Morgunblaðið - 04.12.2020, Side 23

Morgunblaðið - 04.12.2020, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020 ✝ Áki Sigurðssonfæddist 1. maí 1960 í Súðavík. Hann lést á sjúkra- húsi í borginni Petropavlowsk Kamchatsky í Rúss- landi 11. nóvember 2020. Hann var elsta barn Sigurðar Borgars Þórðar- sonar, f. 1937, og Ástu Ákadóttur, f. 1941. Systkini Áka eru Þórður Þórarinn, f. 1961, Nanna, f. 1963, og Una, f. 1972. Áki kvæntist Evu Margréti og eignuðust þau þrjú börn: Ástu, f. 1994, sambýlismaður hennar er Þorsteinn Elías og eiga þau þrjú börn: Jakob Helga, 7 ára, Alex- öndru, 4 ára, og Ragnhildi Áki stofnaði Rofa sf. árið 1984 í Súðavík og er það félag enn starfandi. Árið 1986 flutti fjöl- skylda Áka til Kópavogs og 1987 stofnaði Áki félagið Örgjafann ehf. í Kópavogi og rak það í átta ár ásamt fleirum, auk Rafgjaf- ans ehf. sem var starfrækt í nokkur ár. Áki vann alla tíð sem rafvirki og við forritun á iðn- tölvum. Áki flutti aftur vestur og þá til Bolungarvíkur árið 2009. Áki vann hjá 3X stáli ehf. á Ísafirði við iðntölvustýringar og uppsetningar á vinnslulínum úti um allan heim. Útför Áka fer fram í dag, 4. desember 2020, kl. 15. Aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir en útförinni verður streymt á slóðinni: https://www.facebook.com/ groups/akisigurdsson Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat Steinunni, tveggja og hálfs mánaðar, Sigríði Drífu, f. 1997, dó sama ár, Karl Davíð, f. 1999. Fyrir átti Eva þrjú börn, þau Maríellu, f. 1987, Petreu, f. 1989, og Kristján Óla, f. 1991. Áki og Eva slitu samvistir. Áki hlaut sveins- próf í rafvirkjun frá Iðnskólanum á Ísafirði 1981. Áki var á samningi hjá Pólnum á Ísafirði með námi. Árið 1983 út- skrifaðist Áki sem rafiðnfræð- ingur frá Tækniskóla Íslands. Hann hlaut nafnbótina meistari í rafvirkjun árið 2005. Tók að sér nema sem skilaði afburðaár- angri og hlaut viðukenningu. Mér var mjög brugðið þegar ég heyrði að Áki var orðinn veikur og það í Rússlandi, eins langt frá Íslandi eins og hægt var og á stað sem ber heitið Petropavlovsk á Kamsjatka- skaga. Dagarnir liðu og hver fréttin verri barst. Svo kom reiðarslagið, Áki var látinn. Áki hafði farið þangað áður og kom eitt skipti við í vinnunni hjá mér til að heilsa upp á mig áður en hann fór í ferðina „óendanlegu“ eins og hann orðaði það, því það var mikið ferðalag að komast þangað. En ég fann að hann hafði mjög gaman af starfinu sínu og naut þess að gera það sem hann var að starfa við og var stoltur af því. Ég kynntist Áka fyrir tæpum 45 árum og við höfum alltaf haldið sambandi í gegnum árin. Áki var einn af þessum mönnum sem maður gat treyst 100% og ef Áki lofaði ein- hverju þá vissi maður að það yrði staðið við það. Hann var með stórt hjarta, vildi öllum vel, gaf mun meira af sér en hann þáði. Við stofnuðum fyrirtæki saman fyrir ca. 30 árum og seld- um m.a. ljóskastara í skip með ágætisárangri. Áki vildi fara meira inn í rafmagnið og stofn- aði Rofa og var með það fyrir- tæki í mörg ár og eitt leiddi af öðru sem varð til þess að hann flutti vestur í Bolungarvík og fór að vinna hjá 3-X Stáli á Ísa- firði sem svo varð að Skaginn 3X. Áka leið vel í þeirri vinnu, naut mikillar virðingar og ekki nema von, enda