Morgunblaðið - 15.12.2020, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020
Innréttingar
• Íslenskar sérsmíðaðar innréttingar
• Gæði og fyrsta flokks hönnun
• Mikið úrval efnis og lita
Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Thomas Vinterberg, einn þekktasti
og virtasti leikstjóri Danmerkur, er
hinn vinalegasti þar sem hann situr
heima hjá sér og svarar spurningum
blaðamanna af ólíkum þjóðernum á
Zoom, rúmum sólarhring fyrir
afhendingu Evrópsku kvikmynda-
verðlaunanna, EFA. Þau voru veitt á
laugardaginn var og hlaut kvikmynd
Vinterbergs, Druk eða Drykkja, fern
verðlaun, þ.e. sem besta evrópska
kvikmyndin, fyrir bestu leikstjórn,
besta handrit og besta leikara í aðal-
hlutverki, Mads Mikkelsen. Var Druk
því óumdeildur sigurvegari
hátíðarinnar sem fram fór á netinu
vegna Covid-19.
Í Druk segir af fjórum miðaldra
vinum og menntaskólakennurum sem
ákveða að sannreyna þá heldur vafa-
sömu kenningu að þeim muni farnast
betur í lífinu séu þeir alltaf með örlítið
magn áfengis í blóðinu. Kenndir, eins
og sumir myndu lýsa því. Tilraunin
hefur ýmsar viðbúnar en líka óvænt-
ar afleiðingar og uppgötva félagarnir
nýjar hliðar á sjálfum sér og tilver-
unni.
Hlaðborð fara úr böndunum
Halda mætti af þessari lýsingu að
Druk sé gamanmynd en svo er ekki,
hún er öllu dýpri. Vinterberg segir að
upphaflega hafi hún átt að vera lof-
gjörð um áfengi og neyslu þess, ekki
umfjöllun um þann skaðvald sem
áfengi getur verið. Þeir Tobias Lind-
holm, maðurinn sem skrifaði handrit
myndarinnar með honum, hafi þó
gert sér grein fyrir að þeim bæri sið-
ferðisleg skylda til að fjalla um vímu-
gjafann sem skaðvald.
Ofanritaður spyr Vinterberg að því
hvað honum þyki um danska
drykkjumenningu en hún hefur verið
gagnrýnd fyrir að vera heldur frjáls-
leg og Danir mikið gefnir fyrir sop-
ann. „Eins og þið Íslendingar þekkið
fara jólahlaðborð gjarnan úr bönd-
unum,“ svarar Vinterberg sposkur og
bætir við að hann sé bara stoltur af
drykkjumenningu þjóðar sinnar. Nú
myndinni hófust í fyrra, aðeins 19 ára
að aldri og ofanritaður spyr hvaða
áhrif sá skelfilegi atburður og sorgar-
ferlið sem honum fylgdi hafi haft á
tökur myndarinnar. Vinterberg segir
að dóttur hans hafi þótt afar vænt um
leikarana og fleiri sem komu að gerð
myndarinnar og að Lindholm hafi í
fyrstu leyst hann af. Eftir að sálfræð-
ingur ráðlagði Vinterberg að halda
áfram að leikstýra tók hann við kefl-
inu af Lindholm og segir tökuliðið
hafa umvafið hann hlýju og borið á
herðum sér. „Ef þú finnur fyrir ást og
kærleik í myndinni er það þeim að
þakka og ef þú hlærð að einhverju er
það leikurunum að þakka því þeir
voru að reyna að fá mig til að hlæja,“
segir Vinterberg einlægur.
Hann segir Idu hafa sent honum
bréf skömmu áður en tökur hófust
þar sem hún sagðist afar stolt af
verkefninu en Ida átti að leika í
myndinni og aðstoðaði föður sinn við
ýmislegt fram að tökum. „Druk er til-
einkuð Idu og minningu hennar og er
lofgjörð til lífsins í stað þess að vera
kjánaleg mynd um drukkna, mið-
aldra karla,“ segir Vinterberg.
Ekkert áfengi á tökustað
Leikstjórinn er spurður út í sam-
starf þeirra Lindholms og segir hann
þá hafa talað mikið saman áður en
handritsskrifin hófust. „Það var erfitt
að finna söguna, við áttum óteljandi
fundi með Diet-Coke við höndina.
