Morgunblaðið - 09.12.2020, Síða 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020
Grein sem ég skrifaði
hér í blaðið sl. fimmtu-
dag (Aðför að sam-
keppni, verzlun og neyt-
endum) hefur kallað á
athugasemdir frá
nokkrum talsmönnum
landbúnaðarins. Þau
svör gera gott betur en
að staðfesta það sem ég
skrifaði um þrýsting
hagsmunaafla á stjórn-
völd að bregðast við bú-
sifjum vegna kórónuveiru-
faraldursins með sértækum
aðgerðum sem hygla einni atvinnu-
grein umfram allar aðrar. Grein-
arhöfundarnir eru sammála um að
samkeppnishömlur og tollahækk-
anir séu þjóðráð.
Rétt er að halda nokkrum atrið-
um til haga í framhaldi af þessum
skrifum.
Augljós hagur af tollasamningi
Ingvi Stefánsson, formaður Fé-
lags svínabænda, segir að tolla-
samningurinn við Evrópusambandið
og nýtt útboðsfyrirkomulag á toll-
kvóta hafi rýrt afkomu bænda án
þess að neytendur njóti þess í lægra
verði. Ingvi gleymir að geta þess að
svínabændur hafa sjálfir talsverð
áhrif á verðlag á innfluttu svína-
kjöti; frá því að tollasamningurinn
tók gildi hafa íslenzkir bændur og
afurðastöðvar boðið hátt í ESB-
tollkvóta og flutt inn 80-90% kvót-
ans fyrir svínakjöt.
Ingvi hefur heldur
ekki verið búinn að
lesa nýja skýrslu Al-
þýðusambandsins um
þróun verðlags á bú-
vörum á árinu. Sú
skýrsla var unnin
samkvæmt samningi
við atvinnuvegaráðu-
neytið og hafði að
markmiði að fylgja
eftir breytingum sem
gerðar voru á út-
hlutun tollkvóta um
áramót og ætlað var
að myndu gagnast neytendum.
Niðurstöður ASÍ (sjá töflu) sýna
að verð á innfluttum kjöt- og mjólk-
urvörum, þar sem ESB-tollkvótar
hafa stækkað og er úthlutað með
nýrri aðferð, hækkaði mun minna en
20% veiking krónunnar gagnvart
evrunni gaf tilefni til og í sumum til-
vikum minna en á innlendum vörum.
Þetta þarf að skoðast í því samhengi
að yfirleitt felst vörn fyrir innlenda
framleiðslu í veikingu gengis, því að
innfluttar vörur hækka þá í verði.
Innflutt grænmeti hækkar tals-
vert meira en kjöt- og mjólkurvörur
og meira en innlent grænmeti. Það
skýrist annars vegar af gengisveik-
ingu og hins vegar af hærra inn-
kaupsverði vegna vandkvæða við
tínslu, pökkun og flutninga græn-
metis vegna kórónuveirufaraldurs-
ins. Ekki hafa hins vegar orðið hag-
stæðar breytingar á tollum á græn-
meti til mótvægis, heldur þvert á
móti.
Er minni samkeppni
hagur neytenda?
Margrét Gísladóttir, fram-
kvæmdastjóri Landssambands kúa-
bænda, segir í sinni grein að undan-
þága mjólkuriðnaðarins frá sam-
keppnislögum hafi skilað mikilli
hagræðingu, sem undanþága í kjöt-
iðnaðinum myndi líka gera, í þágu
neytenda. Hún spyr hvernig sé
hægt að vera á móti því. Því er til að
svara að t.d. Hagfræðistofnun Há-
skóla Íslands komst að þeirri niður-
stöðu, þegar atvinnuvegaráðuneytið
bað hana að meta stöðuna á mjólk-
urmarkaði, að sameiningar afurða-
stöðva hefðu vissulega skilað hag-
ræðingu, en þyngra vægi hagur
neytenda af samkeppninni. Þess
vegna lagði Hagfræðistofnun til að
undanþágan yrði afnumin og tollar
lækkaðir á mjólkurvörum til að efla
samkeppni. Sama hefur Samkeppn-
iseftirlitið gert, en sú stofnun fer
ekki í neinar grafgötur um að
undanþága kjötiðnaðarins væri
hvorki bændum né neytendum í
hag.
Framkvæmdastjóri LK og tveir
Framsóknarþingmenn sem stungu
niður penna vísuðu til undanþága
landbúnaðar í ESB frá samkeppnis-
reglum vegna kórónuveirukrepp-
unnar. Þar er um að ræða sex mán-
aða undanþágur fyrir mjólkur-,
blóma- og kartöfluframleiðslu, sem
háðar eru ströngum skilyrðum, svo
sem að hamla ekki virkni innri
markaðarins. Kröfur hagsmunaaðila
um undanþágu kjötiðnaðarins frá
samkeppnislögum ganga hins vegar
út á að hún verði varanleg. Kröfur
þeirra um hærri tolla myndu koma
niður á viðskiptum á innri markaði
EES. Þessu er því ekki saman að
jafna.
