Morgunblaðið - 04.12.2020, Side 29
ur og ævintýraland, sem þau hafa
skapað í gegnum árin.
Steina, Áslaug og Rut voru
mjög samrýndar systur og nánar
vinkonur. Átti ég því láni aða
fagna að verða ein af þeim. Við
kölluðum okkur „systurnar“.
Einnig er mikill og góður sam-
gangur við bræðurna Matthías,
Ólaf og fjölskyldur.
Nokkrar stelpuferðir voru
farnar. Ógleymanleg er 70 ára af-
mælisferð Steinu til Kaupmanna-
hafnar, þegar við „systurnar“ og
dæturnar, Kristín Fjóla, Silja Rún
og Heba, þustu með okkur um alla
borgina og sýndu okkur allt það
markverðasta.
Steina var félagslynd og hrók-
ur alls fagnaðar, enda frásagnar-
gleði hennar mikil sem kitlaði
hláturtaugarnar. Steina hélt
„konuboð“ í 20 ár, með 20 konum.
Var allt lagt undir í fræðslu, kveð-
skap og matargerð. Eftirminnileg
boð, sem við þurftum að hafa fyrir
að mæta í. Hún var ein af okkur
stofnfélögum Lionessu- og Lions-
klúbbsins Kaldár. Sat hún í
stjórnum, sem formaður, ritari og
gjaldkeri. Einnig formaður ým-
issa nefnda. Hún var alltaf tilbúin
að starfa fyrir klúbbinn. Kaldár-
konur minnast Steinu með sökn-
uði eftir 34 ára samveru.
Steina var einnig félagi í Odd-
fellow-stúkunni Rannveigu. Lét
hún til sín taka þar. Stofnuðum við
Gulli og Steina verslunina Ösp, að
Strandgötu 11 hér í bæ. Störfuð-
um við öll þar ásamt góðu starfs-
fólki. Var þetta fyrir daga stór-
markaða og verslunarmiðstöðva.
Þótti bæjarbúum gott að koma í
Öspina og sækja sér vörur, þegar
búið var að loka matvöruverslun-
um.
Það er mikið lán að eignast
slíka góða vini eins og Steinu,
Gulla og fjölskyldu. Áttum við
fjölskylda mín margar skemmti-
legar samverustundir í gegnum
árin, bæði innanlands og erlendis,
sem við þökkum fyrir á þessari
kveðjustund.
Hvíl í friði, elsku vinkona.
Birna Loftsdóttir.
Í dag kveðjum við, fjölskylda
Sigríðar, tengdadóttur Steinunn-
ar Bjarnadóttur, hana með virð-
ingu og þökkum fyrir góð kynni á
liðnum áratugum. Steinunn átti
farsæla lífsgöngu sem einkennist
af gjörvileika og glæsimennsku.
Þar kom til traustur förunautur
og barnalán. Hún hafði bæði vilja
og burði til að njóta þess umhverf-
is sem til staðar var á göngunni.
Heimavöllur Steinunnar var
hér í Hafnarfirði, ólst hér upp,
sótti nám við Flensborgaskóla og
lauk gagnfræðaprófi frá þeim
skóla. Að því loknu hóf hún sinn
starfsferil, fyrst við verslunar-
störf og rak eigið fyrirtæki um
tíma, en lauk starfsævi sinni á
skrifstofu hjúkrunarheimilis
Hrafnistu hér í firðinum.
Eftirtektarvert var hvað þau
hjónin voru samstiga við að búa
sér, börnum sínum og fjölskyldum
þeirra fagurt heimili og þá var
ekki síður ánægjulegt að heim-
sækja þau í sumarhús þeirra. Við-
mót sem bar vott um smekkvísi
sem gott var að njóta þegar þau
voru heimsótt. Þá voru þau hjónin
félagslynd og vinmörg og störfuðu
bæði í Oddfellowreglunni og
Lionsklúbbi hér í Hafnarfirði.
