Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2020 HEILSA HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is hópur íslenskra barna og ungmenna með geðraskanir greiningu. „Það var lengi talið að það væri aldrei neitt að börnum; þau ættu að læra af harðræði. Það liggur við að sú hugsun sé enn til staðar, að það muni rætast úr börnunum. Það var oft sagt: „Á misjöfnu þrífast börnin best“ og fannst fólki þetta gott orða- tiltæki. Þegar við Helga fórum að kynnast þessu í okkar starfi þá sáum við hvað við vorum langt á eftir öðr- um nágrannaþjóðum í hugsunar- hætti,“ segir Gunnsteinn. „Þegar ég kom heim frá Banda- ríkjunum og fór að vinna á Barna- og unglingageðdeild kom einn af yfirmönnum Landspítalans og sagði við mig að það væri ekkert að þess- um krökkum á BUGL; þetta væri bara leti. Það voru svo miklir for- dómar og þeir eru enn til staðar,“ segir Helga. „Þegar ég starfaði þar var lengi litið á þessa deild sem olnbogabarn innan Landspítalans,“ segir Helga. Ekki of mikið af lyfjum „Það sem hefur hamlað sérgreininni hér er að það vantar fleiri sérfræð- inga og meira fjármagn inn í sér- greinina. Árið 1995 voru þeir jafn- margir og eru í dag. Þjónustan hefur ekki þróast nægilega,“ segir Helga. Telja þau að barnageðlæknar sem starfa á BUGL hafi oft þurft að sæta gagnrýni sem þau telja óverðskuld- aða og þá sérstaklega þegar kemur að lyfjameðferð og þá mest í tengslum við ADHD-greiningu. „Það var stundum sagt að þar væri verið að búa til dópista sem eru rangmæli og sýnir vantraust,“ segir Gunnsteinn, en hann starfaði lengi á BUGL. „Þekking á lyfjagjöf í barna- og unglingageðlækningum hefur auk- ist,“ segir Helga og tekur undir að íslenskir læknar séu ekki að ávísa of miklu af ADHD-lyfjum. „Ef við berum okkur saman við Bandaríkin er lyfjagjöf þar svipuð og hér, en ef við berum okkur saman við hin norrænu löndin, þá gefum við heldur meira af slíkum lyfjum,“ seg- ir Helga. Vel sóttir fræðslufundir Barnageðlæknafélagið hefur unnið ötult starf í gegnum árin, en Helga og Gunnsteinn voru meðal stofnenda þess og var Helga fyrsti formaðurinn. „Haustið 1978 átti Páll Ásgeirs- son, fyrrverandi yfirlæknir geð- deildar Barnaspítala Hringsins, frumkvæði að því að læknar sem höfðu áhuga á geðvandamálum barna fóru við að hittast einu sinni í mánuði og ræða málin. Var félagið síðar að frumkvæði Helgu stofnað í maí 1980,“ segir Gunn- steinn og útskýrir að tilgangur félagsins hafi verið að skapa sameiginlegan umræðuvettvang fyrir lækna og stuðla að framþróun og vexti barnageðlækinga á Íslandi með reglulegum fræðslufundum. Ekki eingöngu fyrir lækna, heldur tengdar fagstéttir svo sem hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Auk þess vildi félagið veita stjórnvöldum aðhald og vera fagfélag fyrir barnageð- lækna. „Þetta fámenna félag stóð fyrir fjölmennum fræðslufundum fyrir heilbrigðisfólk og þeir voru mjög vel sóttir. Á árunum 1981-1997 hélt félagið 25 fræðslunámskeið með ís- lenskum og erlendum fyrirlesurum, ýmist eitt og sér eða með öðrum fagfélögum. Þetta var í raun nokk- urs konar háskóli. Erlendu fyrirlesararnir voru margir heims- frægir og frumkvöðlar á sínu sviði. Þetta var mjög uppbyggjandi og lærdómsríkt, gríðarleg vinna en jafnframt lyftistöng fyrir félagið,“ segir Helga. „Erlendu fyrirlesararnir fengust oft á fundum erlendis eða með bréfa- skriftum og voru Helga, Páll Ás- geirsson og Halldór Hansen, barna- læknir og fyrrverandi yfirlæknir, fengsælust,“ segir Gunnsteinn. Sjálfstæði sérgreinarinnar „Þetta leiddi til þess að þetta fagfólk fór að stunda auknar rannsóknir, en við vorum tuttugu til þrjátíu árum á eftir því sem var að gerast á þessum tíma í Evrópu,“ segir Helga og segir að þau hafi lagst í það verkefni að þýða og staðla erlenda mats- og greiningarlista svo hægt væri að greina íslensk börn og unglinga. „Við vildum styðjast við sambæri- lega mats- og greiningarlista og væru í nágrannalöndunum, og sömu mælitæki,“ segir Helga og gerði hún í kjölfarið samanburðarrannsókn á börnum og unglingum en sú rann- sókn var einnig gerð í öllum hinum norrænu löndunum samtímis. „Síðan héldu þessir mats- og greiningarlistar innreið sína á Ís- landi og eru nú orðnir rótgrónir hér á landi, meðal annars innan sálfræði- deilda skóla og víðar. Þeir eru not- aðir fyrir börn frá tveggja ára aldri og listarnir eru staðlaðir fyrir aldur og kyn,“ segir Helga. Helga telur að áríðandi sé að skipa í prófessorsstöðu í barna- og unglingageðlækningum við lækna- deild Háskóla Íslands. „Best væri að sérgreinin væri sjálfstæð innan háskólans og Land- spítalans. Það er ekki góður kostur að valdið komi úr tveimur áttum; annars vegar frá barna- og kven- lækningasviði og hins vegar frá geð- læknasviði fullorðinna við Landspít- alann.“ Fjarlækningar og forvarnir Helga og Gunnsteinn telja mikil- vægt að unnið sé að forvörnum og þannig komið í veg fyrir að börn þrói með sér krónísk vandamál eða alvar- lega geðsjúkdóma. „Þegar börn fá geðræn einkenni á frumstigi er mikilvægt að greina þau fljótt. Oft getur það tengst áföllum og þá er svo mikilvægt að grípa inn í og meðhöndla börnin sem fyrst svo þau sitji síður uppi með langtíma- vanda,“ segir Helga og nefnir að með snemmtækri íhlutun væri hægt að minnka líkur á sjálfsvígum og fíkniefnanotkun ungmenna. Telja þau að fjarlækningar geti verið góð leið til að koma á auknu forvarnarstarfi hérlendis. „Æskilegt væri að fjarlækningar væru byggðar upp fyrir landið allt þar sem engin þjónusta er fyrir hendi fyrir börn og unglinga með geðrænan vanda. Eðlilegast væri að BUGL væri miðstöð slíkrar þjón- ustu,“ segir Helga og telur að slíkt úrræði gæti aukið forvarnir um land allt. Margt gleymist seint Kórónuveirufaraldurinn og ástandið sem af honum skapast getur haft skaðleg áhrif á börn og unglinga með geðraskanir, segja þau bæði. „Börn sem eru með geðraskanir eru viðkvæmari í Covid-faraldri. Það hafa verið gerðar rannsóknir á því nú þegar í Bretlandi og þar kom fram að þessi börn þola ástandið verr en önnur börn,“ segir Helga. Við förum að slá botninn í sam- talið en blaðamaður spyr að lokum hvort þau hafi ekki séð margt á langri starfsævi. „Jú, við erum búin að upplifa margt sem er ekki auðvelt að gleyma. En það er gefandi að geta nýtt þekkingu sína og vonandi hefur maður verið til hjálpar,“ segir Helga. Gunnsteinn tekur undir þau orð og bætir við: „Mér finnst ánægjulegt að hafa tekið þátt í starfi félagsins og fræðslustarfi þess,“ segir Gunn- steinn að lokum. „Þegar börn fá geðræn einkenni á frum- stigi er mikilvægt að greina þau fljótt. Oft getur það tengst áföllum og þá er svo mikilvægt að grípa inn í og meðhöndla börnin sem fyrst svo þau sitji síður uppi með langtímavanda,“ segir Helga. Colorbox ’ Þegar ég kom heim fráBandaríkjunum og fórað vinna á Barna- og ung-lingageðdeild kom einn af yfirmönnum Landspít- alans og sagði við mig að það væri ekkert að þessum krökkum á BUGL; þetta væri bara leti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.