Morgunblaðið - 09.12.2020, Page 17

Morgunblaðið - 09.12.2020, Page 17
mýrin þar sem alltaf var líf og fjör, pakkafhending á aðfanga- dag þar sem Valur vaktaði rjúp- urnar, Ford Bronco í bílastæð- inu, skíðastúss í Hamragili svo eitthvað sé nefnt. Valur var einn af þeim sem eru afskaplega vel liðnir og þægilegir í umgengni. Þekktum við hann ekki öðruvísi en glaðan og með létt bros á andlitinu. Sá eiginleiki var kostur í starfi hans fyrst hjá Hafskip og síðar Eimskip þegar leysa þurfti úr ýmsum vanda hjá innflytjendum þess tíma þegar landið bjó við ýmiss konar höft og ekki var eins auðvelt að flytja vörur til og frá landinu og nú. Þessir kostir urðu m.a til þess að hann var kjörinn formaður skíðadeildar ÍR, embætti sem hann gegndi með miklum sóma frá 1976-1985. Á þessum tíma voru miklar framkvæmdir í Hamragili, skíðasvæði ÍR, stór- huga menn sem keyptu og settu upp lyftur, keyptu troðara, ráku skíðasvæði og allt var þetta gert í sjálfboðavinnu. Hverjum myndi detta slíkt í hug í dag! Magnaður tími. Á efri árum tók hann til við að læra leiðsögumanninn og leiða erlenda ferðamenn um landið sem honum líkaði vel og systir hans Marta hafði þá þegar gert um nokkra hríð. Áhugavert að þau systkin skyldu bæði leiðast á þá braut en kannski ekki ef haft er í huga að afi þeirra Halldór var einn af landpóstum fyrri tíma. Genginn er góður maður. Erla og Páll Þór. Nú er kóf og kveðjutíð. Veiran klukkar einn en krabbinn annan. Og svo eru aðrir einfaldlega sótt- ir af svefninum langa, líkt og Val- ur Pálsson. Í jarðarför pabba sat hann ásamt Ernu sinni og sonum. Að athöfn lokinni ræddumst við stuttlega, innilega, við. Þrátt fyr- ir aðstæður var maðurinn hress að vanda og við kvöddumst ánægjulega vel. Sjö vikum síðar sitjum við jarðarför hans. Valur var ein af stoðum lífsins, aukafaðir í Álftamýri, bisness- maður á blágrænum Bronco, sígl- aður maður og lífskátur. Hann var Hafskipsmaður, síðan Eim- skipsmaður og loks leiðsögumað- ur af óvæntri snilld, en hóf sinn feril sem eigin herra: Valur Páls- son & co. Verslun hans, Luktin, stóð í kjallara og tilheyrði Snorrabraut 44, en á efri hæð í sama húsi var íbúðin og tilheyrði Njálsgötu 87. Á efstu hæð bjuggum við. Páll Einarsson faðir Vals hafði starf- að sem rakari í síldarævintýrinu en kom suður með Sigló-gróðann og keypti þennan stigagang í austurborginni. Nær allir íbúar hússins tengd- ust austur á land, ættartengslin voru drjúg þegar að húsnæði kom. En eftir sex ár voru ná- grannar orðnir að vinum og fjar- skyldir náskyldir. Samgangurinn var mikill og miðpunkturinn var Valur, ungur maður með sjálfs- traust og auglýsingar í öllum helstu blöðunum: Zanussi- þvottavélar og -kæliskápar. Fjölskyldur okkar urðu að tvennd og þegar stækka þurfti við sig fluttu þær auðvitað í sama hverfið, með eina götu (Safamýri) á milli. Samgangurinn var áfram mik- ill og samanburðurinn líka. Allt var flottara og betra hjá Val og Ernu. Það var veldi á þeim, nýj- ustu græjur og mannmargar veislur, strákar í þremur sérher- bergjum og Creedence Clear- water á fóninum, uppáhaldið Vals. Á vetrum var farið á skíði, í Hamragil á Hengilssvæðinu, en á sumrum í bústað, í Stóra-Langa- dal á Snæfellsnesi. Tvíburafjölskyldurnar lumuðu á mörgum tvíburum, ekki bara „Knold og Tot“ heldur einnig ömmu