Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 6

Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 6
6 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18 MÖRG MÁL HJÁ MANNRÉTTINDA- DÓMSTÓL EVRÓPU Tímamót urðu hér á landi þegar Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur árið 1994. Ári síðar var mann rétt­ inda kafla stjórnarskrárinnar breytt og réttindavernd hennar samræmd við þau réttindi sem sáttmálinn veitir. Á þeim árum sem liðin eru hafa íslenskir lögmenn og dómarar í sívaxandi mæli litið til dómafordæma Mann­ rétt indadómstólsins í sínum störfum, vægi þeirra dóma hefur aukist og almennt má segja að íslenskir dómstólar beiti sáttmálanum í samræmi við dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Fordæmi Mannréttindadómstólsins skipta miklu máli fyrir lýðræðisþróun og vernd borgaranna og þótt áfellisdómar frá Strassborg séu vissulega mikið alvörumál þá geta þeir hins vegar haft mjög jákvæð áhrif á réttaröryggi hér á landi – eins og dæmin sanna. Það er þó umhugsunarvert ef þeir áfellisdómar verða of margir. Í þessu ljósi verður því að telja mjög athyglisvert að samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá skrifstofu MDE voru þann 1. júlí s.l. 47 mál frá Íslandi sem biðu afgreiðslu Mannréttindadómstólsins, þar af 44 fyrir 7 dómara deild (chamber). Fjöldi mála sem bíða fyrir þeirri deild frá hinum Norðurlöndunum eru 12 frá Danmörku (heildarfjöldi mála fyrir dómstólnum 26), 11 frá Svíþjóð (87), 18 frá Noregi (63) og 7 frá Finnlandi (62). Ísland ber þannig höfuð og herðar yfir hin Norðurlöndin hvað varðar fjölda þeirra mála sem bíða fyrir 7 dómara deildinni, og þurfum við ekki einu sinni að styðjast við hina margfrægu höfðatölu til að sýna fram á yfirburði Íslendinga. Þessi staðreynd kemur samt óneitanlega á óvart og vekur upp spurningar um hvort ástandi mannréttindamála hér á landi sé í raun svona áfátt og hvort við grundvallarvanda sé að etja í íslensku lagakerfi og réttarframkvæmd. Niðurstaða framangreindra mála mun væntanlega gefa okkur nánari vísbendingar þar að lútandi og er þá mikilvægt að geta átt gagnrýna umræðu og dregið lærdóm af. Nú hafa síðustu dómar „gamla“ Hæstaréttar verið kveðnir upp og má því segja að upptaka millidómsstigsins sé þá orðin endanleg. Framvegis mun Hæstiréttur gegna því hlutverki að vera fordæmisgefandi dómstóll og með því að miklu álagi hefur nú verið létt af réttinum má ætla að það skapi dómurum betri aðstæður til að sinna veigamiklum og fordæmisgefandi málum. Þá mun Hæstiréttur framvegis starfa í einni deild sem jafnframt er til þess fallið að auka fordæmisgildi dóma réttarins. Hvaða áhrif framangreindar breytingar munu hafa á framkvæmd og málsmeðferð fyrir réttinum á eftir að koma í ljós en í umræðum þar að lútandi hefur meðal annars borið á góma hvort samning dóma muni taka einhverjum breytingum frá því sem nú er, og hvort þess megi vænta að dómar verði eftir atvikum ítarlegri og með almennari rökstuðningi, sem hafi víðtækt fordæmisgildi. Þá eru vonir bundnar við breytta afstöðu réttarins til tímalengdar málflutnings nú þegar fjölda mála fækkar til muna. Einnig hefur því verið velt upp hvort kæru­ og áfrýjunarheimildir til Hæstaréttar hafi verið skilgreindar of þröngar og aðgengi borgaranna að dómstólnum þar með skert um of. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu réttarins hefur réttinum borist 41 beiðni um málskot og þar af hafa einungis 8 beiðnir verið samþykktar. Það hlutfall virðist þó reyndar ekki fjarri því sem gerist á Norðurlöndum. Miðað við þetta má kannski ímynda sér að fjöldi mála verði í kringum 50 á ári hverju. Tíminn mun leiða ofangreint í ljós en í öllu falli er ljóst að töluverð eftirvænting ríkir til hins nýja fyrirkomulags og hvernig það muni reynast í framkvæmd. BERGLIND SVAVARSDÓTTIR LÖGMAÐUR FORMAÐUR Records Mála- og skjalakerfi Heldur öuga málaskrá - gott yrlit. Málaskrá, ‘Mín mál’ og tímamörk mála. Mitt One: Síðustu skjöl sem ég hef lesið, breytt eða skráð. 10 síðustu vistunarstaðir (mál) þar sem ég hef vistað skjöl. Öug leitarvél. - Leitar í innihaldi skjala, og viðhengjum. Vista Outlook tölvupósta inn á mál. Öug samhæng við Microsoft Oce, Word, Excel og Outlook. Hægt að ytja inn mörg skjöl í einni aðgerð inn á mál. Hægt að ytja öll skjöl úr einni möppu inn á mál með einni aðgerð. Hægt að fá iPad lesaðgang. (spjaldtölvulesaðgangur að kernu) OneHýsing: ISO vottað umhver. Dagleg afritunartaka gagna. ÖFLUGT mála- og skjalaker sem hentar vel fyrir LÖGMANNSSTOFUR Logos lögmenn, Patice lögmenn, Draupnir lögmenn, Jónatansson lögmenn Meðal viðskiptamanna: Drag’nDrop Draga og sleppa Draga tölvupóst yr í málakerð á rétt mál með einni aðgerð. Draga skjöl á sameiginlega drinu yr í málakerð með einni aðgerð. OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is One býður hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.