Morgunblaðið - 04.12.2020, Qupperneq 34
FRÉTTASKÝRING
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Hljóðið í íþróttahreyfingunni
hér á landi er þungt þessa
dagana en í vikunni tilkynntu
yfirvöld í samráði við sótt-
varnalækni að æfinga- og
keppnisbann yrði áfram við
lýði næstu daga vegna þriðju
bylgju kórónuveirufaraldurs-
ins.
Staðan verður skoðuð á
nýjan leik 9. desember en til
stóð að heimila æfingar af-
reksíþróttafólks og meist-
araflokka hér á landi 2. des-
ember.
Bæði Handknattleiks-
samband Íslands, HSÍ, og
Körfuknattleikssamband Ís-
lands, KKÍ, hafa frestað öllu
mótahaldi fram yfir áramót.
Á miðvikudaginn sendu
leikmenn í úrvalsdeildum
karla og kvenna í körfuknatt-
leik frá sér sameiginlega yfir-
lýsingu þar sem þeir skoruðu
á stjórnvöld að leyfa æfingar
afreksíþróttafólks á nýjan
leik.
Þá hafa stór nöfn innan
íþróttahreyfingarinnar gagn-
rýnt sóttvarnayfirvöld harð-
lega fyrir aðgerðir þeirra í
garð afreksíþróttafólks.
„Mér finnst þessi gagnrýni
alls ekki óréttmæt og ég skil
hana vel,“ sagði Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir í
samtali við Morgunblaðið.
„Það er hins vegar þannig
að við erum búin að vera með
ákveðnar aðgerðir í gangi í
langan tíma sem hafa komið
illa við ferðaþjónustuna,
skólasamfélagið og sér-
staklega eldribekkinga í
framhalds- og háskóla. Við
höfum verið með íþyngjandi
aðgerðir gagnvart einyrkjum
sem hafa verið nánast tekju-
lausir. Þurft hefur að loka
sundlaugum og líkams-
ræktarstöðvum og listamenn
hafa ekki fengið að stunda
sína vinnu þannig að þessar
aðgerðir hafa komið illa við
marga, ekki bara íþróttafólk.
Það er líka vert að minnast
á það að með þessum aðgerð-
um hefur okkur tekist að
halda kúrfunni niðri og við
erum með lægstu tíðni kór-
ónuveirusmita í Evrópu. Þá
eru bæði heilbrigðiskerfið og
Landspítalinn að ná vopnum
sínum aftur og geta nú farið
að sinna öðrum verkefnum
og sjúklingum sem hafa setið
á hakanum. Þessu hefðum
við ekki náð ef við hefðum
ekki beitt þessum aðgerð-
um.“
Eina sem hefur virkað
Þórólfur hefur verið gagn-
rýndur innan íþróttahreyf-
ingarinnar fyrir að setja af-
reksíþróttafólk undir sama
hatt og venjulegt fólk sem
stundar líkamsrækt og þá
eru margir ósáttir við það að
fólk sem stundar ein-
staklingsíþróttir geti ekki
æft sína íþrótt.
„Það er bara ekki rétt að
afreksíþróttafólk sé sett und-
ir sama hatt og allir aðrir.
Það hafa verið veittar undan-
þágur fyrir afreksfólk og fólk
sem er að keppa á alþjóð-
legum vettvangi. Það hafa
því ekki allir þurft að lúta
þessum reglum og það er
ekki rétt að segja að íþrótta-
starf hafi stöðvast. Þessar
aðgerðir eru hluti af þeim
víðtæku takmörkunum sem
við höfum þurft að grípa til til
þess að stoppa þennan far-
aldur.
Veiran er ekkert að spyrja
að því hvort einstaklingar
séu í afreksíþróttum eða ekki
og um það snýst þetta fyrst
og fremst. Það er svo of mikil
einföldun að horfa bara á
venjulegt fólk í líkamsrækt
því íþróttafólk getur líka
horft til sviðs- og listamanna
sem hafa ekki getað sinnt
sínu. Það er því ekki rétt að
segja að afreksíþróttafólk sé
meðhöndlað eitthvað öðruvísi
en aðrir. Þetta er stærra,
meira og víðtækara en það.
Hvað varðar einstaklings-
íþróttir þá er mjög erfitt að
ætla að fara að tína út
ákveðnar íþróttategundir
sem eru heimilar á meðan
aðrar eru það ekki. Við höf-
um reynt að gera það, eins
með einstaka viðburði, og
það hefur ekki gengið nægi-
lega vel og okkur hefur ekki
tekist að ná tökum á faraldr-
inum með því. Það eina sem
hefur virkað ef svo má segja
eru þessar víðtæku aðgerðir.
Menn verða því að horfa að-
eins á þetta í því ljósi.“
Smit í umhverfi íþrótta
Aðrir læknar hafa stigið
fram og talað um litla sem
enga smithættu í keppnis-
leikjum en læknarnir Davíð
O. Arnar og Runólfur Páls-
son birtu áhugaverðan pistil
um þetta á vefmiðlinum fót-
bolta.net á dögunum.
