Morgunblaðið - 04.12.2020, Side 27

Morgunblaðið - 04.12.2020, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020 ✝ Ingibjörg Ósk-arsdóttir fædd- ist á Brú í Bisk- upstungum 11. júní 1937. Hún lést 24. nóvember 2020 á Hjúkrunarheim- ilinu Eir. Foreldrar hennar voru Óskar Tómas Guðmunds- son, f. 2.8. 1905, d. 29.7. 1989, og Marta Aðalheiður Einarsdóttir, f. 13.1. 1909, d. 5.11. 2004. Systkini Ingibjargar voru Þorbjörg Erna, f. 2.1. 1934, Þorleifur, f. 19.11. 1935, d. 21.12. 2009, Guðmundur Her- mann, f. 24.12. 1938, María Erna, f. 4.10. 1940, d. 20.9. 2018, Lilja Jóhanna, f. 25.3. 1946 og Grétar, f. 16.7. 1949. Ingibjörg hóf sambúð með Bjarna Sigurðssyni, f. 26.4. 1935, d. 2.5. 2018, frá Geysi í Haukadal og bjuggu þau í Bjarka og Óðin Breka. Fyrir átti Eiður Brynjar Þór og Böðvar Inga (barnsmóðir Petra Mar- teinsdóttir) og Valdemar Óskar (barnsmóðir Anna Elísabet Bjarnadóttir). Ingibjörg og Valdemar skildu. Lang- ömmubörn Ingibjargar eru tíu talsins. Veturinn 1954-1955 gekk Ingibjörg í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Framan af vann Ingibjörg við ýmis þjónustustörf en þegar hún flutti til Reykja- víkur réð hún sig fljótlega til starfa við aðhlynningu hjá Ósk- ari Einarssyni lækni og Jóhönnu Magnúsdóttur, apótekara í Ið- unnarapótekinu við Laugaveg 40. Árið 1974 gerðist Ingibjörg dagmóðir og urðu starfsárin alls 40 talsins. Ingibjörg lét end- anlega af störfum sumarið 2014, þá orðin 77 ára gömul. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju 4. desember 2020, klukkan 15 að viðstöddum nánustu ættingjum. Vefslóð á streymi: https://www.sonik.is/ingibjorg virkan hlekk á streymi má nálgast á https://www.mbl.is/andlat Hveragerði. Eign- uðust þau þrjú börn: 1) Sigrúnu, f. 22.5. 1955. Börn hennar eru Ingi- björg, Rakel og Eva Rós. 2) Karl Krist- ján, f. 9.3. 1957, sem er giftur Elínu Jónsdóttur og eiga þau börnin Bjarna, Írisi Ósk og Pálma Þór. 3) Bjarna Ei- rík, f. 16.9. 1958. Ingibjörg og Bjarni slitu samvistum. Síðar giftist Ingibjörg Valdemari Thorarensen, f. 22.4. 1941, d. 14.5. 2017. Heimili þeirra var í Reykjavík og eignuðust þau tvö börn: 1) Guðlaugu Maríu, f. 19.7. 1974, sem er gift Gunnari Þór Möller og börn þeirra eru Dag- ur Fannar og Tómas Ísak. 2) Eið, f. 15.11. 1975, sambýliskona hans er Bjarnveig Sigurborg og eiga þau tvo drengi, Jakob Elsku, hjartans mamma mín. Nú hefur þú kvatt okkur og ég veit að þú varst hvíldinni fegin. Það var stundum átakanlegt að horfa upp á þig síðustu árin, elsku mamma mín, þá mest sjálfstæðu konu sem ég hef nokkru sinni kynnst hverfa smátt og smátt inn í þoku heila- bilunar. Eftir sit ég í ákveðnu tómarúmi en staðráðin í að varðveita sem best allar þær góðu minningar sem ég á um þig. Þar er svo sannarlega af mörgu að taka enda áskotnaðist okkur að fylgjast að í þessu lífi í rúm 46 ár og fyrir það er ég af- skaplega þakklát. Þegar litið er yfir farinn veg er margt sem stendur upp úr. Það fyrsta sem mig langar til að minnast er okkar kæri vinskapur. Við vor- um alltaf svo miklar vinkonur og það bar aldrei neinn skugga á þann vinskap. Eitt sinn var haft á orði við mig að ég væri jafn mikil mamma þín og þú værir mamma mín. Mér fannst það lýsa okkar sambandi mjög vel. Ég þáði stuðning og ráð- leggingar frá þér og þú sömu- leiðis frá mér. Á milli okkar ríkti ætíð gagnkvæm virðing og væntumþykja. Ég minnist þess að þú varst bæði húsfreyjan og húsbóndinn á heimilinu okkar. Ekkert verk var þér of stórt. Þú málaðir veggi, glugga og skápa, tengdir ljós, sagaðir eld- hússkápa sem þurfti að grynnka og bónaðir og blettaðir heim- ilisbílinn. Þú þreifst, þvoðir þvotta, bakaðir, saumaðir, tókst slátur og ræktaðir kartöflur. Þú varst algjör kjarnakona og kenndir mér að allt er mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Ég minnist þess hversu fjörugt heimilislífið var þegar ég var að alast upp en þú starfaðir