Morgunblaðið - 15.12.2020, Page 8

Morgunblaðið - 15.12.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 ára og eldri Ívar Pálsson viðskiptafræðingurskrifar um frumvarp um hálendisþjóðgarð: „Nú fyrir jól laum- ar vinstri umhverf- is-öfgafólk inn frumvarpi um há- lendisþjóðgarð, þar sem fólkið úti um landið missir tökin á stjórn svæða sinna og völdin verða færð í báknið í miðborginni, með tryggðu inngripi hagsmuna- samtaka kreddufólksins.    Tímasetningin er ekki tilviljun,því að yfirleitt svífur flest í gegn án teljandi umræðu í jóla- streði og tímahraki. En þessi hörmung má ekki verða að lögum. Uppbygging fjölbreyttrar atvinnu- starfsemi, ferðalaga og náttúru- verndar hefur átt sér stað í fjölda áratuga á miðhálendinu, auk þess sem fallorkan er að mestu bundin þar. Ráði miðbæjargengið verður flest það bannað sem hefur átt sér stað, nema það fáeina sem Æðsta- ráðinu er samþykkjanlegt. Þar að auki fá fulltrúar þeirra, þjóðgarðs- verðir, völd til þess að stöðva flest það sem eðlilegt þykir í dag enda eru jeppar, húsbílar, fjórhjól, vél- sleðar og þyrlur eitur í þeirra beinum.    Það er nær ómögulegt að vindaofan af slæmum lögum, hversu íþyngjandi sem þau eru. Því verður að hafna þessu frum- varpi um hálendisþjóðgarð, sem þarf a.m.k. verulega umfjöllun og umsögn, áður en þetta sleppur í gegn. Sjálfstæðisflokkurinn setur verulega niður að láta þetta gerast á sinni vakt, frá flokki sem er að- eins með þriðjung af fylgi hans,“ segir Ívar og bætir við að honum þyki samstarfssamningurinn dýr hafi átt að hleypa þessu í gegn frá upphafi, ofan á skattheimtuna og höftin sem Vinstri græn standi fyr- ir. Ívar Pálsson Tímasetning ekki tilviljun? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Enginn áhugi virðist vera hjá verktökum að setja upp svokallaða fendera í höfnum. Í tvígang hafa slík útboð verið auglýst á vef Vegagerðarinnar en engin tilboð bárust í verkin. Fenderar eru viðameiri og betri en það sem venjulega er sett upp í höfnum, þ.e.a.s. hjólbarðar eða gúmmíslöngur og eru til að verja bæði skip og bryggju, upplýsir G. Pétur Matthíasson upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar. Síðan er styrktar- biti langs eftir hlið Herjólfs sem einmitt er hugs- aður til að leggjast utan í fenderinn þannig að skipið sjálft sé ekkert að rekast í bryggjuna. Þess- ir fenderar hafa einnig í för með sér að það er fljót- legra fyrir skip að leggja að og frá. Í apríl í fyrra óskaði Vestmannaeyjahöfn eftir tilboðum í uppsetningu á sex fenderum á Bása- skersbryggju, þar sem Herjólfur leggst að. Ekk- ert tilboð barst. Sama gerðist þegar Vegagerðin opnaði nýlega tilboð í uppsetningu á sex staura- fenderum í Landeyjahöfn. „Hugsanlega er það tímasetningin sem verktak- ar eru að horfa á, við viljum að þetta sé unnið að vetri til en ekki yfir háannatímann á sumrin því þetta þýðir einhverjar frátafir,“ segir G. Pétur. Gengið var í það verk að setja upp fenderana í Vestmannaeyjum. Og nú er verið að skoða hvað verður gert í framhaldinu varðandi Landeyjahöfn, því fenderarnir muni fara upp. sisi@mbl.is Enginn vildi setja upp fendera Ljósmynd/Vegagerðin Vestmannaeyjar Hér má sjá fenderana uppsetta. Stjórnarmenn í Kaupfélagi Skag- firðinga (KS) og dótturfélagi þess, FISK Seafood, komu færandi hendi í skólana í Skagafirði í liðinni viku og gáfu þeim þrívíddarprentara, ásamt viðeigandi forritum. Frá þessu er greint á vef Sveitar- félagsins Skagafjarðar. Það voru Grunnskólinn austan Vatna á Hofsósi, Árskóli á Sauðár- króki og Varmahlíðarskóli, ásamt Fjölbrautaskólanum á Norðurlandi vestra, sem fengu þessar veglegu gjafir. Þrívíddarprentarinn er af gerð- inni MakerBot Replicator+, ásamt þrívíddarforritunum MakerBot Print og MakeBot Mobile. „Forsvarsmönnum KS og skóla- yfirvalda finnst mikilvægt að nem- endur fái tækifæri til að vinna með og læra á nýjustu tækni á þessu sviði til að vekja áhuga þeirra á þessari grein,“ segir í frétt sveitar- félagsins. Þar er kaupfélaginu og dótturfyrirtækjum þakkað fyrir gjafir og stuðning við skólana í Skagafirði í gegnum tíðina. KS gefur skólunum þrívíddarprentara Ljósmynd/Feykir Gjafir Frá afhendingu prentaranna í Árskóla á Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.