Hvernig stuðningur
við landbúnaðinn?
Rétt er að undirstrika að ekki er
ágreiningur um að styðja skuli við
hefðbundinn landbúnað á Íslandi.
Hins vegar eru mismunandi skoð-
anir á formi stuðningsins. Þegar
gerð síðustu búvörusamninga stóð
fyrir dyrum sameinuðust samtök
fyrirtækja í verzlun, Neytenda-
samtökin og ASÍ um tillögur sem
gengu m.a. út á að tryggja rekstrar-
grundvöll landbúnaðarins, lækka
matarverð, að styrkgreiðslur færð-
ust frá markaðstruflandi búgreina-
stuðningi í átt að almennari jarð-
ræktarstuðningi, að stuðla að
aukinni samkeppni á búvörumark-
aðnum og lækka tolla.
Ekki er heldur neinn ágreiningur
um að landbúnaðurinn eigi að fá
stuðning stjórnvalda vegna kórónu-
veirukreppunnar eins og aðrar at-
vinnugreinar. Skoðanamunur t.d.
Félags atvinnurekenda og hags-
munaaðila í landbúnaðinum liggur í
því að við teljum að styðja eigi við
atvinnulífið með almennum aðgerð-
um sem ekki hamla samkeppni.
Rekstraraðilar í landbúnaði hafa
þannig aðgang að styrkjum og lán-
um eins og fyrirtæki í öðrum grein-
um ef þeir uppfylla skilyrði sem
fyrir þeim stuðningi eru sett, svo
sem um tekjufall vegna heims-
faraldursins.
Minnkandi spurn eftir innlendum
búvörum er fyrst og fremst vegna
samdráttar á veitingahúsamarkaði.
Það er alveg fráleitt að afleiðingin
eigi að vera sú að stjórnvöld færi
vandamálið frá landbúnaðinum yfir
á verzlunina og sendi svo neytend-
um reikning í leiðinni í formi hærra
matarverðs í búðunum – á sama
tíma og tugir þúsunda þiggja
atvinnuleysisbætur.
Meira um landbúnað,
samkeppni og tolla
Eftir Ólaf
Stephensen
» Við teljum að styðja
eigi við atvinnulífið
með almennum aðgerð-
um sem ekki hamla
samkeppni
Ólafur
Stephensen
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags atvinnurekenda.
Þróun verðlags á búvörum á árinu
Verðbreyting frá desember 2019 til september 2020 skv. könnun ASÍ
Vöruflokkur
í könnun
Innfluttar
vörur
Innlendar
vörur
Nautakjöt 2,2% 1,6%
Svínakjöt 7,9% 3,7%
Alifuglakjöt -1,3% 3,3%
Unnar kjötvörur 4,8% 5,1%
Ostar 9,0% 6,5%
Vöruflokkur
í könnun
Innfluttar
vörur
Innlendar
vörur
Tómatar 15% -1%
Gulrætur 26% 5%
Sveppir 10% 1%
Paprikur 19% -3%
Íslenskar rófur – -11%
Um þessar mundir
berast okkur fregnir
af átökum í norður-
hluta í Eþíópíu. Orð-
um eins og uppreisn-
armenn og
stjórnarher er reglu-
lega fleygt fram þrátt
fyrir að þau segi okk-
ur lítið um raunveru-
legt ástand í landinu.
Það er því ekki úr
vegi að spyrja: Hverjir eru að
berjast í Eþíópíu og hvernig lenti
þeim saman?
Eþíópía er sambandsríki líkt og
Bandaríkin og samanstendur af tíu
fylkjum. Hvert fylki hefur heima-
stjórn og landið er svo undir alrík-
isstjórn. Þrátt fyrir að hafa verið
til sem ríki frá 13. öld, þegar Am-
lak keisari sameinaði eldri kon-
ungsríki í eitt eþíópískt keis-
aradæmi, er Eþíópía eins og hún
er í dag tiltölulega nýtt ríki sem
var sameinað af Menelik II, sem
var keisari Eþíópíu frá 1889-1913.
Eftir fall seinasta keisarans Haile
Selassie 1974 var landinu stjórnað
af herforingjastjórn.
