Lögmannablaðið - 2018, Side 13

Lögmannablaðið - 2018, Side 13
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18 13 yfirvöld í hinu fullvalda ríki skilgreina annars hagsmuni sína, m.a. með tilliti til þess hvort borgararnir búa við lýðræði og mannréttindi. Af þessu sprettur ákall um að fullveldi ríkis hafi þann tilgang fyrst og síðast að skapa stjórnskipulega umgjörð um almenna velferð og vernd einstaklingsbundinna réttinda borgaranna, þ.m.t. lýðræðislegra réttinda þeirra. Krafan er sú að í fullvalda ríki séu yfirvöld, þ.e. löggjafinn, framkvæmdarvaldið og dómstólar, þjónar fólksins en ekki annarra. Segja má að hugmyndir Íslendinga um fullveldi árið 1918 hafi meðal annars mótast af því að Íslendingar sjálfir væru best til þess fallnir að móta framtíð samfélagsins með hagsmuni og óskir borgaranna að leiðarljósi. Fullveldið er þar með ekki eingöngu lagalegt eða stjórnmálafræðilegt hugtak, því sjálfstjórnin skyldi miða að því að Íslendingar tækju stjórn sinna mála í eigin hendur vegna þess að Íslendingum væri best treystandi til að stuðla að velferð þjóðarinnar, tryggja réttindi þeirra og rækta íslenska menningu. Fullveldi verður þannig í senn birtingarmynd hugmynda Íslendinga um hvernig ríkisvaldi verður beitt í þágu íslenskra borgara. Þetta skiptir máli þegar metnar eru í stjórnarskrá heimildir ríkisins til að deila valdheimildum með alþjóðlegum stofnunum á grundvelli EES­samningsins. Meginspurningin verður þá hvort það feli í sér að réttindi einstaklinga séu tryggð og eftir atvikum jafnvel betur tryggð með því að fela alþjóðlegum stofnum úrlausnarvald en vera myndi ef alfarið væri um innlendar stofnanir að ræða. Reglur innri markaðarins eru fyrir fólkið og atvinnufyrirtækin, ekki fyrir ríkisvaldið. Skerðing fullveldis, að því marki sem um hana er að ræða, og markmiðið með því að fela alþjóðlegum stofnunum úrlausnarvald, er þá einmitt að styrkja réttindi og réttarstöðu einstaklinga og aðila í atvinnurekstri. Mögulega er alþjóðlegt úrlausnarvald þeim einmitt hagfellt og til þess fallið að veita þeim skjól fyrir tilraunum innlendra stjórnmálamanna og yfirvalda til að beita fyrir sig þröngri skilgreiningu fullveldishugtaksins til að fara sínu fram, hvað sem líður réttindum einstaklinga og aðila í atvinnurekstri samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. VI Á árinu 1918 þýddi fullveldi í hugum Íslendinga að þeir færu sjálfir með æðsta vald í öllum sínum málum (innra fullveldi) og ennfremur að önnur ríki viðurkenndu fullveldi landsins og rétt þess til að ráða eigin málum (ytra fullveldi). Þessi tvö kjarnaatriði í skilningi manna á fullveldi á þessum tíma féllu nokkuð vel að hinni lögfræðilegu (de jure) Hópur manna samankominn framan við stjórnarráðshúsið þegar fáni Íslands var dreginn að hún á fullveldisdaginn 1. desember 1918. Ljósmynd: Þjóðminjasafn Íslands.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.