ótrúlega fær og vandvirkur fagmaður, svo eftir var tekið, alltaf til taks og reiðbúinn til að sinna öllum mál- um. Áki hafði gaman af því að ferðast og fór víða, bæði sjálfur og vegna vinnu. Við ferðuðumst saman m.a. á tölvusýningar í Hannover í Þýskalandi, fórum saman á ráðstefnu í London þar sem við lærðum m.a. að borða nautasteik með sinnepi, sem okkur fannst rosalega gott, en skrítið. Fallinn er frá, allt of snemma, góður drengur og vinur sem ég mun alltaf hugsa til með hlýju. Elsku Siggi og Ásta mín, Ásta og Karl Davíð, og afabörnin hans Áka míns, Nanna, Dúddi, Una og aðrir aðstandendur, ykkur sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Haraldur Leifsson. Það var svo sárt að fá þá frétt að Áki væri búinn að yfirgefa þennan heim. Áki var einn af þeim sem fæðast góðir og ein- hvern veginn tókst honum að varðveita þessa góðmennsku sína og hlýleika í lífsins ólgusjó. Flestum leið vel í návist hans. Hann var ekki þessi málglaða týpa, honum leið betur með að hlusta. En þegar hann sagði eitthvað þá var það að vel íhuguðu máli. Hann hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, en var ekki endilega að flíka þeim hve- nær og hvar sem var. Hann var þrjóskur eins og hann átti kyn til en hann nýtti þrjóskuna í bland með vandvirkninni í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og skilaði af sér hverju meist- araverkefninu á fætur öðru. Hann var fyrirmyndarfagmaður og eftirsóttur í sínu fagi. Hann var oftast léttur í lund og glaður í hjarta og þegar hann hló bræddi hann öll hjörtu. Hann var gjafmildur með eindæmum. Ef ég hringdi í hann vestur á firði og bað hann um að redda harðfiski eða hákarli þá spurði hann bara: Hve mikið? Alltaf fékk ég svo sendingu með flugi daginn eftir og yfirleitt þrefalt það magn sem ég bað um. Við Áki vorum systkinabörn og bjuggu fjölskyldur okkar ásamt afa og ömmu í litlu sjávarþorpi á Vestfjörðum. Öll bjuggum við og unnum á sama blettinum, það tók ekki mikið lengri tíma en þrjár mínútur að hlaupa á milli húsa. Fjölskylduböndin voru sterk og samgangur tíður og mikill. Áki afi og Rósa amma virkuðu sem segull á okkur barnabörnin og vorum við Áki mjög stolt að bera nöfnin þeirra, hann afa nafn og ég ömmu nafn. Fjölskyldurnar þrjár fluttu svo saman á Reykjavíkursvæðið haustið 1986 og fjölskyldubönd- in héldu áfram að vera sterk. Síðar flutti svo Áki einn vestur aftur og varð okkar sterka teng- ing við uppeldissvæðið fyrir vestan. Síðasta stóra verkið sem við Áki tókum þátt í saman var minningarviðburður sem hald- inn var í Súðavík í fyrra. At- höfnin var haldin í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að allri áhöfninni á Svan ÍS 420 var bjargað, eftir að báturinn sökk í aftakaveðri. Allir Álftfirðingar fá ryk í augun þegar þeir minnast þessa, enda höfðu þorpsbúar ár- in tvö á undan misst tvo báta með báðum áhöfnum og tilhugs- unin um að sagan væri að end- urtaka sig var óbærileg. Þessir atburðir voru Áka mjög hug- leiknir. Hann virkjaði með sér fjöldann allan af Súðvíkingum, búandi sem brottfluttum, og út- koman varð falleg og fjölmenn athöfn þar sem sjómanna sem hvíla í votri gröf var minnst og björgunin rifjuð upp. Viðburður, sem í mínum huga mun ekki lengur eingöngu tengjast