Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2020 HEILSA á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Gunnsteinn og Helga erubæði komin á eftirlaun enþau brenna enn fyrir fag- inu og fékk blaðamaður að hitta þau einn vetrardag í haust og fræðast um það sem gerst hefur í barnageð- lækningum síðustu áratugina. Á Læknadögum í janúar 2020 hélt Gunnsteinn fyrirlestur um Barna- geðlæknafélag Íslands en tilefnið var fjörutíu ára afmæli félagsins. „Það voru eiginlega þrjú afmæli sem sneru að geðverndarmálum barna og unglinga á árinu. Árið 1960 var opnuð í Reykjavík Geðverndar- deild barna á Heilsuverndarstöðinni að frumkvæði prófessors Sigurjóns Björnssonar. Árið 1970 er svo opnuð Geðdeild Barnaspítala Hringsins, eins og hún hét þá. Áratug síðar taka svo barnageðlæknar sig saman og stofna Barnageðlæknafélag en það var 3. maí 1980,“ segir Gunn- steinn, en hann sérhæfði sig í barna- geðlækningum í Danmörku og Sví- þjóð. Vöntun á barnageðlæknum Helga lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1969 og fór í sérnám til Bandaríkjanna og lauk síðar dokt- orsprófi í barna- og unglingageð- lækningum frá Turku-háskóla í Finnlandi árið 2002. „Ég byrjaði á geðdeild fullorðinna í sérnáminu en þegar ég kom heim 1974 vantaði lækni á barna- og ung- lingageðdeildina og var ég beðin um að vinna þar en deildin var þá fjög- urra ára og í örum vexti. Það var fróðlegt að vinna þar og mikil teym- isvinna. Ég ílengdist þarna í nítján ár og vann svo tvö ár á Vogi sem var þá að setja á fót þjónustu fyrir ung- linga og í framhaldi fór ég að vinna á geðdeild Borgarspítalans sem síðar varð geðdeild Landspítalans. Ég vann því á Landspítalanum í fjörutíu ár og þar síðustu tíu árin sem ráð- gefandi geðlæknir fyrir geðdeild Landspítalans í Fossvogi,“ segir Helga sem auk þess rak sjálf lækna- stofu. „Ég var svo heppin að vera skipuð í rannsóknarnefnd Norðurlandanna með öðrum barna- og unglingageð- læknum sem var tíu ára starf og í framhaldi af því tók ég þátt í Evr- ópustarfi til að samræma kennslu og sérnám í barna- og unglingageð- lækningum innan Evrópulanda. Það veitti mér mikla innsýn, bæði í rann- sóknarheim í sérgreininni og líka í akademíska heiminn, sem hefur ver- ið veikburða hér á landi í saman- burði við barna- og unglingageð- lækningar annars staðar á Norður- löndum,“ segir Helga. Ekkert að þessum krökkum Geðraskanir barna og unglinga eru eitt stærsta vandamál heilbrigðis- kerfisins á Íslandi, að sögn Helgu og Gunnsteins. Helga segir að ef miðað sé við hin norrænu löndin fái takmarkaður Gunnsteinn Gunnarsson og Helga Hannesdóttir eiga að baki langan feril sem barnageð- læknar. Þau voru upphafsmenn Barnageðlæknafélags Íslands. Morgunblaðið/Ásdís Gefandi að nýta þekkingu sína Barnageðlæknafélag Íslands varð fjörutíu ára á árinu 2020. Helga Hannesdóttir og Gunnsteinn Gunn- arsson, barna- og unglingageðlæknar, líta yfir liðinn feril og rifja upp sögu félagsins. Þau segja skort á barna- og unglingageðlæknum hérlendis og að enn eimi eftir af gömlum fordómum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.