Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2020 LESBÓK JÓL Happiest Season nefnist glæný jólamynd úr smiðju bandaríska leikstjórans Clea DuVall. Þar er hermt af samkynhneigða parinu Abby og Harper sem eyða jól- unum í fyrsta skipti saman hjá fjölskyldu þeirrar síðar- nefndu. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Harper viðurkennir á leiðinni að hún sé ekki komin út úr skápnum gagnvart gamaldags for- eldrum sínum og fjölskyldunni allri og Abby þurfi því að þykjast vera vinkona hennar sem hafi ekki í önnur hús að venda yfir hátíðirnar. Reynir þetta að vonum mjög á sambandið enda skjóta bæði gamall kærasti og gömul kærasta Harper upp kollinum. Með helstu hlutverk fara Kristen Stewart, Mackenzie Davis, Alison Brie, Aubrey Plaza, Dan Levy og Mary Steenburgen. Aftur inn í skápinn Kristen Stewart leikur Abby. AFP SPENNA Spennuþættirnir The Undoing, með Nicole Kidman og Hugh Grant, hafa vakið mikið umtal beggja vegna Atlantsála en hlotið misjafna dóma; einkum virðist endirinn sitja í gagnrýn- endum en ekkert verður upplýst um hann hér enda sýningum ekki lokið á Stöð 2. Gagnrýnandi The Rolling Stone sagði þættina eins konar lengri útgáfu af spennumynd frá 10. áratugn- um sem gerð hefði verið af miðlungsefnum. Og Kidman og Grant hefðu þá örugglega leikið í henni líka – á hátindi ferils síns. Þá var gys gert að Kidman út af New York- hreimnum hennar í ærslaþættinum Sat- urday Night Live. Kidman þykir ekki sannfær- andi New Yorkari. AFP James Hetfield, söngvari Metallica. Lögin krufin LÖG Metallica: The Story Of The Songs er ný heimildarmynd sem frumsýnd var á bandarísku sjón- varpsstöðinni Reelz um liðna helgi. Svo sem nafnið gefur til kynna er þar farið í saumana á þremur lög- um sem höfðu mikla þýðingu í sögu þessa sívinsæla þrassbands frá Kaliforníu. Fyrsta lagið er One af plötunni … And Justice for All, frá 1988, en við það lag gerði Metallica einmitt sitt fyrsta myndband. Ann- að lagið er Enter Sandman af Svörtu plötunni, frá 1991, sem skaut sveitinni á sporbaug um jörðu. Síðasta lagið er svo titillagið af hinni ómstríðu St. Anger, frá 2003, þar sem Metallica sótti af miðjunni og á ný út á jaðarinn. Þegar Þjóðverjar réðust inn íNoreg í apríl 1940 flúðu Há-kon kongur og Ólafur krón- prins, sonur hans, til Bretlands, og fylgdust þaðan grannt með gangi mála í heimalandinu til stríðsloka. Marta krónprinsessa flúði á hinn bóginn yfir landamærin til Svíþjóð- ar, þar sem hún hafði fæðst, ásamt börnum þeirra Ólafs, Ragnhildi, Ástríði og Haraldi, sem nú situr á konungsstóli. Hlutleysis síns vegna féll Svíum þetta þungt og einhverjir lögðu til að farið yrði að ráðum Þjóð- verja sem vildu fá krónprinsessuna heim til Noregs með börnin svo unnt yrði að lýsa hinn þriggja ára gamla Harald konung. Vestur í Bandaríkjunum fékk Franklin D. Roosevelt forseti veður af málinu, en hann hafði kynnst Mörtu og Ólafi skömmu fyrir stríð þar vestra, þegar hjónin heimsóttu meðal annars Norðmannabyggðir. Roosevelt bauð Mörtu og börnunum að koma til Bandaríkjanna og sigldu þau með herskipi frá Petsamo í Finnlandi, höfn sem margir Íslend- ingar kannast við en þangað voru Ís- lendingar, sem orðið höfðu innlyksa á Norðurlöndunum, í stríðinu ein- mitt sóttir. Svo kært var með þeim Roosevelt og Mörtu að krónprinsessan og börnin bjuggu lengi vel í Hvíta hús- inu. Rithöfundurinn Gore Vidal hélt Prinsessan í Hvíta húsinu Um Atlantsála nefnast nýir leiknir norskir þættir sem Ríkissjónvarpið hefur sýningar á milli jóla og nýárs. Þar er hermt af sambandi Mörtu krónprins- essu og Roosevelts Bandaríkjaforseta í stríðinu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sofia Helin er mörgum ógleymanleg sem Saga Norén í glæpaþáttunum Brúnni. AFP Marta Soffía Lovísa Dagmar Thyra fæddist í Stokkhólmi árið 1901 og var upphaflega Marta Svíaprinsessa. Fað- ir hennar var Karl, yngri bróðir Gúst- afs V Svíakonungs. Hún átti tvær systur, Margréti og Ástríði. Sú síð- arnefnda varð drottning Belga en lést með sviplegum hætti í bílslysi ár- ið 1935, aðeins 29 ára að aldri. Heim- ildir herma að Marta hafi aldrei jafn- að sig almennilega á þeim missi. Marta gekk að eiga frænda sinn, Ólaf krónprins Noregs, 1929 og þótti sá ráðahagur styrkja samband ná- grannaþjóðanna sem var heldur stirt á þeim tíma. Þess utan skein ástin af unga parinu. Marta fékk höfðinglegar móttökur þegar hún sneri heim frá Bandaríkjunum í stríðslok enda þótti hún hafa barist af elju fyrir þjóð sína. Hún náði hins vegar aldrei að verða drottning en Marta lést árið 1954 eftir langvarandi glímu við krabbamein. Hún var 53 ára. Ólafur varð konungur 1957 og ríkti til dánardags 1991. Ástin skein af þeim Marta krón- prinsessa. Hefðu þau líka leikið í myndinni?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.