Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Blaðsíða 17
vinstri allan ársins hring, og verulega meir í aðdrag- anda kosninga, náði iðulega að halda nokkurri fjöl- miðlalegri reisn, fyrir utan kosningaárið sjálft auðvit- að, þegar hann átti verulega erfitt með sig. En eftir kosningu Trumps hefur blaðið ekki einu sinni haft lágmarksþrek í þeim efnum. Rússagald- urinn reyndist fullkomin endaleysa. Mátti fljótt átta sig á því þrátt fyrir ofurtrú ólíklegustu manna að þetta væri allt heilagur sannleikur sem væri við það að ljúkast upp! Hundruð frétta hafa verið birt á útsíðum og helstu fréttasíðum sem allar hafa byggst á sérlega „traust- um heimildarmönnum“ sem enginn annar hefði haft aðgang að. Bræðurnir á stöðvafjöldanum lifðu sig alla daga inn í þessa spásögn og enginn af þúsundum fréttamanna leyfði sér að efast. En galdrafárið reyndist byggt á uppspuna sem kosninganefnd Hillary Clinton lét setja saman. Það var eiginlega of vitlaust til að vera samsæri fyrir börn: Pútín stjórn- aði Trump, þótt þeir þekktust ekki, og þess vegna komu „traustir heimildarmenn“ með hverja fréttina af annarri sem reyndust sams konar uppspuni og gátu aldrei reynst neitt annað. Það er ekkert að því að fjölmiðlar birti fréttir sem þeir telja sig hafa ástæðu til að treysta. En þegar hundruð slíkra frétta eru komin í risavöxnu ruslaföt- una á skrifstofum blaðsins er kominn tími til að muna hverjir það eru sem starfa þarna og til hvers. Samsömuðu sig ruglinu Blaðamennirnir sem notuðu fréttirnar og spunnu víð- áttuvitleysu út úr heimildinni hafa ekki enn opinber- að hverjir heimildarmennirnir traustu voru. Þegar fyrir liggur að í hundruðum tilvika sé orðið óyggjandi að heimildarmennirnir hafi reynst vera samsafn af lygalaupum og fölsurum þá er það banabiti fjölmiðils að samsama sig þeim og afhjúpa þá ekki. Afsökunar- beiðni og afhjúpun á svikahröppunum verður að fara saman. En það getur orðið erfitt ef heimildin var aldrei til og soðin upp á blaðinu eins og sú sem kosn- ingastjórn Hillary lét sauma saman. Það hefur blaðið ekki gert. Ástandið var orðið þannig á NYT vegna tryllingsins gegn Trump að þegar fyrirsvarsmaður greinabirtingar á blaðinu lét birta eina grein eftir þingmann úr flokki repúblikana í öldungadeild þings- ins umhverfðust blaðamenn þar. Ritstjórinn tilkynnti þá að hann stæði með starfsmanni sínum. Blaða- mennirnir gerðu þá hróp að ritstjóranum og hann guggnaði og rak konuna sem hafði heimilað birt- inguna! Þetta er ömurlegt ástand og dapurlegt. Blaðran lak ekki, hún sprakk Nú er skyndilega orðið ljóst að FBI hefur haft fjár- hagsleg málefni Biden-fjölskyldunnar til athugunar í tvö ár. Ekkert blað hefur til þessa verið talið hafa jafn góða gátt og glufu inn í FBI eins og NYT. Blaðið hef- ur „ekki frétt“ neitt af málinu allan þennan tíma! Miðað við sögu og tengsl blaðsins er það útilokað. Og sjónvarpsstöðvarnar, sem ekki hafa náð fullum söns- um frá kjöri Trumps, hafa síðustu daga afgreitt laus- lega Biden-fréttirnar sem voru farnar að síast út, með orðum eins og þeim að engin alvörumiðill fjalli um samsærisruglið um Biden og hans fólk. En að öðru leyti er afgreiðslan þessi: „Talið er að þvaður- fréttirnar um Biden séu komnar frá Rússum!“ Og þar fram eftir götunum. En blaðran sprakk. Hvellurinn varð mikill. Nú er komið á daginn að FBI hefur verið í tvö ár að rann- saka mútur og peningaþvætti og skattsvik sem varða risafjárhæðir þar sem Hunter Biden er höfuðpaurinn ásamt Jim Biden, bróður Bidens varaforseta og, eftir því sem best er vitað, væntanlegs forseta. Hunter varð loks til þess sjálfur, örskömmu eftir kosningar, að viðurkenna að hann væri til rannsóknar að þessu leyti. Biden lýsti því margoft yfir að allt tal um slíkt væri argasta lygi og viðurstyggilegur áróður. Þær fréttir, sem þegar eru teknar að spyrjast út eftir hinn þunga þagnarmúr í tvö ár, eru næsta alvarlegar, svo ekki sé meira sagt. Og þær eru þegar orðnar Joe Bid- en mjög hættulegar. Ekki aðeins vegna sonarins sem hefur sogið ótrúlegar fjárhæðir út úr Kína og Úkra- ínu í krafti þess að Biden fór með samskipti við þessi lönd, samkvæmt sérstöku erindisbréfi Obama, þáver- andi forseta. Heldur vegna þess að skjöl frá Hunter Biden segja að Joe faðir hans hafi jafnan viljað tryggja sér bita af kökunni og kvartar Hunter undan því, en eftir því hafi verið látið! Vita ekki sitt rjúkandi ráð Nú muldra hinir stórsködduðu fjölmiðlar vandræða- lega að þeir hafi ekki viljað koma ruglanda inn í for- setakosningar með að segja það sem þeir vissu um, en vissu þó ekki nóg! En þeir fjölmiðlar sem héldu því leyndu sem al- menningur þurfti að fá að vita fyrir kosningar hafa brugðist fólkinu í landinu sem situr nú uppi með bandítta með æðstu völd í öflugasta ríki veraldar. Afsakanir eins og þær að hægt sé að koma Biden- fjölskyldunni burt frá allri aðstöðu með því að koma Harris inn, sem hafi í rauninni alltaf staðið til, sýnir hversu djúpt mannskapurinn á þessum bæjum hefur sokkið. Nú er farið að brydda á því að fjölmiðlarnir sem vissu en þögðu séu farnir að reyna að bjarga ein- hverju af æru sinni. Það er mikið verk. Enn má vona að skrítni fjölmiðillinn á Íslandi, með þúsundir milljóna frá ríkinu, frétti ekki af þessu. Það væri eiginlega ömurlegt ef það gerðist. Þótt þessi ömurlega þróun vestan hafs taki brátt yfir um- ræðuna er gustuk að gæta þess að sú skrítna fái að sofa áfram. Eigum við ekki öll að reyna það? Morgunblaðið/Árni Sæberg 13.12. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.