Morgunblaðið - 15.12.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.12.2020, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020 Landssamband eldri borgara (LEB) hefur auglýst kjarakröfu sína með eftirfarandi auglýs- ingu: „Alþingismenn farið að lögum! Hækkið ellilífeyri um 15.750 kr.“ Spyrja má: Hvaða lögum og hvers vegna nákvæmlega þessa hækkun? Eru það lögin um að ellilífeyrir hækki í samræmi við hækkun launa árlega 1. janúar? Hvaða ár er þá miðað við? Þar sem launavísitala eða önnur tilbúin vísitala fyrir árið 2020 liggur ekki fyr- ir 1. janúar 2021, þá er líklega miðað við óskilgreinda vísitölu ársins 2019, sem hefur verið ákveðin að sé 3,6%, sem hækki þá grunnbætur ellilífeyris, sem er kr. 256.789, um kr. 9.244 á mánuði. Samhliða hefur ríkisstjórnin tilkynnt að ellilífeyrir hækki í sam- ræmi við aðrar hækkanir til viðbótar um 2,5%, eða samtals sömu upphæð og LEB biður um í auglýsingu sinni, að ellilífeyririnn hækki um 6,1% á næsta ári! Á ef til vill að skilja auglýsingu LEB þannig, að beðið sé um þessa sömu hækkun til viðbótar, í samræmi við fyrirhugaða hækkun launa á næsta ári, í samræmi við lífskjara- samninginn? Það væri fullkomin sanngirni að krefjast þess, að ellilífeyrir hækki um kr. 43.654 til samræmis við hækkun launa 2019 og 2020, sem er áætlað að hafi verið um 17%. Ekki má gleyma, að hækkun ellilífeyris er skert í sam- ræmi við aðrar skerðingar umfram kr. 25.000 á mánuði á móti greiddum fjár- magnstekjum, s.s. lífeyrissjóðs- greiðslum, vaxtatekjum og öðrum fjármagnstekjum. Því yrði það miklu lægri fjárhæð sem myndi skila sér í vasa hinna 32 þúsund ellilífeyrisþega sem þiggja þessar skertu greiðslur frá al- mannatryggingum. Desemberuppbótin Ég hef leyft mér að segja, að eldri borgarar njóti ekki desember- uppbótar í samanburði við aðra samfélagshópa. Ráðherrar tilkynntu að öryrkjar fengju eingreiðslu til viðbótar við des- emberuppbót kr. 50.000 skattfrjálsa og ótekjutengda, sem er þakkarvert og hefur verið samþykkt á alþingi með öllum greiddum atkvæðum. En hvað um ellilífeyrisþega sem þiggja sam- svarandi bætur frá almannatrygg- ingum? Engin samsvarandi uppbót til þeirra. Hin desemberuppbótin, sem samið var um á sínum tíma að allir launþegar og bótaþegar ættu að fá, er skilgreind til ellilífeyrisþega kr. 58.097 á mánuði. En er hún það? Nei, hún er tekjutengd til skerðingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna og ann- arra fjármagnstekna og er því ekki þessi uppbót nema til fárra. Skyldu samningarnir á sínum tíma hafa gert ráð fyrir þessum ótrúlegu skerðingum á uppbótum? Samþykkt kjarabarátta á landsfundi LEB Á landsfundi Landssambands eldri borgara 30. júní 2020 var felld tillaga frá kjaranefnd og stjórn LEB, en samþykkt eftirfarandi tillaga með öll- um greiddum atkvæðum, sem stjórn og kjaranefnd LEB ætti að vinna að: „Landsfundur LEB 2020 lýsir yfir miklum vonbrigðum með það hversu lítið hefur gengið að leiðrétta launa- kjör eftirlaunafólks, þrátt fyrir há- stemmdar yfirlýsingar stjórnmála- manna fyrir síðustu alþingis- kosningar. Lífeyrir frá almanna- tryggingum hefur ekki fylgt launa- þróun síðustu ára eins og lög um almannatryggingar kveða á um. Á tímabilinu 2010-2019 hækkuðu lág- markslaun um 92%, en á sama tíma hækkaði grunnupphæð ellilífeyris frá TR einungis um 61,6%. Skerðing á líf- eyri frá almannatryggingum vegna annarra tekna er meiri en þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við … Landsfundur LEB 2020 skorar á stjórnvöld að taka strax afgerandi skref til að leiðrétta kjör eftirlauna- fólks. Hækka verður lífeyri a.m.k. til jafns við lágmarkslaun og líta sér- staklega til þess hóps aldraðra sem er verst settur. Jafnframt verður að hækka almenna frítekjumarkið úr 25 þúsund krónum á mánuði í 100 þús- und krónur á mánuði sem fylgi svo vísitölubreytingum. Launuð vinna eldri borgara valdi ekki skerðingu greiðslna frá Tryggingastofnun rík- isins. Hafin verði vinna við uppstokkun á regluverki lífeyristrygginga, sem komið er í ógöngur vegna óhóflegra tekjutenginga og hárra jaðarskatta.