Möllu og ömmu Hermínu, Helga og Val, Margréti og Ernu, fjórum systkinum þar, fjórum hér, og appelsínugulum Wago- neer og grænum Wagoneer. Það var hins vegar aðeins einn kóng- ur: Sigurður Valur Valsson var yngstur í hópnum, fæddur 1973, og varð snemma stjarna, upplyft- ari með Downs. Hann var stærsta áskorun Vals og Ernu og enginn fær nokkru sinni toppað þá stærð og það manngæsku-elskunnar-vit sem þau sýndu honum Sigga sín- um. Í stað þess að vera vandamál varð hann kóngur frá fyrsta degi, elskaður og dáður umfram alla aðra. Af þeim sökum varð Valur ein af stoðum lífsins, og ein mín helsta fyrirmynd, föðurlega séð. Valur Pálsson var glettinn, stríðinn og hláturmildur. Hann var á röngum stað í pólitík, við- skiptanna vegna, en hélt sínum málstað stöðugt og hlæjandi að okkur herstöðvaandstæðingum og samfylkingarfólki, stríddi okk- ur og hæddi, en reytti þó aldrei til reiði. Til þess var hann einfald- lega of kátur. Við Agla sendum Ernu og strákunum, og öllu þeirra liði, innilegar samúðarkveðjur og biðjum Val, ef hann les þetta, að skila kveðju til pabba. Þið farið kannski saman á Himnavöllinn að sjá Maradona spila fyrsta heimaleikinn í efra Hallgrímur Helgason. Fyrir um það bil fjörutíu árum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Vali Pálssyni en þá urðum við Kalli sonur hans skóla- félagar sem leiddi síðar til mik- illar og traustrar vináttu. Að koma á heimili Vals og Ernu í Álftamýri var ánægjulegt því þar ríkti einstök glaðværð og ég fann mig sérstaklega velkominn. Ekki komst maður hjá því að þiggja veitingar jafnvel þó að heimsókn- in væri stutt því gestrisni og rausnarskapur var þeim hjónum báðum í blóð borinn. Það var áberandi hversu samhent þau hjónin voru og hve mikla rækt þau lögðu við fjölskylduna. Fyrsta sem ég tók eftir í fari Vals var hversu lifandi, alúðlegur og skemmtilegur hann var. Ólíkt mörgum mönnum af hans kyn- slóð gaf hann sig á tal við okkur strákana og umræðuefnin teygðu sig um heima og geima. Kyn- slóðabilinu var ekki fyrir að fara á þeim bænum. Aldrei vantaði umræðuefnin enda maðurinn áberandi fróður og stálminnugur. Stutt var í bjartan og smitandi hláturinn. Hann fylgdist vel með því sem gerðist í samfélaginu og hafði sterkar skoðanir á málefnum. Jafnframt var áhugi hans einlæg- ur á því sem við vinir strákanna vorum að fást við. Valur var gæfumaður, góð fyr- irmynd, sístarfandi. Það kom því ekki á óvart þegar hann lét af störfum sem viðskiptafræðingur eftir farsælt áratuga starf að hann skyldi hefja nám að nýju til að skapa sér annan starfsgrund- völl. Að setjast í helgan stein var ekki til í orðabókinni. Hann lauk leiðsögumannsprófi og starfaði í kjölfarið ötullega um árabil við að ferðast með hópa manna um landið eða vel fram á níræðisald- ur. Það er víst að í þeim ferðum hefur gleðin ríkt og engum leiðst fremur en öðrum þeim sem nutu þeirra forréttinda að eiga góða stund með honum. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Vali. Minning um góðan mann mun lifa. Ég votta Ernu, Karli, Páli, Hermanni, Sigga, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Missir þeirra er mikill. Einar Örn.  