Morgunblaðið - 04.12.2020, Síða 36

Morgunblaðið - 04.12.2020, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Svartur/ Dark Ash Walnut að innan. 2020 GMC Denali, magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. 5th wheel í palli. VERÐ 13.190.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate 2500 Litur: Silver/ Grár að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque, 4X4, 10-speed Automatic transmission. 6 manna. Heithúðaður pallur. VERÐ 11.290.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 Ford F-350 XLT 6-manna Litur: Carbon Black/ Walnut að innan. 2020 GMC Denali, magn- aðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleira. Samlitaðir brettakantar, gúmmimottur í húsi og palli. VERÐ 13.190.000 m.vsk 2020 GMC Denali Ultimate 3500 ATH. ekki „verð frá“ Nú stendur yfir sýning á verkum Anne Thorseth og Þóru Sigurð- ardóttur í sýn- ingarsal félags- ins Íslensk grafík í Hafnar- húsinu, hafnar- megin, og er op- in daglega frá kl. 14 til 17 til 6. desember. Á sýn- ingunni má sjá málverk sem Thor- seth hefur unnið með egg- temperu á bómullarpappír og teikningar á striga sem Þóra hef- ur unnið, einnig með egg- temperu, kolum og grafít. Thorseth og Þóra hafa m.a. unnið saman að verkefninu My place / your place og sýnt á sýn- ingarstöðum í Danmörku og á Ís- landi, fyrst í Galleri Lars Borella í Kaupmannahöfn árið 2005, eins og fram kemur í tilkynningu. Thorseth býr og starfar í Dan- mörku og hefur unnið sem mynd- listamaður frá því hún lauk námi við Listaakademíuna í Kaup- mannahöfn árið 1982. Hún hefur rekið eigin vinnustofu, sýnt verk sín reglulega og kennt í lista- og listaháskólum víðs vegar um Dan- mörku. Þóra lauk framhaldsnámi í myndlist, skúlptúr og rými frá Det Jyske Kunstakademi í Dan- mörku árið 1991 og hefur sýnt verk sín á einkasýningum og sam- sýningum frá því hún lauk námi og hefur auk þess sinnt kennslu og stjórnun við Myndlistaskólann í Reykjavík, kennt við Listaháskól- ann og unnið að sýningarstjórnun. Kalk, kol, litur og egg á hör og bómull Þóra Sigurðardóttir Sýningin Hafnarfjörður - verk úr safneign var opnuð í aðalsal Hafnarborgar 1. desember. Á henni má sjá verk sem tengjast bænum og eru þau elstu frá því snemma á síðustu öld. „Það er ekki bara Hafnfirð- ingum sem þykir Hafnarfjörður fallegur, heldur hefur samspil byggðarinnar og hraunsins í Hafnarfirði sömuleiðis heillað marga listmálara í gegnum tíðina. Í safneign Hafnarborgar eru fjöl- mörg verk sem tengjast bænum, þau elstu frá því snemma á 20. öld. Nú leitum við í þennan fjár- sjóð og gefum Hafnfirðingum og gestum þeirra tækifæri til að sjá hvernig staðarandi bæjarins birt- ist í myndlistarverkum frá því á síðustu öld. Hér má sjá bæinn í gegnum augu listamanna, þar á meðal helstu meistara íslenskrar myndlistar. Meðferð þeirra á við- fangsefninu er hefðbundin, fí- gúratíf nálgun þar sem þekkja má fyrirmyndina úr veruleikanum,“ segir í tilkynningu. Fyrir utan Reykjavík eru fáir þéttbýlisstaðir á Íslandi myndefni jafn margra listaverka og Hafnar- fjörður, segir þar og að verkin sem nú séu sýnd séu mörg úr stofngjöf hjónanna Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Sverris Magn- ússonar sem ráku apótek í hús- næði Hafnarborgar um áratuga skeið. Hluti verkanna hefur und- anfarin ár hangið í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Nína Tryggvadóttir, Hörður Ágústs- son, Jóhannes Kjarval, Jón Gunn- arsson, Gréta Björnsson og Jón Engilberts. Sýningin varð til á stuttum tíma þar sem ákvörðun var tekin um að fresta fyrirhugaðri sýningu á verkum Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar vegna samkomutak- markana. Hafnarfjörður Málverk eftir Jón Engilberts sem er á sýningunni. Bærinn með augum listamanna Sumardvöl í sveit er skemmti-legt sagnaminni íslenskrarithöfunda. Frásagnirnareru gjarnan sveipaðar ævin- týraljóma og víst nemur borgar- barnið margt áhugavert komið í nán- ast aðra veröld. Umhverfið er framandi og takt- urinn í mannlífinu hægur. Sú var að minnsta kosti tíð- in þegar Sólveig Pálsdóttir fór fimm ára gömul í sveit að bænum Hraunkoti í Lóni til hjóna sem þar bjuggu með systur bóndans. Dagarnir líða einn af öðrum við bústörf og heimilishald og virðast fábreyttir, en þegar saga þeirra er skráð áratugum síðan birtast