“ Eftir Halldór Gunnarsson » Það væri fullkomin sanngirni að krefjast þess, að ellilífeyrir hækki um kr. 43.654 til samræmis við hækkun launa 2019 og 2020. Halldór Gunnarsson Höfundur er formaður kjararáðs félags eldri borgara í Rangárvallasýslu. Um kjarabaráttu LEB Frá 1. janúar næst- komandi mun Akur- eyrarbær hætta rekstri Öldrunar- heimila Akureyrar (ÖA) en óvíst er hvaða aðili á vegum ríkisins muni taka við rekstrinum. Þetta var kynnt opin- berlega á fundi 18. ágúst með stjórn- endum ÖA, bæjarfulltrúum Ak- ureyrarbæjar, fulltrúum Sjúkra- trygginga og Heilbrigðisstofnunar Norður- lands. Nú 20 dögum fyrir áætlaða yfirtöku er því ekki skrítið að spurt sé hvað sé að frétta af þessu máli. Þegar fjárlög ríkisins fyrir árið 2021 eru skoðuð sést að sérstakt framlag til reksturs ÖA er ekki þar að finna. Fjárhagsáætlun Ak- ureyrarbæjar gerir ekki ráð fyrir rekstri ÖA. Á bæjarstjórnarfundi þann 1. desember þakkaði bæjar- stjórn Akureyrar starfsfólki ÖA fyrir samstarfið á liðnum árum, því ekki verður reksturinn lengur í höndum bæjarfélagsins á kom- andi ári. Því liggur nærri að spyrja – vill enginn eiga og reka starfsemina og þjónustuna sem fram fer á Öldrunarheimilum Ak- ureyrar? Hvernig hafa Akureyrarbær og ríkið tryggt að starfsemin haldist áfram gangandi á næsta ári ef engir fjármunir eða heimildir eru til að greiða fyrir reksturinn? Á ÖA búa 180 manns og þar starfa um 300 manns í um 225 árs- störfum. Fram hefur komið hjá bæjar- fulltrúum Akureyrar að bærinn losni undan 500 milljóna króna ár- legu framlagi til reksturs ÖA (skýrsla bæjarráðs Akureyrar- bæjar vegna gerðar fjárhagsáætl- unar 2021, lagt fyrir bæjarstjórn 1. desember 2020). Það er vandséð hvernig Akureyrarbær ætlar að losna við þann kostnað út úr sínu bókhaldi við yfirfærsluna. Margvísleg þjón- usta er veitt innan ÖA sem ljóst er að bæjarfélagið þarf að standa straum af þrátt fyrir ætlaða yfir- töku ríkisins á rekstri öldrunar- heimilanna, já eða annarra aðila sem vilja annast rekstur heim- ilanna. Um er að ræða málefni sem þarf að gera samninga um við væntanlegan rekstraraðila. Allt eru þetta málefni og þjónusta sem ÖA hefur tekið að sér að annast vegna þjónustuþarfa aldraðra íbúa og Akureyrarbær hefur falið ÖA að leysa á hverjum tíma. Um þessi málefni hefur ekki verið gerður neinn samningur ennþá og er ljóst að Akureyrar- bær ætlar ekki að taka þau að sér ef marka má tillögu að fjárhags- áætlun bæjarfélagsins fyrir kom- andi ár. Hvað verður þá um dag- þjálfun ÖA sem nú sækja um 120 einstaklingar í viku hverri, hvað verður um íbúa í dvalarheimilis- plássum eða heimsendan mat til eldri íbúa, hvað verður um þróun- arverkefni sem ÖA hefur tekið að sér, hvað verður um þjónustu- miðstöðina og ráðgjöfina fyrir aldraða, hver mun sjá um umsjón og stefnumarkandi hlutverk Ak- ureyrarbæjar í þessum mála- flokki, hver ætlar að taka við og sjá um úttektir og mat á umsókn- um sem ÖA sér um í dag og síðast en ekki síst, hver ætlar að reka og borga fyrir húsnæðið? Ríkið greiðir ekki leigu til rekstraraðila í öldrunarþjónustu og óheimilt er að nota daggjöld vegna umönnunar íbúa til að borga húsnæðis- kostnað. Ekki er að sjá í fjár- hagsáætlun Akureyr- arbæjar eitt né neitt um að gert sé ráð fyrir neinum samningum við nýjan rekstraraðila um ofangreind málefni sem ÖA starfrækir núna. Má þá túlka það sem svo að Akureyrarbær ætli ekkert að koma að þessum mál- efnum og því muni þessi þjónusta þá mögulega falla niður um ára- mótin, eða hvað? Ætlar þá Ak- ureyrarbær heldur ekki að koma að viðhaldi fasteigna ÖA, rekstri þeirra og endurbótum á komandi árum? Er skrýtið að spurt sé: „Hvað verður um þjónustuna sem Öldrunarheimili Akureyrar veita?