„Menn eru oft að einblína á
hver smithættan er inni á
vellinum sjálfum en þetta
snýst um miklu meira en það.
Þetta snýst um allt umhverf-
ið í kringum íþróttirnar og
þar hafa orðið smit. Það hafa
auðvitað allir rétt á sinni
skoðun en þeir [Davíð og
Runólfur] eru náttúrulega
læknar sem eru að vinna fyr-
ir íþróttahreyfinguna líka.
Þegar allt kemur til alls höf-
um við séð smit í kringum
íþróttirnar, bæði hér heima
og erlendis.
Það er erfitt að ætla að
fara að halda því fram að það
sé minni smithætta hér eða
þar. Þá kemur upp metingur
á milli einstakra greina. Ef
við ætlum að ná hröðum tök-
um á faraldrinum þá er þetta
eina leiðin sem hægt er að
grípa til en veita engu að síð-
ur undanþágur þegar það á
við eins og gert hefur verið
og lítið er talað um, svo það
komi fram.
Það er oft verið að bera
okkur saman við löndin í
kringum okkur og þá nor-
rænu löndin einna helst. Fyr-
irkomulagið þar er mjög
breytilegt og innan landanna
er gripið til mjög harðra að-
gerða þar sem útbreiðslan er
mikil. Það er þess vegna ekki
hægt að segja að við séum að
gera hlutina allt öðruvísi en
aðrir.
Hvað varðar framhaldið þá
verðum við bara að sjá til með
þróunina á faraldrinum og
hversu mikið við getum slak-
að á,“ bætti Þórólfur við.
Allir dagar áskorun
Lilja Alfreðsdóttir,
mennta- og íþrótta-
málaráðherra, segir að mál-
efni íþróttafólks á Íslandi séu
rædd af miklum þunga og al-
vöru við ríkisstjórnarborðið.
„Ég er í daglegu sambandi
við forystufólk íþróttahreyf-
ingarinnar og hver einasti
dagur er áskorun, svo við
segjum það bara eins og það
er,“ sagði Lilja.
Við gerum okkur öll grein
fyrir því að þetta æfingabann
hefur ekki góð áhrif á afreks-
íþróttafólkið okkar. Afreks-
fólkið er mjög drífandi og
unga fólkið lítur upp til þess
og markmið ungra íþrótta-
manna er að æfa með þeim
bestu í meistaraflokkum fé-
laganna. Þetta snýst þess
vegna um alla íþróttahreyf-
inguna en að sama skapi höf-
um við heldur aldrei upplifað
svona faraldur áður. Bar-
áttan er fyrst og fremst við
kórónuveiruna, ekki sótt-
varnalækni eða þá sem eru
Veiran spyr ekki hvort þú
Málefni afreksíþróttafólks
rædd af þunga í ríkisstjórninni
ÍSÍ berst fyrir sitt fólk en
kýs að gera það inn á við
Þriðja bylgja kórónuveirunnar
3. október
Keppnisíþróttir með
snertingu leyfðar án
áhorfenda
2. október
Foreldrar fá
ekki að vera
viðstaddir
æfingar barna
6. október
Íþróttafélög
hvött til að gera
hlé á æfingum
og keppni
4. október
Áhorfendur
leyfðir utandyra
en þurfa að
bera grímur
Áhorfenda-
bann á
leikjum
HSÍ og KKÍ Íþróttir utandyra heimilaðar
en ekki innandyra
9. október
KSÍ frestar öllu mótahaldi
19. september
Áhorfenda-
bann á
leikjum KSÍ
8. október
Íþróttastarf leggst af á höfuð-
borgarsvæðinu en íþróttastarf á
landsbyggðinni áfram heimilað
7. október
HSÍ og KKÍ fresta öllu mótahaldi
Morgunblaðið/Eggert
Fótbolti Valskonur fengu undanþágu frá yfirvöldum vegna þátttöku í Meistaradeildinni.
Þórólfur Guðnason Lilja Alfreðsdóttir Andri Stefánsson
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020
Evrópudeild UEFA
A-RIÐILL:
Cluj – CSKA Sofia.................................... 0:0
Roma – Young Boys................................. 3:1
B-RIÐILL:
Arsenal – Rapid Vín ................................ 4:1
Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn í
marki Arsenal.
Molde – Dundalk ...................................... 3:1
C-RIÐILL:
Nice – Bayer Leverkusen........................ 2:3
Slavia Prag – Hapoel Beer Sheva........... 3:0
D-RIÐILL:
Benfica – Lech Poznan ............................ 4:0
Rangers – Standard Liége ...................... 3:2
E-RIÐILL:
Omonia Nicosia – PAOK......................... 2:1
Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á
varamannabekk PAOK.
Granada – PSV Eindhoven...................... 0:1
F-RIÐILL:
AZ Alkmaar – Napoli .............................. 1:1
Albert Guðmundsson spilaði fyrstu 70.
mínúturnar fyrir AZ.
