Morgunblaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020
Meistaradeild karla
E-RIÐILL:
Chelsea – Krasnodar................................ 1:1
Rennes – Sevilla ....................................... 1:3
Lokastaðan:
Chelsea 14, Sevilla 13, Krasnodar 5, Ren-
nes 1.
Chelsea og Sevilla í 16-liða úrslit, Kras-
nodar í Evrópudeildina.
F-RIÐILL:
Lazio – Club Brugge ................................ 2:2
Zenit Pétursborg – Dortmund................ 1:2
Lokastaðan:
Dortmund 13, Lazio 10, Club Brugge 8, Ze-
nit Pétursborg 1.
Dortmund og Lazio í 16-liða úrslit, Club
Brugge í Evrópudeildina.
G-RIÐILL:
Barcelona – Juventus............................... 0:3
Dynamo Kiev – Ferencváros................... 1:0
Lokastaðan:
Juventus 15, Barcelona 15, Dynamo Kiev 4,
Ferencváros 11.
Juventus og Barcelona í 16-liða úrslit,
Dynamo Kiev í Evrópudeildina.
H-RIÐILL:
París SG – Istanbúl Basaksehir ... leik hætt
Haldið áfram kl. 17.55 í dag.
RB Leipzig – Manchester United........... 3:2
Staðan:
RB Leipzig 12, París SG 9, Manchester
United 9, Istanbul Basaksehir 33.
Leipzig og París SG í 16-liða úrslit, Man-
chester United í Evrópudeildina.
England
B-deild:
Millwall – QPR ......................................... 1:1
Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Mill-
wall á 64. mínútu og skoraði jöfnunarmark
liðsins á 71. mínútu.
Staða efstu liða:
Bournemouth 17 8 7 2 29:16 31
Norwich 16 9 4 3 21:15 31
Watford 17 8 6 3 21:12 30
Swansea 17 8 6 3 19:10 30
Reading 16 9 3 4 26:19 30
Stoke 17 8 4 5 24:20 28
Brentford 16 7 6 3 24:15 27
Bristol City 16 8 3 5 19:16 27
Cardiff 17 7 5 5 23:14 26
Ítalía
B-deild:
Cremonese – Brescia .............................. 2:2
Birkir Bjarnason var á varamannabekk
Brescia allan tímann en Hólmbert Aron
Friðjónsson er frá vegna meiðsla.
Katar
Al-Arabi – Al Rayyan.............................. 1:1
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar
liðið sem er í 9. sæti af tólf í deildinni.
EM kvenna
A-riðill í Herning:
Svartfjallaland – Slóvenía ................... 26:25
Frakkland – Danmörk ......................... 23:21
Lokastaðan:
Frakkland 3 3 0 0 74:61 6
Danmörk 3 2 0 1 79:65 4
Svartfjallaland 3 1 0 2 68:77 2
Slóvenía 3 0 0 3 65:83 0
Staðan í milliriðli 1: Frakkland 4, Rúss-
land 4, Danmörk 2, Svíþjóð 1, Spánn 1,
Svartfjallaland 0.
C-riðill í Kolding:
Serbía – Króatía ................................... 24:25
Holland – Ungverjaland ...................... 28:24
Lokastaðan:
Króatía 3 3 0 0 76:71 6
Ungverjaland 3 1 0 2 84:78 2
Holland 3 1 0 2 78:80 2
Serbía 3 1 0 2 79:88 2
Staðan í milliriðli 2: Noregur 4, Króatía 4,
Holland 2, Þýskaland 2, Ungverjaland 0,
Rúmenía 0.
Evrópudeild karla
B-riðill:
Presov – Kristianstad ......................... 22:27
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 5
mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein-
arsson eitt.
C-riðill:
Alingsås – Montpellier........................ 25:33
Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir
Alingsås.
Magdeburg – Nexe.............................. 28:23
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 6
mörk fyrir Magdeburg en Ómar Ingi
Magnússon ekkert.
D-riðill:
Tatabánya – GOG................................ 32:35
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot í
marki GOG.
Þýskaland
B-deild:
Wilhelmshavener – Gummersbach ... 28:30
Elliði Snær Viðarsson skoraði 4 mörk
fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs-
son þjálfar liðið.
Aue – Eisenach .................................... 30:25
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 2
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 14 skot í marki liðsins. Rúnar Sig-
tryggsson þjálfari Aue.
Bæði A-landsliðin í knattspyrnu eru
nú án þjálfara en í gær komust
Knattspyrnusambandið og Jón Þór
Hauksson að samkomulagi um að
hann láti af störfum sem þjálfari
kvennalandsliðsins. Samningur Eriks
Hamrén með karlalandsliðið rann út
á dögunum eins og fram hefur komið.
Jón Þór fundaði í gær með fráfar-
andi vinnuveitendum sínum hjá KSÍ
en fram að því hafði hann verið í
heimkomusóttkví eftir ferðalagið til
Slóvakíu og Ungverjalands. Í yfirlýs-
ingu KSÍ í gær var haft eftir Jóni að
hann hafi óskað eftir því að láta af
störfum. Eftir samtöl við landsliðs-
konur hafi hann komist að þeirri nið-
urstöðu.
„Með sigri á Ungverjalandi náði ís-
lenska kvennalandsliðið því markmiði
sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni
Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af
því og þakklátur fyrir að hafa komið
að þessum góða árangri sem þjálfari
liðsins síðustu tvö ár.
Eftir sigurinn á Ungverjalandi var
EM-sætinu fagnað af liðinu, starfs-
mönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta
tilefni var boðið upp á áfengi.
Ég hef alltaf lagt áherslu á að
koma hreint og beint fram við þá leik-
menn sem ég hef þjálfað, að hrósa og
gagnrýna með það að markmiði að
hjálpa þeim að gera enn betur og
styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga
hins vegar ekki heima í fögnuði sem
þessum og alls ekki undir áhrifum
áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari
liðsins og hefði ekki átt að ræða
frammistöðu og þjálfun einstakra
leikmanna undir þessum kringum-
stæðum. Það voru mistök sem ég tek
fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og
einstaka leikmenn afsökunar.
Undanfarna daga hafa samtöl mín
við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri
niðurstöðu að erfitt verði að endur-
heimta nauðsynlegt traust á milli mín
sem þjálfara og einstakra leikmanna.
Liðið og árangur þess er það sem
skiptir öllu máli og nú stendur það
frammi fyrir mikilvægum undirbún-
ingi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er
skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr
þjálfari taki við og hefji undirbúning
fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því
óskað eftir og gert samkomulag við
KSÍ um að láta af störfum sem lands-
liðsþjálfari. Ég óska liðinu og leik-
mönnum þess velfarnaðar og trúi því
að liðið geti náð góðum árangri á
EM.“
Þegar haft var samband við Guðna
Bergsson, formann KSÍ, sagði hann
málið vera leiðinlegt en á því hafi
þurft að taka vegna uppákomunnar í
Búdapest sem Jón Þór vísar í og
fjallað hefur verið um undanfarna
daga. „Við hefðum að sjálfsögðu vilj-
að vera án þessarar uppákomu en við
tókumst á við hana og þetta er búið
og gert. Við þurfum fyrst og fremst
að byggja ofan á þennan góða árang-
ur sem náðst hefur og við hlökkum til
að taka þátt í úrslitakeppninni í Eng-
landi 2022,“ sagði Guðni. sport@mbl.is
Ítarlega umfjöllun um málið síð-
ustu daga má finna á mbl.is/sport.
Jón Þór tekur
fulla ábyrgð
A-landsliðin eru bæði án þjálfara
Morgunblaðið/Hari
KSÍ Ian Jeffs fráfarandi aðstoðarþjálfari, Jón Þór og Guðni.
Landsliðsmennirnir Gísli Þorgeir
Kristjánsson og Ólafur Andrés
Guðmundsson voru í stórum hlut-
verkum hjá liðum sínum, Magde-
burg og Kristianstad, þegar þau
unnu góða sigra í Evrópudeildinni í
handknattleik í gærkvöld. Gísli var
markahæstur hjá Magdeburg þeg-
ar liðið sigraði Nexe frá Króatíu á
heimavelli, 28:23, en hann skoraði 6
mörk í leiknum. Ólafur var marka-
hæstur hjá Kristianstad ásamt
Adam Nyfjäll en þeir gerðu 5 mörk
hvor í útisigri gegn Tatran Presov í
Slóvakíu, 27:22.
Gísli og Ólafur
markahæstir
AFP
Góður Gísli Þorgeir Kristjánsson
lék vel gegn Nexe í gærkvöld.
Ísland byrjar undankeppni heims-
meistaramóts karla á útileik gegn
fjórföldum heimsmeisturum Þýska-
lands eftir þrjá og hálfan mánuð.
Leikurinn fer fram 25. mars. Þaðan
fer íslenska liðið til Armeníu og
leikur þar 28. mars og loks 31. mars
í Liechtenstein. Eftir það er hlé á
keppninni fram í september en þá
taka við heimaleikir gegn Rúmeníu,
Norður-Makedóníu og Þýskalandi,
og heimaleikir gegn Armeníu og
Liechtenstein í október. Loks er
leikið úti gegn Rúmeníu og Norður-
Makedóníu í nóvember.
Fyrsti leikurinn
í Þýskalandi
Morgunblaðið/Eggert
HM 2022 Baráttan hefst á úti-
leiknum gegn Þjóðverjum.
afreksstigi og efsta deild, enda sé
gætt fyllstu sóttvarnaráðstafana að
öðru leyti.“
Á næstunni má því gera ráð fyrir
að sérsamböndin hjá ÍSÍ sæki um
slíkar undanþágur.
