Lögmannablaðið - 2018, Page 8
8 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18
stressuðum eiginmönnum sem hlupu eins og hauslausar
hænur að finna eitthvað nógu gott handa konunni fyrir
lokun. Logi hafði séð um önnur matarinnkaup, eftir excel
skjali sem ég hafði sett nákvæmlega upp, með magni og
vöruflokkum. Hann hélt reyndar að ég væri klikkuð þegar
ég sendi honum þetta en hefur fyrir löngu viðurkennt
að þetta sé eina leiðin til að kaupa inn fyrir jólin. Þessi
listi, ásamt álíka nákvæmum leiðbeiningum frá mömmu
um jólamatargerð, hefur oft bjargað okkur frá stórslysum
í jólahaldi síðan. Þessi jól voru sem sagt ekki vandlega
undirbúin með löngum fyrirvara, en þau redduðust samt.
Mér finnst hátíðlegt að hafa ekki allt á haus þegar jólin
ganga í garð, enda alin upp af einstökum snyrtimennum.
Pabbi bónaði alltaf bílskúrsgólfið þangað til hann flísalagði
það og ég held að það hafi ekki eitt rykkorn lifað af jóla
hrein gerningu mömmu. Við systurnar höfðum okkar
skyldur og í minningunni tengist Þorláksmessa og þrif á
baðskáp órjúfanlegum böndum. En þegar maður er með
sex börn á ýmsum aldri inn og út af heimilinu, ásamt
vinum, heimilisköttum og gestaköttum, lærist manni að
gera minni kröfur. Svo geri ég mér grein fyrir því að það er
sennilega meiri hjálp í köttunum við þrifin en börnunum
mínum. Þess vegna er ég löngu búin að ákveða að jólin
komi þótt baðskápurinn sé í rugli og jafnvel ýmislegt fleira.
Jólaföt? Þau eru höfuðverkur. Ég fæ aldrei aftur alla þá
klukkutíma sem hafa farið í að finna jólabuxur, jólaskyrtur,
jólakjóla og jólaskó á öll mín börn. Þessi sömu börn hafa
Ég held að við höfum öll í kollinum hugmynd um hin
fullkomnu jól. Jól, þar sem allar jólagjafir eru keyptar
tímanlega og fyrir skynsamlegar upphæðir. Þar sem haustið
hefur farið í að grynnka jafnt og þétt á draslinu á heimilinu,
sem bíður svo bara eftir að maður renni létt yfir það á
Þorláksmessu með dyggri hjálp barnanna. Þessi sömu börn
eru auðvitað löngu búin að eignast viðeigandi spariföt og
skó sem þau vilja vera í. Svo rennur aðfangadagur upp í
mjúkri logndrífu, eftir notalega, rólega og hlýlega aðventu
og allt er eins og það hefur alltaf verið, af því að jól eru
jú hátíð hefðanna.
Einmitt. Ímyndið ykkur að hér komi hljóð eins og verið sé
að rispa hljómplötu.
Ekki af því að jól geti ekki verið fullkomin. Ég held að flest
mín jól hafi stappað nærri einhvers konar fullkomnun, en
það er hugsanlega meira tengt hugarástandi og ákveðinni
nægjusemi en því að þau hafi verið svona fullkomin
lífstílsbloggaraglansmyndajól.
Fyrstu jólin okkar Loga vann ég fram á Þorláksmessukvöld
og rétt náði að skjótast í Kringluna að kaupa gervijólatré og
allt á það fyrir lokun. Fór svo heim og skreytti tréð meðan
Logi sofnaði í sófanum. Það má kannski nefna að ég er með
ákveðna áráttu sem brýst heiftarlega út við jólaskreytingar
og gerir það að verkum að það að skreyta tréð er aldrei
undir þriggja tíma verki. Morguninn eftir fór ég svo aftur í
Kringluna til að kaupa hamborgarhrygginn og var þar með
ALLSKONAR
JÓL
JÓLAHUGVEKJA SVANHILDUR HÓLM VALSDÓTTIR