Okkur tókst ekki að finna söguna fyrr
en við rákumst á þessa kenningu eða
hugmynd um áfengisprósentuna. Þá
breyttum við aðalpersónunum í
menntaskólakennara og boltinn fór
að rúlla,“ útskýrir Vinterberg.
Nú spyr einn blaðamanna hvort
um „method acting“ hafi verið að
ræða hjá leikurum og á þar væntan-
lega við hvort þeir hafi verið undir
áhrifum áfengis við tökur. „Ég var að
bíða eftir þessari spurningu,“ svarar
Vinterberg kíminn. „Nei, það var
ekkert áfengi á tökustað og við þurft-
um að vinna í 12 klukkustundir á dag.
Leikararnir áttu líka að leika, þeir
áttu að þykjast vera fullir,“ segir
Vinterberg og bætir við að fyrir tökur
hafi aðalleikararnir farið í „alkóhóls-
æfingabúðir“, æft sig bæði í því í að
leika og drekka. Í þeim búðum var
áfengi vissulega haft um hönd, segir
leikstjórinn, en ítrekar að leiklist sé
alltaf í eðli sínu þykjustuleikur. Hann
bætir við að þegar ákveðið magn
áfengis sé komið í blóðið eigi leikarar
erfitt með að halda jafnvægi, verði
bara kjánalegir og hætt við að þeir
slasi sig. Þá þurfi að kalla til áhættu-
leikara sem sé auðvitað ómögulegt og
alltof mikið vesen. Nú þykir íslensk-
um blaðamanni erfitt að greina hvort
Vinterberg er að spauga eða ekki.
Þýðir ekkert að berjast við
streymisveiturnar
Leikstjórinn er spurður að því
hvort hann myndi taka að sér að leik-
stýra kvikmynd eða sjónvarpsþáttum
fyrir streymisveitu. Jú, hann segist
alveg til í það. „Það þarf enga upp-
reisn gegn streymisveitunum heldur
ber að fagna þeim sem nýjum sýning-
arvettvangi,“ segir Vinterberg og að
hanni hafi fulla trú á því að bíóin lifi
kófið af. Valið sé á endanum fólksins
og það muni streyma aftur í bíóin þar
sem bíóferð sé í eðli sínu félagsleg at-
höfn.
Vinterberg er að lokum spurður að
því hvers vegna svo margar vandaðar
kvikmyndir hafi komið frá Danmörku
allt frá því Dogma-hreyfingin fór að
unga út sínum merku afkvæmum
undir lok síðustu aldar. „Af því við
drekkum svo mikið,“ svarar Vinter-
berg glottandi en skiptir svo yfir í
alvarlega gírinn. „Kvikmyndagerð
hefur hlotið góðan stuðning frá ríkinu
og kvikmyndaskólinn okkar var líka
góður,“ segir hann um þennan glæsta
árangur Dana í kvikmyndagerð það
sem af er öldinni. Stuðningur við listir
sé einkar mikilvægur.
Kvikmyndin Druk hlaut fern verðlaun á EFA Leikstjóri myndarinnar, Thomas Vinterberg, til-
einkar hana dóttur sinni sem lést í fyrra Einmana karlar fastir í endurtekningu og meðalmennsku
Hífaður Mads Mikkelsen í Druk. Hann hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fyrir túlkunina á kennaranum Martin.
Lofgjörð til lífsins
Vegna Covid-19 voru Evrópsku kvikmyndaverðlaunin
afhent í beinni netútsendingu frá Berlín en ekki í Hörpu
eins og til stóð. Verða verðlaunin afhent hér á landi eftir
tvö ár. Líkt og greint er frá í viðtalinu við Thomas
Vinterberg hlaut danska myndin Druk eða Drykkja flest
verðlaun eða fern alls, þar af fyrir bestu kvikmynd, besta
leikstjóra (Vinterberg), besta handrit (Vinterberg og
Tobias Lindholm) og besta leikara (Mads Mikkelsen).
