Morgunblaðið - 15.12.2020, Side 4

Morgunblaðið - 15.12.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020 STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kórónuveikifaraldurinn hefur sett mark sitt á rekstur Hallgrímskirkju á þessu ári. Tekjur af útsýnisferðum upp í turninn hafa hrapað svo nemur um 180 milljónum króna og á móti hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða til að draga úr kostnaði. Steypuviðgerðum og öðru viðhaldi verður hins vegar ekki frestað og nú er m.a. unnið að viðgerðum á tveimur gluggum í kór kirkjunnar. Hratt dró úr heimsóknum Sigríður Hjálmarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir að árið hafi byrjað mjög vel og í takti við síðustu ár á undan. Hratt hafi hins vegar dregið úr heimsóknum ferðamanna eftir að kórónuveikin kom til sögunnar. Gott skot í júlí, ágúst og byrjun september hafi haft mikið að segja, en tekjur ársins af skoðunarferðum í heild verði þó að- eins um fjórðungur af turntekjum síðasta árs. Nú er turninn aðeins op- inn í fjóra tíma á dag, frá kl. 11-15, og kostar þúsund krónur fyrir fullorðna að fara upp með lyftunni. Í fyrra voru tekjur af turninum 239 milljónir, en turninn var lokaður í fimm vikur vegna uppsetningar á nýrri og hraðskreiðari lyftu og við- gerða á lyftugöngum. Í ár er útlit fyr- ir að tekjurnar verði innan við 60 milljónir; þar af 45 milljónir fyrstu mánuði ársins og samtals 10 milljónir í júlí, ágúst og september. Til saman- burðar nefnir Sigríður að kirkjan fái um 30 milljónir í sóknargjöld. Í fyrra var kostnaður við viðgerðir og endur- nýjun lyftu 114 milljónir og launa- kostnaður 90 milljónir, en laun presta eru ekki inni í þessum tölum. Sigríður segir að til að mæta þess- um skelli í tekjustreymi hafi verið samið um að fresta greiðslum, starfs- fólki hafi verið fækkað og starfshlut- fall annarra minnkað. Undanfarin ár hafi starfsmenn verið 15, en nú séu þeir níu og starfshlutfall hafi lækkað hjá þeim flestum. Vegna sótt- varnaaðgerða hafi þurft að draga úr allri starfsemi og meðal annars hafi lausráðnu starfsfólki sem sinnt hafi barna- og æskulýðsstarfi verið fækk- að. Verkefni næstu ára „Sem betur fer höfum við getað lagt til hliðar undanfarin ár,“ segir Sigríður. „Ekki veitir af því kirkjan kallar á miklar viðgerðir og viðhald og það er fyrirsjáanlegt verkefni næstu ára. Það sem ekki er þegar bú- ið að gera við þarf að taka í gegn á næstu árum. Núna erum við að gera við tvo leka glugga í kórnum og það er segin saga að þegar við fjar- lægjum steypuhúðina þá kemur nán- ast undantekningalaust í ljós að steypan er verr farin en við höfðum vonað. Þetta eru endalausar fram- kvæmdir sem kosta okkur tugi millj- óna í hvert sinn.“ Hrun í ár í tekjum af turnferðum  Í fyrra voru tekjur af útsýnisferðum upp í turn Hallgrímskirkju 239 milljónir  Í ár er útlit fyrir að þær verði innan við 60 milljónir  Starfsfólki fækkað  Stöðugt unnið að viðhaldi og viðgerðum 56 290 240 Útsýnisferðir í turn Hallgrímskirkju Þúsundir ferðamanna 2017 til 2020* 2017 2018 2019 2020 Heimild: Hallgríms- kirkja *Staðan 14.12.2020 303 Morgunblaðið/Árni Sæberg Vetrarhátíð 2015 Skólavörðuholtið hefur lengi verið vinsæll áningarstaður, ekki síst meðal erlendra ferðamanna. Sigríður segir sorglegt hversu lítil starfsemi megi fara fram í kirkjum landsins um þessar mundir. Í hinu mikla rými Hall- grímskirkju megi aðeins vera tíu manns hverju sinni, en þó séu um 50 metrar frá inngangi í kirkjuskipið að kórtröppunum, hátt til lofts og vítt til veggja. Á þessum tíma árs vilji margir eiga kyrrðarstund í kirkjunni sinni, til dæmis að kveikja á kertum og hlusta á tónlist. Sigríður segir að kirkj- an virðist lúta strangari reglum heldur en margir aðrir og nefn- ir verslanir og leikhús í því sambandi. Aðeins tíu í kirkjunni STRANGAR REGLUR Sigríður Hjálmarsdóttir Engin dæmi eru um að viðurlögum hafi verið beitt vegna hegðunar ís- lenskra lögmanna á samfélagsmiðl- um. Það hefur þó gerst í nágranna- löndunum og gefa