Morgunblaðið - 09.12.2020, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 9. D E S E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 290. tölublað 108. árgangur
15 dagartil jóla
Jólaleikir eru á
jolamjolk.is
HORFT TIL
FRAMTÍÐAR HJÁ
NORLANDAIR
FÓLK GRÉT
AF GEÐS-
HRÆRINGU
DÍLASKARFA
OG TOPPSKARFA
FJÖLGAR VIÐ LANDIÐ
NÝ PLATA TRÍÓS STÍNU 24 BETRI FÆÐUSKILYRÐI 10VIÐSKIPTAMOGGINN
„Við erum afskaplega ánægð og stolt
með þessa miklu viðurkenningu á
okkar góða starfi, en við höfum
starfrækt húsbíladeild hjá okkur um
langt skeið, eða í 45 ár,“ segir Stein-
grímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu
Akureyrar.
Fyrirtækið mun um áramótin
taka við umboði á Íslandi fyrir hús-
bílakeðjuna Touring Cars, sem er í
hópi þeirra stærstu á húsbílamark-
aðnum. Fyrri umboðsaðili hefur ver-
ið með 80-90 húsbíla, sem bætast við
þann 150 bíla flota sem Bílaleiga
Akureyrar hefur yfir að ráða.
Steingrímur segir að forsvars-
menn Touring Cars hafi að fyrra
bragði haft samband og óskað eftir
viðræðum um samstarf. Þeim lauk
svo með undirritun á samningi, sem
gildir að minnsta kosti til næstu
fimm ára.
Touring Cars er ein af stærri hús-
bílakeðjum heims, með starfs-
stöðvar í 12 löndum. „Fyrirtækið
hefur verið starfandi um langt skeið
og starfsfólk býr yfir mikilli al-
þjóðlegri reynslu sem við fáum að-
gang að,“ segir Steingrímur við
Morgunblaðið og bætir við að um
þekkt vörumerki sé að ræða, einkum
í Evrópu. Með samstarfinu náist
einnig innkaupasamband varðandi
varahluti og viðhald, sem og kaup á
bílum.
Steingrímur reiknar með að þegar
eftirspurn eykst aftur í ferðaþjón-
ustunni þurfi bílaleigan að fjölga
starfsfólki. Íslendingar hafi einnig
verið duglegir að leigja húsbíla sl.
sumar. Áður hafi erlendir ferða-
menn nær eingöngu leigt bíla. »6
Bæta við sig 90 húsbílum
Bílaleiga Akureyrar tekur við umboði fyrir húsbílakeðju
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ferðalög Húsbílum mun fjölga
verulega hjá Bílaleigu Akureyrar.
„Ég hef eiginlega ekki gert annað
en að lesa og svara skilaboðum síð-
ustu vikuna,“ segir grínistinn Ari
Eldjárn.
Vika er nú liðin frá því þáttur
með uppistandi hans, Pardon My
Icelandic, kom inn á streymisveit-
una Netflix. Þátturinn er aðgengi-
legur áhorfendum í 190 löndum og
hafa mörg hundruð manns haft
samband við Ara beint í gegnum
samfélagsmiðla til að hrósa honum.
Þessir nýju aðdáendur eru frá yfir
40 löndum. „Þetta eru lönd þar sem
manni hefði aldrei í sínum villtustu
draumum dottið í hug að ná til
fólks, Brasilía, Óman og Ísrael svo
fáein séu nefnd,“ segir Ari en gagn-
rýnendur hafa auk þess tekið þætt-
inum vel.
„Það er ómetanleg auglýsing fyr-
ir uppistandara að komast þarna
inn,“ segir Ari sem undirbýr nýja
sýningu á ensku sem hann hyggst
ferðast með á næsta og þar næsta
ári. »4
Morgunblaðið/Eggert
Vinsældir Ari Eldjárn hefur slegið í
gegn með uppistandi sínu á Netflix.
Aðdáendur
í yfir 40
löndum
Tvær fréttir stóðu upp úr í Bretlandi
í gær. Önnur var sú að hin níræða
Margaret Keenan frá Coventry, hér
til vinstri, varð í gærmorgun fyrst
meðal almennings til þess að fá við-
urkennt bóluefni við kórónuveir-
unni, en hin að heilbrigðisráðherr-
ann Matt Hancock var ausinn lofi í
þinginu, en það hefur ekki gerst síð-
an faraldurinn gaus upp síðastliðinn
vetur.
