Morgunblaðið - 15.12.2020, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020
✝ Skúli Rúnarfæddist á Ísa-
firði 6. nóv. 1932.
Hann lést 4. des-
ember 2020 á
Hrafnistu í Hafnar-
firði, þar sem hann
hafði búið sl. hálft
ár.
Foreldrar Skúla
Rúnars voru Hans-
ína Magnúsdóttir,
fædd í Svínaskógi
á Fellsströnd 1. apríl 1895, d. 3.
ágúst 1971 og Guðjón Jónsson,
fæddur á Þambárvöllum í
Strandasýslu 29. september
1876, d. 11. október 1937.
Seinni maður Hansínu var Jón-
as Guðjónsson, f. 16. apríl 1906,
d. 10. apríl 1981.
Systkini Skúla Rúnars voru
Ólafía Sigurborg, f. 21.8. 1918,
Freyr og Rakel Ýr. 3) Guðjón, f.
24. júní 1962, d. 14. nóvember
1965. 4) Skúli Rúnar f. 23. ágúst
1963, maki Sigríður Bergs-
dóttir. Börn þeirra eru Hjördís,
Unndís og Guðjón Fannar. 5)
Auður, f. 31. maí 1971, maki
Magnús V. Magnússon. Barn
þeirra er Magnús Skúli og fyrir
á Magnús Rakel Sif og Þórhöllu
Mjöll. Barnabarnabörn Skúla
og Guðrúnar eru 12.
Skúli Rúnar ólst upp á Ísa-
firði til 17 ára aldurs þegar
hann flutti til Reykjavíkur og
fór að æfa sund með ÍR. Skúli
var mikill keppnismaður og átti
Íslandsmet í boðsundi og vann
til margra verðlauna. Einnig
æfði Skúli knattspyrnu með
Þrótti.
Skúli vann hjá Landsbank-
anum og sem deildarstjóri í af-
greiðslu Skattstofu Reykjavík-
ur.
Útför Skúla Rúnars fer fram
frá Vídalínskirkju í dag, 15.
desember 2020, kl. 13. Í ljósi
aðstæðna er útförin aðeins fyrir
nánustu fjölskyldu.
d. 31.12. 2001, Jens
Pétur, f. 21.7. 1920,
d. 9.8. 2010, Jóna
Guðrún, f. 21. apríl
1924, d. 11. jan.
1925, Magnús Guð-
berg, f. 24. nóv-
ember 1925, d.
16.5. 2015.
Skúli Rúnar
kvæntist eiginkonu
sinni 1. ágúst 1959,
Guðrúnu Ingveldi
Guðjónsdóttur, f. 13. júní 1930,
d. 20. ágúst 2020. Þau eign-
uðust fimm börn: 1) Páll, f.
31.1. 1959, maki Agnes Kragh
Hansdóttir. Börn þeirra eru
Guðrún Íris, Hans Kragh, Anna
Margrét og Bryndís Inga. 2)
Jónas, f. 12.8. 1960, maki El-
ísabet M. Jóhannesdóttir. Börn
þeirra eru Anton Rafn, Ágúst
Elskulegur faðir minn kvaddi
okkur í byrjun desember. Það
er margs að minnast og þegar
við skoðum myndir þá rifjast
upp margar skemmtilegar
minningar sem ylja okkur á
þessum tíma. Við vitum að
pabbi er kominn til mömmu eft-
ir stuttan aðskilnað hjá þeim,
þar sem mamma kvaddi okkur í
lok ágúst. Fyrstu minningar
mínar um pabba eru þegar við
fórum tvö saman á skíði í
Hamragilið á ÍR-svæðinu. Pabbi
var alltaf boðinn og búinn að
koma með mér, mamma smurði
nestið okkar, brauð með slátri,
heitt kakó og eitthvað sætt með.
Þetta voru yndislegir tímar sem
við áttum tvö saman. Pabbi átti
það til að vera þrjóskur og hann
fór aldrei annað en í Hamragilið
og ég hélt á tímabili að það væri
ekkert skíðasvæði til í nágrenn-
inu. Ástæðan fyrir því að við
fórum á ÍR-svæðið er að pabbi
keppti í sundi með ÍR á sínum
yngri árum og þarna voru gaml-
ir félagar hans. Pabbi var góður
sundmaður og átti t.d. Íslands-
met í boðsundi með félögunum,
ásamt öðrum einstaklingsverð-
launum. Honum þótti gott að
setjast niður með þeim og ræða
málin á meðan ég fór nokkrar
aukaferðir í brekkunni. Ég er
þakklát fyrir þessar ferðir.
