Morgunblaðið - 15.12.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.12.2020, Qupperneq 29
Wikipedia Enn að America á tónleikum árið 2012. Bandaríska rokkhljómsveitin Am- erica leggur leið sína til landsins í sumar og kemur fram á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu 20. júlí þar sem á eftnisskránni verða lög sem hljómsveitin hefur gert vinsæl allt frá stofnun fyrir um hálfri öld. Hún var tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2006. America var stofnuð af þremur vinum árið 1970. Sveitin sló fljót- lega í gegn fyrir alþýðlega rokk- tónlist, sem var blönduð áhrifum frá þjóðlagatónlist, en meðal vin- sælustu laga hljómsveitarinnar má nefna Horse With No Name, I Need You, Ventura Highway, Tin Man, Sister Golden Hair og You Can Do Magic. Hljómsveitin er enn leidd af tveimur stofnendanna, þeim Gerry Beckley og Dewey Bunnell. Miða- sala hefst á morgun. Hljómsveitin America leikur í Hörpu MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND NÝGRÍN-SPENNUMYNDMEÐMEL GIBSON, SEM “HINN EINI SANNI” JÓLASVEINN. HARÐASTA JÓLAMYND SEMKOMIÐHEFUR! JÓLAMYNDIN 2020 FRUMSÝND 16. DES. FORSALA HAFIN TRYGGÐU ÞÉR MIÐA. Brásól Brella: vættir, vargarog vampírur er spennu-saga með grínívafi semætluð er börnum og ung- lingum. Brella, eins og hún er alltaf kölluð, er nokkuð viss um að hún kunni ekki að galdra þó að mamma hennar sé sjálf þorpsnornin. Pabbi hennar er hins vegar bara ósköp venjulegur og hún óttast að hún sé dæmd til að vera venjuleg eins og hann. Þeg- ar Brella reiðist honum einn dag- inn breytist hann óvænt í puntsvín og þá liggur það ljóst fyrir að hún getur galdrað. Og það sem meira er; hún er nokkuð viss um að hún sé vond norn. Brella vill alls ekki að mamma hennar komist að því að hún hafi breytt pabba sínum í puntsvín og ákveður því að leita hjálpar hjá stór- fenglega galdrakarlinum Vála sem býr í Háuklettum. Til þess að komast á hans fund þarf hún að fara í gegn- um Stóraskóg þar sem úlfar og vamp- írur búa. Brellu verður ekki um sel þegar Kata vampíra verður á vegi hennar, enda er hún ekki bara vampíra held- ur líka unglingur sem eitt og sér er al- veg nógu hræðilegt. Eftir að í ljós kemur að Kata er bara ávaxtavam- píra og alveg meinlaus, þrátt fyrir að vera unglingur, leyfir Brella henni að slást í för með sér að Háuklettum. Lenda þær í ýmsum hindrunum á leiðinni ásamt pabba puntsvíni og Glundroða, sem virðist fylgja Brellu hvert fótmál. Þegar þær loks komast á leiðarenda kemur í ljós að Váli er ekki allur þar sem hann er séður og býr yfir leyndarmáli sem ekki má líta dagsins ljós og þá magnast spennan. Þrátt fyrir að titillinn gefi til kynna að bókin sé uppfull af hræðilegum verum ætti ekkert barn að hræðast mikið við lestur hennar, enda yfirleitt stutt í grínið og hnyttnar lýsingar á staðháttum og sögupersónum. Sagan er engu að síður spennandi og hröð atburðarásin heldur lesandanum við efnið allt til enda. Persónusköpunin er ágæt og les- andinn fær að kynnast bakgrunni helstu sögupersónanna, sem gefur þeim meiri dýpt og vekur samúð þar sem við á. Þrátt fyrir grínþráðinn í sögunni upplifir Brella alls konar erf- iðar tilfinningar, meðal annars þegar hún uppgötvar nornahæfileika sína, þegar hún telur sig hafa glatað pabba sínum og áttar sig á örlögum Kötu. Jákvæðar tilfinningar fylgja svo vin- áttunni sem skapast og ýmsum áfangasigrum í sögunni. Tekst höf- undi þannig líka að spila inn á