Það var sárt að fylgjast með því
síðustu árin hvernig sjúkdómur
varð smátt og smátt til þess að
Steinunn fjarlægðist umhverfi
sitt. Hún glímdi við sjúkleika sinn
af elju og þrautseigju og þar naut
hún viðveru og umhyggju eigin-
manns og fjölskyldunnar. Ætla
má, þegar svo var komið, að Stein-
unn hafi yfirgefið þennan heim
fullkomlega sátt við lífið og það
sem það gaf henni.
Við fjölskylda Sigríðar vottum
Gunnlaugi Fjólari, börnum þeirra
og fjölskyldum okkar dýpstu sam-
úð.
Blessuð sé minning hennar.
Sigurður Þórðarson.
Gengin er mín góða vinkona
Steinunn Bjarnadóttir.
Við Steina bundumst órjúfan-
legum vinaböndum á unglingsár-
um og vorum samferða í gegnum
lífið.
Hún var Hafnfirðingur fram í
fingurgóma; dugleg, reglu- og
samviskusöm. Þá var hún smá-
munasöm og skipulögð enda fædd
í meyjarmerkinu eins og við grín-
uðumst með. Hún var góður og
skemmtilegur vinur en hlátrasköll
sem breyttust í vein voru rauður
þráður þegar við hittumst.
Það var gæfuspor þegar Gulli
og Steina felldu hugi saman. Þau
eignuðust þrjú dásamleg börn,
bjuggu sér fallegt heimili og stóðu
saman í lífsins ólgusjó. Þau rækt-
uðu fjölskylduna og vinagarðinn.
Þau voru samhent hjón enda bæði
einstakir fagurkerar og dugnað-
arforkar sem voru höfðingjar
heim að sækja.
Á milli eiginmanna okkar og
fjölskyldna ríkir vinátta. Sum-
arbústaðir okkar eru í nálægð og
því mikill samgangur. Það var ein-
stakt að heimsækja Steinu og
Gulla í Hreiðrið, sem er réttnefni
fyrir þann fallega bústað sem þau
gæddu töfrum og fegurð.
Steina var grand. Það sem hún
tók sér fyrir hendur gerði hún fal-
lega og vel. Kvennaboð Steinu rifu
mann úr hversdagsleikanum á
ævintýraslóðir þar sem nostrað
var við hvert smáatriði. Hún var
glæsileg og smart til fara, gjarnan
í pastellitum og viss bleikur litur
minnir mig alltaf á hana. Þá var
hún alltaf með fallega skartgripi
og tendraði hún áhuga minn á eð-
alsteinum þegar hún vann í Dem-
antshúsinu og hjá Guðrúnu gull-
smið.
Okkur vinkonunum bar gæfa
til þess að ferðast mikið saman
bæði innan- og utanlands með
mökum og fríðu föruneyti. Þar
fórum við oft í fatabúðir og oftar
en ekki sagði ég við Steinu að hún
ætti ekki skilið að vera grönn þeg-
ar hún kvartaði þótt flíkin smell-
passaði.
Á hverju ári hlakkaði ég til að
fá fallega skrifað jólakort frá þeim
hjónum en Steina sendi persónu-
lega kveðju og gjarnan með mynd
af okkur á ferðalagi á því ári sem
var að líða. Slík minningabrot eru
fjársjóður í dag.
Þegar sjúkdómurinn ágerðist
bar Steina ekki byrðarnar ein.
Systur hennar og fjölskylda
reyndust henni vel og sýndu hlýju
og umhyggju. Gulli vék ekki frá
Steinu sinni og sýndi henni ein-
staka ást og alúð.
Ég hafði vonast til þess að við
vinkonurnar gætum orðið sam-
ferða á efri árum en nú er komið
að kveðju- og þakkarstund.
Ég óska þér hinnar bestu ferð-
ar í Sumarlandið, elsku vinkona.
Guð blessi minningu Steinunnar
Bjarnadóttur.
Elsku Gulli, Bjarni Þór, Sigga,
Kristín Fjóla, Silja Rún og Frið-
rik. Við Þorsteinn sendum ykkur
og fjölskyldunni allri okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Auður Bjarnadóttir.
Kær vinkona, Steinunn
Bjarnadóttir, hefur kvatt þetta
jarðlíf. Ég kynntist Steinunni og
fjölskyldu hennar þegar sonur
minn Friðrik hóf sambúð með
Silju Rún, yngstu dóttur Stein-
unnar og Gunnlaugs.