Pabbi var frábær leiðbein-
andi og ég uppgötvaði það ekki
fyrr en ég varð eldri. Þegar ég
byrjaði að spila knattspyrnu
mætti pabbi á völlinn og alltaf
var hann að leiðbeina mér hvað
ég hefði getað gert betur og
ekki var hrósað nema þegar
maður átti það skilið. Þarna
lærði ég að innantómt hrós skil-
ar engum árangri.
Pabbi var mjög áhugasamur
að vinna í bústaðnum, hugsa um
gróðurinn, slá grasið eða laga
húsið. Ávallt var Magnús Skúli
boðinn og búinn að hjálpa afa
sínum og þeir gengu með
sláttuvélina saman ófáa hring-
ina á túninu og á kvöldin var
spilað á spil og allir nutu sam-
verunnar. Að ógleymdum rétt-
arferðunum á haustin, þá fór
pabbi með strákana og fylgdist
með þeim við réttargarðinn.
Í sumar fór ég ásamt Magga
og Magnúsi Skúla með pabba í
síðustu dagsferðina hans í sum-
arbústaðinn. Því miður komst
mamma ekki með okkur vegna
heilsubrests. Lagt var af stað
um morguninn og að sjálfsögðu
var stoppað á pylsubarnum á
Selfossi og fengið sér eina með
öllu. Í bústaðnum tók Skúli
bróðir á móti okkur, heilsu
pabba hafði hrakað mikið og
átti hann í miklum erfiðleikum
með að komast upp tröppurnar
en upp fór hann á þrjóskunni.
Hann táraðist þegar hann sá
hve mikið gróðurinn var búinn
að stækka og fóru þeir feðgar
stutta ferð út í móann að skoða
trén. Ómetanleg ferð á þessu
ári, sem við nutum öll saman.
Við vorum vön að eiga marg-
ar jólahefðir með mömmu og
pabba á aðventunni. Við drukk-
um saman heitt súkkulaði með
rjóma, bökuðum lagkökur, smá-
kökur, heitt hangikjöt og fórum
í jólaljósabílferðir. Ég hlakka til
að halda þessum hefðum um
ókomin ár með fjölskyldunni.
Við munum öll sakna ykkar
mömmu mikið en við vitum að
þú hafir dansað til hennar og
Guðjóns.
Verð ávallt þakklát fyrir
þann tíma sem ég átti með ykk-
ur og þakklát fyrir að fá að
sinna ykkur síðustu ár í veik-
indum ykkar.
Takk fyrir allt, ykkar dóttir,
Auður.
Í dag kveð ég pabba og
hugsa til alls þess sem við gerð-
um saman ásamt mömmu, því
þau gerðu allt saman í rúm 60
ár. Þau voru dugleg að ferðast
um landið með fjölskyldunni á
gamla Landrovernum og árlega
voru farnar ferðir vestur á Ísa-
fjörð þaðan sem hann pabbi var
ættaður. Þá var farið á skíði
fyrir vestan og upp í ÍR hér
fyrir sunnan. Húsið í Hörgsl-
undi 15 var keypt tilbúið undir
tréverk og var það að mestu
standsett ásamt garðinum af
pabba sjálfum en hann var ein-
staklega handlaginn og dugleg-
ur til verka.
Á hverju sumri var farin ferð
ásamt vinahópi í stóra símabú-
staðinn við Apavatn. Þetta voru
hátt í 20 manns og það var ým-
islegt brallað og auðvitað farið í
sund með allan hópinn en þar
komu pabbi, Garðar og Helgi
sterkir inn enda fyrrverandi
keppnismenn í sundi.
Þegar við börnin vorum flog-
in úr hreiðrinu hófust ferðalög
þeirra með ferðafélaginu
Garðabakka en þau ferðuðust
næstu árin vítt og breitt um
heiminn. Það var einstaklega
gaman að hlusta á allar ferða-
sögurnar og skoða myndirnar
sem hann pabbi tók á ferðalög-
unum en hann var mikill áhuga-
ljósmyndari og tók ógrynni
mynda alla tíð.
Eftir að þau hættu að vinna
kom sú hugmynd frá pabba og
mömmu að við fjölskyldan
myndum koma okkur upp sam-
eiginlegum griðastað í sveitinni
og var því hafist handa við að
byggja sumarbústað í landi
Stóra-Hofs í Gnúpverjahreppi.