“ Þann 3. desember var undirrit- aður samningur á milli heilbrigð- isráðuneytis og Akureyrarbæjar um byggingu nýs 60 rúma hjúkr- unarheimilis og er það fagnaðar- efni. Við starfsfólkið vorum farin að sjá fyrir okkur að við opnun þessa nýja heimilis gætum við lagt af mjög gamlar einingar eða húsnæði sem uppfyllir engan veginn þær kröfur um aðbúnað, starfsemi og þjónustu sem þar er ætlað að veita. Hugmyndir voru uppi um að nota gamla húsnæðið í annað, eins og að stækka dagþjálfun til muna, til að auka enn frekar þann þátt í þjón- ustu við aldraða í bæjarfélaginu. Það er ekki að sjá að slíkt verði, þegar gefin er út yfirlýsing við undirritun samningsins að fjölgun verði um 60 hjúkrunarrými á Ak- ureyri. Það þýðir væntanlega að halda á áfram að reka þau eldri og óhentugu rými um ókomna tíð og alveg óljóst hver ætlar að sjá um viðhald og endurbætur á þeim eignum á komandi árum . Heildarstefnumótun í málefnum aldraðra í sveitarfélaginu virðist því ekki liggja fyrir og hefur vinna við gerð slíkrar stefnu ekki verið sett fram í fjárhagsáætlun á kom- andi misserum. Ekki virðist fara mikið fyrir áhuga hjá bæjar- fulltrúum á að ræða þessi mál eða útskýra einhverja sýn um hvernig bæjarfélagið ætlar sér að tryggja þjónustu til handa öldruðu fólki sem býr á Akureyri og þarf veru- lega aðstoð og umönnun. Hver svo sem niðurstaðan verð- ur í boltakasti Akureyrabæjar við ríkið, þá erum við starfsfólkið hjá ÖA hér til að þjónusta aldraða íbúa bæjarfélagsins. Við teljum okkur hafa gert það virkilega vel, svo vel reyndar að eftir því er tekið á landsvísu sem og erlendis. Við er- um að veita daglega þjónustu til um 280 aldraðra einstaklinga og munum vonandi fá að gera það áfram með sömu gæðum og hingað til. En hvað stendur til Hvert stefnir með þjónustu við aldraða íbúa Akureyrarbæjar? Eftir Inga Þór Ágústsson Ingi Þór Ágústsson » Þann 1. janúar mun Akureyrarbær hætta rekstri á Öldr- unarheimili Akureyr- arbæjar. Hvað tekur við er óljóst! Höfundur er forstöðumaður Aust- urhlíða hjá Öldrunarheimilum Ak- ureyrar. ingith@akureyri.is Verið er að beita 350.000 manns verulega takmörkuðu frelsi. Þá tapast á hverjum degi einn milljarður í verð- mætasköpun vegna að- gerða til að grípa dag- lega tíu til þrjátíu manns sem eru smitaðir með Covid. Hópurinn sem á hverjum tíma er undir er líklega undir en einu prósenti þjóðarinnar eða 3.500 manns (á leið í sóttkví, einangrun, o.s.frv.). Aðrar þjóðir hafa náð góðum árangri með því að einbeita sér að ein- staklingunum. Hægt væri t.d. að setja tveggja metra reglu og grímuskyldu til 4-6 mánaða í einu og aðrar reglur 4-8 vik- ur í einu í stað þess að vera með þetta „jójó“ eina og eina viku í einu. Þá er kominn tími til að útskýra hvernig staðið verður að sóttvörnum þá mán- uði sem það tekur að bólusetja og hvað tekur við eftir það? Aðspurður segir sóttvarnalæknir að það sé ekki tímabært að ræða það. Það er ekki rétt, það er tímabært að ræða það og fá fyrirsjáanleika út árið 2021. (Sótt- varnayfirvöldum finnst kannski óþægilegt að þurfa að rökstyðja lengri tíma aðgerðir en þjóðfélagið þarf á meiri fyrirsjáanleika að halda, það minnkar skaðann.) Eitt hefur yfirvöldum ekki tekist en það er að stjórna væntingum. Kári skrifaði ágæta grein um það sunnu- daginn 29. október sl. Betra væri að leggja upp hvað er líklegast að þurfi að gera, ekki bara eina eða tvær vikur í einu heldur líka þar til