minn- ingum um hetjur hafsins. Fráfall Áka skilur eftir sig stórt skarð í stórfjölskyldu okk- ar, skarð sem aldrei verður hægt að fylla. Við minnumst manns með stórt hjarta og miss- irinn er sár. Kæra Ásta og Siggi, Ásta og fjölskylda, Karl Davíð, Nanna, Dúddi, Una og og fjölskyldur, og aðrir ástvinir, aðstandendur og vinir Áka. Ykkur öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, megi Guð og góðar vættir hjálpa ykkur í sorg ykkar og missi. Rósa Björk Barkardóttir. Kveðja frá samstarfsmönnum Það lætur ekki mikið yfir sér, þorpið í fámenni sínu. Skapar þeim þó einatt er þar alast upp víðtækari reynslu en þeim í fjöl- menninu. Þar munar meira um einn. Menn þurfa jú að bjarga sér. Áki Sigurðsson, sem við kveðjum í dag, er sprottinn úr slíku umhverfi. Á margan hátt holdgervingur þess umhverfis. Fæddur og uppalinn í Súðavík sem lúrir undir fjöllum Álfta- fjarðar. Öflugt mannlífið þar og ekki síst atvinnulífið sem kallaði allar vinnufúsar hendur til verka. Það má segja að Áki hafi gengið tækniveginn. Rafvirkj- unin varð snemma hans fag. Súðvíkingar voru margra manna makar í uppbyggingu at- vinnulífs, sérstaklega á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Á þeim tíma hlaut Áki eldskírn sína. Sótti fljótt í flókin og erfið verkefni á sínu sviði enda barst orðstír hans víða. Þegar hann á árinu 1997 tók að sér fyrstu verkefnin fyrir 3X Stál var hann þegar orðinn einn af reynslumestu rafhönnuðum landsins í stórum verkefnum í sjávarútvegi hvort sem það var til lands eða sjávar, innanlands eða utan. Hann kom síðan að fullu til starfa hjá fyrirtækjum Skagans 3X í upphafi árs 2009 og starfaði þar óslitið síðan. Í hans huga var ekkert vandamál óleysanlegt heldur einungis misjafnlega flókið úr- lausnar. Hann vann störf sín af festu, harðduglegur og ósérhlíf- inn alla tíð. Þá var honum ein- staklega lagið að setja sig í spor viðskiptavina, skilja þarfir þeirra og vinna með þeim að farsælli lausn. Þrátt fyrir hæglátt fasið stóð hann ætíð fastur á sínu, ekki síst þegar hann taldi þörf á betri lausnum. Best naut hann sín á vettvangi hjá viðskiptavinum og var fyrstur til að taka að sér verkefni, ekki síst þau sem voru erfið úrlausnar. Það var í einni slíkri ferð á fjarlægum slóðum sem hann kenndi sér skyndilega alvarlegs meins sem enginn mannlegur máttur réð við. Fráfall hans í miðjum önnum er okkur samstarfsmönnum hans mikið áfall. Alvörugefni og trausti félaginn sem jafnframt gat verið hrókur alls fagnaðar er horfinn á braut og um leið einn reynslumesti og dyggasti starfsmaðurinn. Minningin mun lifa, ekki síst hjá afkomendum hans sem nú syrgja fjölskylduklettinn Áka. Stjórnendur Skagans 3x og samstarfsmenn hans senda börnum hans, barnabörnum, foreldrum og öðrum ættingjum innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd samstarfsmanna, Albert Högnason, Jakob Tryggvason, Karl Ásgeirsson, Halldór Jónsson, Ingólfur Árnason. Áki Sigurðssontil Mapútó í Mósambík, þar semLilja Dóra var fyrir, og vann þar með henni í rúmt ár og kynntist henni ágætlega á þeim tíma. Af Lilju Dóru geislaði sjálfs- öryggi. Hún var ákveðin og hafði skoðanir á mörgum hlutum. Og var ekki feimin við að láta þær í ljós. Því var gott að vinna með henni, því ég vissi ævinlega hvar hún stóð og það kunni ég að meta. Hún var hrein og bein og kom eins fram við alla. Skipti engu máli hvort um var að ræða ráðherra sem var að leita eftir verkefnapeningum eða konuna í þorpinu sem vildi læra að lesa. Allir voru jafnréttháir í hennar huga. Henni var mjög umhugað um velferð staðarráðna fólksins sem vann með okkur og lagði sig í líma við að þekkja hagi þess og hjálpa því ef illa stóð á. Lilja Dóra var fljót að setja sig inn í hluti og að skilja kjarn- ann frá hisminu. Eitt verkefn- anna sem við unnum að snerist um fiskeldi á landi, en það var málefni sem hún í upphafi vissi ekkert um. Á ótrúlega skömm- um tíma setti hún sig það vel inn í verkefnið að hún gat átt í hrókasamræðum um fiskeldi við sérfræðinga og var engin leið að sjá hver hefði stundað margra ára nám í þeim fræðum og hver ekki. Mér virtist sama hvað Lilja Dóra tók sér fyrir hendur, ef hún hafði áhuga, þá varð hún mjög fær. Lilja Dóra bjó um margra ára skeið í portúgölskumælandi löndum og var sleip í því tungu- máli. Hún gerði sitt besta við að hjálpa mér í slagnum við að læra portúgölsku, en stundum brast hana þolinmæðina. „Villi, hættu að hugsa þetta svona mikið og talaðu bara!“ datt þá stundum upp úr henni. Já, hún tók ekkert með silkihönskum á manni, enda engin ástæða til. Núna ylja svona minningar. Lilja Dóra naut sín í Mapútó. Hún átti marga vini þar og vissi fátt skemmtilegra en að sitja með þeim á hinum mörgu kaffi- og veitingahúsum borgarinnar. Gaman var að sækja þau Nel- son heim og var þá ekkert skorið við nögl. Bæði heimsborgarar. Það er synd og skömm að Lilja Dóra sé farin og komi ekki aftur. Hún var í blóma lífsins og hlakkaði mikið til framtíðarinn- ar. Framtíðarinnar sem aldrei kom. Við sem erum eftir erum fátækari fyrir vikið, en getum þó glaðst yfir því að hafa kynnst Lilju Dóru. Vilhjálmur Wiium. Þótt undir niðri hafi mig grunað hvert stefndi var and- látsfregnin reiðarslag, bylmings- högg í hjartastað. Guð minn góð- ur! sagði ég upphátt, elsku Lilja Dóra – tekin frá okkur í blóma lífsins. Með yfirþyrmandi sorg helltust yfir mig minningabrot líkt og hraðspólun á kvikmynd frá ófáum ferðalögum okkar á framandi slóðum, Mukano, Ka- langala, Quelimane, Cahora Bassa, Tete, Mangochi. Alltaf var Lilja Dóra stöðug í trúnni, trúnni á jákvæðar breytingar í þróunarsamvinnu með áherslu á valdeflingu kvenna og réttindi stúlkna. Leiðir okkar lágu víða saman og það voru ekki endilega fram- andi slóðir í veruleika hennar því hún bjó mörg ár ævinnar víðs vegar í Afríku og þekkti þá álfu vel, bjó um lengri eða skemmri tíma í Angóla, Úganda, Mósam- bík og Malaví. Lilja Dóra var oft andlit ís- lenskrar þróunarsamvinnu með- al samstarfsþjóða Íslendinga í Afríku. Hún var verkefnastjóri úti á akrinum, þekkti fólkið í sveitun- um sem við vorum að vinna fyrir og gerði sér far um að skilja þarfir þess, viðhorf, menningu. Hvarvetna var henni tekið af mikilli virðingu sem traustum vini, traustum leiðtoga fjarlægr- ar þjóðar í samstarfi um bættan hag og aukin lífsgæði. Þróunar- samvinna var ástríða Lilju Dóru og hún var lausnamiðuð og heil í hverju verkefni sem hún tók sér fyrir hendur, yfirveguð og æðru- laus. Þannig tókst hún líka á við sjúkdóminn sem skyndilega breytti öllu fyrir hálfu öðru ári. Nú stöndum við niðurlút í djúpri sorg með þakklæti fyrir fallegar minningar sem ylja um ókomna framtíð. Missirinn er sárastur fjölskyldu hennar, eiginmanni, móður, stjúpdóttur og bróður, en íslensk þróunarsamvinna hef- ur líka misst mikið við fráfall baráttukonunnar Lilju Dóru Kolbeinsdóttur. Höldum kyndli hennar á lofti. Gunnar Salvarsson. Í dag fylgi ég góðri vinkonu til grafar eftir 32 ára vinskap. Okk- ar fyrstu kynni voru á skólasetn- ingu Kvennaskólans haustið 88 og næstu árin vorum við saman nánast hvern einasta dag. Við vorum yin og yang að svo mörgu leyti en samt áttum við svo vel saman. Lilja var alltaf svo fín og flott í tauinu og hún hefur reglu- lega rifjað upp útganginn á mér þennan fyrsta skóladag, en hún var í skyrtu og jakka en ég í hettupeysu og strigaskóm. Mikið sem ég er þakklát fyrir að við vorum saman í bekk því þetta var upphafið að ómetanlegri vin- áttu. Við gengum saman í gegn- um menntaskólaárin sem voru algjörlega frábær. Við fengum æði fyrir Frakklandi og fengum meira að segja að fara 5 vinkon- ur saman til Frakklands í þriggja vikna ferð árið sem við urðum 18 ára. Við Lilja vorum þær einu sem vorum orðnar 18 ára og máttum keyra bílinn og önnur keyrði á meðan hin sat með stór götukort og vísaði veg- inn. Það gekk lygilega vel, líka í 6 akreina hringtorgunum í París. Ferðin gekk að mestu vel, þó við höfum lent í að vera rændar þá eigum við svo skemmtilega minningu af því að fá að hitta sjálfan Albert Guðmundsson heitinn, sendiherrann í París, sem skammaði okkur að passa ekki betur upp á íslenska vega- bréfið okkar sem væri það dýr- mætasta sem við ættum. Eftir útskrift fórum við Lilja saman í frönskunám til Montpellier. Við bjuggum saman í pínulítilli íbúð á besta stað og nutum lífsins í botn. Við áttum það sameiginlegt að vera miklir sælkerar og það var veisla alla daga hjá okkur. Eftir þennan tíma okkar lágu leiðir okkar sinnar í hvort landið en við vorum alltaf í miklum sam- skiptum og nýttum hvert tæki- færi til að hittast. Það er svo dýrmætt því að núna á ég fullan kassa af skemmtilegum bréfum, kortum, myndum og hjartað fullt af dýrmætum minningum með góðu traustu Lilju minni. Eftir að Lilja greindist í fyrra kom hún til mín og við fundum okkur góðan stað úti í móa þar sem við dúndruðum eggjum í klett og öskruðum helv. fokking fokk út í vindinn. Við hlógum líka mikið að sjálfum okkur en þetta var hin besta útrás. Við plönuðum að fara saman til Frakklands þegar hún yrði hressari. Undir lokin þegar Lilja var komin á líknardeildina leit ekki vel út með að við færum saman í ferðina, þá gat bless- unarlega vinkona okkar sem er búsett þar farið og tekið myndir og gátum við þannig glatt hana með myndum af gömlu götunni okkar og fleiri kennileitum það- an sem við bjuggum og áttum við góða stund og skemmtum okkur vel yfir góðum minningum frá áhyggjulausum tíma. Elsku Lilja mín, ég er enn of dofin til að fara út í móa að kasta eggjum en mun gera það fyrr en síðar því ég á svo erfitt með að skilja og sætta mig við að þú haf- ir ekki fengið lengri tíma til að vinna að þínum mikilvægu og frábæru verkefnum. Ég lofa að þegar ég ber þig hinsta spölinn mun ég ekki mæta í hettupeysu né strigaskóm