sem dagmamma í 70 fermetra blokk- aríbúðinni. Ég minnist þess þegar þú leiddir mig upp að alt- arinu í brúðkaupinu mínu – og öll þau skipti þegar þú passaðir börnin mín. Ég minnist ferða- laga okkar erlendis. Þessar ferðir leiddu okkur á sólar- strönd á Spáni, til nokkurra borga í Evrópu og einnar í Bandaríkjunum. Ég minnist jafnframt allra ferðalaga okkar innanlands. Það er til marks um hversu mögnuð þú varst að þeg- ar þú varst sjötug þá fjárfestir þú í fellihýsi og spændir um þjóðvegi landsins með það í eft- irdragi. Ég minnist árlega kökubakstursins okkar fyrir jól- in. Afraksturinn var smákökur í kílóavís. Ég minnist næmni þinnar og tengingar við aðra heima sem og spádómsgáfu. Það voru ófá skiptin sem spilin voru lögð við eldhúsborðið í denn. Fyrir mig sem og aðra. Ég minnist þess líka hversu áhugasöm þú varst um vini mína og síðar vini okkar Gunn- ars og vildir kynnast þeim. Það sést á öllum þeim kveðjum sem okkur hafa borist frá vinum okkar síðustu daga að þú snert- ir við þeim. Að lokum minnist ég þess hversu vænt þér þótti um fjölskylduna þína og hversu umhugað þér var um hag henn- ar. Þú naust þín í samvistum við barnabörnin og síðar lang- ömmubörnin. Jafnvel þó að þok- an væri orðin ansi þykk í lokin þá lýsti alltaf upp andlitið þitt og þú brostir þegar ungdóm- urinn kom að heimsækja þig. Minningar um frábæra móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu lifa um ókomna tíð. Hvíl í friði, elsku besta mamma mín. Þín Guðlaug. Jæja Inga mín. Nú ertu kom- in á nýjan og hlýjan stað. Örugglega hvíldinni fegin. Man eins og það hafi verið í gær þeg- ar við hittumst fyrst, en það var á heimili þínu í Álftamýrinni. Ég og Guðlaug, eða Laugar- barnið eins og þú nefndir hana oft í mín eyru, vorum farin að stinga nefjum saman. Fyrstu samræður okkar voru um dag- inn og veginn. Þú varst að taka slátur og sast í eldhúsinu að sauma saman sláturkeppi. Ég settist hjá þér í eldhúsinu, þáði mjólkurglas og slátur og við byrjuðum að tala saman líkt og við hefðum þekkst lengi og vel. Þú tókst mér strax vel og sam- þykktir mig inn í þína fallegu fjölskyldu. Við vorum alltaf góð- ir vinir. Þú varst mjög góð móð- ir, tengdamóðir, vinur og ynd- isleg amma. Áttir stóran stað í hjörtum okkar allra. Þú varst alltaf til staðar. Að- stoðaðir ef eitthvað bjátaði á og kenndir okkur margt nytsam- legt sem nýtist okkur í lífinu. Minningarnar eru endalaus- ar. Þú skapaðir með okkur mjög skemmtilegar minningar. Það var mjög gaman að ferðast með þér um landið. Þú elskaðir að ferðast og þér þótti afskaplega vænt um landið okkar. Vinir okkar elskuðu þig. Þú gafst þér svo góðan tíma til þess að spjalla við alla. Hlustað- ir og sýndir öllum skilning. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér, elsku Inga mín. Við fjölskyldan munum ávallt minnast þín með gleði í hjarta. Takk fyrir allt, elsku Inga mín. Kveðja, Gunnar Þór Möller, tengdarsonur þinn. Amma Inga var alltaf svo rosalega góð við mig og hún passaði mig oft. Ég gisti oft hjá henni og það var alltaf rosalega gaman. Við borðuðum hakk og spaghettí og horfðum á íslenskt sjónvarpsefni, sem var í uppá- haldi hjá henni. Svo svæfði hún okkur bræður alltaf með sögum um Tralla og Möllu og strauk okkur um lófana. Ömmu Ingu fannst rosalega gaman að fara í bíltúra og ferðaðist hún út um allt á Hondunni sinni. Hún keyrði niður Laugaveginn, hún keyrði upp í Grafarvog til okkar og hún fór upp í Árbæ að heim- sækja Kalla og Ellý. Amma var mjög sjálfstæð, hlýleg, góð- hjörtuð og umfram allt mögnuð kona sem ég leit mikið upp til og á eftir að sakna mikið. Amma mín, núna ertu að komin á betri stað. Hvíldu í friði, elsku besta amma Inga mín. Þinn Tómas Ísak. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. (Sigurður Jónsson) Þegar ég hugsa til Ingibjarg- ar hljómar þetta erindi fyrir eyrum mínum. Ingibjörg elskaði sveitina sína heitt og innilega og saknaði hennar alla tíð. Seint og um síðir varð henni að ósk sinni þegar hún eignaðist bíl og nýtt hjólhýsi sem hún gat flutt með sér og dvalið í þegar hún heimsótti ættingja og vini, menn og máleysingja í sveitinni sem henni þótti svo gott að minnast. Við Ingibjörg áttum okkur draum. Hún ætlaði að bjóða mér með sér í sveitina sína þar sem hún gæti sýnt mér æsku- slóðirnar og sagt mér betur frá. – Sagt mér frá því þegar hún laumaðist til að fara í stóðið, beislaði þar besta gæðinginn og þeysti um grundir frjáls og frí. – Hvernig henni leið þegar hún valdi að æfa keppnisíþróttir með drengjunum fremur en að vera í leikfimi. Ingibjörg var víðlesin og hafði einkum gaman af því að lesa góðar ævisögur. Hún átti gott safn bóka sem hún hugðist lesa aftur og betur þegar um hægðist og hún hefði góðan tíma til að njóta. Sjálf sagði hún vel frá og oft minntist ég á það við hana að hún ætti að fá einhvern góðan rithöfund til að skrá sögu sína. Ævi hennar var litrík, róman- tísk og eins og hjá okkur flest- um erfið á stundum. Henni tókst að sigrast á hindrunum með einbeitni, kjarki og dugn- aði. Skoðanir hafði hún sterkar á mönnum og málefnum og var óhrædd við að setja þær fram. Það var falleg stund í lífi okk- ar þegar Ingibjörg leiddi stolt dóttur sína að altarinu þar sem hún gekk að eiga son okkar, Gunnar Þór. Ingibjörg klæddist þá ljósgrænum kápukjól sem hún hannaði og saumaði sjálf af sínum alkunna myndarbrag. Hún var glæsileg og bar höfuðið hátt og ég skynjaði vel hversu stolt hún var af dóttur sinni. Seinna kynntumst við svo fjöl- skyldu hennar betur á hátíðar- og gleðistundum og þá var gam- an. Ingibjörgu þótti vænt um börnin sín og barnabörn sem nú sjá á bak ömmu Ingu. Hún skil- ur eftir stórt skarð í lífi þeirra og ég veit að Dagur og Tommi sakna hennar sárt. Hún var barngóð og eignaðist marga góða vini í starfi sem dagmóðir þar sem hún naut virðingar og fékk viðurkenningu fyrir vel unnin störf frá Samtökum dag- mæðra. Ég kveð Ingibjörgu og votta börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Anna. Ég á margar góðar minning- ar frá heimsóknum til Ingi- bjargar frænku. Sé hana fyrir mér granna og glæsilega í eld- húsinu sínu brosandi út að eyr- um. Þegar ég var barn tók hún eftirminnilega á móti mér og mömmu. Hún sótti okkur oft sjálf á Volvonum sínum og heima hjá henni beið svo hlaðið kaffiborð. Í minningunni var mikið spjallað og hlegið í þess- um heimsóknum. Inga átti ekki í neinum vandræðum með að tjá sig og talaði um alla hluti af miklu hispursleysi. Frá henni fórum við mæðgur alltaf sælar og glaðar. Inga vann sem dagmamma lengi og meira að segja fram yf- ir sjötugt. Heimilið hennar bar þó aldrei með sér að það væri fullt af smábörnum alla virka daga. Hver hlutur hafði sinn stað hjá henni og allt var tand- urhreint. Hún passaði í heildina mikinn fjölda barna og hafði sterkar skoðanir á öllu sem við- kom starfinu en vildi ekki hafa mjög mörg orð um sitt framlag í þeim efnum. Þakkaði bara fyr- ir að aldrei hefði komið neitt al- varlegt fyrir. Hún hafði einstakt lag á börnum og sinnti þeim af miklum metnaði. Bæði andleg og líkamleg næring átti að vera fyrsta flokks. Um þessi störf hennar get ég miðlað af eigin reynslu því hún passaði tvö af okkar börnum og sinnti því verki frábærlega. Inga vildi nefnilega gera verkin almennilega. Ef á annað borð átti að ráðast í einhver verkefni þá var alveg eins gott leggja sig alla í þau. Hún var sjálf bæði rösk og flink. Gat saumað, smíðað og málað og gert eiginlega hvaðeina sem féll til eða henni datt í hug. Hún vildi ekki sjá neinn káralit á þvottinum sínum og þegar hún keypti sér ný föt átti hún það til að spretta þeim strax í sundur og laga þau, og var snögg að því. Hún hafði óbeit á öllu óþar- faveseni, eða tilstandi eins og hún kallaði það oft, og óheið- arleika þoldi hún alls ekki. Hún kunni að meta að