Lögmannablaðið - 2016, Qupperneq 14

Lögmannablaðið - 2016, Qupperneq 14
PISTILL FORMANNS REIMAR PÉTURSSON HRL. SJÁLFSTÆÐI LÖGMANNA ER mikil­ væg vernd almennings fyrir ofríki. Í alþjóðlegum samþykktum um störf lögmanna er gjarnan hnykkt á þessu og lögð áhersla á að félög þeirra stýri sér sjálf og setji lögmönnum siðareglur án afskipta valdhafa. Hér á landi hefur sjálfstæði lög­ manna og Lögmannafélags Íslands í megindráttum verið tryggt með ákvæðum laga nr. 77/1998 um lög­ menn. Þar er Lögmannafélagi Íslands veitt heimild til að setja siða reglur fyrir lögmenn og lögin mæla fyrir um sjálfstæða úrskurðarnefnd. Þetta fyrirkomulag hefur reynst farsælt þótt vitaskuld megi lagfæra sum atriði þess. Verkefnastaða lögmanna hefur verið prýðileg og þrátt fyrir mikla fjölgun í stétt lögmanna hafa kvartanir undan störfum þeirra ekki aukist í sama hlutfalli. Tekjur lögmanna virðast því almennt standa undir vönduðum vinnubrögðum. Óvíst er hvort þetta ástand muni vara. Málaflóðið í kjölfar banka­ hrunsins er að fjara út, þótt enn eimi eftir af því. Atvinnuleysi meðal lögfræðinga hefur aukist og minnk­ andi viðleitni nýútskrifaðra að afla sér lögmannsréttinda sýnir að verk efna­ staðan kann að versna. Því er fyrirséð að tekjur lögmanna dragist saman og samkeppnin um brauðið verði harðari. Ástæðulaust er að kvarta yfir aukinni samkeppni. Hún getur leitt til þess að lögmenn veiti betri þjónustu með hagkvæmari aðferðum en áður hafa tíðkast. Samkeppninni geta þó fylgt slæmir fylgifiskar. Lögmenn, sem standa höllum fæti, kunna t.d. að freistast til að beita óheiðarlegum meðulum í samkeppni eins og að etja viðskiptavinum út í málaferli að ósekju, að beita óheiðarlegum aðferðum til að verða sér úti um verkefni og jafnvel að veita atbeina til óheiðarlegra verka í andstöðu við siðareglur. Því miður hefur orðið vart við auknar umkvartanir um háttsemi af þessum toga sem hafa ýmist borist stjórninni formlega eða með öðrum hætti. Málum hjá úrskurðarnefndinni hefur einnig fjölgað. Þetta er áhyggju efni því samkeppni lögmanna má ekki fara fram á forsendum siðferðislegra undirboða. Sumir myndu að vísu segja: Sé þetta raunin þá komi það Lögmannafélaginu ekki við. Viðskiptavinir lögmanna verði einfaldlega að bera ábyrgð á sínu vali á lögmanni sjálfir. Þetta sjónarmið stenst ekki. Láti Lögmanna félagið siðferðisleg undir­ boð félagsmanna óátalin stofnar slíkt sjálfstæði félagsins í hættu. Fors­ enda sjálf stæðisins er nefnilega sú að félagið rísi undir þeirri ábyrgð að hafa eftirlit með félagsmönnum. Síðan verður að hafa hugfast að lög­ menn bera siðferðislegar skyldur gagnvart dómstólum, félaginu og almenningi öllum. Félagið getur ekki látið brot á slíkum skyldum óátalin þótt viðskiptavinir einstakra lögmanna kvarti ekki og njóti jafnvel góðs af slíkum brotum. Standi félagið ekki undir þessari ábyrgð sinni má heita fullvíst að ríkis­ valdið, fyrr eða síðar, skerði sjálfstæði félagsins og taki upp á sínum eigin forsendum eftirlit með félagsmönnum. Félagsmenn hljóta að vilja koma í veg fyrir þetta. Félagið verður því að halda uppi viðeigandi eftirliti og þeir tímar sem nú ganga í garð kalla sérstaklega á slíkt. Sjálfstæði og ábyrgð 14 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/16

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (2016)
https://timarit.is/issue/411929

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (2016)

Iliuutsit: