Morgunblaðið - 09.12.2020, Side 20

Morgunblaðið - 09.12.2020, Side 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur alltaf verið gefandi að kynnast mönnum og málefnum, þótt ekki væri nema bara til að forðast stöðnun. Reynið að vera raunsæ og vænta ekki of mikils fyrir of lítið. 20. apríl - 20. maí  Naut Varastu að láta draga þig inn í ann- arra deilur um málefni sem koma þeim einum við. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér líður meiri háttar vel! Fáðu vinina í lið með þér. Reyndu af fremsta megni að skemmta þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Manneskjan sem ýtir undir létt- lyndi þitt og óbælda hegðun er svo sann- arlega góður vinur. En það sem skiptir þig máli er að gefa. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það reynir á trúnaðinn og ákveðnina, þegar taka þarf ákvarðanir í viðkvæmum málum. Vertu í samvinnu með öðrum því núna er ekki rétti tíminn til að vinna einn að hugðarefnum þínum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Er ekki skrýtið hvernig þú laðar að þér athygli einmitt þegar þú vilt vera í friði? Notfærðu þér það. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er stundum gaman að hlaupa á eftir einhverri hugdettunni án þess að skeyta nokkuð um tilefni eða tíma. Mundu að það er ákveðið frelsi fólgið í því að sleppa tökunum á hlutunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur næga þolinmæði til að læra eitthvað nýtt í dag. Varaðu þig á fólki með takmarkaða sýn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það kostar sitt að halda sér í toppformi bæði andlega og líkamlega. Sýndu þolinmæði og stjórnkænsku. 22. des. - 19. janúar Steingeit Kipptu þér ekkert upp við það þótt einhverjar breytingar verði á ferðum þínum í dag. Skilningarvit þín eru svo skörp að það er eins og þú getir lesið hugsanir fólks. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur tíma til að gera akk- úrat það sem þú vilt, en bara með því að sleppa einhverju sem einhver annar vill. 19. feb. - 20. mars FiskarMiklar líkur eru á því að atburðir dagsins verði mistúlkaðir, en til allrar hamingju er jafnvel hægt að leiðrétta hinn argasta misskilning. S ævar Helgason fæddist 9. desember 1960 í Kópa- vogi, þar sem hann ólst upp. „Þetta var mikil sveit þegar ég var að alast þarna upp á Fögrubrekkunni. Þverbrekkan er þarna og Álfa- brekkan hinum megin og hún var eiginlega endinn á Kópavogi þá, því fyrir austan hana var bara sveita- bær og þangað fórum við að sækja egg fyrir mömmu. Síðan var allt ómalbikað. Ef einhver keyrði upp Fögrubrekkuna, þar sem ég bjó, þá sást ekki á milli húsa því rykið þyrlaðist allt upp.“ Hann rifjar upp að annað hænsnabú hafi verið fyrir neðan Nýbýlaveginn, en svo var Lundur þar, eina stórbýlið í Fossvogs- dalnum, fyrir neðan þar sem Byko var til húsa áður á Nýbýlaveginum og stóru blokkirnar þar fyrir neðan eru í landi Lundar og nefndar eftir býlinu. Sævar rifjar upp búskap sem var enn í Fossvoginum og Reykjavík sjöunda áratugarins lifn- ar við í minningunni. Sævar gekk í Víghólaskóla en hann var nokkur sumur hjá móð- urömmu sinni á Norður-Reykjum í Mosfellssveit og hjálpaði til. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer í burtu af æskuheimilinu og er að aðstoða í gróðurhúsinu, mest við tómataræktunina. Það voru engin sjálfvökvandi kerfi þá, heldur þurfti að vökva a.m.k. tvisvar á dag og svo tíndi maður tómatana á morgnana og aftur seinnipartinn. Ég ætlaði að verða vélstjóri og var byrjaður að læra vélvirkjun, en var samt alltaf að þvælast sem há- seti úti á sjó á sumrin. Svo lenti ég í stórslysi 1981 og missi höndina. Eftir það þurfti ég að breyta um kúrs og ég fór í Stýrimannaskól- ann. Ég var alltaf ákveðinn í því að láta ekki slysið stoppa mig í því sem ég vildi gera.