allan tilfinningaskalann hjá lesandanum. Textinn hentar öllum þeim sem náð hafa góðum tökum á lestri og er talmáli skemmtilega fléttað inn á nokkrum stöðum, sem ætti að grípa börn og unglinga enn frekar við lest- urinn. Þetta er skemmtileg og spennandi bók fyrir alla sem hafa gaman af líf- legum ævintýrum. Ásrún „… skemmtileg og spennandi bók fyrir alla sem hafa gaman af líf- legum ævintýrum,“ skrifar rýnir. Brásól Brella og pabbi puntsvín Barnabók Brásól Brella: Vættir, vargar og vampírur bbbmn Eftir Ásrúnu Magnúsdóttur. Myndir Iðunn Árna. Bókabeitan, 2020, 128 bls SÓLRÚN LILJA RAGNARSDÓTTIR BÆKUR Breski spennusagnahöfundurinn John le Carré, sem öðlaðist frægð og gríðarlegar vinsældir fyrir vel byggðar njósnasögur sem gerast á kaldastríðsárunum, er látinn 89 ára að aldri. Meðal þekktustu bóka hans eru The Spy Who Came in from the Cold, Tinker Tailor Soldier Spy og The Night Manager. Vinsælasta persónan sem hann skapaði er njósnarinn George Smiley, sem kemur fyrir í níu bóka Le Carrés, en kvikmyndir voru gerðar eftir mörg- um sagnanna. Le Carré var höfundarnafn en hans raunverulega nafn var David Cornwell. Hann fæddist árið 1931 og byrjaði starfa fyrir bresku leyni- þjónustuna seint á fimmta áratugn- um þegar hann var í þýskunámi í Sviss. Hann kenndi í Eton um tíma en starfaði síðan sem tengiliður njósnara leyniþjónustunnar fyrir austan járntjald. Sú reynsla var hon- um mikilvægur efniviður er hann tók að skrifa sögur sínar sem komu strax út undir dulnefninu John le Carré, sú fyrsta árið 1961. Smiley kom fyrst við sögu í annarri bók höf- undarins en sú þriðja, The Spy Who Came in from the Cold, sló rækilega í gegn. Rithöfundurinn Graham Greene sagði að það væri besta njósnasaga sem hann hefði lesið. Njósnahöfundurinn Le Carré allur AFP Vinsæll John Le Carré er með þekktustu höfundum njósnasagna. Bandaríski sveitatónlistar- maðurinn Char- ley Pride, sem var fyrstur blökkumanna til að verða ofur- stjarna í heimi bandarískrar sveitatónlistar, er allur, 86 ára að aldri. Ferill Prides hófst á tímum kynþáttaátaka vestanhafs en hann var sonur fátæks verkamanns. Pride tók ungur að starfa við brúarsmíði en sló svo í gegn fyrir tónlist sína. Á árabilinu 1966 til 1987 kom hann 29 lögum á topp kántrílistans. Sveitasöngvarinn Pride látinn Charley Pride Breskir gagn- rýnendur halda áfram að fjalla lofsamlega um nýja glæpasögu Ragnars Jón- assonar, Vetrar- mein. Í The Sunday Times var hún valin ein af glæpasögum mánaðarins. Rýnir blaðsins segir hana vera framúrskarandi lokaþátt í Siglufjarðarseríu höfundarins og færi Ragnar hina hefðbundnu glæpasögu í nýjan búning. Saga Ragnars lof- uð í Sunday Times Ragnar Jónasson Stjörnuleikararnir Michael Dougl- as og Christoph Waltz hafa verið ráðnir til að leika forsetana Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov í þáttaröð sem James Foley mun leikstýra fyrir Paramount Limited Television Studios og fjallar um leiðtogafundinn í Reykjavík í októ- ber árið 1986. Samkvæmt fréttamiðlinum Deadline.com verða þættirnir byggðir á bók Kens Adelmans, Reagan at Reykjavik: Forty-Eight Hours That Ended the Cold War. Áður hefur verið greint frá því að til stæði að gera leikna kvikmynd byggða á bókinni en nú er stutt þáttaröð í farvatninu. Douglas og Waltz verða forsetar í Höfða Michael Douglas Leikarinn mun fara með hlutverk Ronalds Reagans í þáttunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.