Besta heimildarmyndin þótti Colectiv frá Rúmeníu og
hin þýska Paula Beer hlaut verðlaun sem besta leikkonan
fyrir Undine. Uppgötvun ársins þótti ítalski leikstjórinn
og handritshöfundurinn Carlo Sironi fyrir kvikmynd sína
Sole og verðlaun EFA fyrir hugmyndaríka frásagnarlist
hlaut Írinn Mark Cousins fyrir heimildarmyndina Women
Make Film: A New Road Movie Through Cinema. Besta
evrópska gamanmyndin þótti hin franska Un triomphe
eftir Emmanuel Courcol og besta teiknimyndin hin
fransk-belgíska Josep eftir leikstjórann Aurel. Verðlaun
fyrir bestu kvikmyndatöku
hlaut Ítalinn Matteo Cocco
fyrir Volevo nascondermi og
verðlaun fyrir bestu klipp-
ingu hlaut annar Ítali, Maria
Fantastica Valmori, fyrir Il
Varco. Verðlaun fyrir bestu
búningahönnun hlaut Þjóð-
verjinn Ursula Patzak fyrir
Volevo nascondermi og fyrir
bestu frumsömdu tónlist
hlaut verðlaun hin rússneska Dascha Dauenhauer fyrir
þýsk-hollensku myndina Berlin Alexanderplatz. Fyrir
bestu hljóðupptöku hlaut Yolande Decarsin verðlaun fyr-
ir Petite fille og fyrir bestu tæknibrellur Iñaki Madariaga
fyrir hrollvekjuna El hoyo.
Heildarlista verðlauna og frekari upplýsingar má finna
á europeanfilmawards.eu.
EVRÓPSKU KVIKMYNDAVERÐLAUNIN VORU VEITT Á NETINU Í ÁR VEGNA COVID-19
Farsæll Thomas Vinterberg.
Dönsk sigurmynd á EFA-hátíðinni í Berlín
hváir blaðakona af óþekktu þjóðerni
og biður leikstjórann um frekari
skýringar á þessum ummælum.
„Myndin er ekki bara um drykkju
heldur líka hið óstjórnlega, að fara úr
herbergi sjálfsstjórnarinnar yfir í
herbergi hins illstýranlega, yfir í
„hitt“ ástandið,“ segir Vinterberg.
Eiginkona hans, sem er prestur, líki
þeirri óstjórn við ástina og ástin verð-
ur seint tamin, eins og alkunna er.
„Allt er mælt á okkar tímum,
hversu marga smelli greinarnar ykk-
ar fá á netinu og símarnir okkar mæla
hvað við tökum mörg skref. Við þurf-
um meira að segja að skipuleggja
nám barnanna okkar langt fram í
tímann,“ heldur Vinterberg áfram og
segir löndum sínum til varnar að þeir
séu almennt vel skipulagðir og með
ágæta sjálfsstjórn. Því sé fyrrnefnd
óstjórn áfengisvímunnar varla svo
slæm.
Aldavinir
Vinterberg og aðalleikari mynd-
arinnar, Mads Mikkelsen, hafa oft
unnið saman með góðum árangri og
má sem dæmi hefna hina frábæru
kvikmynd Jagten. Segir leikstjórinn
að Mads sé góður vinur hans líkt og
aðrir aðalleikarar myndarinnar.
„Mads treystir mér,“ segir Vinter-
berg og það hafi komið sér vel því efni
myndarinnar sé viðkvæmt. „Við skilj-
um hvor annan fullkomlega,“ segir
hann um Mikkelsen og bendir á hið
augljósa, að bæði hann og aðalleik-
ararnir fjórir þekki vel af eigin
reynslu hvernig er að vera miðaldra
karl í Danmörku.
„Druk fjallar um fjóra einmana
karla sem eru fastir í endurtekningu
og meðalmennsku. Þeir ákveða að
stökkva saman fram af bjargbrúninni
sem styrkir vinaböndin,“ segir Vin-
terberg. „Við erum föst í hefðum og
endurtekningum,“ endurtekur hann
og að ekki þurfi endilega áfengi til að
losna úr þeim hlekkjum.
Umvafinn kærleika
Vinterberg minntist fyrr í viðtalinu
á að dóttir hans, Ida, hefði látið lífið í
bílslysi skömmu eftir að tökur á kvik-