Fleiri minningargreinar um Val Pálsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 ✝ Erlendur Har-aldsson, pró- fessor emeritus, fæddist 3. nóv- ember 1931 á Völl- um á Seltjarnar- nesi. Hann lést á Hrafnistu 22. nóv- ember 2020. Foreldrar hans voru þau Anna Eli- mundardóttir hús- móðir og Haraldur Erlendsson verkamaður. Að loknu stúdentsprófi frá MR árið 1954 stundaði Erlendur nám í sálfræði við háskóla í Freiburg og München í Þýska- landi 1964-1969. Hann lauk dr. phil.-gráðu frá Háskólanum í Freiburg árið 1972. Erlendur starfaði sem rannsóknarmaður í Bandaríkjunum og stundaði sér- fræðinám í klínískri sálfræði við Virginíuháskóla 1970-71. lendar voru þýddar á 14 tungu- mál. Á meðal íslenskra bóka hans eru Með uppreisnarmönnum í Kúrdistan (1964), Þessa heims og annars (1978), Sýnir á dán- arbeði (1979), Látnir í heimi lif- enda (2005) og Indriði Indr- iðason, merkasti íslenski miðillinn (2019). Endurminn- ingar Erlendar, Á vit hins ókunna, sem hann skrifaði ásamt Hafliða Helgasyni, komu út árið 2012. Eftirlifandi sambýliskona Er- lendar er Björg Jakobsdóttir, Mið-Austurlandafræðingur. Hann eignaðist tvö börn, Harald geðlækni, sem búsettur er ásamt fjölskyldu sinni á Íslandi, og Önnu Elísabetu verkfræðing, sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Þýskalandi. Útför Erlendar fer fram frá Neskirkju í dag, 9. desember 2020, klukkan 13. Hann verður jarðaður frá Strandarkirkju daginn eftir. Steymi á útför https://youtu.be/mX52wqD7MJ4 Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Erlendur var blaðamaður á Al- þýðublaðinu 1960- 1962 og starfaði sem sálfræðingur við American Soc- iety for Psychical Research í New York 1972-1974. Hann varð lektor við Háskóla Íslands 1974, dósent 1978 og prófessor 1974. Erlendur var talsmaður upp- reisnarmanna Kúrda í Írak árin 1964-1969 meðan hann dvaldi í Þýskalandi og var varaforseti International Society Kurdistan 1965-1970. Erlendur var frumkvöðull á sviði dulsálfræði og rannsakaði mikið það sem kallað er dulræn fyrirbæri. Ritaskrá hans frá ár- unum 1960-2018 telur um 360 titla greina og bóka. Bækur Er- Látinn er frændi minn Erlend- ur Grétar Haraldsson, prófessor emeritus, 89 ára að aldri. Við vor- um náskyldir, systrasynir. Mæður okkar, Anna og Guðrún, voru af Hellissandi á Snæfellsnesi, komn- ar af sægörpum þar og bændum. Þær komu ungar á sumrin að sækja sér vinnu við fiskverkun á Seltjarnarnesi, farandverkakon- ur. Komu hingað sjóleiðina hvert vor. Á Nesinu kynntust þær verð- andi eiginmönnum sínum, þeim Haraldi og Guðmundi, föður mín- um. Föðurafi minn, Kristinn Gíslason smiður, og amma mín, Kristín Guðmundsdóttir, bjuggu þarna í húsi sem nú er horfið og hét Hæðarendi en Haraldur og Anna, foreldrar Erlends, byggðu sér hús á Nesinu, skammt þar frá, sem hét Vellir og bjuggu þar alla tíð. Þar eignuðust þau tvö börn, Erlend og Elínu Sigurlaugu, sem lést í október 2018. Falleg, góð og vel gefin stúlka. Nú eru því bæði látin þessi frændsystkini mín. Lífið á Hellissandi var erfitt á þessum tíma. Stúlkurnar sóttu vinnu á nærliggjandi bæi eða til Reykjavíkur en karlmennirnir sóttu sjóinn, sem var erfitt og hættulegt starf. Hafnaraðstaða var svo gott sem engin og varð jafnan að taka land í fjörunni, oft innan um háa kletta og varasama. Skipskaðar voru tíðir og mann- skæðir. Minnist ég þess að móð- urbræður mínir lýstu því hvernig gengnar voru fjörur, stundum í marga daga eftir að óhapp