Ofuráhersla á efstu deildir
„Ég er mjög ánægður með þetta
skref sem var tekið í dag,“ sagði
Hannes Sigurbjörn Jónsson, for-
maður KKÍ, í samtali við mbl.is í
gær. „Við höfum lagt ofuráherslu á
að koma æfingum í gang fyrir efstu
deildir karla og kvenna sem og ung-
menni sem eru fædd 2004, 2003 og
2002. Það er frábært að efstu deild-
ir karla og kvenna geti hafið leik að
nýju en auðvitað er leiðinlegt að
aðrar deildir og yngri flokkar geti
ekki hafið æfingar,“ sagði Hannes.
Eftir stendur að íþróttaiðkendur
á framhaldsskólaaldri geta ekki haf-
ið æfingar og hafa verið lengi í
kyrrstöðu. Morgunblaðið hafði sam-
band við Óskar Bjarna Óskarsson,
þjálfara hjá handknattleiksdeild
Vals, í gær. Óskar hefur á sínum
ferli starfað með iðkendum á öllum
aldri af báðum kynjum í yngri
flokkum og hann hefur áhyggjur af
stöðunni hvað varðar þennan hóp.
„Að sjálfsögðu er ekki hægt að
hleypa öllu af stað en þetta er orðið
allt of langur tími fyrir fólk á aldr-
inum 16-20 ára. Við þurfum að gera
eitthvað fyrir þau og verðum að
finna lausnir fyrir þennan við-
kvæma aldur. Þau eru bara fyrir
framan tölvu og síma. Ég er ekki
að fara fram á að þau æfi sex sinn-
um í viku í stórum hópum. En við
verðum að reyna að gera eitthvað
og getum hjálpast að við að finna
lausnir. Kannski væri hægt að leyfa
þeim að æfa tvisvar í viku og í
minni hópum en vanalega. Kröfur
um sóttvarnir yrðu gerðar og fólk
myndi gæta sín,“ sagði Óskar.
Félagslegi þátturinn
Óskar segir að brottfall gæti orð-
ið úr íþróttum hjá þessum aldurs-
hópum en bendir einnig á að staðan
sé orðin þannig að þetta sé líka
spurning um félagslega þáttinn hjá
þessum aldurshópi. „Þarna erum
við bæði með fólk sem er í íþróttum
sér til ánægju en einnig landsliðs-
fólk í yngri landsliðum. Þessar
vangaveltur mínar snúast ekki bara
um afreksþáttinn því þetta er einn-
ig félagslegt. Sérstaklega þar sem
þetta fólk kemst ekki í skólana.
Hvenær á að hugsa um fólkið á
framhaldsskólaaldri? Er það ekki
fyrr en 12. janúar? Eða er það í
næstu viku?
Við stöndum saman í íþrótta-
hreyfingunni og gerum að sjálf-
sögðu eins og okkur er sagt en mér
finnst þetta vera orðinn ansi langur
tími varðandi þennan aldur. Mér
fannst þessar skilgreiningar á
íþróttunum koma svolítið seint. Ég
hefði alla vega viljað sjá þær miklu
fyrr,“ sagði Óskar Bjarni og tók
fram að hann væri ánægður með að
íþróttastarfið færi af stað að ein-
hverju leyti og hafi skilning á því
að í stórri hreyfingu þurfi að setja
starfið af stað í skrefum.
Á mbl.is/sport er að finna fleiri
fréttir af málinu og viðtöl.
Verðum að finna lausnir
Æfingar á afreksstigi að hefjast eftir
um tveggja mánaða stopp
Morgunblaðið/Íris
Handbolti FH-ingar geta hafið æfingar á ný í ljósi tíðinda gærdagsins.
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Talsverð tíðindi urðu í gær hvað
varðar íþróttastarfið í landinu á
tímum kórónuveirunnar. Afreks-
íþróttafólki og íþróttafólki sem
leikur í efstu deildum í hóp-
íþróttum verður heimilt að hefja
æfingar á ný frá og með morg-
undeginum.
Æfinga- og keppnisbann hefur
verið í gildi hér á landi síðan í
október en bæði íþróttaæfingar
með og án snertingar verða heim-
ilaðar frá og með morgundeginum
og gildir reglugerðin að óbreyttu
til 12. janúar. Æfingar sem krefjast
snertingar innan bardagaíþrótta
verða þó ekki heimilaðar.
Þótt þessar áherslur hafi verið í
forgrunni þegar tilkynnt var um
breytingarnar þá er sá möguleiki
fyrir hendi að lið í næstefstu deild-
um í hópíþróttum geti einnig hafið
æfingar. Í 8. grein reglugerðar
heilbrigðisráðuneytisins er í það
minnsta undanþáguákvæði. Þar
stendur: „Ráðherra getur veitt
undanþágu frá banni við íþrótta-
starfi fyrir einstaka viðburði, svo
sem vegna alþjóðlegra keppn-
isleikja hér á landi eða vegna æf-
inga í næstefstu deild sérsambands
Íþrótta- og ólympíusambands Ís-
lands ef hún er skilgreind á sama