu. Þangað kom fólk úr öllum áttum. Það var alltaf gesta- gangur hjá henni. Oft var eins og félagsheimili heima hjá ömmu en aldrei fannst henni nóg af fólki hjá sér. Amma var mikil spilamann- eskja og kenndi mér alla helstu stokkspilaleikina. Mér er ógleymanlegt þegar ég tapaði fyrir henni í ólsen-ólsen. Hún sagði þá við mig að væri ég óheppinn í spilum yrði ég hepp- inn í ástum. Það varð mér mikil ráðgáta þegar hún sagði þetta. Mér fannst alltaf gaman að vera hjá ömmu sem barn. Hún átti mikið af skrítnu dóti. Mér er minnisstætt þegar ég komst í kryddhilluna hennar og þar var sko glás af alls konar kryddum og olíum sem enginn annar en hún myndi eiga. Þá gaf hún mér þá hugmynd að búa til eitur úr öllum kryddunum. Þetta fannst mér níu ára drengnum voðalega spennandi. Amma var flughrædd. Ég man hve fast hún hélt fast í höndina á mér í flugvél eitt sinn og hvernig hún sigraðist á flughræðslunni með því að syngja hátt þegar flugvélin fór af stað. Það var fal- legur söngur. Þannig dreifði hún huganum. Ég mun aldrei gleyma henni Helgu ömmu minni. Hún var svo lífsglöð og bjartsýn. Hún sá að- eins það góða í lífinu og hafði hugann við það. Kannski er það ástæðan fyrir því að mér fannst hún alltaf vera hamingjusöm. Þú ert hér ei lengur amma mín góða. Falleg og hlý og ávallt til sóma. Þú heyrir í mér en ég ei í þér. Englarnir hlusta á þína fallegu sál. Fagur er staðurinn sem þú hefur komið þér á. Þarna uppi horfirðu á mig og sérð mitt líf dafna. Á meðan þú hvílir þig í svefninum langa. Ég elska þig amma. Birkir Ívar. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Drjúpa hljóðlát tregatárin og tómið fyllir allt. Ekkert sefar hjartasárin í sálu andar kalt. Þögul sorg í sál mér næðir, sár og vonar myrk, en Drottinn ætíð af gæsku græðir og gefur trúarstyrk. Hnípinn vinur harmi sleginn hugann lætur reika. Kannski er hún hinumegin í heilögum veruleika. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Heimur bjartur bíður þar og bráðum kem ég líka. Þá verður allt sem áður var er veröld finnum slíka. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran.) Sendi frændsystkinum mínum frá Birkilundi samúðarkveðjur við fráfall elskulegrar móður þeirra. Blessuð sé minning Helgu Pálsdóttur. Jóhanna B. Magnúsdóttir Helga Pálsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.