Morgunblaðið - 09.12.2020, Side 10

Morgunblaðið - 09.12.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Hælaskór úr rúskinni 36.990 kr. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mat Náttúrufræðistofnunar Íslands á varpstofni dílaskarfa og toppskarfa hér á landi síðustu fimm árin sýnir að báðum tegundum hefur fjölgað. Á það einkum við um toppskarf sem hefur fjölgað um ríflega 63% síðan 2018, lík- lega vegna betri fæðuskilyrða. Telja má að skarfaveiði undanfarinna ára hafi verið sjálfbær, segir í skýrslu um vöktun skarfa 2020, stofnmat og veiði- álag, sem Guðmundur A. Guðmunds- son dýravistfræðingur hefur unnið. Samtals yfir 50 þúsund skarfar Helstu varpstöðvar beggja skarfa- tegunda eru um landið vestanvert og helstar við Breiðafjörð og Faxaflóa, en ungfuglar fara oft á flakk út fyrir varpútbreiðslusvæðið. Mest er veitt af skarfi á Vesturlandi og Vestfjörð- um, en skarfar eru skotnir um allt land. Báðar skarfategundirnar eru nytjaðar og víða er hefð fyrir veiðum og neyslu á skarfi. Meðalveiði síðustu fjögurra ára var 1.545 dílaskarfar og 1.397 topp- skarfar. Meðalveiðin er um 6% af reiknaðri stofnstærð bæði dílaskarfa og toppskarfa. Nokkrar sveiflur eru í veiðunum og árið 2001 voru veiddir 3.811 toppskarfar og 3.336 díla- skarfar, sem er mesta ársveiðin á öld- inni. Verulega hefur dregið úr skráð- um veiðum á báðum tegundum frá því að farið var að skrá skarfaveiðar í veiðikortakerfinu 1995. Árið 2020 var heildarfjöldi topp- skarfshreiðra metinn 6.092 og hefur fjölgað verulega síðustu ár. Topp- skarfur er þannig að rétta úr kútnum eftir áralanga hnignun, sem ef til vill má rekja til hruns sandsílis árið 2005. Áætluð stofnstærð toppskarfa í sept- ember í haust var 25.282 fuglar. Díla- skarfi hefur fjölgað lítillega síðustu ár og var heildarstofninn áætlaður 25.893 einstaklingar. Toppskarfur réttir úr kútnum  Betri fæðuskilyrði  Sjálfbærar veiðar Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Uppeldi Toppskarfar með unga á Dímonarklökkum í Breiðafirði. Litbrigði himinsins geta verið margbreytileg eins og þessi mynd ber með sér. Hún var tekin í 40.000 feta hæð (um 12 km) yfir Suðaustur-Grænlandi klukkan 18 á sunnudaginn var. Sólin var að setjast og varpaði löngum geislum upp í vetrarhimininn. Sigríður Einarsdóttir flugstjóri tók myndina á heim- leið frá Boston, og sagði að dökkbláa röndin væri skuggi sem jörðin varpaði á lofthjúpinn. Bleiklitaði bjarminn er kallaður „belti Venusar“. Sólargeislarnir mynda það í lofthjúpnum við sólarupprás eða sólsetur. Ljósmynd/Sigríður Einarsdóttir Á mörkum dags og nætur í háloftunum Vetrarbirtan sýndi svipbrigði sín yfir Suðaustur-Grænlandi Niðurstöður rúmmálsreikninga á snjóflóðunum sem féllu á Flateyri 14. janúar 2020 sýna að flóðið úr Skollahvilft var um 315 þúsund m3 og 150 þúsund tonn. Flóðið úr Innra- Bæjargili var um 240 þúsund m3 og um 115 þúsund tonn. Til samanburð- ar er talið að hamfaraflóðið sem féll úr Skollahvilft 26. október 1995 hafi verið um 430 þúsund m3 og 180 þús- und tonn að stærð. Flóðið sem féll úr Skollahvilft í janúar 2020 er því nokkru minna en flóðið 1995, sam- kvæmt nýrri skýrslu Veðurstofu Ís- lands. Þar er tekið fram að veruleg óvissa sé í mati á rúmmáli flóðanna. Samkvæmt grófu mati er hún +/- 50 þúsund m3 fyrir hvort flóð. Ratsjár mældu hraðann Doppler-radar á Skollahvilftar- garðinum mældi hraða snjóflóðsins úr Skollahvilft eftir að það kom út úr gilkjaftinum í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli. Tvö loftnet voru á garð- inum og beindist það efra að svæðinu neðan gilkjaftsins en það neðra að flóðinu þar sem það flæddi meðfram garðinum. Snjóflóðið braut efra mastrið. Efri radarinn náði því að- eins mælingum meðan flóðið flæddi milli gilkjaftsins og garðsins. Neðri radarinn sýndi hraða flóðsins í meira en hálfa