Morgunblaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020
Það hefur verið afar gaman
að sjá áhorfendur aftur á leikjum
í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Þrátt fyrir að aðeins 2.000
manns fái að mæta á velli á
ákveðnum svæðum á Bretlands-
eyjum hafa þeir haft jákvæð
áhrif.
Knattspyrna er mun
skemmtilegra sjónvarpsefni þeg-
ar stuðningsmenn eru á pöll-
unum og var undirritaður nánast
búinn að gleyma hvernig það var
að horfa á enskan fótbolta með
ástríðufulla stuðningsmenn í
stúkunni.
Crystal Palace jafnaði gegn
Tottenham undir lok leiks lið-
anna á Selhurst Park á sunnudag
og leikmenn liðsins fögnuðu
markinu vel og innilega með
stuðningsmönnum fyrir aftan
markið. Það var skemmtileg
sjón.
Þá voru stuðningsmenn Pa-
lace ósáttir við dómara leiksins
nánast allan fyrri hálfleikinn og
var gaman að heyra í þeim baula
og hrópa misfalleg orð í átt að
dómarans.
Það var gaman að heyra
stuðningsmenn Arsenal baula á
leikmenn sína eftir 0:1-tapið fyrir
Burnley á sunnudag og stuðn-
ingsmenn Chelsea baula á Diego
Llorente leikmann Leeds þegar
liðin mættust. Þá var gaman að
heyra stuðningsmenn Liverpool
syngja You’ll Never Walk Alone á
Anfield. Leikurinn lifnar við með
stuðningsmönnum og Ralph Ha-
senhüttl knattspyrnustjóri Sot-
hampton táraðist þegar hann
fagnaði með stuðningsmönnum
eftir 3:0-sigurinn á Sheffield
United.
Hvort sem um reiða eða
glaða stuðningsmenn er að
ræða, er afar gaman að sjá þá
aftur í stúkunni og leikurinn
verður betri fyrir vikið.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
faldir meistarar í Noregi, báðar með
Lilleström. Guðbjörg Gunnarsdóttir
vann báða titlana tvö ár í röð, 2014
og 2015, og var valin besti mark-
vörður deildarinnar árið 2015. Sig-
ríður Lára Garðarsdóttir vann báða
titlana með Lilleström árið 2018.
Katrín Jónsdóttir varð norskur
meistari með Kolbotn árið 2002 og
var í stóru hlutverki með liðinu, þá
sem framherji en ekki sem varn-
armaður eins og hún var seinni ár
sín á ferlinum með íslenska landslið-
inu.
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
tók þátt í meistaratitlinum með Sta-
bæk árið 2013 þegar hún lék nokkra
leiki með liðinu á lokaspretti tíma-
bilsins.
Bryndís Einarsdóttir varð hins
vegar fyrst Íslendinga til að vinna
stóran titil í norska kvennafótbolt-
anum. Hún varð norskur bikar-
meistari með Asker árið 1984.
Þá hefur Hólmfríður Magn-
úsdóttir verið kjörin besti framherj-
inn í Noregi en það var árið 2015.
Hún skoraði í haust sitt 30. mark í
úrvalsdeildinni eftir að hafa snúið
aftur til Avaldsnes og leikið með lilð-
inu á lokaspretti tímabilsins. Aðeins
Katrín Jónsdóttir hefur skorað fleiri
mörk af Íslendingum í deildinni, 43
talsins, og Katrín er einnig leikja-
hæst með 97 leiki.
Fyrst til að ná norskri þrennu
Ingibjörg fremst í flokki íslenskra
kvenna sem hafa gert það gott í Noregi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigursæl Ingibjörg Sigurðardóttir átti fullkomið tímabil með Vålerenga í
Noregi og er auk þess komin á EM með íslenska landsliðinu.
NOREGUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðs-
kona í knattspyrnu, er fyrsti Íslend-
ingurinn sem nær „þrennunni“ í
norska kvennafótboltanum: Norsk-
ur meistari, norskur bikarmeistari
og besti leikmaður úrvalsdeild-
arinnar.
Hún varð tvöfaldur meistari með
Vålerenga frá Ósló á keppnis-
tímabilinu 2020 eins og áður hefur
komið fram. Vålerenga tryggði sér
meistaratitilinn í fyrsta skipti um
fyrri helgi og varð síðan bikarmeist-
ari á sunnudaginn með því að sigra
Lilleström í úrslitaleik, en þá var
einnig opinberað að Ingibjörg hefði
orðið hlutskörpust í kjörinu á leik-
manni ársins í úrvalsdeildinni.
Þetta var fyrsta tímabil Ingi-
bjargar í Noregi en hún kom til
Vålerenga frá Djurgården í Svíþjóð
fyrir ári.
Þóra Björg Helgadóttir lands-
liðsmarkvörður hefur áður verið val-
in besti leikmaður deildarinnar, með
Kolbotn árið 2009, en hún náði ekki
að vinna titla með liði sínu eins og
Ingibjörg gerði.
Tvær íslenskar knatt-
spyrnukonur hafa áður orðið tvö-
Gérard Houllier, Frakkinn sem var
m.a. knattspyrnustjóri ensku lið-
anna Liverpool og Aston Villa og
landsliðsþjálfari Frakklands, er lát-
inn, 73 ára að aldri, í kjölfar hjarta-
aðgerðar. Houllier vann franska
meistaratitilinn með París SG og
Lyon (tvisvar), þjálfaði franska
landsliðið um tíma, stýrði Liverpool
í sex ár þar sem hann vann UEFA-
bikarinn, enska bikarinn og deilda-
bikarinn tvisvar. Houllier tók við
Aston Villa sumarið 2010 en varð
að hætta störfum áður en tíma-
bilinu lauk af heilsufarsástæðum.
Gérard Houllier
er látinn
AFP
Vinsæll Gérard Houllier með enska
bikarinn sem hann vann í Liverpool.
Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur
Héðinsson hefur framlengt samn-
ing sinn við Stjörnuna en þetta
staðfesti félagið á samfélagsmiðlum
sínum í gær. Miðjumaðurinn, sem
er 35 ára gamall, hefur leikið með
Garðabæjarliðinu frá árinu 2016 en
hann á að baki 133 leiki í efstu deild
með Fylki og Stjörnunni þar sem
hann hefur skorað sjö mörk. Hann
á að baki farsælan atvinnumanna-
feril með GAIS í Svíþjóð og Sönder-
jyskE og Midtjylland í Danmörku.
Þá á hann að baki 5 A-landsleiki
fyrir Ísland.
Reynslubolti
áfram í Garðabæ
Morgunblaðið/Valli
Garðabær Eyjólfur leikur með
Stjörnunni á komandi tímabili.
DÓMARAR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var
besti dómarinn í úrvalsdeild karla í
fótbolta keppnistímabilið 2020, að
mati Morgunblaðsins.
Vilhjálmur fékk hæsta meðal-
einkunn í einkunnagjöf blaðsins
sem gaf dómurum einkunnir frá
einum og upp í tíu fyrir alla leiki í
Pepsi Max-deild karla á árinu.
Þetta er þriðja árið í röð sem
Vilhjálmur er efstur í einkunnagjöf
blaðsins en hann dæmdi ellefu leiki
og var með meðaleinkunnina 7,55.
Hann var eini dómarinn í deildinni
sem fékk einkunnina níu fyrir ein-
stakan leik en það var fyrir leik
KA og HK sem Vilhjálmur dæmdi
á Akureyri 24. september.
Tíu dómarar dæmdu sjö leiki
eða fleiri í deildinni og af þeim var
Egill Arnar Sigurþórsson með
næsthæstu meðaleinkunnina, eða
7,20 í tíu leikjum. Sá þriðji sem
náði sjö var Erlendur Eiríksson
sem hóf að dæma aftur á miðju
tímabili eftir nokkra fjarveru vegna
meiðsla og fékk 7,14 í með-
aleinkunn fyrir sjö leiki sem hann
dæmdi seinni hluta mótsins.
Flesta leiki í deildinni dæmdu
þeir Pétur Guðmundsson og Helgi
Mikael Jónasson, eða tólf leiki
hvor.
Gunnar og Gunnar bestir
í úrvalsdeild kvenna
Í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-
deildinni, komu 26 dómarar við
sögu en þar eru mun fleiri sem
dæma aðeins á bilinu einn til þrjá
leiki á hverju tímabili í þeirri deild.
Af þeim sem dæmdu fjóra leiki
eða meira voru Gunnar Freyr Ró-
bertsson og Gunnar Oddur Hafliða-
son með hæsta meðaleinkunn, 7,25
hvor fyrir fjóra leiki en næstur kom
Guðmundur Páll Friðbertsson með
7,13 í meðaleinkunn fyrir átta leiki.
Bríet Bragadóttir dæmdi flesta
leiki í úrvalsdeild kvenna, eða níu
talsins.
Besti dómarinn
þriðja árið í röð
Vilhjálmur efstur í einkunnagjöf Mbl
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Bestur Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var með hæstu einkunnirnar hjá
Morgunblaðinu á keppnistímabilinu 2020.
Noregur er eina liðið sem er öruggt
áfram í undanúrslit á EM kvenna í
handknattleik sem fer fram í Dan-
mörku þessa dagana en norska liðið
er með 8 stig, fullt hús stiga, í efsta
sæti milliriðils 2. Heimsmeistarar
Hollands unnu 28:27-sigur gegn
Þýskalandi í milliriðli 2 í Kolding í
gær og er Holland nú með 4 stig í
riðlinum, líkt og Þýskaland.
Holland mætir Rúmeníu í lokaleik
sínum í milliriðlinum en Holland á
ekki möguleika á því að komast
áfram í undanúrslitin þar sem Kró-
atar, sem eru með 6 stig, unnu Hol-
lendinga í riðlakeppninni og eru því
með betri innbyrðis viðureign.
Þýskaland getur hins vegar kom-
ist áfram, fari svo að liðið vinni Kró-
ata og Rúmenar leggi Holland að
velli í lokaumferðinni.
Í milliriðli 1 er staðan skýrari en
þar berjast Rússland, Frakkland og
Danmörk um síðustu tvö sætin í und-
anúrslitum keppninnar. Danir eru
með 6 stig í þriðja sætinu en þeir
mæta Rússum, sem eru með 7 stig, í
lokaumferð milliriðilsins. Þá mæta
Frakkar, sem eru í öðru sæti riðils-
ins með 7 stig, Svíþjóð. Öll liðin geta
því tryggt sig áfram með sigri en fari
svo að Danir og Rússar geri jafntefli
mega Frakkar tapa gegn Svíum þar
sem þeir eru með betri innbyrðis við-
ureign gegn Dönum.
Fimm lið berj-
ast um sæti í
undanúrslitum