Morgunblaðið - 09.12.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 09.12.2020, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn heldurkrýndaveiran sig við efnið og heldur heiminum í greip sinni, þótt slík sjá- ist ekki á smásjár- myndum. Bandarísk lyfjafyrirtæki eru sögð telja sig hafa náð snúningi á forseta Bandaríkj- anna sem hefði haft í hótunum um að þrengja verulega að þeim vegna framgöngu þeirra og óstjórnlegrar græðgi. Til- kynnt var 5 dögum eftir for- setakosningar að bóluefni, sem lofað var að myndi virka í 95% tilvika, væri nú tilbúið og mætti taka í brúk fljótlega. Martröðinni væri því að ljúka um leið og Biden ræki höfuðið upp úr kjallaraholunni. Allt var það með nokkrum ólík- indum. En mörgum þótti þetta harla gott á Trump sem hefði óþarflega oft haft í hótunum við hina og þessa, fengi hann sitt ekki fram ekki seinna en strax. Þegar stundir líða fram þá verða þetta aukaatriði og ver- öldin fagnar því heilshugar að standa ekki lengur varnarlaus gagnvart veirunni. Í gær var tilkynnt í Bret- landi að Margaret Keenan, sem verður 91 árs gömul í næstu viku, yrði fyrst Breta til að fá bóluefnið í sig. Frú Keenan fékk um leið snert af heimsfrægð við þetta, en nær því þó varla að verða eins fræg og bóluþegi númer tvö. Sá heitir William Shakespeare og er ekki annað vitað en að hrein tilviljun hafi ráðið því hvar sá lenti í bóluröðinni. „Ég trúi á Guð, en ekki tilviljanir,“ á gamli maðurinn frá Corleone að hafa sagt á fundi með blöndu af vin- um og óvinum ætt- uðum frá sömu slóðum. En á móti kemur, að allt sem snertir þennan óþverra og óendanlega faraldur, hefur verið með miklum ólíkindum. Og verði þeir dregnir út í bólulottóinu hér Bólu-Hjálmar frá Bólu, Skagafirði, Egill Skallagrímsson í Bólstaðarhlíð í Húnavatnssýslu og þrjár systur Sóttólfs sjálfs, sem hafði ekki bólað neins staðar á áður, er full ástæða til að trúa því að það sé ekki minni til- viljun. Nokkur umræða hefur orðið seinustu vikur um það hvort alvarleg hliðaráhrif kunni að fylgja bólusetningunni og hef- ur í því sambandi verið vitnað til alþjóðlegra fróðleiksmanna um veirufræði. Og munu ástæður efasemdanna vera þær að ónógar upplýsingar hafi fengist um þróun þessa efnis, hvernig að verki hafi verið staðið og hversu um- fangsmikil og víðtæk rauntil- raun á áhrifum bólusetningar hafi átt sér stað og hvort full- yrðingar varnargetu fái stað- ist. Vera má að þessar at- hugasemdir séu eðlilegar og gildar. En einnig er hætt við hinu að löng bið, löskuð þjóð- félög vegna lokana og hin ríka þörf og eftirvænting um að þessu fari senn að linna geri það að verkum, að menn muni einfaldlega blása á öll varn- aðarorð. Og sjái svo til. Það djarfar fyrir nýjum degi og kórónuveirulausri veröld.} Að vera eða vera ekki bólusett er spurningin Frá því var sagthér í blaðinu á dögunum að Ís- land hefði þann vafasama heiður að vera í einu af neðstu sætum á lista yfir samkeppnishæfni í skattheimtu ríkja innan OECD. Ekki varð myndin betri við það að Ísland hefði fallið niður um tvö sæti frá því í fyrra, úr 28. sæti í það 30. Á lista yfir 36 ríki er 30. sætið vísbending um að eitt- hvað hafi farið úrskeiðis og að full ástæða sé fyrir stjórn- völd að fara yfir skattkerfi landsins og finna veikleika þess og leita leiða til úrbóta. Þó má benda á að ljósglæta er í því að þegar kemur að fyrirtækjasköttum er Ísland nokkuð undir meðaltali skattheimtu OECD-ríkjanna og lendir í 10. sæti þegar kemur að þessari skatt- heimtu. Staðan er hins vegar mun verri þegar kemur að neyslu- sköttum og eignasköttum, að ekki sé talað um skatta á ein- staklinga, en þar vermir Ís- land 34. sætið og kemst ekki mikið neðar. Þetta þarf svo