öllum þving- unum verður vonandi aflétt, þegar bú- ið verður að bólusetja nógu marga einstaklinga til að „hjarðónæmi“ verði náð (næsta vor, eða næsta sumar?). Dæmi um lélega væntingastjórnun var fimmtudaginn 4. desember þar sem heilbrigðisráðherra var mjög bjartsýnn á að búið væri að bólusetja á fyrsta fjórðungi næsta árs. Sóttvarnalæknir reyndi að draga í land með þá tímasetningu, aðrar þjóðir eru frekar að vonast til að ná hjarð- ónæmi fyrir lok maí eða júní. Rakning C-19-appið var smíðað í flýti sl. vor. Sjá má á Adroid Play að þessi hugbúnaður hefur fengið lélega einkunn notenda og hefur ekki verið uppfærður síðan 19. júlí. Svipað virðist vera með Heilsuvera.is, ekki sérstaklega góður hugbúnaður, lítill metnaður settur í að gera hann gagnlegri. Íslensk erfða- greining tengdist heilsuvera.is í vor til að geta sett inn niðurstöður skimunar, Landspítali hefur ekki tengingu við heilsuvera.is, sem minnkar gagnsemi kerfisins til muna. Hvað veldur? Við getum gert svo miklu betur. Í Hong Kong, Singapúr og mörgum öðrum löndum er búið að prófa að nota hugbúnað (sambærilegan og Rakning C-19) til að ná betur utan um rakningu. Í sumum þessara landa eru þeir sem fara í sóttkví og einangrun með armband sem er tengt við síma viðkomandi. Einstaklingurinn fær ákveðið svæði í kringum heimili sitt/ dvalarstað og þarf að gera grein fyrir því ef hann fer út fyrir það svæði „sóttkví“. Sama gildir um ferðamenn. Nýlega var svo bætt við rakninguna að staðir þar sem fjöldatakmarkanir gilda fá strikamerki sem þeir sem heimsækja staðinn þurfa að skanna inn. Með þessu næst tvennt, nákvæm- ari skráning á hvar þú varst og það leyfir staðnum að hafa fleiri ein- staklinga vegna þess að vitað er hverj- ir voru þar [t.d. veitingastaðir, sund- laugar, æfingastaðir]. Auk þess hafa sum ríkin tekið upp litakóða í síma þar sem kemur fram hvort þú sért í sóttkví, sért búinn að fá bólusetningu og svo framvegis (grænt: þú mátt ferðast og heimsækja viðkomandi stað, rautt: veikur, gult: í sóttkví, blátt: búinn að fá mótefni eða bólu- setningu). Ekki ósennilegt að litakóð- ar í síma verði skilyrði fyrir því að geta ferðast og sótt suma staði heim. Með þessu er hægt að fá fram ein- staklingsmiðaðar sóttvarnir, stað- bundnar sóttvarnir (allir í sóttkví sem voru á ákveðnum stað ef þar kemur upp smit). Aðgerðir sóttvarna- yfirvalda kosta sennilega um einn milljarð á dag, í minni verðmæta- sköpun (áætlað er að verðmæta- sköpun hafi hrunið í mars og byrji vonandi að aukast næsta sumar eða haustið 2021. Líklega verður upp- söfnuð minnkun 1.200 til 1.400 millj- arðar í lok 2022 eða 2023). Þessi minni verðmætasköpun hefur þegar farið að bíta og mun versna út næsta ár, minni verðmæti verða til í þjóðfélaginu. Sóttvarnir eru nauðsynlegar til þess að minnka líkur á því að við völd- um hvert öðru skaða, ekki viljandi heldur óviljandi, vegna þess að við vit- um ekki hvort við séum smitandi. Frelsi einstaklinga endar þar sem þeir byrja að valda öðrum skaða. Þetta réttlætir þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til, til þess að verja samfélagið fyrir hegðun sem ógnar því. Lögreglunni munu hafa borist þús- undir kvartana um fólk sem sinni ekki sóttkví. Hægt er að minnka smit með því að gera ríkari kröfur til þeirra sem eru í sóttkví og smitaðir og þurfa að sæta rakningu og minnka þar með kvaðir á almenning og lækka fórn- arkostnað þjóðfélagsins vegna Covid. Eftir Holberg Másson »Hvernig væri að breyta áherslum í sóttvörnum og gera þær einstaklingsmiðaðar? Hvernig væri að yfirvöld gerðu ráðstafanir sínar fyrirsjáanlegri? Holberg Másson Höfundur er framkvæmdastjóri. Covid-sóttkví, fyrirsjáanleiki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.