Morgunblaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020
Aðventa Fólk er í óðaönn við jólaundirbúninginn, líkt og átti við um þessa fjölskyldu, sem kom í Jólaskóg Skógræktarfélags Reykjavíkur á Hólmsheiði til að höggva sitt eigið jólatré um helgina.
Kristinn Magnússon
Hvort sem okkur
líkar það betur eða
verr stöndum við
frammi fyrir því að
þurfa að auka útgjöld
til heilbrigðismála á
komandi árum og ára-
tugum. En ólíkt því
sem margir telja getur
það aldrei orðið og má
aldrei verða sjálfstætt
markmið að auka út-
gjöldin – að sífellt stærri hluti þjóð-
arkökunnar renni til heilbrigð-
ismála. Keppikeflið er öflug
heilbrigðisþjónusta og aukin lífs-
gæði borgaranna.
Sem þjóð stöndum við Íslend-
ingar frammi fyrir miklum áskor-
unum í heilbrigðismálum á komandi
árum og áratugum:
Við erum að eldast sem þjóð og
það kallar á aukna fjármuni í heil-
brigðisþjónustu. Aukin útgjöld
duga hins vegar skammt ef betri
nýting fjármuna, vinnuafls, tækja
og fasteigna verður ekki tryggð.
Stöðugt fleiri standa utan
vinnumarkaðarins. Þeim sem eru á
vinnumarkaði og standa undir
kostnaði við sameiginleg verkefni
fækkar því hlutfallslega.
Fjármögnun heilbrigðisþjón-
ustunnar er úrelt og þarfnast upp-
stokkunar. Hverfa verður frá föst-
um fjárveitingum til helstu
stofnana og taka upp samninga á
grundvelli unninna
verka.
Við stöndum
frammi fyrir harðri al-
þjóðlegri samkeppni
um vel menntað og
hæft starfsfólk –
lækna, hjúkr-
unarfræðinga, sjúkra-
þjálfara, líffræðinga,
lyfjafræðinga, sál-
fræðinga o.s.frv. Ef
við verðum undir í
þeirri samkeppni hef-
ur það ófyrirsjáan-
legar afleiðingar fyrir íslenskt sam-
félag. Kostnaðurinn verður
greiddur með lakari lífsgæðum al-
mennings.
Tækniframfarir og ný þekking
eru að gjörbylta hugmyndum um
skipulag heilbrigðisþjónustu. Engu
er hins vegar líkara en að tekin hafi
verið ákvörðun um að sigla íslensku
heilbrigðiskerfi gegn straumnum
og auka stofnanavæðingu og beinan
ríkisrekstur.
Ekki frítt spil
Í gegnum árin hef ég hamrað á
því að stjórnvöld og ekki síst Al-
þingi standi vörð um samkeppn-
ishæfni landsins. Vinni að því að
styrkja stöðu fyrirtækja og launa-
fólks í harðri alþjóðlegri sam-
keppni. Einfalt, gegnsætt og sann-
gjarnt regluverk, hófsemd í
sköttum og gjöldum, bætir ekki að-
eins samkeppnisstöðuna heldur ýtir
undir fjölbreytileika atvinnulífsins
og fjölgar möguleikum launafólks.
Íslenskt heilbrigðiskerfi er ekki
með frítt spil þegar kemur að al-
þjóðlegri samkeppni og þá ekki síst
um vel menntað og hæfileikaríkt
starfsfólk. Ef það er eitthvað sem
einkennir starfsstéttir innan heil-
brigðisþjónustunnar er það alþjóð-
legur vinnumarkaður. Læknar,
hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og
aðrir heilbrigðisstarfsmenn eru eft-
irsótt í flestum ef ekki öllum lönd-
um heims. Til einföldunar má segja
að íslenskt heilbrigðisfólk sé ekki
bundið við „heimamarkað“. Heim-
urinn allur er þeirra vettvangur.
