Lögmannablaðið - 2016, Side 4
4 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/16
ÞYRÍ STEINGRÍMSDÓTTIR HRL.
LEIÐARI
Jafnrétti og jólasveinar
SPORTPAKKI STÖÐVAR 2 var aug
lýstur um helgina. Heilsíða með mynd
af hraustu afreksfólki í íþróttum og
íþrótta fréttafólki. 24 einstaklingar
alls. Þar af voru 4 konur. Afar lýsandi
mynd fyrir stöðu kynjanna í íþróttum
en ekki síður um stöðu kynjanna
þegar kemur að umfjöllun um íþróttir.
Í Bandaríkjunum sækjast nokkrir
miðaldra karlar eftir útnefningu
repú bli kana til að verða forsetaefni
flokksins og forystuna hefur Donald
Trump með sinn rasíska boðskap. Hjá
demókrötum sækir Sanders hart að
Clinton sem m.a. sætir harðri gagnrýni
fyrir að notfæra sér kynferði sitt eða
„playing the gender card“ eins og
það útleggst á ensku. Er þar verið að
vísa til málefna sem Clinton hefur sett
nokkuð á oddinn eins og launamun
kynjanna og dagvistunarmál sem
samfélagið virðist líta á sem kvenna
mál, en ekki baráttumál allra. Þá er
henni legið á hálsi fyrir hið augljósa
baráttumál að konur eigi að kjósa
konur til forystu, enda konur líka
menn og það eigi að velja hæfasta
einstaklinginn.
Í þessu blaði og því næsta verður
fjallað um niðurstöður könnunar sem
Lögmannablaðið gerði meðal fulltrúa
með hdl. réttindi á lögmannstofum.
Í könnuninni var spurt um starfskjör
vítt og breytt en jafnframt um líðan í
starfi, afstöðu til stjórnunar á vinnustað,
fjölbreytni verkefna o.fl., auk þess
að spyrja um samþættingu vinnu og
heimilis. Fram kemur að kynbundin
launamunur er 8%. Meðaltalið hjá VR
í síðustu könnun þeirra (árið 2015)
er 9,9%. Þrátt fyrir að lögmanns
stofur virðist þannig standa sig betur
en hinn almenni launamarkaður,
er þessi munur óviðunandi. Í fleiri
þáttum í niðurstöðu könnunarinnar
er marktækur munur milli kynjanna
og verður gerð nánari grein fyrir því
í næsta blaði.
Það eru engin lög á Íslandi sem leyfa
mismun vegna kynferðis. Engin.
Þvert á móti eru fjölmörg pósitíf laga
ákvæði sem beinlínis banna slíkt,
meira að segja í stjórnarskránni. Ef
löggjöfin væri skoðuð eingöngu væri
hægt að lýsa því yfir að á Íslandi
ríkti fullkomið jafnrétti kynjanna.
Raunveruleikinn er hins vegar annar
í öllum samfélögum, bæði hér á landi
og erlendis. Samfélagið virðir kynin
ekki til jafns og sýnir það í verki eins
og framangreind dæmi sanna.
Sama á við um jólasveina. Það eru
engin lög til sem leyfa jólasveina eða
leyfa okkur að plata börnin til hlýðni
í tvær vikur á hverju ári. Ef bara væri
horft á löggjöfina væru jólasveinar
ekki til. En samfélagið leyfir þá og
sýnir það í verki og þess vegna eru
þeir til. Aldagömul hefð og skemmtileg
tilbreyting sem innrætir börnum góð
gildi – nú eða slæm ef horft er til
þessara í sauðskinnskónum sem stálu
og stríddu. Ég á bágt með að trúa því
að samfélagið vilji skipta um skoðun
á jólasveinum og muni vinna að því
að snúa öllum gegn þeim eða leggja
þá niður. Flestum ef ekki öllum myndi
finnast það fáránleg hugmynd. En
hvað með jafnréttið, getur samfélagið
þá ekki heldur skipt um skoðun á því
og sýnt í verki að við séum hætt að
þola og leyfa mismunun? Er það jafn
fjarlægt og fáránlegt eins og varðandi
jólasveinana? Og ef svo er ekki,
hvers vegna skiptum við þá ekki um
skoðun?