Steinunn var yndisleg kona,
elskuleg og hlý í viðmóti. Þau
hjónin Steinunn og Gunnlaugur
voru einstaklega gestrisin, alltaf
tóku þau á móti okkur fagnandi,
hvernig sem á stóð. Steinunn var
glæsileg kona og alltaf vel tilhöfð
og fallega klædd. Heimili þeirra
hjóna var einstaklega fallegt,
bæði í Mávahrauninu og Skipa-
lóni. Sumarbústaður þeirra hjóna
fyrir austan fjall var líka sérstak-
ur sælureitur og handaverk hús-
bóndans og húsfreyjunnar leyndu
sér ekki.
Mér þótti mjög vænt um Stein-
unni og sakna hennar mikið. Hún
var óspör á hrósið og alltaf glaðleg
og broshýr. Samband þeirra
Gunnlaugs var einstaklega ástríkt
og hlýtt. Fyrir fáeinum árum
greindist Steinunn með ólækn-
andi sjúkdóm sem leggst á fólk á
ýmsum aldri og annaðist Gunn-
laugur hana heima svo lengi sem
það var unnt, með góðri hjálp
systra hennar og fjölskyldunnar
allrar.
Síðasta skiptið sem við Stein-
unn sáumst var hún komin á
hjúkrunarheimilið Sólvang. Hún
tók mér fagnandi eins og alltaf og
við spjölluðum lengi á léttu nót-
unum og áttum góða og glaða
stund saman. Vegna Covid-far-
aldursins gafst mér ekki kostur á
að hitta hana aftur, en geymi
minninguna um þessa góðu stund
okkar. Allar samverustundir okk-
ar Steinunnar voru indælar og ég
mun geyma með mér dýrmætar
minningar um hana.
Ég vil að lokum senda Gunn-
laugi og fjölskyldunni allri innileg-
ar samúðarkveðjur og þakka alla
vinsemd í minn garð gegnum árin.
Minningin um góða og mæta
konu mun lifa um ókomin ár.
Blessuð sé minning Steinunnar
Bjarnadóttur.
Þrúður Kristjánsdóttir,
Búðardal.
Það var vaskur hópur ungra
kvenna sem stofnaði Lionsklúbb-
inn Kaldá í Hafnarfirði 25. febr-
úar 1992 og þar á meðal var Stein-
unn stofnfélagi.
Við höfðum nokkru áður stofn-
að Lionessuklúbbinn Kaldá en
strax og breytingar urðu hjá Al-
þjóðahreyfingu Lions og konur
fengu full réttindi sem Lionsmenn
þá stofnuðum við Lionsklúbbinn
Kaldá. Okkur félögunum varð
snemma ljóst að Steinunn var
mikill og sannur Lionsmaður.
Einstaklega hugmyndarík, ósér-
hlífin, dugleg og dreif okkur með
sér í verkefnin sem voru af ýms-
um toga fyrstu árin. Hún hafði
alltaf tíma fyrir Lions og klúbbinn
okkar sem hún var svo stolt af og
bar mikla umhyggju fyrir.
Steinunn gegndi mörgum emb-
ættum í klúbbnum, formaður, rit-
ari, gjaldkeri og formaður ýmissa
nefnda í gegnum árin að
ógleymdu embætti ljósmyndara
sem hún vann af mikilli alúð og
vandvirkni sem og öll sín störf í
klúbbnum.
Hver man ekki eftir jólafund-
unum okkar, allar með hatta og
hver var með glæsilegasta hatt-
inn? Það var Steinunn alltaf svo
glæsileg svo af bar.
Afmælisferðin til Kaupmanna-
hafnar þar sem við fögnuðum ára-
tuga Lionsstarfi og skemmtum
okkur saman. Hver gerði þá ferð
ógleymanlega með fallegu hefti
með myndum og texta? Það var
Steinunn sem gerði það og afhenti
okkur ferðafélögunum í Kaup-
mannahöfn.
Já margs er að minnast og
þakka fyrir á löngum Lionsferli
og mörg eru þau spor sem við
skulum minnast með góðum fé-
laga sem ávallt lét gott af sér
leiða.