Þessi staðreynd týnist í arga-
þrasi um heilbrigðismál þegar tek-
ist er á um hversu mikið eigi að
auka útgjöld ríkisins vegna heil-
brigðismála. Samkeppnishæfni
heilbrigðiskerfisins er lögð til hlið-
ar þegar barist er fyrir því að út-
gjöld til heilbrigðismála skuli vera
að lágmarki 11% af landsfram-
leiðslu. Slík barátta er auðvitað
merkingarlaus og fremur til
skrauts í viðleitni til að afla sér og
sínum vinsælda. Merkingarlaus þó
ekki væri nema vegna þess að veru-
legur efnahagssamdráttur getur
tryggt að hlutfallið verði 11% á
sama tíma og útgjöld til heilbrigð-
ismála lækkuðu í raun.
Fábreytni og verri þjónusta
Ég hef áður haldið því fram að
karpið hafi leitt til þess að íslensk
heilbrigðisþjónusta sé í pólitískri
sjálfheldu frábreytileika og verri
þjónustu – sé fangi kröfunnar um
sífellt aukin útgjöld, án skýrra
mælikvarða um gæði eða kröfunnar
um að fjármunum sé varið af skyn-
semi.
Það hefur verið gæfa okkar Ís-
lendinga að eiga fjölbreyttan hóp
heilbrigðisstarfsmanna sem sótt
hefur sérfræðimenntun, reynslu og
þekkingu til annarra landa, en snú-
ið aftur heim til starfa. En það er
langt í frá sjálfgefið að ungt fólk
sem leggur slíkt á sig ákveði að
koma aftur og veita okkur þá þjón-
ustu sem við þurfum á að halda.
Hér ráða launakjör ekki öllu, held-
ur starfsaðstaðan sem er í boði en
einnig valfrelsi um starfsvettvang.
Það er ekki sérlega heillandi til-
hugsun eftir margra ára nám og
starfsmenntun að eiga þann eina
kost að koma til starfa innan veggja
ríkisrekstrar.
Læknar, hjúkrunarfræðingar og
aðrir hæfileikaríkir heilbrigðis-
starfsmenn vilja eiga sömu mögu-
leika og allir aðrir til að stofna eigið
fyrirtæki – verða sjálfstæðir at-
vinnurekendur. En andstaðan við
einkaframtakið er djúpstæð meðal
stjórnmálamanna stjórnlyndis. Svo
djúpstæð að það virðist skipta
meira máli að leggja steina í götu
einkaaðila en að tryggja bestu heil-
brigðisþjónustuna og sjá til þess að
fjármunum sé vel varið. Og um leið
fækkar tækifærum heilbrigðis-
starfsmanna.
Á síðustu árum hef ég skrifað
töluvert um heilbrigðismál. Mik-
ilvægi hins sameiginlega trygg-
ingakerfis hefur verið rauði þráð-
urinn í þeim skrifum.
Tryggingakerfi sem byggist á
þeirri grunnhugsun að við sameig-
inlega fjármögnum öflugt heil-
brigðiskerfi svo tryggt sé að allir
fái nauðsynlega þjónustu og aðstoð
án tillits til efnahags eða búsetu.
Samþætting og samvinna opin-
bers rekstrar og einkarekstrar í
heilbrigðisþjónustu – á grunni
sameiginlegs tryggingakerfis –
tryggir ekki aðeins betri þjónustu
við landsmenn, heldur styrkir
stöðu okkar í harðri alþjóðlegri
samkeppni um hæfileika. Ríkis-
rekstrarhyggjan, þar sem einka-
framtakinu er rutt skipulega úr
vegi, er hins vegar á góðri leið með
að grafa undan öflugri þjónustu og
myndar farveg fyrir tvöfalt heil-
brigðiskerfi, þar sem hinir efna-
meiri geta keypt betri og skjótari
þjónustu en við hin.
Eftir Óla Björn
Kárason » Læknar, hjúkrunar-
fræðingar og aðrir
hæfileikaríkir heilbrigð-
isstarfsmenn vilja eiga
sömu möguleika og aðr-
ir til að verða sjálfstæðir
atvinnurekendur.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Heilbrigðiskerfi í samkeppni um starfsfólk