Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2020 BÆKUR Ég hef haft áhuga og skoðun áloftslagsmálum frá því að égheyrði af þeim fyrst fyrir margt löngu og hef aldrei skilið hvers vegna við höfum ekki getað lagað okkur að þessari þróun og vá,“ segir Eggert Gunnarsson en fyrsta skáldsaga hans, The Banana Gar- den, kom út hjá breska forlaginu Olympia Publishing í lok nóvember. Um er að ræða vísindaskáldsögu sem fjallar um mikla storma sem ógna tilvist mannsins á jörðinni. Farið er um víða veröld og kaflar bókarinnar gerast á Íslandi, Eng- landi, Papúa Nýju-Gíneu og í al- þjóðlegu geimstöðinni Rama. Aðalsöguhetjunni er fylgt inn á sjóræningjastöð sem tekur yfir út- sendingar BBC í þeim tilgangi að reyna að koma sem mestum og best- um upplýsingum til fólks um allan heim sem verður fyrir miklum skakkaföllum af völdum stormanna. Óprúttnir aðilar reyna að hrifsa til sín völd og margir leiðtogar heims- ins falla í valinn. Áður óþekktar ver- ur, heimsækjendurnir, koma einnig við sögu en þær heyra til hliðstæðri plánetu í öðru tímabelti. Þá lætur athafnamaðurinn Okar Bragg (sem gæti hæglega verið frændi Elons Musks) sigla þremur skemmtiferðaskipum inn Hvalfjörð en hann sá hamfarirnar fyrir. Þar liggja skipin við bryggju þegar Rússana ber að garði. Allt fer í bál og brand en á endanum hefst uppbyggingin. Veðurfárið orðið meira Sagan gerist í ekki svo fjarlægri framtíð, Eggert talar um tíu til fimmtán ár héðan í frá, þegar margt hefur færst til verri vegar í heim- inum vegna þróunar í loftslags- málum og veðurfárið orðið meira. Já, hann talar um fár en ekki far í þessu sambandi. „Sagan byggist lauslega á vísindum en fyrst og síð- ast er þetta skáldskapur og drama.“ Eggert upplýsir að hann sé þegar með aðra bók í smíðum, þar sem hann tekur upp þráðinn og hin nýja heimsmynd skýrist betur. „Það er því eins gott að þessi seljist eitthvað, svo útgefandinn vilji halda áfram,“ segir hann hlæjandi. Spurður hvers vegna hann skrifi á ensku og gefi út ytra svarar Eggert því til að enskan liggi betur fyrir hon- um en íslenskan. „Ég sendi handritið fyrir rælni á útgefandann og fékk já- kvætt svar eftir tvær vikur en venju- lega tekur það ferli mun lengri tíma, skilst mér. Ég þurfti að leggja út fyr- ir hluta kostnaðar sjálfur og leitaði eftir stuðningi á Karolina Fund sem er mjög sniðugt fyrirbæri. Það gekk hratt og vel fyrir sig, þrátt fyrir að Covid væri komið til sögunnar.“ Eggert hefur áhuga á að þýða bókina á íslensku en reiknar með að einhver annar en hann sjálfur taki það verk að sér. Hann hefur fengist við skrif af ýmsu tagi frá blautu barnsbeini en fór markvisst að skrifa prósa eftir að hann flutti til Papúa Nýju-Gíneu í ársbyrjun 2016. „Ég var mikið einn með sjálfum mér eftir að ég kom út og hafði góðan tíma til að skrifa og úr varð þessi saga. Ég var að hluta undir áhrifum frá þessum nýju heimkynnum mínum við skrifin en á Papúa Nýju-Gíneu reynir maður loftslagsbreytingar óhjá- kvæmilega á eigin skinni.“ Hvers vegna ekki? Eggert vann um árabil í sjónvarpi hér heima; stjórnaði framleiðslu og leikstýrði Stundinni okkar lengi og vann einnig með Ævari Þór Bene- diktssyni að þátttaröðunum með Ævari vísindamanni. Að auki vann hann heimildarmyndir og tónlistar- þætti. Hann hafði svo sem ekki hugsað sér til hreyfings þegar hon- um barst tölvupóstur frá gömlum vini, Gísla Snæ Erlingssyni, leik- stjóra og skólastjóra London Film School. „Vinur vinar hans var að leita að manni til að taka við sjón- varpsstöð á Papúa Nýju-Gíneu og Gísli spurði hvort ég hefði áhuga. Þetta kom eins og þruma úr heið- skíru lofti en ég hugsaði með mér: Hvers vegna ekki?