Innilegar samúðarkveðjur til
eiginmanns og fjölskyldu.
Fyrir hönd Lionsklúbbsins
Kaldár,
Jórunn Jörundsdóttir.
Steina, kær vinkona okkar og
leiksystir, er fallin frá 76 ára að
aldri. Við höfum þekkst frá því við
munum eftir okkur, allar á
Hraunkambinum og nágrenni.
Leiðtogahæfileika hafði hún
mikla og var hún ekki nema 10-11
ára þegar hún skipulagði skóla-
starf fyrir okkur yngri stelpurnar
og var Áslaug systir hennar þar
með. Hún kenndi okkur lestur,
skrift og upplestur. Steina stjórn-
aði heilu leikþáttunum með okkur
og fórum við t.d. með kvæðabálk,
„Gleraugun hans afa“ á stúkuf-
undi í Gúttó. Veitingar voru líka af
ýmsu tagi, kaldir Royal-búðingar
hrærðir á staðnum og við alsælar.
Ótrúlegt hvað hún nennti að hafa
okkur með í alls konar leiki.
Hraunkamburinn og hraunið allt í
kring var líka okkar heimur.
Árin liðu og alltaf fylgdumst við
með hver annarri.
Á unglingsárum fór Steina í
snyrtiskóla og við horfðum agn-
dofa á hvernig ætti að ganga og
mála sig. Alltaf var hún líka glæsi-
leg bæði í fasi og klæðaburði. Svo
komu fullorðinsárin og við fylgd-
umst spenntar með þegar Steina
og Gulli fóru að vera saman.
Fyrir um 20 árum átti Steina
frumkvæði að því að við gömlu
leiksysturnar hittumst, þá var
Guðríður Aðalsteinsdóttir líka í
hópnum en hún lést árið 2003.
Steina bauð okkur austur í hreiðr-
ið þeirra Gulla og höfum við komið
saman einu sinni á ári eftir það.
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast
að þú ert ein af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Við leiksystur, Áslaug, Ásta,
Dódý, Ella Rúna, Guðný, Hall-
dóra, Henný og Sigrún, sendum
elsku Gulla og fjölskyldu okkar
innilegustu samúðarkveðju.
Sigrún Óskarsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Steinunni Bjarnadótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020
✝ GuðmundurGuðmundsson
fæddist á Seljavegi
í Reykjavík 14.
febrúar 1951. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands, Selfossi, 19.
nóvember 2020.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Björnsson, f. 13.7.
1914, d. 29.12. 1970
og Ólafía Karlsdóttir, f. 8.12.
1923, d. 11.8. 1998. Systkini Guð-
mundar eru: 1) Björn, f. 29.2.
1944, d. 8.6. 2008, 2) Karl Þor-
steinn, f. 21.5. 1947, d. 5.12.
1973, 3) Alfreð, f. 31.5. 1948, 4)
Ásthildur, f. 31.3. 1953, 5) Guð-
rún Margrét, f. 10.4. 1961 og 6)
Salóme Þorbjörg, f. 2.8. 1966.
Árið 1971 giftist Ólafía Pálma
Ingólfssyni, f. 19.8. 1928, d. 24.4.
2013 og gekk hann þeim systk-
inum í föðurstað.
14.7. 1975, saman eiga þau 5)
Rakel Rós, f. 28.10. 2008.
Þegar Guðmundur var sjö ára
fluttist hann ásamt foreldrum og
systkinum í Kjósina. Hann dvaldi
á heimavist við grunnskólann
Ásgarð í Kjós og sótti síðar nám
við Gagnfræðaskólann í Mos-
fellssveit. Guðmundur bjó um
tíma í Hafnarfirði en fluttist til
Hveragerðis ásamt fjölskyldu
sinni árið 1990, þar sem hann bjó
allt til dauðadags. Guðmundur
lærði bifvélavirkjun og síðar vél-
stjórn og vann um tíma sem bif-
vélavirki og sem vélstjóri til sjós.