þeir einn af öðrum sem perluband fal- legra minninga. Í formála bókar sinnar Kletta- borgin segir Sól- veig Pálsdóttir að þegar heimsfar- aldur kórónuveir- unnar skall á hafi hún fundið með sér sterka þörf til þess að skrifa um gott fólk sem hún kynntist í æsku og mótaði sig. Þar er Hraunkotsfólkið efst á blaði, en einnig foreldrar, kennarar, skóla- systkini og góður afi: Ásgeir Ásgeirs- son forseti Íslands. Leiklist, ferðalög til útlanda og fleira kemur einnig við sögu. Fátt virðist sömuleiðis dregið undan; allar fjölskyldur eiga sín vandamál þótt hið gleðilega sé yfir- gnæfandi. Lengi man svo til lítilla stunda sem barnshugurinn nemur sterkt; eyrna- verkur í flugvélinni, kökuboð í sveit- inni, kirkjukórssöngur, æskuástir og andlát. Úr þessu öllu spinnur Sólveig einkar fallega, í vel meitluðum, glettnum og viðfelldnum texta og stuttum köflum sem gera bókina þægilega aflestrar. Umfram allt gef- ur Klettaborgin okkur mynd af höf- undinum sem hefur átt áhugavert líf og kann að segja sögu. Góðar myndir hafa vægi, frágangur er allur hinn besti en kápan hefði mátt vísa sterk- ar til þess sem leynist í klettum minninganna. Glettni og góðar minningar Ævisaga Klettaborgin bbbbn Eftir Sólveigu Pálsdóttur. Salka 2020. Innb., 196 bls. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Sólveig Pálsdóttir Þríleikur Sigrúnar Elíasdóttur, Ferðin á heimsenda, hófst á síðasta ári með bókinni Leitin að vorinu þar sem sagt var frá ævintýraferð þeirra Húgó og Alex að grafast fyrir um það hví ekki voraði í Norðurheimi. Önnur bókin í þrí- leiknum, Týnda barnið, kom svo út á dögunum. Sigrún Elíasdóttir er sagnfræð- ingur og fyrir nokkrum árum kom út bókin Kallar hann mig, kallar hann þig sem segir frá Jóhannesi Arasyni frá Seljalandi í Gufudals- sveit, afa hennar. Hún segir að kveikjan að Ferðinni á heimsenda hafi komið í námskeiði í ritlist í Háskóla Íslands hjá Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. „Þar vorum við að skoða fjölskyldubókmenntir, bækur sem höfða til sem flestra í fjöl- skyldunni. Sagan byrjaði sem verk- efni hjá henni og varð svo loka- verkefnið mitt í ritlistinni sem heil bók undir leiðsögn Sigþrúðar Gunnarsdóttur hjá Forlaginu. Þannig komst þetta inn á borð hjá Forlaginu og þau voru tilbúin að gefa þessu séns sem þríleik.“ Sigrún segist ekki hafa verið með bækurnar þrjár klárar þegar sú fyrsta kom út, en útlínurnar hafi verið klárar frá upphafi, hvert þau Húgó og Alex myndu fara, hvert vandamálið væri og hvernig það myndi enda. Það dettur innblástur úr ýmsum áttum inn í bækurnar og Sigrún segist hafa af að sækja í sagnir héðan og þaðan. „Sumir þekkja þær en ekki endilega allar, það er gaman að kynna svona fyrir krökk- um.“ — Það má líka sjá innblástur víða að í teikningunum. „Já, einmitt. Simmi, Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson, á samt all- an heiðurinn af því. Hann les hand- ritið og kemur með tillögur að við- fangsefnum og útliti. Mér hefur alltaf fundist allt svo frábært sem hann gerir að að ég hef varla gert neinar athugasemdir. Hann hefur mjög gaman af svona furðuskepn- um líka.“ — Þú ert líka að leika þér með ólíkar samfélagsgerðir, samanber „lýðræðið“ í Norat og svo kyn- þáttamismunun í Ankeró. „Það koma mörg réttlætismál upp og gestir sem koma inn í sam- félög koma oft auga á fáránleika ríkjandi fyrirkomulags. Ég hef þurft að passa mig að detta ekki of mikið inn í predikanir í þeim efn- um, eða ég vona að ég hafi náð að passa mig. Þar kemur góður rit- stjóri sterkur inn.“ — Er lokabókin tilbúin? „Nei, hún er svona hálfnuð, ég er búin að lofa að skila henni inn í janúar. Ætli jólin fari ekki í að klára þetta.“ — Verður ekki erfitt að skilja við heiminn sem þú hefur skapað? „Jú, synir mínir hafa einmitt sagt mér að ég geti svo gert „spin off“ sögur héðan og þaðan úr hon- um, en ég hef svo sem ekki stórar áhyggjur af því, það er alltaf hægt að búa til nýja heima og sögur.“ arnim@mbl.is Alltaf hægt að búa til nýja heima og sögur  Ný bók í þríleik Sigrúnar Elíasdóttur um Húgó og Alex Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rithöfundurinn Sigrún Elíasdóttir segir innblástur detta inn í bækurnar úr ýmsum áttum. „Það er gaman að kynna svona fyrir krökkum,“ segir hún.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.