þau mál hugmynd um hvar mörkin liggja í þessum efn- um, samkvæmt grein Áslaugar Árnadóttur lögmanns, Hegðun, at- ferli og framkoma lögmanna á sam- félagsmiðlum, í Lögmannablaðinu. Margir lögmenn nota samfélags- miðla persónulega og við atvinnu sína. „Lögmenn verða hins vegar að nota samfélagsmiðla á ábyrgan hátt og gæta að því hvernig þeir tjá sig,“ segir í inngangi greinarinnar. Al- þjóðsamtök lögmanna settu fram sex grunnreglur um hegðun lögmanna á samfélagsmiðlum árið 2014. Þær eru raktar í greininni. Þar kemur m.a. fram að mikilvægt sé að lögmenn séu óháðir og ekki undir áhrifum frá utanaðkomandi við störf sín. Þeir þurfa að sýna sama sjálfstæði og óhæði á samfélagsmiðlum og annars staðar. Gerð er rík krafa til lög- manna um heilindi og heiðarleika á öllum sviðum, þ. á m. á samfélags- miðlum. Lögmenn verða alltaf að gæta þess að það sem þeir gera á samfélagsmiðlum brjóti ekki í bága við lög. Mikilvægt er að lögmenn gæti trúnaðar um upplýsingar sem þeir fá í starfi sínu. Þeir þurfa að gæta þess sérstaklega við notkun samfélagsmiðla að miðla ekki trún- aðarupplýsingum. Ógætileg hegðun á samfélagsmiðlum getur dregið úr trausti á viðkomandi sem lögmanni. Erfitt getur verið að greina á milli þess hvort viðkomandi tjáir sig á samfélagsmiðlum sem einkaaðili eða sem lögmaður. Noti lögmannsstofur samfélagsmiðla verða starfsmenn að fá skýrar leiðbeiningar um stefnu stofunnar á því sviði. Starfsmenn verða að gera greinarmun á því hvort þeir nota samfélagsmiðla í nafni stofunnar eða persónulega. Lögmannafélög setja reglur Fram kemur í greininni að mikil umræða hafi verið á Norðurlöndum um hegðun lögmanna á samfélags- miðlum. Sænska lögmannafélagið setti reglur árið 2015 um hegðun lög- manna á slíkum miðlum og í fyrra reglur um markaðssetningu lög- manna á samfélagsmiðlum. Norska lögmannafélagið hefur ákveðið að setja reglur um hegðun á samfélags- miðlum. Bæði félögin taka mið af reglum Alþjóðasamtaka lögmanna. Greinarhöfundur segir að íslensk- ir lögmenn hafi ólíkar skoðanir á því hvort þörf sé á að setja sérstakar reglur um hegðun lögmanna á sam- félagsmiðlum. Margir telji að ákvæði siðareglna lögmanna dugi sem leið- beiningar í þeim efnum. Lögmenn allan sólarhringinn Fjöldi mála vegna notkunar lög- manna á samfélagsmiðlum hefur verið til meðferðar hjá úrskurðar- nefndum lögmanna og dómstólum í nágrannalöndunum. „Af niðurstöð- um í málum frá Norðurlöndunum má ráða að þó að lögmenn eigi sér að sjálfsögðu einkalíf þá teljist þeir lög- menn allan sólarhringinn á sam- félagsmiðlum. Þannig virðist það ekki skipta máli hvort þú tjáir þig á þínum einkareikningi á samfélags- miðlum heldur skipti meira máli hvernig aðrir upplifa færsluna og hvort þeir tengja hana við lögmanns- störf þín.“ gudni@mbl.is Alltaf álitnir lögmenn  Vandinn við að vera lögmaður á samfélagsmiðlum Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Lögmenn Almenningur sér þá gjarnan fyrir sér í réttarsal en lögmenn eru víða, líka á samfélagsmiðlum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Reglugerð sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráð- herra, hefur undirritað kveður á um hækkun atvinnuleysisbóta um 3,6% og tekur hún gildi um áramót. Jafnframt hefur ríkisstjórnin ákveðið að greiða tímabundið álag á grunnbætur frá 1. janúar 2021 og út allt það ár sem nemur 2,5% og mun því hækkun óskertra bóta næsta ár vera alls 6,1%. Óskertar atvinnuleysisbætur verða því 307.403 kr. á mánuði á næsta ári. „Frá því að Covid-19-faraldurinn hófst höfum við gripið til fjöl- breyttra og markvissra aðgerða og nú erum við að hækka bæði tekju- tengdar atvinnuleysisbætur og grunnbæturnar. Við vitum að næstu misseri verða krefjandi á ýmsum vígstöðvum en við erum farin að sjá ljósið við enda gang- anna og ég er sannfærður um að viðspyrnan verður skörp þegar á næsta ári,“ er haft eftir Ásmundi Einari á vef Stjórnarráðsins. Atvinnuleysisbætur hækka um áramótin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.