og verð með cha- nel-varalitinn sem þú mæltir með að ég eignaðist og okkur fannst við þurfa að eiga fyrir Frakklandsförina okkar. Góða ferð í sumarlandið, elsku vinkona. Þín Guðrún. Kær vinkona er farin frá okk- ur, svo snögglega og allt of snemma. Ég man ekki hvenær eða hvernig leiðir okkar Lilju Dóru lágu fyrst saman, það hefur lík- lega verið fyrir fimmtán árum síðan en það var eins og við hefð- um alltaf þekkst. Undanfarin ár höfum við fetað sömu slóðir en Lilja Dóra var þó alltaf skrefi á undan. Vinátta okkar styrktist og dýpkaði fyrir nokkrum árum þegar við mæðgin bjuggum í sama fjölbýlishúsi og Lilja Dóra í Mapútó. Þar tóku Lilja Dóra og Nelson á móti okkur af sinni þekktu gestrisni og örlæti. Það var svo sannarlega gott að hafa klettinn hana Lilju við hlið okkar þegar við vorum að taka okkar fyrstu skref í nýrri borg og byrja í nýju starfi og skóla. Með hennar hjálp var sonur minn kominn í skóla daginn eftir að við lentum; hún brunaði með okkur til Suður-Afríku til að kaupa húsgögn, öryggisatriði yf- irfarin og auðvitað sá hún til þess að ég vissi hvar besta rauð- vínið fengist og hún leiddi mig markvisst á milli allra bestu veitingastaða borgarinnar. Lilja Dóra var stór karakter. Fróð og áhugasöm um nánast hvað sem er. Eftir sautján ára starfsreynslu í fjórum löndum Afríku talaði hún af öryggi, þekkingu og innsýn um þróun- arsamvinnu, pólitískar svipting- ar í álfunni og viðskipti en jafn- réttismál, valdefling kvenna og umhverfismál stóðu henni sér- staklega nærri bæði í leik og starfi. Það var bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að vera nálægt Lilju Dóru, umræðuefni skorti aldrei, stutt í hláturinn og grín og góður matur og drykkur léku alltaf stórt hlutverk. Hún kunni þá list best að gera huggulegt í kringum sig og skapa góðar stundir, sem nú eru hlýjar minn- ingar. Í haust fluttum við sonur minn til Malaví, fluttum inn í fal- lega húsið sem var hennar heim- ili síðastliðin þrjú ár. Lilja Dóra þurfti að skilja snögglega við heimili sitt síðasta vor vegna veikindanna en aftur sá klettur- inn hún Lilja Dóra til þess að að- lögun okkar í nýju landi gengi sem best fyrir sig. Þrátt fyrir af- ar erfið veikindi í sumar og haust gaf hún sér tíma til þess að ég færi sem best undirbúin til að taka við af henni í starfi og að allt væri sem huggulegast á nýju heimili. Hvernig hún hafði styrk til þess að gera þetta er mér al- gjörlega óskiljanlegt. Ég mun aldrei gleyma fjög- urra tíma símtali okkar síðasta sumar þar sem Lilja Dóra lá á spítalanum og var óvenjuhress „enda að fá gæðablóð“ beint í æð eins og hún sagði. Eins og í flestum samræðum við hana var víða komið við en sýn hennar á veikindi sín var einstök og á sama tíma svo lýs- andi fyrir hana sem manneskju. Hún var búin að undirbúa prakt- íska hluti skyldi allt fara á versta veg en á sama tíma var hún bjartsýn um að allt þetta myndi hafast. Baráttukonan Lilja Dóra er fallin frá; kona sem var með skýra sýn, praktísk og á sama tíma vongóð um að allt færi á besta veg. Elsku Nelson og Amína. Mín- ar dýpstu samúðarkveðjur, missir ykkar er mikill. Megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk. Inga Dóra Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.