Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Blaðsíða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Áform um bólusetningar við kór-
ónuveirunni eru hafin, en Óskar
Reykdalsson, forstjóri heilsugæsl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði
ekkert vera því til fyrirstöðu að
bólusetja tugþúsundir manns á dag
þegar bóluefnið væri til reiðu.
Ýmsar fregnir hafa borist af helstu
bóluefnum, mismunandi verkan
þeirra og aukaverkunum. Margir
hlakka til, en einnig ber nokkuð á
efasemdum um bóluefnin, m.a.
vegna þess hve skammur tími fór í
þróun þeirra og prófanir.
Vísbendingar eru um það hjá
Vinnumálastofnun að atvinnuleysi
sé ekki að aukast jafnhratt og á
fyrri mánuðum. Þá eykur það bjart-
sýni að fregnir eru teknar að berast
af endurráðningum í nokkrum
mæli.
Góður skriður er kominn á jóla-
verslun, þrátt fyrir ýmsar sótt-
varnatakmarkanir. Verslunarmenn
telja líkur á sölaukningu frá jólum í
fyrra og gera ráð fyrir að salan
verði jafnari fram að jólum en oft,
það verði ekki sama sprengingin
kortér fyrir jól eins og oft. Mikið er
keypt í jólabaksturinn, talsverð
aukning er í bóksölu og mikið að
gera í raftækjaverslunum.
Ekki liggur fyrir hvort brennur
verða leyfðar um áramótin, það
kann að velta mikið á túlkun yfir-
valda á sóttvarnareglum.
Guðný Árnadóttir landsliðkona í
fótbolta skrifaði undir tveggja og
hálfs árs samning við ítalska stór-
liðið AC Milan.
Innbrotahrina hefur verið í mið-
borginni undanfarnar vikur, en þar
er sami maðurinn jafnan talinn hafa
verið að verki. Hann hefur stolið
skartgripum fyrir um þrjár millj-
ónir króna í minnsta lagi. Miðað við
myndir, sem náðst hafa af honum, á
hann sinn uppáhaldsstein til þess að
brjóta rúður með. Lögreglu hefur
ekki tekist að koma honum í stein-
inn hjá sér.
Skipulagsfulltrúi í Reykjavík hefur
fengið fyrirspurn um mögulega
breytingu á starfsemi Hótel Sögu.
Það er ekki í rekstri sem stendur
vegna heimsfaraldursins, en uppi
eru hugmyndir um að breyta því í
íbúðir eða hjúkrunarheimili og gæti
Mímisbar þá gengið í endurnýjun
lífdaga.
Landsbankahúsið á Selfossi var selt
á dögunum og nú er litla systir þess
við Pólgötu á Ísafirði komin á sölu
líka. Bankinn hyggst flytja í
smærra, nútímalegra og hagkvæm-
ara húsnæði kippkorn frá.
Þrátt fyrir að flug Icelandair liggi
að miklu leyti niðri er það ekki svo
að flugvélarnar rykfalli og ryðgi.
Þær hafa fengið fullt viðhald og eru
allar flughæfar. Flugvirkjar hafa
því nóg að gera en ódýrasta og
besta viðhaldið er þó að þvo þær
reglulega. Fregnir af bóluefni hafa
enda lyft brúninni á mörgum, eins
og sjá má á hækkandi hlutabréfa-
verði Icelandair.
Enda þótt farþegaflugið sé ekki
svipur hjá sjón er nóg að gera í
flutningafluginu og aldrei jafnmikið
af pakkasendingum að utan, sem
að líkindum stendur í samhengi við
jólin.
Samgöngur innanlands hafa líka
minnkað mikið, eins og sést á um-
ferðarmælingum. Umferð um
hringveginn á Norðurlandi var
þannig 40% minni nú í nóvember en
í sama mánuði í fyrra. Umferðin á
höfuðborgarsvæðinu er hins vegar
að aukast hægt og bítandi og er nú
16% minni en í fyrra.
Umferðin í miðbæ Reykjavíkur
mun ekki minnka minna, en þar
verður nokkrum götum breytt í
vistgötur, þrengt að bílaumferð og
10 km hámarkshraði.
Fjárfestahópur undir forystu Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, sem gert
hefur yfirtökutilboð í Skeljung,
hyggst breyta rekstrinum mikið og
selja eignir frá fyrirtækinu. Hins
vegar eru ýmsir stórir hluthafar í
félaginu, sem ekki ætla að taka til-
boðinu, jafnvel þótt það geti orðið
til þess að þeir verði áhrifalausir
um stjórn þess.
Bólusetning hófst í Bretlandi og var
níræð kona, Margaret Keenan frá
Coventry, fyrst til þess að vera
sprautuð í almennri bólusetningu
þar í landi, sem talið er að geti stað-
ið langt fram á næsta ár. Þar er
fólk yfir áttræðu og heilbrigðis-
starfsmenn í forgangi.