Herforingjastjórninni var síðan
hrundið frá völdum 1991 og sam-
steypustjórn byltingarmanna tók
við völdum. Þessir byltingarmenn
komu úr fjórum flokkum, Frels-
isflokki Tígra, Lýðræðisfylkingu
Amhara, Lýðræðisfylkingu Oró-
móa og Suðureþíópísku lýðræð-
ishreyfingunni. Í þessum flokkum
voru fulltrúar stærstu þjóðarbrota
Eþíópíu; Orómóa, Amhara og
Tígra.
Saman mynduðu þessir flokkar
alríkisstjórnina sem eins flokks
stjórn. Tígrinn Meles Zenawi var
forseti nýja ríkisins og skipaði
Tígra í mörg helstu embætti innan
alríkisstjórnarinnar og eþíópíska
hersins, sem er undir stjórn alrík-
isstjórnarinnar. Eþíópíski herinn
er hins vegar ekki eini herinn í
landinu. Hvert fylki hefur einnig
yfir að ráða heima-
varnarliði sem er und-
ir stjórn fylkisstjórn-
arinnar.
Yfirráð yfir alrík-
isstjórninni þykja
gefa vel af sér. Stór
hluti Eþíópíumanna
lifir undir fátækt-
armörkum og landið
fær mikla þróun-
araðstoð frá erlendum
ríkjum. Yfirráð yfir
þessum fjármunum,
sem oft hafa talið
meira en 450 milljarða íslenskra
króna á ári, gera alríkisstjórninni
kleift að stjórna hvert peningarnir
renna. Alríkisstjórnin notaði hluta
þessara peninga til að verðlauna
stuðningsmenn sína og fjármagna
uppbyggingu í heimahéruðum sín-
um. Auk þróunaraðstoðarinnar tók
nýja stjórnin stór lán frá Kínverj-
um til að fjármagna uppbyggingu
innviða svo sem með nýjum lest-
arteinum milli höfuðborgarinnar
Addis Ababa og Djibútí, sem
höndlar sjóflutninga til og frá Eþí-
ópíu.
Deilur urðu um það innan
flokkabandalagsins hvernig ætti
að ráðstafa tekjum ríkisins og
hvernig ætti að borga kínversku
lánin til baka. 2018 brutust út mót-
mæli meðal Orómóa og Amhara
gegn ítökum Tígra í alríkisstjórn-
inni og Tígrinn Hailemariam
Desalegn sagði af sér sem for-
sætisráðherra. Í hans stað kom
Orómóinn Abiy Ahmed.
Árið 2019 ákvað nýi forsætisráð-
herrann Abiy Ahmed að brjóta
upp gamla flokkabandalagið. Lýð-
ræðisfylking Amhara, Lýðræð-
isfylking Orómóa og Suðureþíóp-
íska lýðræðishreyfingin stofnuðu
nýjan flokk, Velmegunarflokkinn,
með því að sameinast fimm minni
stjórnarandstöðuflokkum. Mark-
miðið var að færa völd alrík-
isstjórnarinnar frá Tígrum og
veita öllum þjóðarbrotum aðgang
að alríkisstjórninni.
Frelsisflokkur Tígra neitaði að
ganga til liðs við Velmegunar-
flokkinn og varð stjórnarand-
stöðuflokkur. Frelsisflokkurinn
hélt hins vegar völdum í fylk-
isstjórn Tígra (Tigray).
Hin nýja alríkisstjórn Velmeg-
unarflokksins hófst tafarlaust
handa við að minnka völd gamla
Frelsisflokksins. Andstæðingum
flokksins sem sátu í fangelsi var
sleppt. Áætlanir voru gerðar um
að einkavæða ríkisfyrirtæki þar
sem Tígrar voru í meirihluta
stjórnarmanna og yfirmenn eþíóp-
íska hersins og eþíópísku leyni-
þjónustunnar, báðir Tígrar, voru
leystir frá störfum.
Frelsisflokkurinn var skilj-
anlega lítt hrifinn af þessum ráð-
stöfunum og þegar alríkisstjórnin
frestaði fylkis- og alríkiskosn-
ingum vegna kórónufaraldursins
sökuðu þeir Velmegunarflokkinn
um landráð og heimavarnarlið
Tígrahéraðs gerði árás á stöðvar
eþíópíska hersins í fylkinu. Alrík-
isstjórnin svaraði með því að gefa
út handtökuskipanir á hendur yf-
irmönnum Frelsisflokksins og eþí-
ópíski herinn gerði innrás í Tígra-
hérað studdur af heimavarnarliði
Amharahéraðs.
Eins og sést er því ekki rétt að
tala um að Eþíópía standi á barmi
borgarastyrjaldar. Borgarastríðið
er nú þegar hafið, milli fylg-
ismanna Frelsisflokks Tígra og
Velmegunarflokksins. Hversu
lengi það mun standa á eftir að
koma í ljós en ólíklegt er að það
muni auka frelsi Tígra eða vel-
megun Eþíópíumanna.