“ Sævar starfaði í mörg ár sem stýrimaður en hætti á sjónum árið 1989 og fór í lausamennsku hjá Hafrannsóknastofnun og Fiski- stofu, en fór svo í Iðnskólann á tölvubraut til að ljúka við stúdents- próf, en gömlu stýrimannaprófin skiluðu ekki stúdentsprófi á þess- um tíma. Sævar var orðinn mjög áhugasamur um tölvur, vann í dos- umhverfinu og vildi læra meira. Þaðan fór hann í Háskólann í Reykjavík og lauk tölvufræði þaðan 2005. „Þá byrja ég að vinna hjá Fram- tíðarsýn, sem breyttist í Mylluset- ur eftir hrun. Ég þurfti að fara í 50% vinnu í hruninu og ég ákvað að fara í meistaranám í stjórnun og stefnumótun til að hafa nóg fyrir stafni.“ Sævar var fljótt kominn aftur í fulla vinnu en gat hliðrað til og lokið náminu á aðeins lengri tíma. Sævar hefur ritstýrt íslenska sjómannaalmanakinu frá árinu 2006, en hann byrjaði á því hjá Fiskifréttum. Núna vinnur hann hjá Viðskiptablaðinu, sem rekið er af útgáfufélaginu Myllusetri, sér um almanakið og tölvumálin og er einnig í söludeildinni hjá VB, svo það er alveg nóg að gera. Síðan er hann virkur í Nýrri lífssjón, félagi sem aðstoðar þá sem missa útlimi og aðstandendur þeirra. „Mín helstu áhugamál síðustu 15-20 árin eru skíði og skotveiðar. Ég hef alveg ofboðslega gaman af því að vera á skíðum og dóttir mín hefur verið mikið á snjóbretti með mér. Hún hefur dregið mig mikið með, en það þarf eiginlega ekkert að draga mig neitt. Ef minnst er á fjallið er ég bara kominn af stað.“ Sævar fer líka í árlegar veiðiferðir, bæði til að veiða hreindýr fyrir Sævar Helgason kerfisstjóri - 60 ára Þarf ekki að draga hann á fjöll Feðgar Hér er Sævar að kenna syni sínum, Halldóri Gauta, sumarið 2006 í Teigsskógi við Þorskafjörð. Skíðalífið Hér eru dóttirin, Sylvía Rut, Sævar og eigin- konan Sigríður í skíðaferð í Lungau í Austurríki árið 2018. Hjónin Hér eru hjónin Sævar og Sigríður við Loch Ness-vatnið í Skotlandi árið 2017. 30 ára Sara Dögg ólst upp í Eyjum en býr núna í Reykjavík. Hún starfar sem inn- anhússhönnuður en er núna í fæðing- arorlofi. Helstu áhuga- málin eru allt sem tengist heimili & hönnun og svo málar hún í frístundum. Maki: Hjálmar Ragnar Agnarsson, f. 1988, læknir. Börn: Nóel, f. 2015, og Erin, f. 2020. Foreldrar: Guðjón Hjörleifsson, f. 1955, betur þekktur sem Gaui bæjó, fv. bæj- arstjóri og þingmaður, nú fasteigna- og tryggingasali, og Rósa Elísabet Guðjóns- dóttir, f. 1959, stuðningsfulltrúi í Grunn- skóla Vestmannaeyja. Sara Dögg Guðjónsdóttir Til hamingju með daginn Þorlákshöfn Aron Darri Númason fæddist 16. janúar 2020 kl. 7.14. Hann vó 3.700 g og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Númi Snær Jóhann- esson og Tara Ósk Jóhannsdóttir. Nýr borgari 30 ára Brynja Hödd ólst upp á Skagaströnd en býr á bænum Kú- skerpi í Skagafirði. Hún vinnur á skrifstofu KS á Sauðárkrók og er í við- skiptafræði í Háskól- anum á Akureyri en er núna í fæðingarorlofi. Helstu áhugamálin eru ferðalög og samvera með vinum og fjölskyldu. Maki: Sigurður Ingi Einarsson, f. 1988, bóndi. Börn: Diljá Daney, f. 2016, og Salka Mán- ey, f. 2020. Foreldrar: Sigríður Ólína Ásgeirsdóttir, f. 1969, vinnur hjá Hjallastefnunni, og Ágúst Óðinn Ómarsson, f. 1969, skip- stjóri. Þau búa á Skagaströnd. Brynja Hödd Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.