Morgunblaðið - 15.12.2020, Síða 1
AFP
Andrés Magnússon
Ragnhildur Þrastardóttir
Almenn bólusetning gegn kórónu-
veirunni hófst í Bandaríkjunum í
gær. Hún átti sér stað sama dag og
tala látinna þokaðist yfir 300.000
manns þar í landi.
Bólusetningin vestanhafs miðast
við að heilbrigðisstarfsfólk í framlín-
unni fái forgang, en í næstu viku
verður tekið til við að bólusetja aldr-
aða og aðra sérlega viðkvæma hópa.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
fagnaði þessum tímamótum með
sínum hætti á Twitter og óskaði
bæði Bandaríkjunum og heiminum
öllum til hamingju.
Ekkert að vanbúnaði á Íslandi
Óskar Reykdalsson, forstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis-
ins, segir ekkert að vanbúnaði við
fjöldabólusetningu þar, skipulagn-
ingu hennar eigi að ljúka í vikunni.
Aðeins verði þá beðið eftir sam-
þykki Lyfjastofnunar Evrópu, sem
vonast er til að komi fyrir áramót.
Vísindamenn eru að vonum
hreyknir yfir að hafa þróað bólu-
efni á aðeins um 11 mánuðum frá
því faraldurinn gaus upp. Þeir telja
að með forsjálni og fjárfestingu
megi stytta þann tíma enn frekar,
jafnvel niður í 100 daga eða skem-
ur frá því að nýr faraldur kemur
upp.
Bólusetningar vekja vonir
Bólusetning hafin í Bandaríkjunum Allt til reiðu hér nema stimpill frá Evrópu
Vísindamenn vonast til þess að stytta megi þróunartíma bóluefna enn frekar
MBóluefni »6 og 13
Bólusett Sandra Lindsay, hjúkr-
unarfræðingur í Queens, fær fyrsta
skammtinn af bóluefninu í gær.
Þ R I Ð J U D A G U R 1 5. D E S E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 295. tölublað 108. árgangur
Pottaskefill kemur í kvöld
9 dagartil jóla
jolamjolk.is
FYRST TIL AÐ
TAKA NORSKU
„ÞRENNUNA“
SÓTTHREINS-
ANDI MISTUR
Í BÍLINN
DRYKKJA
ER LOFGJÖRÐ
TIL LÍFSINS
BÍLAR 8 SÍÐUR THOMAS VINTERBERG 28GOTT TÍMABIL 27
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við finnum fyrir auknum áhuga hjá
fólki á að ferðast, sérstaklega hjá Ís-
lendingum sem ætla að koma heim
um jólin. Eftirspurnin er því meiri
en verið hefur,“ sagði Ásdís Ýr Pét-
ursdóttir, upplýsingafulltrúi Ice-
landair.
Félagið hefur ákveðið að fjölga
bæði flugferðum og áfangastöðum í
kringum jól og áramót. Breytt áætl-
un tekur gildi á morgun, 16. desem-
ber, og gildir til 5. janúar 2021.
Áfangastaðirnir sem flogið verður til
og frá í kringum jólin eru Kaup-
mannahöfn, Ósló, Stokkhólmur,
Berlín, Frankfurt, Amsterdam, Par-
ís, London, Boston og New York.
Undanfarið hefur aðallega verið
flogið til Kaupmannahafnar, Amst-
erdam, London og Boston.
„Það voru gefin út tilmæli til fólks
um að vera komið heim fyrir 18. des-
ember svo það næði að ljúka sóttkví
fyrir aðfangadag. Við bættum við
ferðum vegna þessara tilmæla fyrir
þann 18.,“ sagði Ásdís Ýr. Hún segir
að aðstæður breytist hratt í lönd-
unum sem farþegar koma frá og eins
hér heima. Það veldur því að fólk
ákveður að ferðast með skemmri
fyrirvara en venjulega. „Við munum
reyna að standa við áætlunina, en
hún getur mögulega breyst. Við
munum leggja áherslu á að koma
fólki til og frá áfangastöðunum, jafn-
vel þótt það geti mögulega þurft að
hafa viðkomu einhvers staðar.“
Grímuskylda er um borð í flug-
vélum Icelandair. Farþegar eru upp-
lýstir fyrir brottför um við hverju
má búast. Ásdís Ýr hvatti farþega til
að forskrá sig í skimun við komuna
til Íslands. Það flýtir afgreiðslu.
Skráningin fer fram á vefsíðunni
heimkoma.covid.is. Ekki er hægt að
skrá sig fyrr en í fyrsta lagi 72
klukkustundum fyrir komuna til
landsins.
Fjölga ferðum og áfangastöðum
Icelandair gerir ráðstafanir til að koma Íslendingum heim fyrir jól Finna
aukinn áhuga fólks á að ferðast Ráðlagt að forskrá sig í skimun við heimkomu
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Flugstöð Beðið eftir farþegum.
Þessi leikskólabörn undu hag sínum vel meðan
þau tipluðu á heyböggum sem lagðir hafa verið
við fætur jólakattarins á Lækjartorgi. Virtust
börnin ekkert smeyk við að þau muni enda í jóla-
kettinum, enda fá þau eflaust öll einhverja fal-
lega flík í jólagjöf á aðfangadag.
Morgunblaðið/Eggert
Ekkert smeyk við jólaköttinn
Póst- og fjarskiptastofnun ákvað í
gær að Pósturinn ætti að veita svo-
nefnda alþjónustu á sviði póstþjón-
ustu um land allt næsta áratuginn,
eða til 31. desember 2030. Ekki
liggur fyrir á þessari stundu hversu
háa fjárhæð Pósturinn muni biðja
um að fá greidda úr ríkissjóði til
þess að mæta þeim kostnaði sem
falli á fyrirtækið vegna þessarar
svokölluðu alþjónustubyrði.
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, fjár-
málastjóri Póstsins, segir í skrif-
legu svari til Morgunblaðsins að nú
þegar ákvörðunin liggi fyrir verði
farið í að reikna út hver raunkostn-
aður fyrirtækisins verður vegna
verkefnisins. »10
Morgunblaðið/Hari
Póstbílar Pósturinn á að veita al-
þjónustu næsta áratuginn.
Pósturinn
veiti alþjón-
ustu út 2030
Joe Biden,
fyrrverandi
varaforseti, var í
gær formlega
kjörinn næsti
forseti Banda-
ríkjanna þegar
kjörmanna-
samkundan svo-
nefnda greiddi
atkvæði. Ein-
ungis Havaí átti eftir að greiða at-
kvæði þegar Morgunblaðið fór í
prentun, en þá var Biden þegar bú-
inn að fá stuðning 302 kjörmanna
af þeim 538 sem mynda kjörmanna-
samkunduna. »13
Joe Biden
Biden formlega
kjörinn forseti