Bústaðurinn var þeirra líf og
yndi og þau nutu þess að vera
þar með fjölskyldu og vinum.
Pabbi eyddi löngum stundum
úti við í bústaðnum, að rækta
og hlúa að trjám og plöntum
sem höfðu verið gróðursett.
Sérstaka umhyggju fékk lundur
sem hann nefndi Skúlalund og
var gaman að sjá hvað gróð-
urinn þar óx einstaklega vel.
Síðustu tvö árin sem þau lifðu
gátu þau því miður ekki notið
ferðalaga í bústaðinn eins og
þau vildu vegna heilsubrests en
voru lánsöm að fá að dvelja
saman síðustu ævidagana á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Takk fyrir samfylgdina.
Skúli Rúnar Skúlason.
Elsku tengdapabbi, Skúli
Rúnar, ég kveð þig með sökn-
uði. Það er stutt síðan við
kvöddum Ingu þína og nú ertu
komin til hennar. Þú varst ein-
stakur tengdapabbi, ljúfur sem
lamb, alltaf glaður og stutt í
stríðnina. Ég man þegar ég
kom frá Bandaríkjunum sem
skiptinemi 1982, þá átti ég ekki
til orð þegar sonur þinn hringdi
um hánótt til að láta sækja sig,
því hann fann engan leigubíl.
Ekki sagðir þú nei heldur birt-
ist eftir örfáar mínútur. Þegar
ég kynntist þér betur sá ég
fljótt að það orð var ekki til í
þinni orðabók. Alltaf varstu
boðinn og búinn að skutla og
sækja, hvort sem það vorum við
fullorðna fólkið eða barnabörnin
þín. Ég gat ekki átt betri
tengdapabba og eins og ég
sagði við þig í símanum, því
ekki máttum við heimsækja þig
á Hrafnistu, elskuðum við þig
mjög heitt og erum þakklát fyr-
ir allar yndislegu minningarnar
sem við eignuðumst með ykkur
Ingu.
Guð geymi þig. Þín tengda-
dóttir,
Elísabet.
Kveðja til tengdaforeldra
Hvað er fallegra en að fara í
hina hinstu ferð svo til á sama
tíma. Rúmir þrír mánuðir eru
ekki langur tími þegar hjón
hafa ferðast saman í 62 ár, en
það er sá tími sem Skúli lét
Ingu bíða eftir sér þar til þau
sameinuðust aftur. Ég kynntist
Ingu og Skúla fyrir 43 árum
þegar ég fór að vera með Palla
elsta syni þeirra, það er ekki
hægt að segja annað en þar hafi
verið þau samrýndustu hjón
sem ég hef kynnst. Ef Inga sat
og prjónaði þá sat Skúli og
saumaði út, ef Inga var að elda
eða baka, sem var frekar oft, þá
sat Skúli henni til samlætis og
spjallaði við hana, svo ekki sé
minnst á brennandi áhuga á
golfi, þó eingöngu frá sjón-
varpstækinu. Það sem var gam-
an að hlusta á þau tala um hinn
og þennan golfspilarann og
nöfnin voru ekkert að þvælast
fyrir þeim, þvílíkur límheili hjá
þeim báðum. Þessi elsku hjón
lifðu fyrir fjölskyldu sína, börn,
barnabörn og barnabarnabörn,
sem var heldur betur að fjölga
hjá þeim, maður sá hvað þau
voru stolt af ungunum sínum og
var alltaf jafn gott að líta til
þeirra og fá kaffi og eitthvað
nýbakað.
Elsku Inga og Skúli, ég vil
þakka fyrir yndislegan tíma
sem við höfum átt saman og
betri tengdaforeldra er ekki
hægt að hugsa sér.
Agnes Kragh Hansdóttir.
Fallinn er frá heiðursmaður-
inn Skúli Rúnar Guðjónsson. Ég
kynntist Skúla fyrir hartnær
áratug þegar við Unndís, son-
ardóttir hans, felldum hugi sam-
an. Skúli tók mér strax opnum
örmum og gátum við rætt um
allt milli himins og jarðar.
Skemmtilegast þótti okkur þó
að ræða sams konar starfsferil
okkar, en Skúli starfaði hjá Rík-
isskattsstjóra um árabil og voru
það ógrynni af sögum sem hann
gat rifjað upp sem ungum
áhugamanni um skattskil og
bókhald þótti jafnan skemmti-
legar og áhugasamar í senn.