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari
í fótbolta kvenna lét af störfum eftir
nokkurt uppnám vegna ógætilegra
orða, sem hann lét falla í garð liðs-
manna sinna í samkvæmi hjá Bakk-
usi konungi eftir sigur á Ungverj-
um á dögunum.
Hlutdeildarlán eru afar eftirsótt á
fasteignamarkaði, en hinum fyrstu
var úthlutað í vikunni. Með þeim
þarf mun minna eigið fé en vant er
og henta þau sérstaklega tekjulág-
um og fyrstu kaupendum. Nýjar
íbúðir í Reykjavík, sem falla að lán-
um þessum, eru sagðar seljast eins
og heitar lummur. Enda heitar
lummur óvíða til sölu.
Uppistandarinn Ari Eldjárn getur
ekki kvartað yfir viðtökunum á
þætti hans á Netflix, sem frum-
sýndur var í fyrri viku.
Grein í nýjasta tölublaði Lækna-
blaðsins vakti mikla athygli, en þar
greindu tveir forsvarsmenn heil-
brigðisstofnana í einkaeigu frá, að
heilbrigðisráðuneytið hefði ekki virt
þau viðlits, þegar þau buðu fram
hjúkrunarúrræði, líkt og ráðherra
hefði þó kallað eftir. Ein afleiðing
þess tómlætis væri hópsmitið í
Landakoti. Málið var tekið upp í
þinginu en Svandís Svavarsdóttir
ráðherra þagði þunnu hljóði.
Forsætisráðherra boðaði ný lofts-
lagsmarkmið, en þau felast í örari
samdrætti gróðurhúsalofttegunda
en áður gert var ráð fyrir, breyttri
landnotkun til að ná kolefna-
hlutleysi fyrir 2040 og loftslags-
tengdum þróunarverkefnum.
Eignir íslensku lífeyrissjóðanna
uxu um ríflega 10% á fyrstu tíu
mánuðum ársins eða um 537 millj-
arða króna. Þeir hafa jafnframt
dregið sig úr samkeppni á
húsnæðislánamarkaði.
Mynd fjárlaga fyrir 2021 er óðum
að skýrast, en gert er ráð fyrir að
ríkisútgjöldin aukist um 55 millj-
arða króna frá því sem miðað var
við í fyrstu tillögum. Voru þær þó
ekki smáar í sniðum. Aukning er að
mestu leyti vegna ýmissa viðbragða
við kórónuveirunni.
Biskup sendi heilbrigðisráðherra
bænaskjal þar sem þess var farið á
leit að tilslakanir næðu einnig til
kirkjustarfs, svo guðsþjónustur
gætu átt sér stað um jólin.
Lyfjaþróunarfyrirtækið Alvotech
hefur verið duglegt í fasteigna-
þróunarverkefnum og hefur nú sótt
um leyfi til 13.286 m² viðbyggingar
við hátæknisetur sitt við
Sæmundargötu.
Þinglokasamningar náðust með
þingflokksformönnum á þingi, sem
báru með sér að þingliðinu liggur á
í jólafrí, en haft var orð á því í
ræðustóli hvað samningarnir hefðu
gengið smurt fyrir sig. Þar var
áherslan lögð á dagsetningarmálin
svokölluðu, mál sem verða að klár-
ast fyrir tilteknar dagsetningar, þar
á meðal margt tengt kórónuveiru
og fjárlögum, auk frumvarps um
farsæld barna.
Ríki og Reykjavíkurborg ræða nú
um stækkun Fjölbrautaskólans í
Breiðholti, en aukin ásókn í verk-
nám kallar á hana.
Ísorka telur að rafbílavæðingin
muni kalla á nýtt viðskiptalíkan, þar
sem fyrirtæki ráðgeri í auknum
mæli að koma upp hleðslustöðvum
til þess að laða að viðskiptavini.
Innviðauppbygging fyrir rafbíla
muni eiga sér stað við dagvöru-
markaði og ámóta fyrirtæki.
Hið umdeilda „Græna plan“
Reykjavíkurborgar um skulda-
bréfaútgáfu virðist vera talsvert
þyngra en ráðgert var. Borgin fær
verulega verri kjör en í síðasta út-
boði í vor, en öll langtíma-
fjármögnun er orðin mun dýrari
hér á landi.
Ragnar Árnason hagfræðiprófess-
or segir aukna skuldasöfnun hins
opinbera kalla á hærri skatta eða
verulegan niðurskurð útgjalda. Hið
eina sem komið geti í veg fyrir það
sé mikill hagvöxtur innan tíðar, sem
ekki sé sérstakt útlit fyrir. Hann
telur að háskattastefnan hafi verið
fest í sessi.
Bólusetning og
jólastemning
Landhelgisgæslumenn skutu þremur púðurskotum Halldóri B. Nellet skipherra á Þór til heiðurs og í kveðjuskyni.
Halldór Nellett skipherra LHG kemur úr síðasta túr á varðskipinu Þór.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
6.12.-11.12.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is