“ Eggert flaug til Dubai í starfs- viðtal sem gekk vel og hann var ráð- inn sjónvarpsstjóri TVWAN í Port Moresby, höfuðborg Papúa Nýju- Gíneu, en stöðin er rekin af Digicel, írsku farsímafyrirtæki sem fór svo út í sjónvarpsrekstur. Stöðin fæst meðal annars við eigin framleiðslu, sendir út fréttir og frá keppni í ruðningi í Ástralíu. „Það var lífsreynsla að senda út fréttirnar, sérstaklega í kosningum sem eru ekki bara skrautlegar held- ur beinlínis hættulegar í Papúa Nýju-Gíneu. Maður þarf að vara sig á sumum sem taka þátt í þeim.“ Eftir tvö ár lét Eggert af störfum. „Þetta var mikið ævintýri en mig langaði að prófa fleira, til dæmis að ferðast meira um þetta áhugaverða land og kynnast fólkinu betur. Ég var svo heppinn að fá vinnu við háskól- ann í Goroka sem er magnaður stað- ur; vinn þar fyrir rannsóknasetur sem gerir heimildarmyndir fyrir Sameinuðu þjóðirnar og fleiri. Fyrsta myndin sem ég tók þátt í fjallar um verndun dýra og áhrif þess á þorp sem taka þátt í svoleiðis verkefnum.“ Meira en að segja það Hann hefur notið þess að búa á Papúa Nýju-Gíneu. „Fyrir Reykvíking að koma til Port Moresby og síðan Gor- oka er meira en að segja það,“ upp- lýsir hann hlæjandi. „Papúa Nýja- Gínea er ótrúlegur staður og umhverf- ið og náttúran mögnuð. Að ekki sé talað um veðurfarið. Í Port Moresby eru um 32 gráður allt árið um kring og munurinn á árstíðum er þurrkatími og regntími. Goroka er aftur á móti 1.600 km yfir sjávarmáli og þar rignir tölu- vert, mest á nóttunni. Á daginn er 22 til 25 gráðu hiti. Þar er loftslagið ein- stakt, eins vaxtarskilyrði plantna.“ Hugsunarhátturinn er líka allt annar og spillingin mikil, eins og Eggert kom inn á áðan. „Stjórn- málin virka og virka ekki. Lögfróðir menn segja mér að stjórnarskrá landsins sé skotheld en erfitt er að uppræta spillinguna. Margt er mjög skrautlegt; núna eru menn einmitt að reyna að setja ríkisstjórnina af og slegist er á þingi og fyrir dómi. Mið- að við þetta ríkir algjör lognmolla við Austurvöll.“ Hann hlær. Papúa Nýja-Gínea fékk sjálfstæði frá Ástralíu 1975 og Eggert segir þá ráðstöfun hafa átt sér stað tíu til tuttugu árum of snemma og þjóðin sé ennþá að súpa seyðið af því. „Inn- viðir eru ekki nægilega góðir og það hefur valdið miklum vandræðum. Þarna er olía, kol, gull, kopar, gas og viðarhögg og Papúar í þeim skilningi í reynd með ríkustu þjóðum í heimi. Samt er gríðarleg fátækt.“ Ævintýralegt er að ferðast um landið enda fjalllendi mikið og ekki hlaupið að því að komast úr einu þorpi í annað. Þegar mest var voru 800 tungumál töluð í landinu; ekki mállýskur heldur tungumál. Eggert ber fólkinu vel söguna; það sé upp til hópa lífsglatt og vingjarn- legt. Það sé þó ólíkt innbyrðis. „Þeir sem búa á hálendinu eru meira bis- nessþenkjandi og láta hlutina gerast meðan fólkið við ströndina er væru- kærara. Annars er þetta mikið ætt- bálkaskipt, ættbálkarnir halda mikið saman og erfitt að skella þjóðinni undir einn hatt,“ segir Eggert sem kynnst hefur henni frá öðru sjón- arhorni en gestir sem fara þar um. Íhugar að koma heim Eggert starfar enn í Goroka en er staddur á Íslandi um þessar mundir. „Ég er að velta næstu skrefum fyrir mér en viðurkenni að ég er mikið að hugsa um að koma heim á ný. Þetta eru búin að vera frábær tæp fimm ár en mig er farið að langa að komast aftur inn í hringiðuna hérna heima. Hér eru mikil og góð tækifæri fyrir fólk í mínu fagi.“ Eggert ásamt heima- mönnum í Goroka sem hann segir dásamlegan stað. Eggert Gunnarsson starfar enn í Papúa Nýju-Gíneu en er mikið að hugsa um að flytja heim á ný. Morgunblaðið/Eggert Tilvist manns- ins ógnað Eggert Gunnarsson, sem lengi hefur starfað við sjónvarp, sendi á dögunum frá sér sína fyrstu bók, vísindaskáldsöguna The Banana Garden, á ensku. Hann hefur búið á Papúa Nýju-Gíneu undanfarin fimm ár og segir það hafa verið mikið ævintýri. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.