hafði orðið við lendingu. Mannlífi á Sandi hefur verið vel lýst af öðrum frænda okkar, Karvel Ögmunds- syni, í sjálfsævisögu hans, Sjó- mannsævi. Afi okkar, Elimundur, var þarna formaður, fengsæll og lánsamur. Amma okkar, Sigur- laug Sýrusdóttir, var góð kona, trúuð og hjálpsöm og hagmælt og eru eftir hana mörg ljóð. Bústaður ömmu og afa á Sandi hét Dverga- steinn og þar í túni var og er stór klettur. Þar bjuggu álfar. Fólk af þessum slóðum var harðgert og duglegt. Erlendur var eilítið eldri en ég, sem var hins vegar jafnaldri syst- ur hans. Ég kom oft að Völlum með móður minni. Haraldur, faðir þeirra, var prýðilega vel gefinn, bókhneigður, batt inn bækur, safnaði frímerkjum og átti grasa- safn. Erlendur gat stundum kom- ið manni spánskt fyrir sjónir með því hann laðaðist snemma að grænmetisfæði, borðaði það síðar alfarið og hugleiddi dulræn fræði. Hann gerðist hálærður í þeim fræðum, stundaði nám í sálfræði við merka háskóla í Þýskalandi og Bandaríkjunum og lauk doktors- prófi frá háskólanum í Freiburg árið 1972. Hann varð síðan lektor, dósent og prófessor við HÍ árið 1974. Árin 1964-1969 vann hann sér til frægðar að fara í hættuför til héraða Kúrda í Írak og heim- sækja uppreisnarmenn þar. Þeirri för lýsti hann vel í bók um það efni og gegndi eftir það einnig fyrir þá ábyrgðarstörfum í Evrópu. Hann varð heimsþekktur sérfræðingur á sviði dulsálarfræði, afkastamik- ill rithöfundur og eftirsóttur fyr- irlesari víða um heim. Dáðumst við, aðstandendur hans, oft að elju hans og úthaldi í þeim efnum. Nú er hann frændi vor allur, horfinn á vit hins ókunna, sem hann reyndi svo mikið að kanna á vísindalegan hátt. Eftirlifandi sambýliskonu, Björgu Jakobs- dóttur, og börnum og barnabörn- um biðjum við Guðs blessunar. Anna og Kristinn. Góður vinur, dr. Erlendur Har- aldsson, er horfinn af sjónarsvið- inu eftir stutta sjúkralegu. Fyrstu kynni mín af Erlendi voru er hingað til lands kom ind- versk menningarnefnd sem var á ferð um heiminn til að kynna ind- verska menningu. Á kynningar- fundi hennar annaðist Erlendur Haraldsson túlkun fyrirlestranna. Tveim árum síðar kynntist ég Er- lendi betur er við vorum í litlum hópi á Evrópuráðstefnu Theo- sophical Society sem haldin var á herragarði í Swanwick á Eng- landi. Auk þess að vera þá í námi við háskólann í Freiburg í Þýska- landi hafði hann kynnst ungum kúrdískum námsmönnum í Berlín. Í stuttu máli tók Erlendur þá djörfu ákvörðun að fara til Íraks og hitta þar uppreisnarmenn Kúrda sem börðust fyrir tilveru- rétti þjóðar sinnar. Þar hitti hann sjálfan foringjann, Barzani, og tók að senda þaðan greinar í vestræn blöð um þessi átök. Þarna var til- vera heillar þjóðar í hættu. Hann var leiðandi meðal örfárra blaða- manna sem þetta gerðu. Í raun- inni má segja að þar hafi hann hætt lífi sínu til að kynna málstað Kúrda. Þetta opnaði sjóndeildar- hring minn við að kynnast glögg- skyggni Erlendar: þarna átti heil þjóð í vök að verjast. Um þetta má lesa í bók hans, Með uppreisna- mönnum í Kúrdístan. Næst kynntist ég Erlendi er hann hafði ákveðið að sérhæfa sig í dulsálarfræði (parapsychology), sem enn sýndi djarfa ákvörðun hans, en þá naut þessi grein hvorki skilnings né stuðnings hefðbundinna vísindamanna. Að loknu námi í Freiburg fór Erlend- ur til Bandaríkjanna, þar