sem ekki að koma á óvart. Skattar á ein- staklinga eru háir hér á landi og jaðaráhrif í skattkerfinu mikil. Þetta hefur letjandi áhrif á vinnandi fólk og dreg- ur mátt úr atvinnulífinu og hagkerfinu öllu. Úr þessu má auðveldlega bæta, en til þess þarf vilja og fátt bendir til að hann sé fyrir hendi. Ísland lækkar á lista yfir sam- keppnishæfni í skattheimtu} Botnsætið nálgast A ndstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins fóru mikinn þegar endanleg niðurstaða Mannréttinda- dómstóls Evrópu (MDE) var kynnt í Landsréttarmálinu í síðustu viku. Meðal annars var kvartað yfir því að málinu hefði yfir höfuð verið skotið til yfirdeildar dómstólsins. Flestir sérfræð- ingar töldu þó að fyrri dómur MDE hefði skapað mikla réttaróvissu. Sú skoðun var réttmæt. Átti fyrri dómur við um alla 15 dómara réttarins en ekki aðeins þá fjóra sem drógu sig í hlé? Hvað með meginregl- una um endanlegt vald Hæstaréttar til að skýra og túlka íslensk lög? Þá var dómurinn klofinn og minnihluti MDE hafði komist að sömu niðurstöðu og Hæstiréttur í málinu. Nú, þegar rykið hefur sest, blasir við að það var tvímælalaust rétt ákvörðun að skjóta málinu til yfirdeildar MDE. Í niðurstöðu henn- ar kemur fram að ekki leikur neinn vafi lengur varð- andi lagalega stöðu Landsréttar. Fyrri dómurinn náði til fjögurra dómara af 15. Þrír þeirra hafa síðan fengið skipun að loknu faglegu ferli þar sem matsnefnd hefur metið þá hæfasta úr hópi fjölmargra umsækjenda. Fyrir liggur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft for- ystu um að koma upp nýju dómstigi, Landsrétti. Það var gert í ráðherratíð Ólafar Nordal. Markmiðið var að efla og styrkja stoðir réttarkerfisins og það hefur gengið eftir. Landsréttur starfar á milli héraðsdómstólanna og Hæstaréttar. Þar fer fram milliliðalaust mat á munnlegri sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi, ef þörf krefur, bæði í einkamálum og sakamálum. Þetta er grundvallaratriði og mikil réttar- bót. Hæstiréttur eflist í kjölfarið sem stefnumarkandi æðsti dómstóll þjóð- arinnar. Stofnun Landsréttar er þó ekki eina framfarasporið sem stigið hefur verið í dómskerfinu á síðustu árum. Nefna má stofnun dómstólasýslunnar sem annast stjórnsýsluverkefni allra þriggja dómstig- anna svo og hinn nýja Endurupptökudóm- stól sem tekur til starfa á næstunni. Þegar upp er staðið blasir við að staða ís- lenskra dómstóla hefur styrkst til mikilla muna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um framangreindar umbætur og þær tala sínu máli um það fyrir hvað flokkurinn stendur í málefnum dómstól- anna. Við viljum öfluga, sjálfstæða dómstóla sem al- menningur getur treyst og sem veita öðrum greinum ríkisvaldsins öflugt eftirlit og aðhald. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Öflugir dómstólar Höfundur er dómsmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Löngu er kominn tími til aðsetja inn ákvæði um með-gönguorlof frá 36 vikummeðgöngu sem ekki dregst frá réttindum eftir fæðingu inn í lögin um fæðingarorlof. Þetta kemur fram í umsögn Félags ís- lenskra fæðingar- og kvensjúk- dómalækna (FÍFK) við fæðingar- orlofsfrumvarpið, sem nú er til umfjöllunar í velferðarnefnd. Ljós- mæður taka í sama streng og legg- ur Ljósmæðrafélag Íslands til að lögfest verði að mæður geti tekið meðgönguorlof frá 36 vikna með- göngu svo ekki þurfi að koma til veikindaleyfis í lok meðgöngu. Þannig sé það t.d. í bæði Danmörku og Noregi. Konur geti þannig hætt að vinna undir lok meðgöngu og þegið meðgönguorlofsbætur án þess að gengið sé á veikinda- og fæðing- arorlofsrétt þeirra. FÍFK bendir á að mikið álag sé á konur á seinni hluta meðgöngu jafnvel þótt þær