Hverjir eru að berjast í Eþíópíu?
Eftir Elvar
Ingimundarson »Nú þegar óljósar
fréttir berast af
átökum í Eþíópíu er
rétt að spyrja: Hverjir
eru að berjast?
Elvar Ingimundarson
Höfundur er mag. theol., MLitt
og höfundur hlaðvarpsins
Nýlendusögu Afríku.
Reglubundið rama-
kvein hefur verið rekið
upp vegna hugmynda
yfirvalda um að skatt-
leggja sykraðar mat-
vörur umfram hollari
matvörur. Hæst heyr-
ist í sælgætis- og gos-
drykkjafamleiðendum
og er það afar skilj-
anlegt. Hugmyndin er
sú að vörur þeirra
verði dýrari án þess að meira renni í
þeirra vasa. Það er eðlilegt að mót-
mæla slíkum áformum sem hags-
munaaðili. Það er ekki endilega rétt
að hlusta of mikið á þær raddir.
Undirrituð er almennt á móti
skattahækkunum. Skattar á Íslandi
eru of háir hvert sem litið er. Virð-
isaukaskattur með því hæsta sem
gerist í heiminum og það eitt er
hvetjandi fyrir svarta hagkerfið. En
hvernig má þá réttlæta aukna skatt-
heimtu sem þessa?
Rannsóknir á fleiri hundruð þús-
und manns með eftirfylgni í 16-34 ár
hafa sýnt bein tengsl aukinnar gos-
drykkjaneyslu við aukna dánartíðni
og þá sérstaklega vegna hjarta- og
æðasjúkdóma. Hár líkamsþyngd-
arstuðull hjá fullorðnum á Íslandi
hefur hækkað frá því að vera fjórði
algengasti áhættuþáttur fyrir aukna
dánartíðni og hreyfiskerðingu yfir í
að vera annar algengasti áhættuþátt-
urinn, á eftir reykingum. Hlutfalls-
legur fjöldi þeirra sem eru í ofþyngd
og offitu á Íslandi er með því hæsta í
Evrópu. Þekkt er að mikil neysla
sykraðra drykkja eykur líkur á
hækkaðri líkamsþyngd. Hækkaður
líkamsþyngdarstuðull er sterkur
áhættuþáttur sjúkdóma eins og
hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki
af tegund tvö og krabbameina.
Hvað þýðir það ef fleiri og fleiri
einstaklingar eru haldnir þessum
sjúkdómum? Fyrst og fremst þýða
það skert lífsgæði fyrir viðkomandi
einstakling, en einnig aukið álag á
heilbrigðiskerfið, sem að mestu leyti
er kostað af sameiginlegum sjóðum.
Sameiginlegu sjóðirnir
sem myndast þegar við
borgum skattana. Það
er því eðlilegt að setja
vöru, sem hefur sann-
anlega svo neikvæð
áhrif á heilsu í hærra
skattþrep en t.d. græn-
meti og ávexti.
Með samstilltu átaki
og fræðslu auk leiðinda
skattlagningar höfum
við séð hvernig hægt
var að ná tökum á
tóbaksnotkun Íslendinga. Eftir því
hefur verið tekið á heimsvísu. Á sama
hátt getum við tekist á við stóraukna
gosdrykkjaneyslu ungs fólks með
fræðslu og hefur mikið áunnist í þeim
efnum. Betur má þó ef duga skal. Það
hefur (því miður) sannast að stýring
með verðlagningu hefur enn meiri
áhrif. Tal um frekju og frelsisskerð-
ingu á ekki við, enda er ekki verið að
banna neinum neitt. Hærra verð ætti
þó að skila auknum tekjum í ríkissjóð
sem ætti með réttu að skila sér til
heilbrigðiskerfisins. Ekki veitir af.
Lágkúrulegast finnst mér þó þegar
því er haldið fram að það sé verið að
meina tekjulægstu hópunum eilítinn
munað með því að hækka gosdrykki
úr lægra skattþrepi í það hærra. Með
sömu rökum ættum við að gauka síg-
arettupökkum að þessum hópum og
telja okkur trú um að slíkt sé gert af
góðmennsku. Best færi á því að allir
þjóðfélagshópar, óháð tekjustöðu,
slepptu bæði tóbakinu og gosdrykkj-
unum.
Það verður allt vitlaust
Eftir Kristínu
Heimisdóttur
Kristín Heimisdóttir
»Reglubundið rama-
kvein hefur verið
rekið upp vegna hug-
mynda yfirvalda um að
skattleggja sykraðar
matvörur umfram holl-
ari matvörur.
Höfundur er stjórnarformaður
Lýðheilsusjóðs og lektor við
tannlæknadeild Háskóla Íslands.