Lögmannablaðið - 2016, Page 17

Lögmannablaðið - 2016, Page 17
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/16 17 UMFJÖLLUN háskólamenntaðra starfsmanna var launamunurinn 8,4%.2 Starfsreynsla og vinnutími ekki skýringin Þegar svo mikill launamunur er í könnunum er reynt að finna líklegar skýringar, til dæmis að konur vinni minna en karlar eða að þær séu með styttri starfsreynslu. Með því að skoða þessa þætti sérstaklega, að gefnum þeim forsendum að meðallaun séu 350 þúsund o.s.frv., kemur í ljós að minnstur munur meðallauna milli kynja er í þeim hópi sem er með innan við þriggja ára starfsreynslu, eða 5,7%, og mestur munur milli karla og kvenna sem eru með sex til tíu ára starfsreynslu, eða 11,5%. Vísbendingar eru um að fleiri karlar en konur í hópi þeirra sem eru með sex til tíu ára starfs reynslu vinni meira en 50 tíma á viku og sömuleiðis vinni minna en 40 tíma á viku. Sé hins vegar skoðað hverjir vinni meira en 41 tíma á viku kemur í ljós að 92% (12 af 13) kvenna og 87% (13 af 15) karla falla í þann flokk. Athyglisvert er að alls 16% kvenna og 19% karla vinna innan við 40 tíma á viku. Þá vinna 22% karla meira en 50 tíma á viku á móti 12% kvenna svo það getur aðeins að litlu leyti skýrt launamuninn. 16% (22 af 138) fulltrúa vinna meira en 50 tíma á viku að jafnaði, 67% (93 af 138) vinna 41­50 tíma á viku og 12% (5 af 138) vinna 31­40 tíma á viku. Fleiri karlar sáttir við laun sín Fjórir af hverjum tíu fulltrúum (55 af 138) eru sáttir við kjör sín en fimm af hverjum tíu (62 af 138) eru ósáttir. Þess má geta að fleiri karlar eru sáttir, eða 44% (31 af 71) á móti 36% (24 af 67) kvenna. Nokkrar niðurstöður um laun, konur og karla • 40% (56 af 138) fulltrúa fá greitt fyrir unna yfirvinnu á meðan 39% (54 af 138) fá það ekki. Mun algeng ara að karlar fái greidda yfir vinnu en konur, eða 46% karla (33 af 71) á móti 34% (23 af 67) kvenna. • 77% (106 af 138) fá greidda desem­ beruppbót en einungis 48% (66 af 138) fá greidda orlofs uppbót. Svipað hlutfall er hjá báðum kynjum. • 49% (68 af 138) fá árangurstengdar greiðslur (bónus), þar af eru þær talsvert algengari hjá körlum en konum, eða 55% (39 af 71) á móti 43% (29 af 67). 31% (43 af 138) fulltrúa fá ekki bónusgreiðslur. • 17% (23 af 138) fulltrúa fá skerðingu á yfirvinnu/bónusgreiðslu við veikindi sín og barna sinna. • Þá fær 31% (43 af 138) yfirvinnu/ bónusgreiðslur óháð því hvort lögmannsstofan fái greitt fyrir þá tíma sem fulltrúinn vinnur. • Alls 74% (102 af 138) fulltrúa eru með skriflegan ráðningarsamning, 34% (47 af 138) hafa skrifað undir ákvæði um launaleynd og 23% (32 af 138) fara árlega í launaviðtal. Aldur og kyn Þeir sem tóku þátt í könnuninni voru flestir undir fertugu, eða 86% (118 af 137) en samkvæmt félagatali LMFÍ eru 77% fulltrúa á þeim aldri. 5% (7 af 137) voru 40­49 ára gamlir en samkvæmt félagatali LMFÍ eru 10% 2Sjá nánar: http://vr.is/kannanir/launakonnun-2015/launamunur-kynjanna/ Ef miðað er við að meðallaun þeirra sem eru með milli 301-400 þúsund krónur í mánaðarlaun séu 350 þúsund o.s.frv. kemur í ljós talsverður launamunur á milli kvenna og karla. Laun miðað við starfsreynslu

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.