sem hann starfaði með þekktustu mönnum á þessu sviði, þeim dr. J.B.Rhine og dr. Ian Stevenson. Með hinum fyrrnefnda tók Er- lendur þátt í rannsóknum á ESP (extra sensory perception) og með Stevenson tók hann að rannsaka börn sem töldu sig muna fyrri líf. Mestar voru rannsóknir hans á því sviði á Sri Lanka og í Líbanon. Mér er kunnugt um, að hann naut mikillar virðingar fyrir strangvís- indaleg vinnubrögð. Um þetta liggja margar bækur hans erlend- is og má lesa um þetta nánar í ævi- minningum hans, Á vit his óþekkta (2012). Í mörg ár var Er- lendur eftirsóttur fyrirlesari í há- skólum bæði austan hafs og vest- an. Í allmörg ár var lítið um að við hittumst, en sl. 15 ár tókum við að hittast á ný, helst á vettvangi Líf- spekifélagsins. Það gladdi mig mjög er með Erlendi og frænku minni, Björgu Jakobsdóttur Mið- Austurlandafræðingi, tókust náin kynni. Var hún honum mikill stuðningur í veikindum hans að undanförnu. Við hjónin sendum Björgu og Haraldi okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Halldór Haraldsson. Þrátt fyrir mikinn áhuga þjóð- arinnar á dulrænum fyrirbærum eru þeir örfáir sem hafa lagt fyrir sig strangvísindalega ástundun þeirra í fræðigrein sem kallast dulsálarfræði á íslensku, „parap- sychology“ á ensku. Nú er fallinn í valinn frumkvöðull þessarar greinar á Íslandi og nánast hinn eini að heita má, Erlendur Har- aldsson. Iðkun kerfisbundinna aðferða var höfð við hönd hér á landi fyrstu áratugi 19. aldar og kölluð- ust þá sálarrannsóknir, „psychical research“ á ensku. Að svo búnu lognaðist hún út af og varð upp úr því enginn greinarmunur sjáan- legur á sálarrannsóknum og spír- itisma sem byggir á trúarlegri af- stöðu. Um miðja öldina varð merkileg endurnýjun á rannsókn- um erlendis með tilurð dulsálar- fræðinnar þar sem strangar kröf- ur voru gerðar til varkárni og ályktana, tölfræðilegum útreikn- ingum var beitt þar sem því varð við komið og lýsing á athugunum eins nákvæm og hugsast gat. Rannsóknamenn fengu aðhald í ritrýndum tímaritum og miskunn- arlausar umræður fóru fram á al- þjóðlegum þingum dulsálarfræð- inga. Erlendur Haraldsson SJÁ SÍÐU 18 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Okkar ástkæri ÁSMUNDUR JÓHANNSSON, Ási, byggingafræðingur, Brúnavegi 9, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Laugardal, miðvikudaginn 2. desember. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 11. desember klukkan 16. Útförinni verður streymt á https://youtu.be/Kb6Bs-kq9Eo Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Rúna Didriksen Jóhann Ásmundsson Sigrún Júlía Kristjánsdóttir Eva Ásmundsdóttir Jóhann Smári Karlsson Sif Ásmundsdóttir Sigurjón Örn Ólason Hanna Kristín Didriksen Ovidijus Zilinskas Dagmar Ásmundsdóttir Geir Brynjar Hagalínsson Ragnheiður Ásmundsdóttir Áslaugur Andri Jóhannsson Sonur minn, bróðir, mágur og frændi, VALUR HÖSKULDSSON, Gvendargeisla 17, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 24. nóvember. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. desember klukkan 13. Sent verður út í streymi. Höskuldur Guðmundsson Eiríkur Örn Höskuldsson Eyrún Guðnadóttir Guðmundur Höskuldsson Sigrún Víglundsdóttir Höskuldur R. Höskuldsson Sigríður Herdís Pálsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.