Morgunblaðið - 04.12.2020, Side 40
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
JÓLA-
BÆKLINGURINN
ER KOMINNÚT
FRÁBÆR
JÓLATILBOÐ
Skoðaðu bæklinginn
á svefnogheilsa.is
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 339. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Markverðinum Rúnari Alex Rúnarssyni tókst ekki að
halda marki sínu hreinu í þriðja byrjunarliðsleiknum í röð
þegar lið hans Arsenal fékk Rapid Vín í heimsókn í Evr-
ópudeildinni í knattspyrnu á Emirates-völlinn í Lund-
únum í gær. Leiknum lauk með 4:1-sigri Arsenal sem
hefði hæglega getað skorað fleiri mörk en allir byrj-
unarliðsleikir Rúnars fyrir Arsenal hafa verið í Evrópu-
deildinni. Arsenal var öruggt áfram í 32-liða úrslit keppn-
innar fyrir leik gærkvöldsins en liðið er með fullt hús
stiga eða 15 stig í efsta sæti B-riðils keppninnar. »34
Rúnar heldur áfram að gera það
gott á milli stanganna hjá Arsenal
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Stjórnendur unglingadeildar Ýmis
hjá björgunarsveitinni Dagrenningu
á Hvolsvelli létu samkomubannið
undanfarnar vikur ekki trufla fé-
lagsstarfið heldur breyttu vörn í
sókn og héldu Samkomubannsleik-
ana 2020. „Þeir heppnuðust mjög vel
og verkefnið var skemmtilegt,“ segir
Snædís Sól Böðvarsdóttir, sem er í
forsvari fyrir Ými.
Unglingastarfið er hugsað fyrir 14
til 18 ára krakka
og undanfarin ár
hafa verið um 15
virkir þátttak-
endur. Snædís
Sól segir að
venjulega sé fá-
mennara í eldri
árgöngunum
vegna þess að eft-
ir 10. bekk fari
flestir í fram-
haldsskóla á Sel-
fossi, Laugarvatni eða í Reykjavík,
en annars hittist hópurinn einu sinni
í viku og geri eitthvað skemmtilegt.
„Þetta er í raun undirbúningur fyrir
að starfa í björgunarsveitinni síðar
meir,“ segir hún, en auk hennar hafa
Karítas Björg Tryggvadóttir og
Bjarki Hafberg Björgvinsson um-
sjón með starfsemi deildarinnar.
Útkall með skömmum fyrirvara
Verkefni unglingadeildarinnar
taka mið af störfum björgunarsveit-
arinnar. Í því sambandi bendir Snæ-
dís Sól á að undanfarin þrjú ár hafi
þau líka hist á sumrin og í sumar
hafi þau til dæmis kallað krakkana
út með skömmum fyrirvara. „Fyr-
irkomulagið var hugsað sem æfing
til að bregðast við útkalli,“ útskýrir
hún og bætir við að síðan hafi þau
farið í ýmsa leiki og gert margt
skemmtilegt, farið í margvíslegar
göngur, hoppað í hyli og siglt á ka-
jökum, svo dæmi séu tekin. „Við er-
um rosalega heppin með stórbrotna
og gullfallega náttúru í bakgarðinum
hjá okkur og höfum notið þess í botn
svona inni á milli dósatalninga.“
Þegar samkomubanninu var skellt
á í haust kom ekki til greina hjá
krökkunum að bíða aðgerðalausir af
sér veiruna. „Starfsemin byggist að-
allega á útivist af ýmsum toga og
þegar skellt var í lás ákváðum við að
vera með ratleik fyrir krakkana,“
sgir Snædís Sól um Samkombanns-
leikana. Keppendur söfnuðu stigum
í fjórar vikur með því að fara í
göngutúra, fjallgöngur, ýmsa leið-
angra, hellaleit og fleira. Um ein-
staklingskeppni var að ræða en þátt-
takendur fengu líka stig fyrir hvern
einstakling, sem þeir fengu með sér.
Auk þess voru veitt sérstök stig fyr-
ir skemmtilegar og frumlegar ljós-
myndir á vettvangi. „Þau voru mjög
dugleg að fara út, mun duglegri en
ég átti von á og náðu að fá foreldra,
systkini og vini með sér,“ segir Snæ-
dís Sól.
Í liðinni viku var fyrsti fundurinn í
langan tíma og þá voru sigurveg-
urunum veitt verðlaun, en þeir eru
Sigurþór Árni Helgason, Jódís Assa
Antonsdóttir og Hrefna Dögg Ingv-
arsdóttir. „Ég vil nota tækifærið og
þakka Gangleri Outfitters og Nova
kærlega fyrir vinningana,“ segir
Snædís Sól. „Við pössuðum vel upp á
allar sóttvarnareglur og fjarlægðar-
mörk og fórum í feluleik í Tungu-
skógi í Fljótshlíðinni um kvöldið.“
Þegar líður að jólum og áramótum
felst starfið fyrst og fremst í undir-
búningi fyrir hátíðina, þrif á hús-
næði björgunarsveitarinnar og
fleira. „Við þurfum líka að aðstoða
jólasveinana,“ segir Snædís Sól.
Verkefnin miðast
við björgunarsveitina
Á Fagrafelli Guðrún Sif og Sjöfn Lovísa fyrir aftan. Álfrún Inga, Jódís Assa,
Emelía Sif, Hrefna Dögg, Þórhildur og Sigurþór Árni fyrir framan.
Samkomubannsleikarnir 2020 góð nýbreytni í faraldrinum
Engin hindrun Sjöfn Lovísa og Kar-
ítas Björg í Þjórsárgljúfri.
Snædís Sól
Böðvarsdóttir
„Fegurðin, í sambandi
við lífið“ er yfirskrift
Föstudagsfléttu Borg-
arsögusafns sem
streymt verður á Face-
booksíðu Ljósmynda-
safns Reykjavíkur í dag
kl. 11. Sigrún Alba Sig-
urðardóttir, dósent við
Listaháskóla Íslands,
fjallar þar um bókina
Fegurðin er ekki skraut – Íslensk samtímaljósmyndun,
sem kom út í ágúst síðastliðnum og segir frá tilurð
hennar, áherslum og tilgangi. Í bókinni fjalla átta
fræðimenn um íslenska samtímaljósmyndun og setja í
samhengi við alþjóðlega strauma í ljósmyndun, mynd-
list, heimspeki og listasögu.
Sigrún Alba hefur meðal annars fengist við sam-
tímaljósmyndun og myndlist í rannsóknum sínum og
sent frá sér nokkrar bækur um efnið.
Sigrún Alba fjallar um fegurðina og
lífið í verkum samtímaljósmyndara