Við Skúli áttum það einnig
sameiginlegt að eiga konur sem
höfðu skoðanir á hlutunum, en
Unndís mín og Inga heitin voru
um margt líkar. Mér er það
minnisstætt þegar við Unndís
vorum í kaffi á Strikinu eitt-
hvert skiptið. Inga var að ráð-
leggja Skúla hvernig best væri
að fara að ákveðnum hlut og á
sama tíma var Unndís að leggja
til ákveðna aðferðafræði við
mig. Okkur Skúla varð litið
hvorum á annan, brostum og
skynjuðum í senn hversu ynd-
islegar konur við ættum. Þetta
var lífið.
Skúli var barngóður með ein-
dæmum og var einstaklega
gaman að fylgjast með hvernig
hann ljómaði í kringum afa- og
langafabörn sín. Það var svo í
júní síðastliðið sumar sem við
Unndís fórum í heimsókn til
Ingu og Skúla sem þá voru
komin á Hrafnistu. Tilgangur
heimsóknarinnar var að til-
kynna þeim hjónum að við
Unndís ættum von á okkar
fyrsta barni. Gömlu hjónin
brostu út að eyrum og það var
engu líkara en Skúli hefði feng-
ið vítamín beint í æð þar sem
hann nánast stökk upp úr stóln-
um sínum og faðmaði okkur í
bak og fyrir. Þrátt fyrir að
heilsu Skúla hafi hrakað mjög
þá síðustu mánuði er hann lifði
og minnið farið að vefjast fyrir
honum spurði hann samt alltaf í
þau skipti sem við heyrðum í
honum hvernig meðgangan
gengi og hvort langafastelpan
hans færi nú ekki að koma
bráðum. Því miður náði Skúli
ekki að lifa til þess að sjá lang-
afastelpuna sína fæðast en það
er þó von mín og trú að litla
stúlkan okkar muni erfa alla þá
frábæru eiginleika sem ein-
kenndu þann heiðursmann sem
Skúli var.
Farðu í friði elsku Skúli.
Þinn vinur,
Arnór Kristinn Hlynsson.
Elsku afi. Í dag kveðjum við
afa okkar og rifjum upp gamlar
minningar. Afi var yndislegur
og það sem stendur upp úr þeg-
ar komið er að kveðjustund eru
sumarbústaðaferðirnar. Afi
ræktaði kartöflur og við fengum
að hjálpa honum að tína upp-
skeruna með honum. Við hjálp-
uðum honum að slá grasið og
taka það saman. Réttarferðirn-
ar í sveitinni voru ótrúlega
skemmtilegar og afi naut sín í
botn að fara með okkur. Kjöt-
súpan hennar ömmu eftir rétt-
arferðirnar var alltaf mjög góð.
Við eigum góðar minningar frá
því við fórum í Veiðivötn með
ykkur ömmu og áttum góða
dagstund með ykkur. Þegar við
fórum í bíltúr að skoða jóla-
ljósin í bænum var afi alltaf
tilbúinn að splæsa í ís. Afi var
mjög þolinmóður og keyrði með
okkur í bæinn til að ná í póke-
mona. Afi kenndi okkur að spila
á spil þegar við vorum á ungum
aldri. Hann hafði mikinn áhuga
á hvernig okkur gekk í skól-
anum og í íþróttum og var dug-
legur að hrósa okkur.
Takk fyrir allt elsku afi, við
erum þakklátir fyrir árin með
þér en nú ert þú kominn til
ömmu og Guðjóns.
Þínir afastrákar,
Guðjón Fannar og
Magnús Skúli.
Elsku afi minn. Nú er komið
að kveðjustund og við það
vakna til lífsins ótal góðar minn-
ingar um tímann sem við höfum
átt saman í gegnum árin. Minn-
ingarnar tengjast flestar þeim
stundum sem ég átti með ykkur
ömmu Ingu enda voruð þið
tvíeyki sem sást sjaldnast í
sundur. Nú eruð þið aftur sam-
einuð eftir stutta stund hvort
frá öðru og það veitir mér
huggun að hugsa til þess.
