Morgunblaðið - 15.12.2020, Qupperneq 32
Þjóðleikhúsið stendur fyrir listamannaspjalli á netinu
með leikaranum heimskunna Jonathan Pryce á
fimmtudaginn, 17. desember, kl. 13. Verður spjallið um
90 mínútur. Pryce er velskur og virtur fyrir leik sinn
bæði á sviði og í sjónvarpi og kvikmyndum og hefur
hlotið fjölda virtra verðlauna á ferli sínum. Pryce var
gestaleikari í uppfærslu Vesturports á Rómeó og Júlíu
og kynntist Gísli Örn Garðarsson leikstjóri honum þar
og mun hann stýra spjallinu á fimmtudaginn. Pryce fór
einnig með lítið hlutverk í Borgríki frá árinu
2011.
Þjóðleikhúsið býður leikhúsáhugafólki
sem hefur áhuga að taka þátt í spjallinu
sér að kostnaðarlausu og geta áhuga-
samir sent beiðni um þátttöku á net-
fangið midasala@leikhusid.is. Þar er
einnig velkomið að senda inn til-
lögur að spurningum fyrir leik-
arann. Þátttakendur fá svo
senda rafræna slóð til að fylgja
og taka þátt.
Gísli Örn stýrir netspjalli við velska
leikarann Jonathan Pryce
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Félagarnir Gunnsteinn Ólafsson og
Páll Stefánsson halda áfram að
kynna landið í máli og myndum á
skemmtilegan og fróðlegan hátt, nú
með bókinni Hjarta Íslands – Frá
Eldey til Eyjafjarðar, sem Veröld
gefur út. Fyrir tveimur árum sendu
þeir frá sér bók um hálendið og á
næsta ári loka þeir hringnum með
þriðju bókinni.
Gunnsteinn er
reyndur leið-
sögumaður og
tónlistarmaður
og nýtur þess í
bókinni, segir frá
landslaginu og
sögunni sem því
tengist, lífríkinu
og þjóðtrúnni að
ónefndri menningunni. Samspili
manns og náttúru. „Ég reyni að tína
það til sem skiptir mestu máli,“ segir
hann og vísar meðal annars til þess
að hann hafi lagt sig eftir því að
segja frá þjóðlagatónlist á umrædd-
um svæðum, tónskáldum, ljóð-
skáldum, tónlistarmönnum og rit-
höfundum.
Páll segist hafa lagt áherslu á að
mynda landið eins fallegt og það er á
öllum árstímum. „Bækurnar eru
hugsaðar fyrir allan almenning og
myndirnar lýsa því sem fyrir augu
ber á almennan hátt.“
Í harmóníu við náttúruna
Gunnsteinn segist hafa aflað víða
fanga og gætt þess að koma efninu
til skila á eins kjarnyrtan hátt og
hann gat í bók sem hann vildi lesa
sjálfur. „Ég ætlaði að skrifa spennu-
bók, að það yrði aldrei dauður
punktur, alltaf eitthvað nýtt og fróð-
legt, og vildi að hún yrði við alþýðu
hæfi,“ útskýrir hann.
Mikil vinna liggur að baki og
Gunnsteinn segir að hann hafi til
dæmis verið þrjá mánuði að lesa sér
til og skrifa um Hornstrandir og
Jökulfirði. „Að skrifa um lífið á
Hornströndum er eins og að kynnast
stórbrotinni menningu sem leið und-
ir lok,“ upplýsir hann. „Á Ströndum
segi ég einnig frá miskunnarlausum
örlögum Höllu og Fjalla-Eyvindar
þegar hún eignast barn í hellisskúta
og tekst ekki að halda í því lífinu
vegna vosbúðar og kulda. Hann
leggur áherslu á að þessi afskekktu
svæði eigi það öll sammerkt að þar
lifði fólk og dó í harmóníu við náttúr-
una. „Þessi harmónía er nánast horf-
in nema hjá sérstökum stéttum eins
og bændum og sjómönnum sem og
öðrum sem haga störfum sínum eftir
árstíðum.“
Talandi um sjómenn bendir Gunn-
steinn á að í lok 19. aldar hafi menn
siglt með farm frá Breiðafjarðar-
eyjum til Bergen í Noregi og sýnt að
Íslendingar gætu verið sjálfstæð
þjóð með eigin útflutning. „Eins var
merkilegt að komast að því að þar
sem byggð er farin í eyði voru rík-
ustu jarðir á Íslandi, jarðir sem lágu
best við samgöngum til sjós.“
Mikil stéttaskipting var lengi við
lýði og Gunnsteinn segist alls staðar
hafa rekist á hana. „Á Breiðafjarðar-
eyjum voru konur ekki hærra skrif-
aðar en heimilisdýrin og börn urðu
að vinna myrkranna á milli og höfðu
engan tíma til þess að vera börn,“
segir hann. Engu að síður hafi ótrú-
legustu menningarafrek verið unnin
við þessar aðstæður og til dæmis
hafi Júlíana Jónsdóttir, vinnukona í
Breiðafjarðareyjum, skrifað ljóða-
bók fyrst íslenskra kvenna 1876.
Páll segist hafa farið hringinn
nokkrum sinnum vegna bókarinnar,
meðal annars tvisvar í mars og apríl,
þegar kórónuveirufaraldurinn hafi
verið í hámarki. „Það var skrýtið að
keyra daglangt og mæta ekki bíl eða
standa einn í fáránlega sérstakri
birtu við Jökulsárlón. Þá var Palli
einn í heiminum.“
Frá Eldey til Eyjafjarðar
Ljósmynd/Páll Stefánsson
Eldey Suðvestan við Reykjanes er mesta súluvarp landsins.
Gunnsteinn og Páll kynna landið og menninguna
Morgunblaðið/Eggert
Höfundarnir Gunnsteinn Ólafsson og Páll Stefánsson.
Enzymedica býður uppá
öflugustumeltingarensímin á
markaðnum en einungis eitt hylki
meðmáltíð getur öllu breytt.
Betri melting – betri líðan
● Ensím eru nauðsynleg fyrir
meltingu og öll efnaskipti líkamans.
● Betri melting, meiri orka, betri líðan!
● 100% vegan hylki.
● Digest Basic hentar fyrir börn
Gleðilega
meltingu
Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða.
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 350. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Það var erfitt að koma til baka eftir að hafa misst út
nokkrar vikur í æfingum. Síðustu vikur hef ég samt
sem áður náð að æfa nokkuð vel og ég náði að komast í
fínt stand fyrir mótið og það gekk vel sem betur fer,“
segir Jónas Ingi Þórisson sem komst í úrslit á Evrópu-
móti unglinga í fimleikum þrátt fyrir erfiðleika í undir-
búningi. »26
Komst í fínt stand fyrir mótið
ÍÞRÓTTIR MENNING