Lögmannablaðið - 2016, Síða 8

Lögmannablaðið - 2016, Síða 8
8 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/16 AF VETTVANGI FÉLAGSINS árum og til samanburðar má nefna að hlutfall þeirra var 22,3% fyrir tíu árum og 17,7% fyrir fimmtán árum. Má fastlega gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram sé horft til kynjahlutfalls í lagadeildum íslenskra háskóla og samsetningu þátttakenda á námskeiðum til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum. Af þeim 342 konum sem í dag hafa virk málflutningsréttindi eru 47 með réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti en þær voru 41 á sama tíma árið 2015. Sjálfstætt starfandi konur í lögmannastétt eru 106 talsins og 97 konur starfa sem fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna. Hjá ýmsum fyrir­ tækjum og stofnunum starfa 137 konur sem innanhússlögmenn, þar af 45 hjá ríki eða sveitarfélögum og 92 hjá fyrirtækjum og félagasamtökum. Þá eru 2 konur hættar störfum. Karlar í lögmannastétt Alls eru 742 karlar í Lögmannafélaginu, þar af 309 hæstaréttarlögmenn. Af þessum 742 körlum eru 395 sjálfstætt starfandi lögmenn og 134 eru fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna. Sem innanhússlögmenn hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum starfa 170 karlar, þar af 48 hjá ríki eða sveitarfélögum og 122 hjá fyrirtækjum eða félagasamtökum. Þá eru 43 karlar hættir störfum. Aldur lögmanna Athyglisvert er að skoða aldurs dreif­ ingu félagsmanna í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á síðustu tæpum tveimur áratugum bæði hvað varðar fjölgun félagsmanna almennt og ekki síður fjölgun kvenna í lögmannsstétt. Þannig eru 710 þeirra 1086 sem eru félagsmenn í Lögmannafélaginu 49 ára Hlutfall karla og kvenna í LMFÍ 2006-2016. Skipting (%) karla í LMFÍ eftir því hvar þeir starfa. Hlutfall kynja í LMFÍ eftir aldri á árunum 2006-2016. Hlutfallslega flestir lögmenn eru á aldrinum 30-39 ára eða 34,2%. Hlutfall karla á þessum aldri er 29,1% og kvenna 45,3%. Á aldursbilinu 40-49 ára er 26,4% karla samanborið við 27,2% kvenna.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.