Það sem er mér minnisstæð-
ast þegar ég hugsa um afa er
góða skapið hans sem virtist
ávallt vera til staðar. Það var
alltaf stutt í brosið og glens og
grín. Þegar maður var með
ömmu og afa var afi einhvern
veginn alltaf á ferðinni, hvort
sem það var að sækja hluti fyrir
ömmu, vinna í garðinum eða að
vaska upp eftir matinn. Amma
hafði hið mesta dálæti á að
segja sögur frá gömlu dögunum
og fréttum dagsins, oft í miðjum
sögum var afi fenginn til að
sækja eitthvað til að sýna okkur
og þegar við buðumst til að
sækja í staðinn fyrir hann var
hann löngu lagður af stað. Það
var nefnilega þannig að hann afi
gerði allt fyrir ömmu.
Ég og systir mín vorum
heppnar að fá að eyða góðum
tíma með þeim á bernskuárum
okkar þar sem við bardúsuðum
mikið saman. Við höfðum ein-
staklega gaman af því að spila
með þeim tígulsjöu, leggja kap-
al, horfa á spólur frá því við
vorum litlar á Apavatni og svo
síðast en ekki síst að fá að kúra
á milli þeirra þegar við gistum
heima hjá þeim. Svo má að
sjálfsögðu ekki gleyma öllum
ferðunum okkar í sumarbústað-
inn. Þar eyddum við tímanum
með afa úti að vinna í beðunum
eða að skoða uppskeruna og
amma sá um að kalla okkur inn
í mat og kaffi með reglulegu
millibili.
Seinasta stundin okkar sam-
an var í ágúst þar sem við sát-
um og töluðum um hvað væri í
gangi í okkar lífi. Þegar kom að
kveðjustund tók hann ekki ann-
að í mál en að labba með mér að
dyrunum þar sem við kvödd-
umst með knúsi.
Takk fyrir allt elsku afi og
amma mín, ég er ótrúlega hepp-
in að hafa fengið ykkur sem afa
og ömmu.
Ykkar barnabarn,
Hjördís Skúladóttir.
Elsku besti afi okkar. Það
var ekki fyrir svo löngu sem við
skrifuðum minningargreinina
hennar ömmu og ekki var það
auðvelt. Þú hefur verið til stað-
ar fyrir okkur svo ótrúlega
lengi og eru það viðbrigði að
hafa þig ekki lengur í lífi okkar.
Allar þessar yndislegu stundir
sem við áttum saman í Hörgsl-
undi, á Strikinu og á Stóra-Hofi.
Þú gast sagt okkur ótrúlegustu
sögur frá því þú varst ungur og
frá öllum ferðalögunum ykkar
ömmu. Við höfum margoft sagt
að þú værir yndislegur afi, ljúf-
ur með mikla þolinmæði. Amma
gat verið þrjósk og ákveðin en
alltaf trítlaðir þú í kringum
hana með þitt ljúfa bros og svo
léttur á fæti.
Það er skrítin tilhugsun að
vita af því að við fáum aldrei
aftur lagköku eða spesíur frá
þér, enda voru þær það allra
besta. Þú hugsaðir fyrst um
aðra áður en þú hugsaðir um
sjálfan þig, eins og til dæmis
þegar þið amma buðuð okkur í
mat þá varstu vanur að láta
okkur borða áður en þú fékkst
þér meira á diskinn.
Þótt það sé virkilega sárt að
missa þig veitir það okkur
huggun að vita af þér hjá ömmu
og Guðjóni og eru þau örugg-
lega ánægð að fá þig. Takk fyrir
að vera alltaf til staðar og
kenna okkur svo margt og sýna
ávallt ást og umhyggju.
Þangað til næst.
Við elskum þig.
Guðrún Íris,
Hans Kragh,
Anna Margrét,
Bryndís Inga.
Skúli Rúnar
Guðjónsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
RUT PETERSEN
SIGURHANNESDÓTTIR,
lést að heimili sínu í Kópavogi
2. desember.
Útförin fer fram í dag, 15. desember, klukkan 15 frá
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Vegna fjöldatakmarkana og í ljósi aðstæðna verða einungis
nánustu ættingjar og vinir viðstaddir útförina sem verður
streymt á slóðinni
https://tinyurl.com/yxcmjzzv.
Sig. Nanna Jónsdóttir William Wright
Birna Björk Sigurðardóttir Guðmundur Rúnar Heiðarsson
Bjarni Þór Sigurðsson Kristjana Arnarsdóttir
Ingibjörg Ragna Sigurðard. Victor Pétur Kiernan
Ásdís Guðrún Sigurðardóttir Björn Már Bollason