Morgunblaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020
VISSIR ÞÚ...
...að ljósaseríur flokkast
sem raftæki?
Hugsum áður en við hendum!
„GÆTTU AÐ ÞVÍ AÐ HUGSANLEGA ER
RÁNIÐ TEKIÐ UPP Í ÞJÁLFUNAR- OG
GÆÐASTJÓRNUNARSKYNI.”
„MANSTU HVAR ÉG KEYPTI ÞESSI
JAKKAFÖT?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hlakka til allra
kossanna og knúsanna
þegar þið hittist aftur.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„KÆRA SPYRÐU HUNDINN,
HVORT ER BETRA: SAFARÍK
STEIK EÐA OSTBORGARI?”
HÁDEGISHLÉ
KOMUM EFTIR
KLUKKUTÍMA
NEI! LEYFÐU
MÉR AÐ FARA
FYRST UPP!
HEI! SÍÐAN HVENÆR
HEFUR ÞÚ VILJAÐ
FARA FYRSTUR UPP
STIGA?
SÍÐAN HANN VAR
MEÐ BAUNIR Í
MORGUNMAT!
febrúar-mars. Það er pínu skrýtið
fyrir hópinn að æfa frumsamda
sketsa á sviðinu svo mánuðum skipt-
ir en svo vitum við að það kviknar á
öllu þegar áhorfendur koma í hús.
Við virkilega krossum fingur.“
Það er alltaf nóg að gera hjá Kötlu
Margréti, hvort sem það tengist
leiklist eða söng og spileríi og víst að
ósk hennar um að vinna við skapandi
störf rættist.
Fjölskylda
Sambýlismaður Kötlu Margrétar
er Jón Ragnar Jónsson, f. 24.9. 1967,
rekstrarstjóri hjá Serrano. For-
eldrar hans eru Jón Þorsteinsson, f.
12.11. 1923, d. 16.6. 2007, verkstjóri
og Ingibjörg Pétursdóttir, f. 30.11.
1945, d. 12.10. 2002, húsfreyja. Björn
Kötlu Margrétar og Jóns Ragnars
eru Bergur Hrafn, f. 17.12. 1997,
stuðningsfulltrúi í Klettaskóla, og
Egill Árni, f. 13.6. 2008, nemi í
Laugalækjarskóla.
Systkini Kötlu Margrétar sam-
feðra eru Herdís, f. 18.2. 1954,
mannréttindalögfræðingur; Sigríð-
ur, f. 22.2. 1958, prófessor í heim-
speki; Þorsteinn, f. 17.9. 1956, hag-
fræðingur, og Ófeigur Tryggvi, f.
17.7. 1960, læknir.
Systkini sammæðra eru Herdís
Sveinsdóttir, f. 18.2. 1960, kennari í
Kaupmannahöfn; Lúðvík Árni
Sveinsson, 7.6. 1961, d. 27.12. 1999,
hagfræðingur og Sveinn Andri
Sveinsson, f. 12.8. 1963, lögfræð-
ingur.
Foreldrar Kötlu Margrétar eru
Jóhanna Andrea Lúðvígsdóttir, f.
10.9. 1934, d. 21.1. 2015, húsmóðir
Reykjavík, og Þorgeir Þorsteinsson,
f. 28.8. 1929, d. 27.11. 2013, sýslu-
maður og lögreglustjóri á Keflavík-
urflugvelli.
Katla
Margrét
Þorgeirsdóttir
Guðríður Ólafsdóttir
húsfreyja á Ormarsstöðum í Fellum
Þorvarður Andrésson Kjerúlf
læknir og alþ.maður á
Ormarsstöðum í Fellum
Sigríður Þorvarðardóttir Kjerúlf
húsfreyja á Reyðarfirði og Hermesi,Búðareyrarsókn
Þorsteinn Jónsson
kaupfélagsstjóri á Búðareyri í Reyðarfirði og
á Hermesi,Búðareyrarsókn, S-Múl.
Þorgeir Þorsteinsson
sýslumaður og lögreglustjóri
á Keflavíkurflugvelli
Margrét Pétursdóttir
húsfreyja á Egilsstöðum á Völlum
Jón Bergsson
bóndi, kaupmaður, póst- og símstjóri
og kaupf.stjóri á Egilsstöðum á Völlum
Benedikta Bergþóra Bergsdóttir
húsfreyja áArnórsstöðum, Jökuldal,N-Múl.
Þorkell Jónsson Fjallmann
bóndi áArnórsstöðum,
Jökuldal.Hagmæltur.
Elín Margrét Þorkelsdóttir
húsfreyja í Keflavík, síðar á Skjöldólfsstöðum,
Lúðvíg Árni Þorgrímsson
kennari á Jökuldal og síðar
sparisjóðsstjóri í Keflavík
Jóhanna Andrea
Ludvigsdóttir Knudsen
húsfreyja á Borgum í Nesjum
Þorgrímur Þórðarson
læknir, héraðslæknir og alþ.maður á Borgum í Nesjum,A-Skaft.
Úr frændgarði Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur
Jóhanna Andrea
Lúðvígsdóttir
húsmóðir Reykjavík
Út er komin ljóðabókin „Segðuþað steininum“ eftir Jóhönnu
Álfheiði Steingrímsdóttur í Árnesi,
þar sem hún bjó allan sinn búskap.
Hún lést 25. mars 2002 á áttugasta
og öðru aldursári.
Ljóðabókinni er skipt í tvo kafla,
Háttbundin ljóð og Óbundin ljóð
(svipmyndir). Yrkisefnin eru fjöl-
breytt, myndmálið skýrt og tungu-
takið öruggt. Ég hafði sérstaklega
gaman af því að lesa hin óbundnu
ljóð. Á Jóhönnu sannast eins og á
Jóhannesi úr Kötlum að órímuðu
ljóðin eru best ort af þeim, sem hafa
gamla skáldamálið á valdi sínu. Ég
tek „Æsku“ sem dæmi:
Réttu mér lófa þína ljúfa barn.
Réttu fram
molduga lófa
eftir annasaman dag.
Ég hef gjafir að gefa þér.
Legg af lambi,
skel úr sjó,
stein úr fjöru.
Blómstrandi beitilyng
og kræðuvisk úr heiði.
Nú eru fullir lófarnir
og augu þín ljóma.
Þetta mun nægja þér
til að byggja
heim sem er fullur
af nægjusemi
og gleði.
Geymdu vel gjafir mínar.
Lokaðu lófum þínum ljúfa barn.
Jóhanna leikur sér að mismun-
andi bragarháttum og hefur eins og
faðir hennar, Steingrímur í Nesi,
fullt vald á hinum gömlu rímnahátt-
um. Tökum þessa stöku, „Aðlög-
unarhæfni“, þar sem hinn óvænti
endir veldur því að myndin líður
manni ekki úr minni:
Mörgum lánast leikni að ná
lífs á báru kvikri,
sitja alltaf ofan á
eins og fluga á sykri.
Eðlilegt er að yrkja um „Veiði-
hug“ á bökkum Laxár:
Frumstæð þráin feng að ná
fyllir veiðimannsins draum
þar sem leikur lax í á
við lygnu hyls og iðustraum.
„Stórhríð á fyrsta sumardag“:
Dauf er þessi dagrenning
dynur hríð á glugga
ljóssins fyrsta lífshræring
lögð í fanna skugga.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Góð ljóðabók og sönn