séu í eðlilegri meðgöngu án lækn- isfræðilegra sjúkdóma eða fylgi- kvilla og algengt sé að þær leiti til mæðraverndar og lækna til að fá veikindavottorð vegna algengra fylgikvilla meðgöngunnar. Veik- indaréttindi séu mismunandi og sé sérstaklega talið að konur af erlend- um uppruna í láglaunastörfum eigi erfitt með að fara í veikindaleyfi. Ekki sé þó ástæða til að gera að skyldu að konur hætti að vinna á 36. viku meðgöngu en þær ættu að eiga rétt á því. „Þess má einnig geta að til eru sveitarfélög (Hveragerði) sem hafa ákveðið að þungaðar kon- ur fari í orlof á launum frá 36 vik- um.“ Tekjuþakið of lágt Földi umsagna um frumvarpið hefur borist velferðarnefnd síðustu daga. Lýst er mikilli ánægju með að lengja eigi fæðingarorlofið í tólf mánuði en skiptar skoðanir eru á skiptingu mánaðanna á milli for- eldra og hvort auka ætti svigrúmið. Ekki eru heldur allir sáttir við þakið sem sett er, þ.e. að gert sé ráð fyrir 600 þúsund kr. hámarksgreiðslu fæðingarorlofs. Hún þurfi að hækka. Það hafi mest áhrif á töku feðra á fæðingarorlofi. Viðskiptaráð bendir á að árið 2018 var hlutfall feðra sem fullnýttu grunnrétt sinn 43% en hlutfall mæðra 96%. Enn sé til staðar kynbundinn launamunur körlum í hag og lág hámarks- greiðsla auki líkur á því að það for- eldri sem hefur hærri laun nýti ekki fæðingarorlof sitt til fulls. Í umsögn BHM kemur fram að hámark mán- aðarlegra greiðslna úr fæðingar- orlofssjóði var 535.700 kr. fyrir efnahagshrunið 2008 en í kjölfar þess var þakið lækkað og fór lægst í 300 þús. kr. til foreldra barna sem fæddust árið 2010. „Hámark greiðslna í fæðingarorlofi er nú 48% lægra en árið 2007, sé miðað við fast verðlag,“ segir í umsögn BHM. Sjö sérfræðingar við Háskóla Íslands, prófessorar, doktorar og lektorar, hafa sent frá sér umsögn með ítarlegum upplýsingum um fjölda rannsókna. Segja þau ákvæði frumvarpsins að foreldrar geti nýtt sex mánuði af orlofinu hvort um sig en heimilt verði að framselja einn mánuð á milli foreldra afar jákvæð. Rannsóknir hafi leitt í ljós mikil- vægi umönnunar beggja foreldra fyrir barn. Miklu skipti einnig að tryggja jafnan rétt barna til umönn- unar, óháð sambúðarformi foreldra. Innlendar rannsóknir sýni að frá því feður öðluðust sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs hafi sá tími sem feður, sem ekki búa með barns- móður, verja í umönnun barna sinna aukist til muna. Einnig hafi verið sýnt fram á að með tilkomu sjálf- stæðs réttar til fæðingarorlofs dró úr skilnaðartíðni á Íslandi. Vilja að meðgöngu- orlof verði líka lögfest Morgunblaðið/Eggert Umönnun barna Gert er ráð fyrir að rétturinn til fæðingarorlofs skiptist þannig milli foreldra að sjálfstæður réttur hvors um sig verði sex mánuðir. Tölur frá fæðingarorlofssjóði yfir orlofsnýtingu fyrstu níu mánuði ársins 2019 og 2020 gefa vísbendingar um að leng- ing á sjálfstæðum rétti foreldra úr þremur mánuðum í fjóra hafi orðið til þess að feður nýti fleiri daga. Þetta kemur fram í sameiginlegri umsögn sérfræð- inga við HÍ. Sjálfstæður réttur hvors foreldris var lengdur úr þremur mánuðum í fjóra á þessu ári. Fyrstu níu mánuði síðasta árs nýttu feður að með- altali 61 dag en fyrstu níu mán- uði ársins 2020 nýttu þeir að meðaltali 70 daga. Þá segir að sjálfstæður rétt- ur til orlofs væri lítill hvati til nýtingar feðra ef greiðslur í fæðingarorlofi væru ekki tekju- tengdar. Feður með tekjur yfir 600 þús. kr. þaki fæðingar- orlofs nýttu að meðaltali færri daga í orlof í fyrra en feður með tekjur undir þakinu. „Tekjulægstu feðurnir nýttu aftur á móti flesta daga, að meðaltali.“ Feður nýti fleiri daga SÉRFRÆÐINGAR VIÐ HÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.