fólk kæmi til dyranna eins og það var klætt. Það gekk á ýmsu í lífinu og Inga upplifði til dæmis að standa uppi ein og allslaus með börnin sín og þurfti að koma undir sig fótunum að nýju upp á eigin spýtur. Hún sagði frá þessum aðstæðum, eins og öðru, á opinskáan hátt og kryddaði frásögnina með sterkum lýsing- arorðum. Viðurkenndi að þetta hefði ekki verið auðvelt en það var ekki um annað að ræða en að takast á við þetta eins og önnur verkefni. Ingibjörg föðursystir mín var hressileg, litrík og skemmtileg persóna, ein af þessum sterku konum sem gustaði af. Ég er af- ar þakklát fyrir allar okkar skemmtilegu samverustundir. Frændsystkinum mínum og fjölskyldum þeirra sendi ég samúðarkveðjur. Guðrún Þorleifsdóttir. Hún var hress, hreinskilin, ákveðin, drífandi og skemmti- leg. Það var aldrei lognmolla í kringum um Ingibjörgu eða ömmu Ingu eins og Dagur Fannar og Tómas Ísak kölluðu hana alltaf. Við vorum svo heppin að kynnast Ingibjörgu þegar Gunnar Þór, bróðir og mágur, kynntist Gullu. Hún varð strax fjölskylduvinur. Það var gaman að fylgjast með því hvernig hún leit til með dóttur sinni eins og ljónynja. Þær voru greinilega samrýmdar og brölluðu mikið saman. Það leyndi sér ekki að Ingibjörg hafði mætur á Guðlaugu sinni og gætti þess að ungi maðurinn sem hún var að slá sér upp með kæmi vel fram við hana. Það reyndi þó aldrei á þá varð- stöðu því Gunnar og Ingibjörg urðu strax kærir vinir. Gagn- kvæm væntumþykja, hjálpsemi og virðing leyndi sér ekki þar. Þegar við fréttum af því að Ingibjörg hefði kvatt þennan heim rifjuðust um margar ljúf- ar minningar. Minningar frá ferðalögum þar sem Ingibjörg kom ein á sínum jeppa með sitt fellihýsi, góðar stundir í afmæl- um, jólaboðum, en ekki síst frá brúðkaupsdegi Gunnars og Gullu. Hann bar einmitt upp á 11. júní, afmælisdag Ingibjarg- ar. Þar sást langar leiðir hve hamingjusöm og stolt hún var af dóttur sinni og nýbökuðum tengdasyni. Já uppákomurnar voru ýms- ar, mörg tilefni til að hlægja, spjalla og þrasa um pólitík, en Ingibjörg var skorinort með af- brigðum þegar hún tjáði sig um menn og málefni. Við erum ríkari af því að hafa átt samleið með Ingi- björgu. Það eru líka börnin hennar, tengdabörn og barna- börn. Við sendum þeim inni- legar samúðarkveðjur. Eftir lifir minning um góðan vin og samferðarkonu. Tómas Njáll og Helena. Ingibjörg Óskarsdóttir Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN INGI STEINDÓRSSON, Miðstræti 11, Vestmannaeyjum, lést að heimili sínu 20. nóvember. Útförin fór fram í kyrrþey 30. nóvember. Elínborg Bernódusdóttir Hinrik Jónsson og börn Ölver Jónsson, Svanhildur Inga Ólafsdóttir og börn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, OLGA HAFBERG, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík þriðjudaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 8. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna verður einungis nánasta fjölskylda viðstödd, en athöfninni verður streymt á slóðinni https//www.sonik.is/olga. Aðstandendur vilja þakka starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir einstaka umhyggju og alúð. Olga Guðrún Snorradóttir Rúnar Ástvaldsson Engilbert Ó H Snorrason Sigrún Tómasdóttir Jón HB Snorrason Þóra Björnsdóttir Hlynur Hafberg Snorrason Alma Björk Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir okkar, ÞÓRARINN ODDSSON, lést 15 nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Alda Vala Ásdísardóttir Sigurborg Oddsdóttir Ólafur Oddsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARL GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON, deildarstjóri í tollpóstinum, lést á heimili sínu í Skövde mánudaginn 30. nóvember. Minningarathöfn og jarðsetning verður auglýst síðar. Siv G. Guðjónsson Guðjón Karlsson Eija Karlsson Elín María Karlsdóttir Anna Marta Karlsdóttir Eyþór Jónsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.