mínútu meðan það streymdi meðfram garðinum. Fremsti hluti snjóflóðsins, eðlis- léttur iðukastafaldurinn, ferðaðist á 45-60 m/s (162-216 km/klst.) hraða. Hraði flóðsins reiknaður út frá ferðatíma þess var um 55 m/s (198 km/klst.). Neðri radarinn sýndi hreyfingu snjóflóðs sem var allt annars eðlis en sást í þeim efri. Eðlislétta og hrað- fara flóðið sem fór með iðuköstum og rann að hluta yfir leiðigarðinn kom ekki fram á neðri radarnum. Flestar mælingarnar sýndu skarpan topp en af því má ráða að flóðið hafi ferðast sem samhangandi kökkur sem ýttist fram í heilu lagi. Sjónsvið neðri rad- arsins spannaði um 1.000 metra og tók það snjóflóðið um 30 sekúndur að fara þá leið. Það samsvarar meðal- hraða um 30 m/s (108 km/klst). Það passar ekki illa við Doppler-hraða- mælingarnar sem sýndu hraðann lækka frá 35-45 m/s (126-162 km/ klst) niður í 10-20 m/s (36-72 km/ klst) á þessum tíma. gudni@mbl.is 265 þúsund tonna snjóflóð  Skýrsla um snjóflóðin á Flateyri 14. janúar 2020  Radar mældi hraða snjó- flóðsins úr Skollahvilft  Geystist fram á allt að 216 km/klst. hraða úr gilkjaftinum Morgunblaðið/Hallur Már Flateyri Varnargarðarnir beindu snjóflóðunum að mestu frá byggðinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa, siglingasvið, afgreiddi á fundi sínum á föstudag m.a. tvær lokaskýrslur vegna efnaslysa sem urðu um borð í skipum Síldarvinnslunnar. Í báðum tilvikum voru orsakir slysanna tald- ar vera þær að ekki var notaður rétt- ur hlífðarbúnaður. Þriðja stigs bruni Í öðru tilvikinu var skipverji að úða síður og loftþil í lest með sterku hreinsiefni um borð í Beiti sem lá við bryggju á Akureyri í júnímánuði síð- astliðnum. Þegar hann var að úða upp fyrir sig lak efnið niður og náði að renna inn undir stakkermar og í peysu hans á hægri handlegg með þeim afleiðingum að hann brenndist illa. Farið var með slasaða á slysadeild og reyndist hann vera með þriðja stigs bruna á hluta handleggsins. Hann þurfti m.a. að fara í húð- ágræðslu og var frá vinnu í talsverð- an tíma, að því er fram kemur í skýrslu RNSA. Eftir atvikið var áhættumat fyrir þrif endurskoðað og uppfært og farið yfir breytingar á því með áhöfninni. Í niðurstöðum bendir rannsókna- nefndin á mikilvægi áhættumats og að það sé uppfært reglulega og sér- staklega ef óhöpp verða líkt og gert var í þessu tilfelli öðrum til eftir- breytni. Mikilvægt sé að farið sé eft- ir þeim reglum og verklagi sem áhættumat kveði á um. Við þrif á frystibúnaði Í hinu tilvikinu slasaðist skipverji um borð í Blæng í lok september í fyrra er skipið var í höfn í Neskaup- stað. Tveimur skipverjum var falið að þrífa hluta af frystibúnaði. Við lok verksins varð annar þeirra var við sviða á upphandleggjum og í ljós kom að hann var illa brenndur. Brunasárin voru skoluð með vatni og síðan leitað til læknis. Við rannsókn kom fram að skipverjinn hlaut ann- ars stigs brunasár á hægri handlegg, en brenndist minna á þeim vinstri. aij@mbl.is Réttur búnaður ekki notaður við þrif með sterkum efnum  Siglingasvið RNSA fjallaði um tvö efnaslys í skipum Undirdeild Mannréttinda- dómstóls Evrópu í Strassborg hef- ur vísað frá kæru frá íslenskum karlmanni, sem vildi áfrýja til Hæstaréttar ákvörðun héraðs- dómara um máls- kostnað. Maðurinn var í héraðsdómi sýkn- aður í meiðyrðamáli en dómurinn ákvað í ljósi málsatvika, að hvor aðili skyldi bera eigin málskostnað. Mað- urinn vildi skjóta þeirri niðurstöðu til Hæstaréttar, sem hafnaði að veita áfrýjunarleyfi og sagði að dómarar hefðu umtalsvert svigrúm til að taka ákvarðanir um málskostnað. Maðurinn kærði þá niðurstöðu til Mannréttindadómstólsins og taldi hana brjóta gegn tjáningarfrelsi sínu. Undirdeild réttarins var því ekki sammála og vísaði málinu frá. Máli vísað frá í Strass- borg Hús Mannréttinda- dómstólsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.