Real Sociedad – Rijeka ............................ 2:2
G-RIÐILL:
AEK Aþena – Braga ................................ 2:4
Zorya – Leicester ..................................... 1:0
H-RIÐILL:
Milan – Celtic............................................ 4:2
Lille – Sparta Prague............................... 2:1
I-RIÐILL:
Qarabag – Maccabi Tel Aviv ................... 1:1
Sivasspor – Villarreal............................... 0:1
J-RIÐILL:
LASK – Tottenham.................................. 3:3
Royal Antwerp – Ludogorets ................. 3:1
K-RIÐILL:
CSKA Moskva – Wolfsberger ................ 0:1
Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn fyrir CSKA og Arnór Sigurðsson
kom inn á sem varamaður á 76. mínútu.
Feyenoord – Dinamo Zagreb.................. 0:2
L-RIÐILL:
Rauða Stjarnan - Hoffenheim................. 0:0
Gent - Slovan Liberec .............................. 1:2
Spánn
B-deild:
Real Oviedo - Alcorcón ........................... 1:1
Diego Jóhannesson sat allan tímann á
varamannabekk Real Oviedo.
Danmörk
B-deild:
Esbjerg - Kolding .................................... 2:0
Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leik-
mannahóp Esbjerg vegna meiðsla. Ólafur
H. Kristjánsson þjálfar liðið.
EM kvenna í Danmörku
B-riðill:
Svíþjóð - Tékkland ............................... 27:23
Rússland - Spánn.................................. 31:22
D-riðill:
Noregur - Pólland ............................... 35:22
Þórir Hergeirsson er þjálfari norska
liðsins.
Rúmenía - Þýskaland........................... 19:22
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Flensburg - Pick Szeged..................... 26:24
Stefán Rafn Sigurmannsson var ekki í
leikmannahóp Pick Szeged vegna meiðsla.
Þýskaland
Bergischer - Coburg ........................... 28:24
Arnór Þór Gunnarsson og Ragnar Jó-
hannsson komust ekki á blað hjá Berg-
ischer.
Hannover-Burgdorf - Göppingen ..... 31:25
Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk
og gaf fimm stoðsendingar fyrir Göppin-
gen.
Danmörk
Ribe-Esbjerg - Kolding....................... 30:31
Rúnar Kárason skoraði þrjú mörk og gaf
eina stoðsendingu fyrir Ribe-Esbjerg,
Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö mörk
og Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark og
stal einum bolta.
Ágúst Elí Björgvinsson varði tvö skot í
marki Kolding.
Svíþjóð
Kristianstad - Ystad IF ....................... 24:31
Teitur Örn Einarsson gaf tvær stoðsend-
ingar fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés
Guðmundsson gaf eina stoðsendingu.
Sävehof - Skövde ................................. 26:21
Bjarni Ófeigur Valdimarsson komst ekki
á blað hjá Skövde.
Spánn
Bilbao - Andorra.................................. 76:85
Haukur Helgi Pálsson skoraði sex stig
og tók fjögur fráköst fyrir Andorra á þeim
22 mínútum sem hann lék.
Evrópudeildin
Valencia - Alba Berlín....................... 92:100
Martin Hermannsson skoraði 13 stig og
gaf sex stoðsendingar fyrir Valencia á
þeirri 21 mínútu sem hann lék.
Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli
stanganna hjá Arsenal þegar liðið
vann öruggan 4:1-sigur gegn Rapid
Vín í B-riðli Evrópudeildarinnar í
knattspyrnu á Emirates-vellinum í
London í gær. Rúnar hefur byrjað
þrjá leiki fyrir Arsenal í Evrópu-
deildinni síðan hann gekk til liðs við
félagið frá franska 1. deildar félag-
inu Dijon í september.
Markið í gær var það fyrsta sem
Rúnar fær á sig í búningi Arsenal
en enska félagið er með 15 stig,
fullt hús stiga, í efsta sæti B-riðils
og komið áfram í 32-liða úrslitin.
Tókst ekki að
halda hreinu
AFP
Varsla Rúnar Alex kýlir boltann frá
marki gegn Rapid Vín í London.
Þórir Hergeirsson og lærikonur
hans í norska landsliðinu í hand-
knattleik unnu í gær öruggan
35:22-sigur gegn Póllandi í Kolding
fyrsta leik sínum á EM 2020 sem
fram fer í Danmörku. Norska liðið
leiddi með fjórum mörkum í hálf-
leik, 17:13, en Noregur skoraði
fyrstu sex mörkin í síðari hálfleik
og eftirleikurinn því auðveldur.
Nora Mörk og Henny Reistad
voru markahæstar í norska liðinu
með sex mörk hvor en Noregur er í
efsta sæti D-riðils með 2 stig, líkt og
Þýskaland.
Stórsigur í
fyrsta leik
Ljósmynd/EHF
Markahæst Nora Mörk raðaði inn
mörkunum fyrir norska landsliðið.