Lögmannablaðið - 2016, Page 6

Lögmannablaðið - 2016, Page 6
6 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/16 AF VETTVANGI FÉLAGSINS Félagsmönnum fjölgar um 2,5 % milli ára Í lok febrúar 2016 voru félagsmenn í Lögmannafélagi Íslands 1084 talsins og hefur þeim fjölgað um 27 frá sama tíma árið 2015 eða um 2,5%. Eru héraðsdómslögmenn 775 talsins og hæstaréttarlögmenn 309. Alls eru 501 lögmenn, eða 46%, sjálfstætt starfandi og 231 lög mað­ ur starfar sem fulltrúi sjálfstætt starf ­ andi lögmanns en það er um 21% félagsmanna. Þá voru innan húss­ lögmenn hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum 307 talsins, eða 29%. Af þessum 307 innanhússlögmönnum störfuðu 93 hjá ríki eða sveitarfélögum og 214 hjá fyrirtækjum og félagasam­ tökum. Fjöldi lögmanna sem ekki stunda lögmannsstörf sökum aldurs eða sjúkleika var 43 eða 4% af heildar­ fjölda félagsmanna. Konur í lögmannastétt Alls eru 342 konur félagsmenn í Lög­ mannafélaginu sem svarar til 31,5% félagsmanna. Hefur þeim fjölgað hlutfallslega frá sama tíma árið 2015 þegar þær voru 319 talsins eða 30,2% félagsmanna. Konum í félaginu hefur fjölgað jafn og þétt á undanförnum Tölfræði um félagsmenn LMFÍ Samsetning (%) félagsmanna í LMFÍ eftir því hvar þeir starfa. Fjölgun félagsmanna í LMFÍ á tímabilinu 2006-2016. Skipting (%) kvenna í LMFÍ eftir því hvar þær starfa. FÉLAGSMÖNNUM FJÖLGAR UM 2,5% á milli ára, konur eru 31,5% þeirra en voru 22,3% fyrir tíu árum. Þá eru 31% kvenna í félaginu sjálfstætt starfandi lögmenn á móti 53% karla og 28% kvenna eru fulltrúar á móti 18% karla. Ingimar Ingason rýndi í félagatalið.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.