Fyrsti karlinn til þess að fá bólu-
efnið var William Shakespeare, 81
árs alnafni skáldsins sem einnig er
frá Stratford-upon-Avon.
Bretar gera mikið úr þessum
áfanga og nefndu gærdaginn V-dag,
sama heiti og sigurdagurinn í heims-
styrjöldinni síðari.
Bretar eru grátt leiknir eftir far-
aldur kórónuveirunnar, en þar hafa
að minnsta kosti 1,7 milljónir manna
veikst af veirunni og liðlega 62 þús-
und manns látist af hennar völdum.
Markmiðið nú er að bólusetja þorra
þjóðarinnar, en Bretar eru um 67
milljónir talsins. »2, 4, 11 og 12AFP
Bólusetn-
ing hafin í
Bretlandi
Yfirtökutilboð, sem fjárfestahópur
undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar hefur gert í hlutabréf Skelj-
ungs, mun ósennilega leiða til af-
skráningar félagsins úr Kauphöll
Íslands. Stórir hluthafar í félaginu
hyggjast ekki selja hluti sína, jafn-
vel þótt þeir eigi á hættu að lenda í
minnihluta gagnvart fjárfestahópn-
um sem er á góðri leið með að
tryggja sér meirihluta hlutafjár.
Gæti stefnt í langa störukeppni á
vettvangi félagsins milli fjárfesta-
hópsins sem vill losna við aðra hlut-
hafa út úr félaginu og þeirra sem
áfram vilja halda í hluti í félaginu.
Heimildir ViðskiptaMoggans
herma að ýmsar ástæður séu fyrir
mótstöðunni en ein þeirra er sú að í
félaginu kunni að felast dulin verð-
mæti sem hluthafarnir séu ekki til-
búnir að láta af hendi á því verði
sem boðið hefur verið í hluti þeirra.
Í nýju verðmati Jakobsson Capital
er félagið metið 25% verðmætara en
yfirtökutilboðið gerir ráð fyrir.
Yfirtökutilboðið rennur út í upphafi
nýs árs.
Kalt stríð í
Skeljungi
Óljóst um yfirtöku
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Blað verður brotið í sögu íslensks
fasteignamarkaðar í vikunni þegar
fyrstu hlutdeildarlánin verða veitt.
Með þeim lánar ríkið tekjulágum
fjármuni vaxtalaust fyrir kaupum á
hagkvæmu húsnæði. Með þeim þarf
mun minna eigið fé og gæti til dæmis
dugað að leggja fram 1,75 milljónir
til að kaupa 35 milljóna króna íbúð.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
(HMS) úthlutar lánunum.
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir,
aðstoðarforstjóri HMS, segir 129
umsóknir hafa borist um lánin á höf-
uðborgarsvæðinu og 62 umsóknir á
landsbyggðinni. Á næsta ári verði
lánunum úthlutað sex sinnum.
Fyrstu viðbrögð benda til mikils
áhuga á nýju lánunum sem koma á
markað er vextir eru sögulega lágir.
Elvar Árni Lund, fasteignasali hjá
Nýhöfn fasteignasölu, segir áhugann
á nýjum íbúðum á Laugavegi 145
hafa aukist mikið eftir að það spurð-
ist út að fimm af 11 íbúðum í húsinu
uppfylltu skilyrði HMS um lánin. Er
nú aðeins ein íbúð óseld í húsinu.
Þá hafa þegar selst 11 íbúðir af 14
á Grensásvegi 12 sem uppfylltu skil-
yrði um hlutdeildarlán. Alls hafa þar
selst 14 af 24 íbúðum á einni viku.
Hlutdeildarlánin eftirsótt
Fyrstu lánunum úthlutað í vikunni Með lánunum þarf mun minna eigið fé
Nýjar íbúðir í Reykjavík sem henta fyrir lánin seljast eins og heitar lummur
MViðskiptaMogginn
Teikning/Teiknistofa arkitekta
Laugavegur 145 Eftirspurnin jókst
þegar hlutdeildarlánin voru í boði.