Guðmundur vann einnig við vik-
urkeyrslu og uppskipun hjá
Jarðefnaiðnaði ehf. í Þorláks-
höfn. Í seinni tíð var Guðmundur
virkur flokksmaður Framsókn-
arflokksins á Suðurlandi og
einnig virkur í félagsstarfi
Lionsklúbbs Hveragerðis.
Útför Guðmundar verður
gerð frá Hveragerðiskirkju í
dag, 4. desember 2020, og hefst
athöfnin kl. 13. Streymt verður
frá útförinni á slóðinni: https://
www.promynd.is/gudmundur
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
Guðmundur
kvæntist Þor-
björgu Sigurð-
ardóttur, f. 15.9.
1958, d. 25.6. 2005.
Synir Guðmundar
og Þorbjargar eru:
1) Karl Valur, f.
30.6. 1983, maki
Anna Kristín
Kristjánsdóttir, f.
20.11. 1982, dætur
þeirra eru Þor-
björg Ýr og Hugrún Sif, 2) Sig-
urður Hrafn, f. 5.4. 1990, 3)
Bjarki Þór, f. 12.3. 1991, maki
Petra Dagmar Björnsdóttir, f.
16.5. 1991, saman eiga þau son-
inn Björn Heiki. Fyrir átti
Bjarki soninn Guðmund Marís
og Petra dæturnar Hugrúnu
Björk, Andreu Dögg og Elínu
Diljá, 4) Andri Geir, f. 21.10.
1994.
Árið 2019 kvæntist Guð-
mundur Ginu Llido Ranara, f.
Elsku tengdapabbi.
Fimmtudagurinn 19. nóvem-
ber heilsaði okkur kaldur en
bjartur. Er líða tók að kvöldi
minnti veturinn á sig með hríð-
arbyl. Hríðarbylurinn var ekki
bara fyrir utan gluggann heldur
einnig í hjörtum okkar. Þú hafð-
ir lagt augun aftur í hinsta sinn.
Það er erfitt að skrifa til þín
kveðjuorð en um leið gott að
ylja sér við minningar. Ég
kynntist þér fyrir rúmum 15 ár-
um þegar við Kalli fórum að
stinga saman nefjum. Þú hafðir
þá nýverið misst elsku Tobbu og
varst faðir fjögurra ungra
drengja sem höfðu misst móður
sína. Þetta var ekki auðvelt
hlutskipti og missir ykkar mikill,
en þú tókst utan um alla eins vel
og þú gast og gerðir þitt besta í
að halda lífinu í sem föstustum
skorðum. Þú tókst mér líka opn-
um örmum frá fyrsta degi og ég
sá fljótt að undir yfirborðinu,
sem stundum virtist hrjúft,
leyndist hjartahlýr maður sem
gerði allt fyrir fólkið sitt. Þótt
erfitt sé að hugsa til þess núna
að öll él birti upp um síðir, þá
má segja að birt hafi til í þínu
lífi þegar þú kynntist Ginu og
enn bjartara varð þegar Rakel
Rós bættist í barnahópinn og
systkinin urðu fimm. Með þeim
og okkur öllum hélt lífsins ferða-
lag áfram.
Enn stækkaði faðmur þinn
þegar barnabörnin bættust í
hópinn, þau áttu hvert og eitt
stóran sess í hjarta þínu og
augu þín ljómuðu upp í návist
þeirra.
Þú hafðir unun af því að
ferðast um landið, sérstaklega á
sumrin. Þá var stundum for-
vitnilegt að sjá hvaða fararskjóti
eða ferðavagn varð fyrir valinu í
hvert skipti, var það gamli hús-
bíllinn, fellihýsi eða „nýr“ gam-
all húsbíll. Það fór alla vega ekki
fram hjá okkur þegar farar-
skjótinn mætti á staðinn, hann
var yfirleitt ekki sá hljóðlátasti
á svæðinu. Það vantaði mikið
þegar þú gast ekki lengur komið
með okkur í útilegu í sumar en
eftir sitja minningar um Þórs-
merkurferðir og útilegur víðs
vegar um landið.
Ferðalag þitt hefur nú tekið
stefnu í Sumarlandið, hvar það
mun halda áfram. Þú munt þó
áfram verða samferða okkur
sem eftir sitjum, bæði í hjörtum
og huga og ég lofa að segja afas-
telpunum þínum sögur af ynd-
islega afa Gutta, minnast hlát-
ursins, kímnigáfunnar,
hlýjunnar og langa „jáááá-sins“
þegar þú svaraðir í símann.
Nóttina eftir að þú lagðist inn á
sjúkrahúsið í hinsta sinn
dreymdi mig heimsókn okkar
fjölskyldunnar til þín. Þegar við
komum upp stóðstu stálsleginn
við rúmið. Nú veit ég að þótt þú
hafir farið veikur inn þá fórstu
heilbrigður á vit þeirra ævintýra
sem bíða þín í Sumarlandinu.
Við söknum þín. Hvíldu í friði
elsku Gutti.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þín tengdadóttir,
Anna Kristín.
Það er alveg sama hversu vel
við hugsum um okkur, við verð-
um ekki eilíf. Okkur er talin trú
um að mjólk sé ofurfæða, ráð-
lagður dagskammtur tvö glös.
Gutti bróðir drakk tvo lítra af
mjólk á dag en ekki vegna holl-
ustunnar heldur vegna þess
honum þótti hún góð. Einn dag-
inn sagði hann okkur að hann
væri kominn með mjólkuróþol,
þetta þótti okkur ansi skondið
og nú var komið nóg af þessu
mjólkurþambi. Seinna kom síð-
an í ljós að þetta var mun alvar-
legra en við héldum og virtust
ytri öfl ráða þar ferð. Við fáum
víst ekkert um það valið þegar
dagur okkar rennur upp en áður
en að því kemur erum við svo
heppin að njóta þess góða sem
lífið hefur upp á að bjóða.
Gutti hafði að geyma ótelj-
andi mannkosti, hann sá alltaf
það fyndna við lífið. Hann var
lausnamiðaður, það var einstak-
lega gott að sækja vit í hann,
vissulega munum við öll sakna
hans. Hann hafði alltaf réttu
svörin og hvert á nú að leita
þegar okkur vantar aðstoð við
kaup á nýjum bíl eða hver á að
stappa stálinu í börnin hans og
hver á að slá á öxlina og segja
„þetta reddast“? Hægt er að
halda endalaust áfram og verður
erfitt að fylla þessi fótspor.
Hann náði að laða fram það
besta í öllum og hann bar sig
aldrei saman við nokkra mann-
eskju. Hann sýndi öllum tillits-
semi, sama hvar sá einstakling-
ur var staddur í lífinu.
Gutti var svo heppinn að
njóta þess góða sem lífið hafði
upp á að bjóða. Hann eignaðist
fjóra yndislega drengi með Þor-
björgu sem féll frá árið 2005 og
var það mikill missir í þeirra
lífi. Strákarnir fengu nöfnin
Andri Geir, Siggi Hrabbi,
Bjarki Þór og Karl Valur og
voru þeir allir skírðir í höfuðið á
vinum Gutta sem fallið höfðu
frá um aldur fram. Fyrir 12 ár-
um sendu englarnir Gutta ynd-
islega stúlku sem færði þeim
gleði og hamingju, hann fann
ástina á ný. Gína birtist líkt og í
draumi, hún hlúði að strákunum
og bjó þeim fallegt og hlýlegt
heimili. Hún heillaði alla í fjöl-
skyldunni með nærgætni sinni
og þægilegri framkomu. Með
öllum leiðindum og brostnum
draumum í þessum heimi er
þetta samt dásamlegur heimur
með dásamlegar minningar um
dásamlegan mann.
Ekki má svo gleyma eftirlif-
endum: Geymum ekki til hinsta
dags að leggja þeim blómsveig,
látum þau fá hann strax. Geym-
um ei hrósið, hrósum þeim nú.
Geymum ei að breiða yfir brest-
ina, gerum það nú.
Elsku Gína, Rakel Rós, Andri
Geir, Siggi Hrabbi, Bjarki Þór
og Karl Valur.
Við munum aldrei gleyma
þessum mæta manni og hans
verður sárt saknað.
Guðrún Margrét
Guðmundsdóttir.
Guðmundur
Guðmundsson